Morgunblaðið - 13.01.2001, Síða 42

Morgunblaðið - 13.01.2001, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HVASSVIÐRI gerði víðausla á vestanverðu land-inu í gærmorgun, sér-staklega á Vestfjörðum þar sem sjór gekk á land og flæddi meðal annars inn í hús á Ísafirði. Þá var öllu flugi aflýst til og frá Reykjavík vegna veðurs en milli- landaflug var á áætlun. Eyjólfur Þorbjörnsson, veður- fræðingur hjá Veðurstofunni, sagði að veðrið hefði verið verst á Vest- fjörðum og vestast á landinu og síð- an við suðurströndina. Vindhraði var mjög breytilegur en víða fór stíf sunnanáttin yfir 20 m/sek og þá sér- staklega á Vestfjörðum og sunnan og suðvestanlands. Þá mældist vindhraði yfir 20 m/sek víða um land, þannig að rokhvasst var á öllu landinu. Á Þverfjalli fyrir vestan mældist meðalvindhraði 33 m/sek í gærmorgun fram yfir hádegi. Úr- koma var mest á Vestfjörðum, Snæ- fellsnesi og syðst á landinu. „Þetta náði hámarki fyrri part dags, en síðan dró aðeins úr því þegar leið á daginn. Það verður svona svipað í dag, en gæti hugs- anlega bætt aðeins í sunnanáttina aftur í nótt með meiri vætu,“ sagði Eyjólfur. Að sögn Eyjólfs eru orsakir hvassviðrisins vindstrengur sem myndaðist á milli lægðar á Græn- landshafi og hæðar sem var yfir Skotlandi sem spyrnti á móti lægð- unum. „Þannig að það hefur orðið góður vindstrengur á milli hæðar- innar og lægðarinnar og þá sérstak- lega hérna við Ísland. Hæðin er komin yfir Norðursjó og spyrnir ekki eins mikið á móti og því tel ég að það verði ekki eins hvasst en hins vegar gæti orðið meiri úrkoma.“ Töluvert grjóthrun í Óshlíð og Súðavíkurhlíð Ekkert ferðaveður var á Vest- fjörðum í gærmorgun vegna hvass- viðris og úrkomu og töluvert var um grjóthrun í Óshlíð og Súðavíkur- hlíð. Vegagerðarmenn vöktuðu þessi svæði og hreinsuðu grjót jafn- óðum. Vöruflutningabíll fauk á hlið- ina í Súgandafirði í gærmorgun, en engin slys urðu á fólki. Hann var á leið til Ísafjarðar og fauk á veginum og lagðist á hliðina út í vegkantinn. Sjógangur var mikill í Skutuls- firði og gekk sjór yfir Skutulsfjarð- arbraut og Pollgötuna á Ísafirði og eins yfir höfnina. Háflóð var klukk- an tíu og þá fór tómur gámur á flot á hafnarbakkanum. Hermann Skúla- son, hafnarstjóri á Ísafirði, sagði að sjávarhæðin hefði verið 2,6 metrar og því hafi náð að skvettast vel yfir hafnarkantinn með þeim afleiðing- um að sjór flæddi að húsunum í Neðstakaupstað. Að sögn Her- manns gátu skip ekki lagst að Ás- geirsbryggju vegna veðurs en minni sjógangur var í Sundahöfn- inni. Þegar áhöfn togarans Baldurs Árna var að festa skipið við Ás- geirsbryggju í gærmorgun losnaði skipið upp og rak frá. Engin hætta var þó á ferðum og skipið lagðist að í Sundahöfn. Hermann sagði veðrið þó ekki alslæmt, þar sem vindurinn næði að hreinsa hafnarsvæðið eftir flugeldasýningu sem þar var fyrir nokkrum dögum. Sjór flæddi inn í Turnhúsið og Faktorshúsið Lagnaðarís brotnaði upp í veðr- inu og barst upp á Pollgötuna og tafði umferð. Húsvörður í Stjórn- sýsluhúsinu á Ísafirði