Fregnir - 01.03.2004, Page 32

Fregnir - 01.03.2004, Page 32
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða NORD I&D - Ráðstefna um upplýsinga- og þekkingarstjóm XIINIORD I & D NORD I&D er heiti á ráðstefnum um upplýsinga- og Knowiadgeand chango sem haldnar eru þriðja hvert ár á Norður- löndunum. Næsta ráðstefna verður haldin í Álaborg í Dan- * mörku dagana 1- 3. september í haust í einstaklega fallegu og skemmtilegu umhverfi. Efni hennar er „Knowledge and Change“, þekking og breytingar. Vefur ráðstefnunnar er http://www2.db.dk/niod/ Forsaga ráðstefnunnar er sú að í kringum 1960 voru fundir um stjómun og tækni á sviði upplýsingamála haldnir á vegum NORDFORSK, samvinnustofnunar fyrir vís- inda- og tæknirannskóknir. Um 1970 var félögum um heimildaöflun og skráningu á Norðurlöndunum svo falið að halda stóra Norræna ráðstefnu reglulega en hún var nefnd NORD I&D, Nordic Conference on Information and Documentation. Fyrsta stóra ráðstefnan var haldin í Noregi 1970, síðan á þriggja ára fresti á öllum hinum Norðurlöndunum, nema Islandi. Fyrir Islands hönd tilnefndi Samstarfsnefnd um upplýsingamál (STUPP) fúlltrúa í undirbúningsnefnd. Þórir Ragnarsson var full- trúi okkar þar um árabil og síðar tók Gunnhildur Manferðsdóttir við, tilnefnd af stjóm Félags bókavarða í rannsóknarbókasöfnum. Undirrituð tók svo við sem fulltrúi Upp- lýsingar árið 2000. Árið 2001 var ráðstefnan haldin í fyrsta skipti á Islandi. I undirbúningsnefndinni var vaskur hópur: Anna Magnúsdóttir, Gunnhildur Manfreðsdóttir, Hrafnhildur Hreinsdóttir, Sigrún Hauksdóttir og Þóra Gylfadóttir auk undirritaðrar, sem veitti nefndinni forstöðu. Hópurinn bauð sig fram þremur ámm áður í Finnlandi og stóð svo sannarlega við að koma Islandi á landakortið hvað varðar ráðstefnuhaldið. En þátt- takendur vom 236 frá 13 löndum. Ráðstefnumar hafa verið skipulagðar þannig að í því landi sem ráðstefnan er haldin hverju sinni starfar undirbúningsnefnd og henni til faglegrar aðstoðar er einn fulltrúi frá hverju hinna Norðurlandanna. NORDINFO, Norræna samvinnunefndin um vísindalegar upplýsingar, sem nýlega var lögð niður, hefur verið stór stuðningsaðili þessara ráðstefna og finnur undirbúningsnefndin nú þegar fyrir því að erfitt er að halda þær án þess stuðnings. Meðal þess sem einkennt hefur efni ráðstefnunnar er að hún er mjög gagnleg fyrir upplýsingaöflun í tækni og vísindum og jafnframt fyrir atvinnulíf. Áherslur hafa þó breyst í tímans rás sem mótast af því að nefndimar í hverju landi em algerlega sjálf- stæðar og fá ekki sérstaka „línu“ um hvemig standa eigi að ráðstefnuhaldinu. Einnig hefur upplýsingaumhverfið breyst gífurlega á rúmum þrjátíu ámm. Gmndvallaratriði stjómunar og tækni em alltaf til umfjöllunar. Stór verkefni í upplýsingafræðum ýmist unnin á landsvísu í hverju landi eða samnorræn verkefni em yfirleitt alltaf kynnt og miðlað er fréttum um nýjungar í upplýsingafræðum. Efni ráðstefnunnar virðist nú höfða til víðari hóps en áður. Frá því að vera nær eingöngu vettvangur fólks sem vinn- ur við upplýsingamál og stjómun í sérfræði- og rannsóknarsafnaumhverfi er þama í auknum mæli efni sem nýtist þeim sem starfa við þekkingarstjóm, upplýsingamið- stöðvar og aðrar safnategundir. NORD I&D ráðstefnumar eru í takt við tímann og þar kemur yfirleitt fram það sem efst er á baugi í upplýsingamálum hverju sinni. Fram að ráðstefnunni hér á Is- landi hafði ekki verið mikið um fýrirlesara héðan. En tveir fyrirlestrar frá íslandi hafa lagt fram erindi á næstu ráðstefnu og er það afar ánægjulegt. Kristín Geirsdóttir fulltrúi Upplýsingar í NORD I&D 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 32

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Actions: