Morgunblaðið - 13.01.2001, Side 32

Morgunblaðið - 13.01.2001, Side 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ eru fjölmargar skífur kosnar djassskífur ársins um víða veröld, en einhvernveginn er það svo að maður tekur alltaf dálítið mark á kosningum bandaríska djasstímaritsins Down Beats, hvort sem maður er sammála úrslitunum eða ekki. Í ágúst birtist dómur gagnrýnenda, í desember dómur lesenda. Hvorir tveggja völdu skífur trompetleikara og hvorir tveggja völdu sinn mann djassleikara ársins og trompetleikara ársins. Gagnrýnendur völdu Dave Douglas. Lesendur Terence Blanchard. Auk þess voru valdar endurútgáfur ársins og kom ekki á óvart að þar röðuðu sér í efstu sætin heildarútgáfa RCA- Victors á hljóðritunum Dukes Ell- ington (hjá gagnrýnendum því þeir velja einnig úr útgáfum seinni hluta fyrra árs), heildarútgáfa Columbiu á Miles Davis-kvintettinum með John Coltrane og heildarútgáfa Verve á hljóðritunum Lesters Young fyrir fyrirtækið. Um þessar útgáfur hef ég fjallað á síðum Morgunblaðsins. Terence Blanchard er nú einn af helstu trompetleikurum djassins og kvikmyndatónskáld í fremstu röð (m.a. Malcolm X og Jungle Fever). Það þarf engum að koma þetta með trompetleikinn á óvart sem heyrði hann blása tvítugan í Háskólabíói með djasssendiboðum Arts Blakey. Það var á frægum Jazzvakningartón- leikum í júní 1982 og hafði Blanchard þá nýverið leyst Wynton Marshalis af hólmi í sveit Blakeys. Blanchard er frá New Orleans einsog Wynton Marshalis og á margt sameiginlegt með honum. Þó eru ræt- ur hans arfleifð Cliffords Brown enn sterkari. Hann hefur þróað stíl sinn skemmtilega í áranna rás og einsog Wynton leitar hann oft aftur til gömlu meistaranna. Hálftakkatækni og tón- skriður Armstrongs, tærleiki Bunnys Berigan og hin einfalda sveifla Harr- ys ,,Sweets“ Edison kemur í hugann er hlustað er á frábæran leik Blanch- ard í söngdansi og Johnnys Mercer og Jimmys van Heusen, I Thought about You, sem er eini ópus skífunnar sem ekki er eftir Blanchard – utan The Process eftir píanista kvintetts- ins, Edward Simons, sem er óvenju hugmyndaríkur píanisti með rætur í tónskáldatónlist aldarinnar. Í lok dansins vakna minningar um Miles Davis í Porgy and Bess. Tónsmíðar Blanchard eru flestar í anda jakkafataboppsins njújorkska en Luna Viajera, Simplemente Suim- on og Sweet’s Dream slá þó á strengi hins dulúðuga ljóðs. Dave Holland gefur hrynsveitinni sinn sérstaka hljóm og Branford Marshalis fer á kostum í If I Could, I Would. Hann hefði að ósekju mátt blása í flestum lögunum í stað aðeins þriggja. Fín skífa snilldartrompetleikara og ágæts tónskálds, en ég hefði þó ekki valið hana djassskífu ársins einsog bandarískir djassunnendur, enda þeir í íhaldssamasta lagi. DAVE Douglas er ári yngri en Terence Blanchard, en frægð hefur hann ekki hlotið fyrren á allra síðustu árum. Hann var í klezmerhljómsveit klarinettuleikarans Dons Byron og balkandjass setti mark sitt á tríó hans: The Tiny Trio. Áhrifavaldar hans spanna litrófið frá Stravinskíj til Miles Davis auk þess sem hann hefur fiktað við flestar stíltegundir djassins, bíbopp meðtalið. Hann er einn af þessum djassmönnum sem eru allir vegir færir og gera allt með snilldarbrag, en vantar herslumuninn uppá að skapa snilldarverkið sjálft – þó held ég að hann hafi komist næst því á skífu sinni sem hér er til umfjöllunar: Soul on Ice, en hún er gerð í anda og minningu píanistans Mary Lou Williams, eins al- fremsta kvenkynshljóðfæra- leikara djasssögunnar. Stelpunnar frá Kansas City sem varð fræg með sveiflu- sveit Andys Kirk, Twelve Clouds of Joy, en staðnaði aldrei og lék m.a. í lok ferilsins píanódúett með framúrstefnuljóninu Cecil Taylor. Dave Douglas skrifar níu ópusa fyrir skífuna og leikur fjóra eftir Mary Lou. Fyrsta verkið er Blue Heaven, sem Douglas byggir á