Fregnir - 01.03.2004, Page 18

Fregnir - 01.03.2004, Page 18
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða Eins og sést af dagskránni er norrænt samstarf á sviði bókasafns- og upplýsinga- mála allviðamikið og teygir anga sína allt frá efsta stigi stjómsýslunnar til starfsmanna bókasafna á mismunandi sviðum þjónustu við viðskiptavini safnanna. Norrænt sam- starf á sviði bókasafna og upplýsingamála er mjög mikilvægt fyrir okkur íslendinga og við emm bæði þiggjendur og veitendur í því samstarfi. Hvað bókasöfnin varðar hefur þátttaka fulltrúa íslenskra bókasafna í samstarfinu orðið miklu virkari á síðustu ámm og þeir tekið á sig aukna ábyrgð til jafns við fulltrúa hinna landanna, t.d. með því taka við formennsku í samstarfsnefndum, halda ráðstefnur og standa fyrir sam- starfsfúndum. Ráðstefnustjóri var Svava H. Friðgeirsdóttir varaformaður Upplýsingar. Dagskrá ráðstefnunnar var eftirfarandi: > Setning ráðstefnunnar: Þórdís T. Þórarinsdóttir formaður Upplýsingar > Avarp menntamálaráðherra: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra > NORDBOK (Norræna bókmennta- og bókasafnanefndin) og PR-hópur nor- rænna bókasafna (PR-foreningen for nordiske biblioteker): Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður á Akureyri > NORDINFO (Norræna samvinnunefndin um vísindalegar upplýsingar): Áslaug Agnarsdóttir sviðstjóri Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni > Norrænt samstarf um málefni uppiýsingasamfélagsins (Nordisk Embedsmands- komité for IT-politik - EK-IT): Guðbjörg Sigurðardóttir verkefnisstjóri í forsætis- ráðuneyti > NORDINFOlit (Nordisk forum för samarbete inom omrádet informationskom- petens): Astrid Margrét Magnúsdóttir háskólabókavörður Háskólanum Akureyri > Samstarf norrænna bókavarðafélaga (Nordisk biblioteksmode): Þórdís T. Þórar- insdóttir formaður Upplýsingar > NVBF (Samband félaga norrænna rannsóknarbókavarða): Þórhildur S. Sigurðar- dóttir forstöðumaður safns Menntasmiðju Kennaraháskóla íslands > Barnastarf á bókasöfnum (Nordisk netværk for bornebiblioteker & -kultur): Þorbjörg Karlsdóttir bókasafnsfræðingur Borgarbókasafni Reykjavíkur - Aðalsafni > ARLIS/Norden (Samtök norrænna listbókavarða): Ólöf Benediktsdóttir bóka- safnsfræðingur Stofnun Áma Magnússonar > NORD I&D - Ráðstefna um upplýsinga- og þekkingarstjórn: Kristín Geirsdóttir deildarstjóri Upplýsingaþjónustu Alþingis > Norrænn fundur um lögfræðiupplýsingar (Nordisk juridisk biblioteksmode): Kristín Geirsdóttir deildarstjóri Upplýsingaþjónustu Alþingis > NORON - Samstarf norrænna þjóðbókavarða: Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður (Áslaug Agnarsdóttir flutti erindið þar sem Sigrún Klara var erlendis) > NORSLIS (Nordic Research School in Library and Information Science): Dr. Anne Clyde prófessor við í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla íslands Aðgangur að ráðstefnunni var ókeypis fýrir fúllgilda félagsmenn Upplýsingar en kostaði kr. 1.000 fyrir aðra. Kaffíveitingar voru í boði félagsins. I ráðstefnugögnum voru tvö rit sem gefin hafa verið út um formennskuáætlun ís- lands í norrænu samstarfi árið 2004 undir úúmwm Auðlegð Norðurlanda. Tekur annað til menntamála og vísinda og hitt til menningar. í ritunum eru sett fram metnaðarfull markmið varðandi það starf sem stefnt er að því að vinna á árinu. Ráðstefnan var vel sótt og góður rómur gerður að efni hennar. í Reykjavík voru um 60 þátttakendur og 11 á Akureyri. Auk þess var ráðstefnunni varpað til Akraness 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 18

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.