Fregnir - 01.03.2004, Qupperneq 36

Fregnir - 01.03.2004, Qupperneq 36
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða Að lokum má geta þess að efnt var til samkeppni um nafn safnsins. Nafnið Ársafn varð ofan á en það kom úr kistu Erlu Kristínar Jónasdóttur, safnstjóra aðalsafns Borg- arbókasafns. Safnstjóri Arsafns er Óskar Guðjónsson og sími safnsins er 557 7119. Oskar Guðjónsson Amtsbókasafnið og héraðsskjalasafnið á Akureyri Nýbygging og endurbætur 2004 Markmið framkvœmdanna Markmið Akureyrarbæjar með viðbyggingu við Amtsbókasafnið er að bæta úr hús- næðisþörf safnanna sem starfa í bókhlöðuhúsinu við Brekkugötu. Saga safnanna Amtsbókasafnið var stofnað árið 1827 af Grími Jónssyni amtmanni á Möðruvöllum. Aðsetur safnsins var í Laxdalshúsi fyrstu 20 árin og fluttist síðan milli ýmissa húsa og var meðal annars til húsa í Ráðhúsi Akureyrarkaupstaðar í Búðargili og Samkomuhús- inu. Árið 1906 varð Amtsbókasafnið formlega eign Akureyrarbæjar, með þeim skilyrðum að kaupstaðurinn myndi byggja íyrir safnið eldtraust geymsluhús og lestr- arstofu. Árið 1933 var vakið máls á að aldarafmæli Matthíasar Jochumssonar nálg- aðist og ákveðið að reisa minnisvarða í formi vandaðs húss yfir Amtsbókasafnið. Efnt var til samkeppni um teikningar af húsinu og hlutu tveir ungir arkitektar 1. verðlaun, þeir Bárður Isleifsson og Gunnlaugur Halldórsson. Ákveðið var að húsið skyldi standa við Brekkugötu, þar sem það stendur í dag. En það var ekki fyrr en 30 árum síðar að framkvæmdir hófust og þá í tilefni 100 ára afmælis Akureyrarbæjar. Leitað var til arkitektanna sem unnu samkeppnina 1935 og lögðu þeir fram alveg nýja og nútíma- lega hugmynd að bókhlöðu. Hið nýja húsnæði var vígt þann 9. nóvember árið 1968. Héraðsskjalasafn Akureyrarbæjar og Eyjaijarðarsýslu var formlega stofnsett 1. júlí 1969 en skjalavörður hafði þó verið fastráðinn frá 1968. Stofnendur þess voru Akur- eyrarbær og Eyjafjarðarsýsla en Akureyrarbær sá um reksturinn með árlegum styrk frá sýslunni. Með nýrri samþykkt fyrir árið 1996 var nafninu breytt í Héraðsskjalasafnið á Akureyri. Safnið hefur verið í húsi Amtsbókasafnsins frá haustinu 1968 en þar var plássið frá upphafi of lítið og hefur því þurft að hafa skjalageymslur utangarðs. Akvörðun um viðbyggingu Ákvörðun um viðbyggingu var tekin á fundi bæjarstjómar 29. ágúst 1987 á 125 ára afmæli Akureyrarbæjar. I framhaldi af þessari ákvörðun var efnt til samkeppni um hönnun hússins. Tillaga Guðmundar Jónssonar arkitekts í Noregi hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni og vom ummæli dómnefnar svohljóðandi: „ Tillaga nr. 2 sameinar núverandi hús og nýbyggingu í listrœna heild án þess að núverandi hús glati nokkru af sérkennum sínum“. Árið 2000 var ákveðið að heíja framkvæmdir og var verkið boðið út á vordögum 2001. Fyrsta skóflustungan var tekin 1. júní það ár og á fram- kvæmdum að ljúka 2004. Viðbyggingin Viðbyggingin er 1.442 m eða 4.700 m' brúttó. Hún er þrjár hæðir og kjallari. I kjallara em bóka- og skjalageymslur, búningsaðstaða starfsfólks, snyrtingar fýrir gesti og tæknirými. Á jarðhæð er anddyri, sem einnig er ætlað sem sýningarrými og kaffitería, sem einnig er aðstaða til upplýsingaleitar á Intemetinu. Á annarri hæð er 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.