Morgunblaðið - 13.01.2001, Síða 65

Morgunblaðið - 13.01.2001, Síða 65
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 65 Í UPPHAFI Mann- réttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna frá 1948 segir: ,,Það ber að viðurkenna, að hver maður sé jafnbor- inn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frels- is, jafnréttis og friðar í heiminum.“ Dómur Hæstaréttar 19. des- ember 2000 fjallaði eimmitt um þessi at- riði, það er virðingu, frelsi og jafnrétti. Samkvæmt fram- kvæmd Trygginga- stofnunar hefur greiðslum til ör- yrkja, sem ekki eru í sambúð, verið háttað sem hér segir á undanförn- um árum og er þá miðað við ör- yrkja, sem engra eða lítilla tekna nýtur og verðlag í janúar 2001: Örorkugrunnlífeyrir kr. 18.424 Tekjutrygging kr. 32.566 Heimilisuppbót kr. 15.147 Sérstök heimilisuppbót kr. 7.409 Samtals kr. 73.546 Þessara lágmarksgreiðslna nýtur öryrkinn, ef hann gætir þess að búa einn og stofna ekki til sambúðar. Geri hann það missir hann þegar í stað og hvernig sem á stendur heimilisuppbótina og sérstöku heimilisuppbótina, samtals kr. 22.556, sem jafngildir því að hann missir 30,67% tekna sinna. Hafi maki öryrkjans tekjur, sem eru jafnvel lægri en meðaltekjur verka- manns, skerðist einnig tekjutrygg- ingin og eftir því sem tekjur maka eru hærri eykst skerðingin þar til tekjutryggingin hverfur með öllu og hefur hann þá misst samtals kr. 55.122 af heildartekjum sínum (kr. 73.546), sem jafngildir því að hann hafi misst samtals 74,95% af tekj- unum og haldi eftir kr. 18.424 til að lifa á. Um það bil 2/3 hlutar þeirra sem fyrir þessari skerðingu verða eru konur. Að áliti Öryrkjabandalags Íslands er óheimilt að mismuna fólki með þessum hætti vegna hjúskaparstöðu og einnig vegna kynferðis. Hafði bandalagið m.a. í huga þá breytingu sem gerð var á stjórnarskránni 1995 er afnumin voru ákvæði í stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni Íslands frá 1874 um það skilyrði um styrk úr opinberum sjóði, að sá sé ekki ,,skylduómagi annars manns“ og í stjórnarskrá konungsríkisins Íslands frá 1920 um það skilyrði að öðrum sé ,,ekki skylt að framfæra hann“. Með breyting- unum 1995 var horfið gagngert frá ómagaframfærslu bændasamfélags- ins með allri sinni alkunnu niður- lægingu sem almannatryggingalög- um okkar var í upphafi ætlað að útrýma. Ennfremur leit bandalagið til nýs jafnréttisákvæðis í stjórn- arskrá, sem bannar mismunun. Öryrkjabandalagið ákvað að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort heimilt væri að ganga svo langt í mismunun vegna fjölskyldustofnun- ar að heimilt væri að skerða tekjur öryrkja um allt að 74,95%. Öryrkja- bandalagið taldi að í stjórnarskrá (76. gr.) væri hverjum öryrkja tryggður réttur til lágmarksfram- færslu án nokkurrar mismununar, svo sem vegna hjúskaparstöðu (65. gr.), en Öryrkjabandalagið taldi og rétt að túlka bæri greind ákvæði í ljósi og til samræmis við þjóðrétt- arlegar skuldbindingar Íslands um mannréttindi. Öryrkjabandalagið gerði sér grein fyrir að það fyr- irkomulag sem talið var í gildi væri fjölskyldufjandsamlegt, það vægi að virðingu öryrkjanna og það væri andstætt rétti hvers manns til frels- is. Að auki væri það kvenfjandsam- legt þar sem fyrirkomulagið bitnaði miklu oftar á konum en körlum. Að jafnaði þurfa öryrkjar meiri aðstoð á heimili en þeir sem ófatlaðir eru og þeir geta að jafnaði lagt minna til heimilisins með störfum sínum en hinir ófötluðu. Því væri mikilvægt að koma málum þannig fyrir að sá sem