út- setningu Mary Lou á My Blue Heav- en, hefðbundið með fönksveiflu. Aft- urá móti er Multiples í framúr- stefnustíl og leika þeir félagar í mismunandi takttegundum samtímis, svosem tíðkaðist á Kongótorgi í New Orleans á nítjándu öldinni. Chris Speed, sem mikið hefur leikið með Skúla Sverrissyni og Hilmari Jens- syni, blæs snilldarlega í tenórinn með Coltrane í undirvitundinni – en hann er besti sólisti skífunnar að Douglas undanskildum svoog píanistanum Uri Crain, sem er ævintýralega góður í nútímaskálmi er hann bregður t.d. fyrir sig í besta verki Douglas á skíf- unni: Soul on Ice. Þar er að mörgu leyti skrifað í anda Mingusar. Tíð tempóskiptin, hefðin sameinuð nú- tímanum og sveiflan heita. Af verkum Mary Lou er Aries, úr Zodiac-svítunni frægu frá 1945, fremst. Þar blandast saman áhrif sveiflu og tónskáldatónlistar á snilld- arlegan hátt. Svo er útgáfa Douglas á Mary’s Ideas frá 1930 fín. Hann byggist á útsetningunni frá 1936 þeg- ar Kansas City-sveiflan hafði verið fínpússuð í Kirk-bandinu og bætir ör- litlum Dizzy við og svo blæs Chris Speed skemmtilegan klarínettusóló í klassískum djassstíl. Þetta er skífa sem enginn djass- unnandi má láta framhjá sér fara, kunni hann að meta það þegar nú- tímadjassleikarar leita áhrifa aftur- fyrir bopphefðina. Djassskífur ársins DJASS G e i s l a d i s k a r Blanchard á trompet, Branford Marshalis, Brice Winston og Aaron Fletcher á saxófóna, Edward Sim- on á píanó, Dave Holland á bassa og Eric Harland á trommur. Hljóðritað í New York 1999. Gefið út af Sony Classical árið 2000. Dreifing á Íslandi: Skífan. TERENCE BLANCHARD: WANDERING MOON Vernharður Linnet Terence Blanchard Douglas á trompet, Joshua Rose- man á básúnu, Chris Speed og Greg Tardy á saxófóna og klarinettur, Uri Caine á píanó, James Genus á bassa og Joey Baron á trommur. Hljóðritað í New York 1999. Gefið út af RCA-Victor árið 2000. Dreif- ing á Íslandi: Japis. DAVE DOUGLAS: SOUL ON ICE FJÖLLISTAMAÐURINN Páll Guð- mundsson á Húsafelli í Borgarfirði hefir nýverið lokið við smíði all sér- stæðrar steinhörpu. Páll er að- allega höggmyndalistamaður og flestir steinanna, sem hann heggur úr hinar margvíslegustu myndir, eru sóttir í bæjargilið fyrir ofan Húsafellsbæinn. Þar tók hann stein- ana í steinhörpuna, sem mynda þrjár og hálfa áttund, og eru bæði svörtu og hvítu nóturnar til staðar. Þeir eru festir í trjábol, sem Páll hefir holað að innan og þar af leið- andi heyrist mun meira þegar hamrað er á steinhörpuna. Nokkur ár hafa farið í að safna þessum steinum og hefur Páll þurft að finna marga áður en hinn hreini tónn fannst. Eftir sumum hefur hann þurft að grafa, þar sem eng- inn steinn ofanjarðar hefir verið með nógu hreinan tón. Leikið á hörpuna í Ásmundarsal Hinn 20. janúar opnar Páll sýn- ingu í Ásmundarsal við Freyjugötu þar sem gestum gefst kostur á að sjá steinhörpuna, eins og Páll kall- ar hana, en hún ku vera ein sinnar tegundar hér á landi. Áskell Másson tónskáld hefur samið tónverk fyrir hörpuna og verður það flutt við opnunina. Páll hefur fengið nokkra tónlist- armenn til þess að líta á og leika á hörpuna og hafa þeir verið sam- mála um það að hljómurinn í hverj- um steini fyrir sig sé hinn rétti og ásláttarmenn þess vegna áhuga- samir um að fá að leika á hörpuna. Steinharpan hefur verið að þróast gegnum árin og er í sjálfu sér orðin höggmynd. Eftir að lurk- arnir úr Húsafellsskóginum urðu hluti af þessu listaverki er komin enn meiri tenging við staðinn, sem menn ættu að upplifa á sýningunni í Ásmundarsal. Björk á svellþrykk Á sýningunni verða, auk stein- hörpunnar, 15 höggmyndir eftir Pál og 9 metra löng vatnslitamynd. Hún sýnir fjallahringinn í Húsafelli sem gefur á að líta, þegar horft er inn að Strútnum, Eiríksjökli, Lang- jökli, Okinu og öðrum þeim fjöllum, sem mynda fjallahringinn í Húsa- felli. Ætti myndin að njóta sín vel þar sem hún er settt upp í bogarými sal- arins og myndar eins konar hring. Páll fangaði listagyðjuna enn á ný á óvenjulegan hátt er hann mál- aði mynd af Björk Guðmundsdóttur söngkonu á svelli í 17 stiga frosti og tók af því þrykk yfir á pappír og kallar aðferðina svellþrykk. Hamrað á steinhörpuna Borgarfjörður. