Fregnir - 01.03.2004, Síða 60

Fregnir - 01.03.2004, Síða 60
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða annarra spennandi fyrirlestra verða í boði og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér dagskrá ráðstefnunnar. Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna, s.s. dagskrá, skráningarblöð o.fl. er að fínna á slóðinni www.bokis.is/nvbf2004 Fyrir hönd undirbúningsnefndar Birna Kolbrún Gísladóttir XII. NORD I&D ráðstefnan 2004 XIINORD I & D Tólfta ráðstefna NORD I&D um upplýsinga- og Knowiedge and change þekkingarstj óm verður haldin í Álaborg í Danmörku dagana 1.- 3. september næstkomandi. Efnið er: ^ Skipulag þekkingar og miðlun; Nám og kennsla; * Upplýsingstjómun hjá stofnunum og íyrirtækjum. Ráðstefnan verður haldin í einstaklega skemmtilegu umhverfi á Hotel Hvide Hus og í tengslum við hana er þátttakendum boðið í heimsókn í Listasafn Norður-Jótlands, sem er í sérstæðri byggingu skammt frá ráðstefnuhótelinu. Listasafnið var teiknað af Elissa og Alvar Aalto og Jean-Jacques Bamél. Húsið þykir afar sérstakt og er safnið með metnaðarfullar sýningar. Nánari upplýsingar um það er að finna á vefslóðinni http://www.nordivllandskunstmuseum.dk/ Skráning á ráðstefnuna er hafín. Ef skráö er fyrir 31. maí em skráningargjöldin lægri en ella. Frekari upplýsingar er að finna á vef ráðstefnunnar http://www2.db.dk/niod/ Kristín Geirsdóttir fulltrúi Upplýsingar í stjórn NORD I&D Samið um efnisorðalykil Landskerfi bókasafna og Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn annars vegar og höfundar Kerftsbundins efnisorðalykils Jýrir bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar hins vegar hafa undirritað samning um að nota megi efnisorðalykilinn í bókasafnskerfið Gegni. Notkun samræmds efnisorðalykils er mikilvæg forsenda þess að unnt verði að samræma skráningu efnisorða í kerfið, en slíkt samræmi auðveldar til muna alla leit eftir efnisorðum. Efnisorðalykillinn hefur áður komið út í prentuðu formi en verður nú þróaður áfram í rafrænni gerð sem verður aðgengileg úr Gegni. Höfundar Kerfisbund- ins efnisorðalykils em þær Þórdís T. Þórarinsdóttir og Margrét Loftsdóttir. Heimild: Landskerfi bókasafna - www.landskerfi.is - Frétt 22.01.2004 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 60

x

Fregnir

undertitel:
Fréttabréf félags bókasafnsfræðinga og bókavarðafélags Íslands
Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1605-4415
Sprog:
Årgange:
34
Eksemplarer:
179
Registrerede artikler:
8
Udgivet:
1976-2009
Tilgængelig indtil :
2009
Udgivelsessted:
Nøgleord:
Beskrivelse:
Flytur fréttir af vettvangi bókasafnsfræðinnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Gongd: