Morgunblaðið - 13.01.2001, Síða 40

Morgunblaðið - 13.01.2001, Síða 40
Undanfarna viku hefur spurn- ingum verið svarað á Vís- indavefnum um aldur hvala, kynskiptaaðgerðir, telómerasa, komu Churchills til Íslands, sólarorku, notkun seguls eða rafmagns til að láta hluti fljúga, frumeindir, hvort hægt sé að búa til eilífðarvél úr ljósaperu og sólarrafhlöðum, næsta sólmyrkva, villt spendýr á Ís- landi, orsakir þess að við erum til, kindurnar í Færeyjum og stærsta fjall sólkerfisins. Veffang Vísindavefsins er http://www. vis- indavefur. hi. is Er mjólk holl? SVAR: Þegar litið er til innihalds mjólkur af næringarefnum er ekki hægt að segja annað en að mjólk sé bráðholl. Í raun er mjólk næring- arríkasta einstaka fæðutegundin sem völ er á, ef frá eru talin vítamín- og steinefnabætt matvæli, eins og morgunkorn ýmiss konar. Auk þess að vera próteinrík er mjólk mikilvæg uppspretta 11 lífsnauðsynlegra vít- amína og steinefna í fæðunni. Tvö mjólkurglös gefa þannig nálægt 100% af áætlaðri dagsþörf 19–30 ára kvenna og karla af kalki, fosfór, joði, ríbóflavíni (B2-vítamíni) og B12- vítamíni og uppundir helming áætl- aðrar dagsþarfar af sinki, kalíum, magníum, níasíni, B6-vítamíni og þí- amíni (B1-vítamíni). Með áætlaðri dagsþörf er átt við 2⁄3 af ráðlögðum dagskömmtum (RDS). Sérstaða mjólkurinnar felst kannski fyrst og fremst í hve góður kalkgjafi hún er, en mjólk er langbesta kalk- uppsprettan í fæðunni. Kalk er, eins og flestum er kunnugt, mikilvægur hluti af byggingu beina, og því er mikilvægt að tryggja næga kalk- inntöku, sérstaklega á uppvaxt- arárum þegar kalkforðinn er að safn- ast fyrir í beinum. Því meiri kalkforði sem kemur í beinin áður en fullum vexti er náð um tvítugt, þeim mun þéttari verða beinin og minni líkur á beinþynningu á efri árum. Eig- inleikar mjólkurinnar gera að verk- um að vinnslumöguleikar eru marg- breytilegir, eins og sést á fjölbreytni þeirra afurða sem til eru úr mjólk, allt frá smjöri og ostum til skyrs og mysudrykkja. Vörutegundir sem framleiddar eru hérlendis úr mjólk skipta hundruðum. Meðal þeirra eru ýmsar gerjaðar eða sýrðar afurðir, sem innihalda mjólkursýrubakteríur, en þær eru taldar stuðla að heil- brigðri gerlaflóru í þörmum. Þessar bakteríur eru meðal annars í jógúrt og súrmjólk, en einnig er þeim sér- staklega bætt í ýmsar vörur sem má þá kalla markfæði. Sem dæmi um gerlabættar vörur má nefna AB- mjólk og LGG+. Í vinnslu venjulegr- ar mjólkur er hún gerilsneydd og fitusprengd. Í gerilsneyðingu felst að gerlainnihald mjólkurinnar er lækk- að mjög með hitameðferð, sem er nægileg til að útrýma öllum sjúk- dómsvaldandi bakteríum sem geta hugsanlega verið í mjólk. Þá er eftir í mjólkinni örlítið af gerlum sem eru ekki sjúkdómsvaldandi en geta vald- ið skemmdum á mjólk, til dæmis súrnun eða fúlnun, nái þeir að fjölga sér nægilega. Í gerilsneyddri mjólk er ólíklegt að þetta gerist nema mjólkin sé orðin gömul eða hafi stað- ið lengi við stofuhita. Ýmsir hafa orð- ið til þess að gagnrýna gerilsneyð- ingu á mjólk og segja að hún rýri gæði mjólkurinnar. Auðvitað má færa rök fyrir því að neysla óger- ilsneyddrar mjólkur geti stuðlað að fjölbreyttari gerlaflóru í þörmum með tilheyrandi heilsusamlegum áhrifum, en á móti kemur að sýking- arhætta eykst til mikilla muna, auk þess sem geymsluþol er mun styttra í