stofnaði til sambúðar með öryrkja þyrfti ekki að auka tekjuöflun sína að miklum mun þar sem ábyrgð hans á heim- ilinu væri mikil. Þess utan var Öryrkja- bandalaginu ljóst að öryrkjar hafa margvís- legan kostnað sem aðr- ir búa ekki við og því þurfa þeir hærri tekjur en aðrir. Með því að lækka tekjur þeirra allt niður í kr. 18.424 væri ljóst að makinn yrði að auka vinnu sína utan heimilis og það bitnaði á þörf öryrkjans fyrir umönnun og virðingu hans og frelsi. Líkurnar á upplausn fjölskyldunnar ykjust í samræmi við það. Markmiðið með málsókn Ör- yrkjabandalagsins var að vinna gegn þessu úrelta og mannfjand- samlega fyrirkomulagi og fá viður- kenningu á því að nægilegt tillit væri tekið til hagsbóta af sambúð tveggja einstaklinga með fyrr- nefndri skerðingu um kr. 22.566 sem jafngildir 30,67% skerðingu tekna. Leit Öryrkjabandalagið svo á að svonefndur grunnlífeyrir og tekjutrygging samtals kr. 50.990 væri sá lífeyrir sem miða bæri við sem algert lágmark. Af hálfu Öryrkjabandalagsins var á það lögð áhersla að sá hópur ör- yrkja sem fyrirkomulagið næði til væri tiltölulega lítill, að þeim hópi væri mismunað og sú mismunun ætti sér enga réttlætingu, heldur væri hún þvert á móti óréttlát. Hæstiréttur féllst á allar kröfur og röksemdir Öryrkjabandalagsins og lýsti fyrirkomulagið andstætt fyrrnefndum ákvæðum stjórnar- skrárinnar og því óheimilt allt frá 1. janúar 1994 eða í sjö ár. Hæstirétt- ur taldi að það lágmark sem að framan er rakið og samanstendur af svonefndum grunnlífeyri og tekju- tryggingu, nú kr. 50.990, skyldi vera lágmarksframlag Tryggingastofn- unar ríkisins til öryrkja í hjúskap með maka sem ekki væri öryrki og hefði atvinnutekjur og skerðing þessa lágmarks væri mannréttinda- brot. Hæstiréttur taldi einnig að um mismunun vegna hjúskaparstöðu væri að ræða og lýsti hana brot á mannréttindum öryrkja. Hæstirétt- ur féllst þar með á að nauðsynlegt væri að tryggja frelsi og virðingu hvers manns og vinna að bættri stöðu fjölskyldunnar. Almennt hefur dómi þessum ver- ið fagnað, enda gera flestir sér grein fyrir að í honum felast skref til betra lífs fyrir þennan hóp, auk þess sem dómurinn vísar fram á veginn um vernd og tryggingu félagslegra mannréttinda. Enn- fremur felast í dómnum fyrirheit fyrir allan almenning um að mann- réttindi allra séu ekki aðeins virt á bók heldur og í reynd. Þeir sem einkum hafa brugðist illa við dómn- um eru forsætisráðherra og Morg- unblaðið að nokkru. Af greinum blaðamanna Morgunblaðsins sem blaðamenn þess hafa skrifað undir nafni er þó ljóst að starfsmenn blaðsins skilja gildi dómsins og vís- un fram á veginn. Ritstjórnin hefur því haft aðgang að þekkingu og réttum skilningi á dómnum meðal sinna eigin starfsmanna, en hefur í ritstjórnargreinum valið að lýsa andstöðu við virðingu hvers manns, frelsi og jafnrétti. Forsætisráðherra og ritstjórn Morgunblaðsins hafa ásakað Öryrkjabandalagið fyrir að hafa ekki höfðað mál til að fá al- menna hækkun lífeyris allra ör- yrkja. Slíkan dóm er ekki unnt að fá enda væri þá um pólitísk afskipti dómsvaldsins af löggjafarvaldinu að ræða. Sú barátta Öryrkjabanda- lagsins fer hinsvegar fram hvern dag ársins og felst í því að reyna að hafa áhrif á stjórnmálamenn á Al- þingi og sannfæra þá um réttlæti þess og nauðsyn að bæta hag ör- yrkja almennt. Með þessari afstöðu sinni hefur Morgunblaðið siðferði- lega skuldbundið sig til þess að styðja við bakið á öryrkjum í hinni almennu, daglegu baráttu fyrir auknum mannréttindum þeirra, eins og