Fregnir - 01.03.2004, Page 56

Fregnir - 01.03.2004, Page 56
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða kerfíð. Eftir að heim kom voru sendar í tölvupósti glærur sem við máttum nýta okkur við kennslu ef svo bæri undir. Sýningarsvœðið Auk þess að hlusta á fróðlega fyrirlestra var ekki síður gagnlegt að ganga um sýning- arsvæðin, skoða nýjungar og hlusta á kynningar varðandi þær, kynnast nýjum tækjum og tólum og grípa með sér upplýsingabæklinga til að skoða í betra næði. Að þessu sinni kynntu milli 160 og 170 aðilar, s.s. bókasöfn, bóksalar, dreifíngaraðilar tímarita og gagnasafna, hugbúnaðarfyrirtæki og fjölþjóðlegar stofnanir framboð sitt og þjón- ustu. Þama var t.d. kjörið tækifæri til þess að bera saman nokkrar af þeim lausnum sem standa til boða til þess að halda utan um rafrænar tímaritaáskriftir (e-joumal Management Systems), s.s. frá Ebsco, Exlibris - Metalib og TDnet. Vinninginn í þeim samanburði hafði TDnet sem Landsbókasafn samdi við síðar á árinu. Sérstakar gáttir hafa nú verið settar upp á vefjum hvar.is og Landsbókasafns en nánar er sagt frá tímaritagáttinni TDnet á öðrum stað í þessu blaði. Öflugt samstarf er meðal þýskra sérfræðibókasafna og endurspeglast það m.a. í fjölda vel hannaðra fræðilegra upplýsingagátta. Þar á meðal er sagnfræðigáttin www. clio-online.de og www.vascoda.de sem tekur til allra fræðasviða. Vascoda er nokkurs- konar homsteinn að Rafrænu bókasafni Þýskalands. Önnur dæmi um öflug samvinnu- verkefni sem þama vom kynnt var Elektronische Zeitschriftenbibliothek og greina- þjónustan Subito. Rúmlega 250 bókasöfn taka þátt í því fyrmefnda sem veitir aðgang að eða upplýsingar um 19 þúsund rafræn tímarit og um 30 bókasöfn taka þátt í Subito sem veitir skjóta og góða greinaþjónustu á hagstæðu verði. Landsbókasafn hefur nýtt sér þjónustu Subito í nokkur ár. EULER, öflugt gagnasafn í stærðfræði og tölvunarfræði, var eitt þeirra evrópsku samvinnuverkefna sem kynnt vom sérstaklega á sýningarsvæðinu. Þar er hægt að leita heimilda án endurgjalds en greinaþjónusta er veitt gegn gjaldi. Tengil við EULER er nú að finna á vef Landsbókasafns. Aðgangur að upplýsingagáttunum og gagnasöfnun- um sem þama vom kynnt er yfirleitt án endurgjalds en heildartextar gegn greiðslu. Heimsóknir í bókasöfn Innifalið í ráðstefnunni voru skoðunarferðir í ýmis bókasöfn í Berlín. Undirritaðar völdu að skoða bókasafnið Staatsbibliothek zu Berlin - Preufiischer Kulturbesitz, sem er í glæsilegri byggingu við Potzdamer Platz sem lokið var við árið 1978. Fyrir heimsstyrjöldina síðari hét bókasafnið PreuBische Staatsbibliothek, en eftir stríð varð hluti þess eftir í Austur-Þýskalandi. Árið 1990 voru bókasöfnin aftur sameinuð í eina stofnun og er hluti þess í austurhluta borgarinnar við Unter den Linden. I bókasafninu öllu eru um 10 milljónir binda bóka og tímarita auk fjölda handrita, vögguprents og annarra gersema. Bókasafnið heyrir undir ríkisstjómina en ekki borgina Berlín og fær mun rausnarlegri íjárframlög til kaupa á nýju efni en háskólabókasöfnin í borginni. Því er safnið mjög mikið sótt af stúdentum. Þeir sem hafa séð kvikmyndina Hitnmel iiber Berlin munu kannast við safnið en stór hluti þeirra myndar var tekinn þar. Að ráðstefnu lokinni var ráðstefnugestum haldin vegleg veisla einmitt í þessu bókasafni. í skoðunarferðinni til Dresden eftir að ráðstefnu lauk var einnig stutt heimsókn í Staats- und Universitátsbibliothek Dresden. Glænýtt og glæsilegt safn sem hýsir um fímm milljónir gagna af ýmsum toga og vinnuaðstöðu fyrir um þúsund gesti. Safnið sem opnað var í janúar 2003 samanstendur af tveimur samsíða þriggja hæða bygging- um sem eru tengdar saman með með þriggja hæða rými neðanjarðar. Bygggingamar ofanjarðar tákna bókastæður og þar er m.a. bókum, fyrirlestrasölum, verkstæðum o.fl. 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 56

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.