ógerilsneyddri en gerilsneyddri mjólk. Þar sem ógerilsneydd mjólk er mjög viðkvæm vara og mundi þurfa mjög vandaða meðhöndlun í vinnslu og geymslu má búast við að hún yrði mun dýrari en sú mjólk sem fyrir er. Ýmsar kenningar hafa verið á lofti um óheilnæmi fitusprengingar mjólkur fyrir þann sem neytir. Til að mynda kom fram kenning á sjötta áratugnum um að ákveðið efna- samband (xantín oxidasi), sem eykst í mjólk við fitusprengingu, tengist æðaskemmdum og hjarta- og æða- sjúkdómum. Vísindarannsóknir hafa hvorki náð að staðfesta þessa kenn- ingu né aðrar og verður því að teljast ólíklegt að fitusprengd mjólk sé óhollari en önnur. Þó að kostir mjólk- ur og mjólkurvara séu margir, eins og að framan er lýst, og ekki sé hægt að segja að gerilsneyðing og fitu- sprenging rýri gæði mjólkur, er mjólkin ekki með öllu gallalaus. Til dæmis er hörð fita í mjólk, en hún er tengd hjarta- og æðasjúkdómum. Því ættu allir fullorðnir og jafnvel börn líka að neyta fituskertra mjólkuraf- urða eins og fjörmjólkur eða und- anrennu í stað nýmjólkur og svo framvegis. Einnig innihalda margar mjólkurvörur viðbættan sykur, en eins og alþjóð veit er sá bragðgóði orkugjafi óæskilegur. Þrátt fyrir að mjólkin sé næringarrík er í henni lít- ið af sumum mikilvægum næring- arefnum, eins og járni og C-vítamíni. Því getur einhæft mataræði sem byggist um of á mjólkurmat hugs- anlega átt þátt í að valda skorti á þessum næringarefnum. Sem hluti af fjölbreyttu fæði er mjólkin þó mik- ilvæg og mjólk og mjólkurvörur eru sjálfstæður fæðuflokkur. Fæðuval sem byggist á blöndun allra fæðu- flokka telst líklegast til að veita öll næringarefni. Mjólk og mjólk- urvörur eru aðaluppspretta kalks frá matnum og er reyndar einnig mik- ilvægur gjafi annarra næringarefna. Mjólk getur valdið ofnæmi hjá litlum börnum, en það er tiltölulega sjald- gæft og eldist oft af börnunum. Mjólkursykuróþol er hins vegar mjög algengt í heiminum, en það hrjáir þó fáa af norrænum uppruna. Björn Sigurður Gunnarsson, MS í næringarfræði frá HÍ. Eru atóm alls staðar og í öllu? Hver er þá munurinn á upp- byggingu manns og steins? SVAR: Spurningin í heild var svona: „Eru atóm alls staðar og í öllu? Og ef svo er, hver er þá munurinn á upp- byggingu til dæmis manns og steins? Er það þéttleiki atóma og/eða upp- röðun? Að lokum, eru öll atóm eins? Og er möguleiki á því að atóm séu líf- verur?“Atóm (grískt orð yfir „ódeil- anlegur“) voru lengi talin minnsta byggingareining alls. Við vitum hins vegar núna að atómin sjálf eru búin til úr rafeindum, róteindum og nift- eindum. Tvær síðastnefndu eind- irnar eru síðan samsettar úr kvörk- um. Atóm eða frumeindir eru í öllum stórsæjum hlutum, svo sem vatni, steinum, dýrum og bakteríum. Þau eru stundum stök en oftar eru þau þó tengd saman á ýmsan hátt í svokall- aðar sameindir. Sameindirnar geta einnig raðað sér upp og myndað stöðugt stærri einingar. Alls eru til rúmlega 100 ólík atóm, þar af um 90 í náttúrunni. Hver tegund atóma sam- svarar ákveðnu frumefni (element). Þau hafa mismunandi eiginleika en eru flokkuð á þægilegan hátt í lotu- kerfinu. Algeng atóm eða frumefni eru vetni, súrefni og kolefni en sjald- gæfari eru til dæmis tellúr, berklín og nóbelín sem margir hafa kannski aldrei heyrt nefnd! Þegar ólíkir eig- inleikar efna (til dæmis mannabeina eða fjörugrjóts) eru