ég held reyndar að það hafi oft gert. Ég er viss um að Ör- yrkjabandalagið býður Morgunblað- ið velkomið í hóp stuðningsmanna sinna og það munar um stuðning þess í hinni daglegu baráttu fyrir breyttri afstöðu þingmanna. Forsætisráðherra telur að Hæsti- réttur hafi í dómnum lagt pólitískar línur og dómurinn hafi verið slys. Í fræðilegri umræðu á okkar dögum um stjórnskipunarrétt er ekki litið svo á að í túlkun dómstóla á stjórn- arskrá felist pólitísk afskipti af lög- gjafarvaldinu. Litið er svo á og það er reyndar óumdeilt meðal fræði- manna á sviði stjórnskipunarréttar og mannréttindalaga að dómstólum sé skylt að haga túlkun sinni þannig á stjórnarskrá, að gætt sé þeirrar verndar mannréttinda sem þar eru vernduð, skýrðra í ljósi alþjóðlegra skuldbindinga, svo og að gæta þess að minnihlutahópum sé ekki mis- munað. Hæstiréttur fór að þessu leyti hefðbundna leið og ekki er að finna pólitísk rök fyrir niðurstöð- unni í forsendum dómsins. Í dóm- inum er jöfnum höndum verið að fjalla um hefðbundin mannréttindi, þ.e jafnrétti og bann við mismunun og félagsleg mannréttindi. Margir stjórnmálamenn og jafnvel lögfræð- ingar, sem ekki hafa fylgst með þró- uninni hérlendis og annars staðar búa við þá gömlu skoðun, að ákvæði um félagsleg mannréttindi í stjórn- arskrá og almennum lögum séu innihaldslausar stefnuyfirlýsingar og þeim verði ekki beitt fyrir dóm- stólum. Þessum gamaldags kenn- ingum hefur fyrir löngu verið varp- að fyrir róða og gildi þeirra er nákvæmlega það sama og gildi ákvæða um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi. Þrátt fyrir þetta kom það mörgum stjórnmálamönn- um og ritstjórn Morgunblaðsins á óvart að minnihlutahópar geti í reynd leitað til dómstólanna og fengið viðurkenningu á kröfum sín- um sem mannréttindum og að tími bænarskjalanna sé liðinn undir lok. Mikilvægast er þó að ekki verður aftur snúið. Dómurinn eykur skiln- ing almennings á því að unnt er að sækja rétt sinn fyrir dómstólum og að ríkisstjórn og Alþingi fara ekki með alvald milli kosninga. Það vald sætir verulegum takmörkunum til verndar mannréttindum og minni- hlutahópum. Dómurinn gefur fyr- irheit um betra og réttlátara líf í betra samfélagi og með honum er stefnt að lýðræðislegu og félagslegu réttarríki. Sigurlíkur andófsins eru engar. UM VIRÐINGU, FRELSI OG JAFNRÉTTI Ragnar Aðalsteinsson Dómurinn eykur skiln- ing almennings á því, segir Ragnar Aðalsteinsson, að unnt er að sækja rétt sinn fyrir dómstólum og að ríkisstjórn og Alþingi fara ekki með alvald milli kosninga. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Í DV á þriðjudaginn var birtist forystu- grein eftir annan rit- stjóra blaðsins, þar sem veist var persónu- lega að undirrituðum með ásökunum um ósannindi og aðrar ávirðingar. Daginn eftir, miðvikudag, sendi ég svargrein til ritstjórnar blaðsins með ósk um að hún birtist á fimmtudegin- um. Óskinni var ekki svarað og ekki birtist greinin. Á fimmtudeg- inum fékk ég síðan tölvupóst frá ritstjóra DV þar sem hann segir að verið sé að ganga frá greininni til birtingar og gerði ég þá ráð fyrir að hún ætti að birtast á föstudeginum. Til að ganga úr skugga um það hafði ég samband við blaðið, en fékk þá þær óvæntu upplýsingar að ekki stæði til að birta greinina fyrr en ,,í næstu viku“ – sem sé heilli viku, eða meira, eftir að þær persónu- legu árásir ritstjórans, sem voru tilefni greinarinnar, birtust í blaðinu. Ég talaði strax við aðstoð- arritsjóra blaðsins og sagðist ekki una þessum vinnubrögðum. Ég