stóð í ströngu vegna vatns sem lak inn með lausa- fögum og vatn lak inn í Safnahúsið en olli þó ekki tjóni. Sjór flæddi í gærmorgun inn í gömlu húsin í Neðstakaupstað, bæði Turnhúsið og Faktorshúsið, en að sögn Heimis Hanssonar safnvarðar er ekki talið að skemmdir hafi orðið á safnmun- um, þrátt fyrir að sjór hafi verið í ökklahæð í húsunum tve tíma. Hugsanlega gætu hverjar gólffjalir undið sig þegar gólfir þornar. "Þetta fór betur en á hor Mikið hvassviðri gekk yfir vestan- og s Sjór flæddi í hú og innanlands Sjór flæddi inn í bæði Turnhúsið og Faktorshúsið í Neðstakau engar skemmdir þrátt fyrir að sj Morgunblaðið/Halldór Sv Lagnaðarís brotnaði upp í veðrinu og barst upp á Pollgötuna á og tafði umferð, auk þess sem sjór flæddi yfir götuna. Lægðir á Grænlands- hafi og hæð yfir Skot- landi ollu því að hvöss sunnanátt réð víða ríkj- um hérlendis í gær- morgun og urðu Vest- firðingar verst fyrir barðinu á rokinu. Veð- ur gekk víðast hvar nið- ur þegar á daginn leið og lítið tjón varð af veð- urhamnum, en vind- hraði fór víða yfir 20 metra á sekúndu í gærmorgun. Fiskikör og annað ÁRBÆJARSAFN Í NÝJU LJÓSI SKÓLASTARF Á SUÐURNESJUM Niðurstöður samræmdraprófa í fjórða og sjöundabekk árið 2000 sýna að grunnskólar á Suðurnesjum eru með slökustu meðaleinkunn á land- inu í íslensku og stærðfræði. Eink- um var niðurstaðan slæm í Sand- gerði þar sem meðaleinkunn var langt fyrir neðan landsmeðaltal. Lengst af hafa skólar þar og á Vestfjörðum og Suðurlandi verið með verstu útkomuna í samræmd- um prófum en síðastliðin ár hafa skólar á Vestfjörðum og Suður- landi náð að bæta meðaleinkunn. Eigi að síður er það enn svo og hefur verið um nokkurn tíma að skólar á höfuðborgarsvæðinu hafa hæsta meðaleinkunn yfir landið. Ástæða þessa hefur löngum ver- ið talin sú að erfitt sé að fá mennt- aða kennara til starfa á lands- byggðinni og skólar þar því að verulegum hluta reknir með leið- beinendum. Síðastliðin ár hefur þetta vandamál raunar ekki ein- göngu verið bundið við lands- byggðina því einnig hefur verið erfitt að manna skóla höfuðborg- arsvæðisins með menntuðum kenn- urum, þótt vandinn þar hafi ekki verið jafnmikill og sá sem lands- byggðin hefur þurft að glíma við. Hafa skólar víða um landið brugð- ist við með því að fá kennara til sín með boðum um ýmiss konar hlunn- indi umfram það sem gengur og gerist. Einnig hefur verið unnið talsvert að endurskipulagningu skólastarfs þar sem útkoma úr samræmdum prófum hefur verið bág. Hefur hvort tveggja skilað ár- angri víðast hvar. Í viðtölum við forsvarsmenn skóla á Suðurnesjum hefur komið fram að þar hafi verið unnið skipu- lega að því að bæta námsárangur. Hefur það skilað afar misjöfnum árangri og sums staðar er útkoma úr samræmdum prófum á síðasta ári verri en verið hefur. Einnig virðast forráðamenn skólanna á Suðurnesjum sammála um að skortur á menntuðum kennurum sé ekki næg skýring á slakri út- komu landshlutans. Augljóst er því að hér er pottur brotinn og nauðsynlegt að bregð- ast skjótt við. Enginn má við