skoðaðir skiptir bæði máli hvaða atóm er að finna í efninu og hvernig þau raða sér. Til dæmis er sama gerð atóma í kola- mola og demanti, það er C (kolefni), en uppröðun þeirra er mjög misjöfn og fer eftir ytri aðstæðum þegar at- ómin voru að raðast saman. Síðasti hluti spurningarinnar fellur fremur undir líffræði en efna- eða eðlisfræði. Það er ekki til nein ein algild skil- greining á því hvað líf er en leitað er að vissum eiginleikum, svo sem hæfi- leikum til að breytast, bregðast við áreiti, nærast, fjölga sér og fleira. Ef hlutur hefur nægilega marga af þess- um eiginleikum kallast hann lífvera. Lífverur geta verið af öllum stærðum og gerðum, allt frá agnarsmáum bakteríum upp í stærðarinnar fíl. Veirur eru hins vegar ekki taldar til lífvera þó að þær fullnægi sumum skilyrðum til þess. Eins er með atóm, þau bregðast við áreiti (til dæmis raf- segulkröftum), en þau uppfylla ekki nægilega mörg skilyrði og teljast því ekki til lífvera. Spurningin leiðir hug- ann sérstaklega að samanburði á at- ómum í lífverum annars vegar og í líflausu efni hins vegar. Ef við tökum sýni úr lífveru og annað sýni úr steini og brjótum þau algerlega niður í frumeindir sínar verða atóm sömu frumefna nákvæmlega eins í báðum sýnunum. Eini munurinn kynni að koma fram í hlutföllunum milli frum- efnanna. En ef við skoðum hins veg- ar sameindirnar, brjótum þær sem sagt ekki niður, þá verður yfirleitt talsverður munur á sýnunum. Í lífs- ýninu sjáum við þá meðal annars mjög stórar sameindir, sumar marg- falt stærri en nokkrar sameindir sem finnast í ólífrænu efni. Auk þess er sérstaklega mikið af kolefni í líf- verum, ekki síst í þessum stóru sam- eindum. Kolefnið er hlutfallslega meira í lífverum en gengur og gerist í ólífrænum efnum ef undan eru skilin efni eins og kol og demantur sem voru nefnd hér á undan en í þeim er næstum hreint kolefni. Árdís Elíasdóttir, eðlisfræðinemi við HÍ, og Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vísindasögu og eðlisfræði og ritstjóri Vísindavefjarins. Er mögulegt að umlykja ljósa- peru með sólarrafhlöðum og framleiða þannig umfram- orku? SVAR: Svarið við þessu er nei, það er ekki hægt. Til þess að lýsa áfram þyrfti peran að breyta allri rafork- unni sem hún fær frá sólarrafhlöð- unum í ljósorku. Sólarhlöðin þyrftu líka að breyta allri ljósorkunni sem þau fá frá perunni í raforku. Í raun- inni er hvorugt mögulegt. Einhver orka tapast alltaf sem varmaorka þegar orka breytist úr einu formi í annað, það er að segja, kerfið hitnar. Eins og allir kannast við borgar sig ekki að snerta venjulega ljósaperu sem hefur verið kveikt á í einhvern tíma; hún er sjóðandi heit. Það er vegna þess að hluti raforkunnar breytist alltaf í varma. Nú þarf vænt- anlega ekki að taka fram að það er al- gjörlega útilokað að umrætt kerfi geti framleitt umframorku. Enda er það þannig að orka er í raun aldrei „framleidd“ hún breytist aðeins úr einu formi í annað. Eitt af grundvall- arlögmálum eðlisfræðinnar er ein- mitt lögmálið um varðveislu orkunn- ar, sem segir að orka eyðist hvorki né verður til. Ögmundur Jónsson, starfsmaður Vísindavefjarins. Vísindavefur Háskóla Íslands Er mjólk holl? Morgunblaðið/Árni Sæberg Unnið við mjólkurframleiðslu og mjólkurdreifingu. VÍSINDI VIKULOK 40 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.