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson Páll Guðmundsson myndlistarmaður hamrar á steinhörpuna með grein- um úr Húsafellsskóginum. MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir barna- leikritið Langafi prakkari á Suður- landi dagana 16.–18. janúar: Í grunn- skóla Þorlákshafnar þriðjudaginn 16. janúar kl. 17.15, í leikhúsinu í Sig- túni á Selfossi miðvikudaginn 17. janúar kl. 17.15 og í samkomuhúsinu Stað, Eyrarbakka fimmtudaginn 18. janúar kl. 17.15. Leikritið, sem er eftir Pétur Eggerz, er byggt á sögum Sigrúnar Eldjárn, Langafi drullumallar og Langafi prakkari. Í leikritinu segir frá lítilli stúlku, Önnu, og langafa hennar. Langafi og Anna eru leikin af þeim Bjarna Ingvarssyni og Aino Freyju Järvelä, leikstjóri er Pétur Eggerz, búninga gerði Katrín Þorvaldsdóttir og tónlistin er eftir Vilhjálm Guð- jónsson. Bjarni Ingvarsson (afi) og Aino Freyja Järvelä (Anna). Langafi prakkari á Suðurlandi GÍSLI Bergmann myndlistarmaður heldur fyrirlestur í Listaháskóla Ís- lands, Laugarnesvegi 91, mánudag- inn 15. janúar kl. 12.30 í stofu 21. Gísli var búsettur í Ástralíu en hefur nú flutt sig til Bretlands og kennir myndlist, hönnun og lista- sögu við háskóla þar í landi. Gísli hef- ur lagt sérstaka áherslu á að kynna sér listsköpun í jaðarsamfélögum, og í fyrirlestrinum sem hann nefnir „Now and then: Aboriginal and European Art in Australia“ fjallar hann um þetta efni. Námskeið Hrafnhildur Sigurðardóttir mynd- listarmaður kennir á námskeiði sem nefnist Rýmisverk – blönduð tækni er hefst 25. janúar. Markmið námskeiðsins er að nem- endur kynnist gerð þrívíðra verka með blandaðri tækni. Myndvinnsla I – Tölva verkfæri í myndlist nefnist námskeið er hefst 29. janúar. Nám- skeiðið er grunnnámskeið ætlað fólki sem starfar að listum og hefur hug á að kynnast myndvinnslu í tölvu. Kennari er Höskuldur Harri Gylfason, myndlistarmaður og graf- ískur hönnuður. Fyrirlestur og nám- skeið í LHÍ BRUM 2001 heitir sýning 13 nem- enda af öðru og þriðja ári í Listahá- skóla Íslands sem opnuð verður í sal félagsins Íslenskrar grafíkur í dag, laugardag, kl. 16. Á sýningunni verða ný verk sem einkennast af fjölbreytni í myndmáli og tænilegri útfærslu. Sýningin stendur til sunnudagsins 28. janúar og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá 14–18 í Hafnarhús- inu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Grafíksýning nemenda LÍ SNÆFELLINGAR og Hnappdælingar er ítarlegt ábúendatal úr öllum hreppum sýslunnar og verður tveimur fyrstu bindum í ritröðinni fagnað með útgáfuhátíð í Laugagerðisskóla í dag, laug- ardag, kl. 15. Í fyrsta bindinu, sem er rúmlega 400 bls., er fjallað um Kolbeinsstaðahrepp. Í verkinu eru ættir ábúenda og afkom- enda þeirra fyrr og nú raktar og sagt frá lífshlaupi þeirra og er í smiðju leitað margra fræðimanna. Fjölmargir þætt- ir eru birtir úr handritasafni Guðlaugs Jónssonar frá Ölv- iskrossi í Kolbeinsstaðahreppi. Í frétt frá bókaútgáfunni Sögusteini segir að við vinnslu verksins hafi verið mikil áhersla lögð á að afla ljós- mynda af þeim sem við sögu koma. Litmyndir eru birtar af öllum bæjum í hreppnum ásamt sveitarlýsingu og á saurblöðum bókarinnar er kort af gömlu Hnappadals- sýslu. Í öðru bindi er sagt frá Eyja- og Miklaholtshreppi og eru efnistök þau sömu og í fyrsta bindinu. Ritstjóri verks- ins er Þorsteinn Jónsson. Útgáfu- hátíð í Lauga- gerðisskóla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.