því að dragast aftur úr hvað menntun varðar í þekkingarsamfélaginu. Það hlýtur raunar að vera áhyggjuefni þegar einn landshluti sker sig úr með þessum hætti og ætti að verða yfirvöldum á viðkom- andi svæði og yfirvöldum mennta- mála í landinu að athugunarefni. Ljóst má vera að ýtarlegar um- ræður þurfa að fara fram um stöðu skólastarfs á Suðurnesjum. Áherslur virðast hafa verið rangar eins og sannast kannski best í Sandgerði en ekkert sveitarfélag á landinu hefur varið eins miklum fjármunum til skólastarfs miðað við íbúafjölda eins og fram kom í samtali við bæjarstjóra Sandgerðis í Morgunblaðinu í gær. Þar hefur tölvukostur verið bættur og húsa- kostur aukinn en bættur námsár- angur virðist ekki skila sér. Taka verður undir það með bæjarstjór- anum að þetta sé umhugsunarefni. Með breyttri þjóðfélagsgerð og nýju atvinnumunstri þar sem sér- þekking af ýmsu tagi og ekki síst tækniþekking verður æ mikilvæg- ari má gera ráð fyrir að mennta- mál verði æ ríkari þáttur í ákvörð- un fólks um búsetu hérlendis sem erlendis. Þar er landsbyggðin ekki einungis í samkeppni við höfuð- borgarsvæðið heldur landið allt í samkeppni við útlönd. Ef Íslend- ingar halda ekki vöku sinni í menntamálum getum við átt á hættu að verða fljótt undir á þekk- ingaröld. Árbæjarsafn má vel við una aðnokkrar róttækustu hugmynd- irnar í skipulagsmálum borgarinn- ar, sem fram hafa komið að und- anförnu, gera ráð fyrir því að safnið og þar með hin gömlu og virðulegu hús þess, verði flutt í miðbæinn. Af er því sem áður var þegar flestar hugmyndir gengu út á að rífa gömlu húsin í miðbænum, en þeim húsum sem töldust sögu- lega verðmæt var bjargað með því að flytja þau upp í Árbæ. Í mynd sinni Reykjavík í öðru ljósi sá Hrafn Gunnlaugsson fyrir sér að Árbæjarsafninu með húsum sínum yrði komið fyrir í Hljóm- skálagarðinum. Í viðtali hér í blaðinu í síðasta mánuði við for- svarsmenn Minjaverndar, sem stendur nú að myndarlegri upp- byggingu í Aðalstræti, kom fram að þeir vilja helst fá Árbæjarsafnið með öllum húsum sínum og koma fyrir á gamla slippsvæðinu sem nú á að fara að hreinsa. Báðar eru þessar hugmyndir sennilega of róttækar til að teljast raunhæfar, og eins og borgar- minjavörður hefur bent á er Ár- bæjarsafn ekki orðið til fyrir til- viljun heldur vegna þess að fyrir margt löngu var sú ákvörðun tekin af borgaryfirvöldum að varðveita gamla Árbæinn á þessum stað og þar með kominn vettvangur fyrir borgarminjasafn. Hitt er svo annað mál hvort kasta þurfi þessum hugmyndum alveg fyrir róða, eða hugsa megi sér að landnýting á báðum þessum stöðum eða öðrum hvorum geti verið með þeim hætti að þar rísi þyrping húsa í þessum gamla stíl – að þangað megi flytja gömul hús annars staðar frá eða byggja ný í þessum stíl. Bráðræðisholtið í vesturborginni hefur orðið til að nokkru leyti á þennan hátt, en á báðum hinum stöðunum myndu hús af þessu tagi njóta sín betur og vera eðlilegri framlenging af öðrum gömlum húsaþyrpingum miðbæjarins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.