hlyti að líta þannig á, að ef ekki væri hægt að birta greinina á föstudegi, á þriðja degi eftir að blaðið fékk hana í hendur, hefði birtingu einfaldlega verið hafnað. Þetta sjónarmið ítrekaði ég síðan í tölvupósti til ritstjórans. Ekkert heyrði ég meira frá þeim félögum og ekki birtist greinin. Lítið lagðist fyrir ritstjórann í leiðaranum og enn minna fyrir ,,frjálsa, óháða“ blaðið í eftirmálanum. Ég bið því Morgun- blaðið að birta þessa grein. ------------------- Það var svosem viðbúið að Jónas Kristjánsson skyldi bresta geðsmuni til að ræða efnislega þær at- hugasemdir sem ég gerði við leiðara hans um nýsetta bandaríska reglugerð um heilsu- farsupplýsingar. Þess í stað þjónar hann lund sinni í nýjum leiðara með uppnefnum og fúkyrðum. En tvisvar verður gamall maður barn og lítið við því að segja – annað en kannski það,að þetta er fremur dapurlegur aftanroði á löngum blaðamannsferli. Ritstjórinn hefði kannski átt að ráða sig sem ,,blað- urfulltrúa“ einhversstaðar áður en svona var komið fyrir honum. Að efni málsins: Ég sé ekki betur en að flest það sem Jónas tiltekur í síðari leiðaranum um bandarísku reglurnar sé rétt. Gallinn er bara sá, að þar nefnir hann hvergi aðal- atriði málsins – og það eina sem ég gerði athugasemd við í fyrri leið- aranum – þ.e. hvort það þurfi skrif- legt samþykki sjúklings til notk- unar á fyrirliggjandi heilsufars- upplýsingum við vísindarannsóknir. Eftir stendur að svo er ekki – full- yrðing ritstjórans var röng, enda gerir hann enga tilraun til að finna henni stað í síðari leiðaranum. Og það skýtur reyndar svolítið skökku við að Jónas skuli kalla Morgun- blaðið til stuðnings rangri staðhæf- ingu sinni – svo háðulegum orðum sem hann fór um það ágæta blað ekki alls fyrir löngu. Ég vil aftur vísa til frumheimildarinnar og text- ans frá bandarískum heilbrigðisyf- irvöldum, þar sem segir berum orð- um, að rannsóknir af þessu tagi verði leyfilegar ÁN upplýsts sam- þykkis, og það staðfesti heilbrigð- isráðherra Bandaríkjanna, Donna Shalala, á blaðamannafundi 20. des- ember síðastliðinn. Áhugasamir þurfa því ekkert að velkjast í vafa um staðreyndir málsins – þær eru öllum aðgengilegar í heild sinni á heimasíðum bandarískra heilbrigð- isyfirvalda, þar með talin útskrift af fyrrgreindum blaðamannafundi heilbrigðisráðherrans. Það þarf nefnilega ekki að deila um hvað er langt til Eyrarbakka – maður bara mælir það, einsog skáldið sagði. Þessar staðreyndir fær Jónas ekki hrakið með fúkyrðum, og til lítils fyrir hann að reyna að draga Morgunblaðið með sér út á foraðið. Ef ritstjórinn vill halda áfram að uppnefna viðmælendur sína er hon- um það auðvitað frjálst. Honum er hins vegar ekki frjálst að væna fólk og fyrirtæki um ósannindi án þess að finna þeim orðum stað. Ein- hvern veginn fer það honum samt ágætlega. Þegar geð- vonskan ein er eftir Páll Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs Íslenskrar erfðagreiningar. Fjölmiðlun Lítið lagðist fyrir rit- stjórann í leiðaranum, segir Páll Magnússon, og enn minna fyrir ,,frjálsa, óháða“ blaðið í eftirmálanum. ÉG SKORA á svonefnd Holl- vinasamtök Háskóla Íslands að sjá svo um að Happdrætti Háskóla Íslands hætti að ávarpa Íslendinga með ensk- um dægurlagasöng í útvarpi og sjónvarpi. Háskóli Íslands á að verja og vernda þjóðtung- una. Þeir sem þjást af ensku- sýkinni eiga að leita sér lækn- inga. Auk Happdrættis Háskóla Íslands starfrækja DAS og SÍBS happdrætti. Ég skora á viðskiptamenn happ- drættanna að beina viðskipt- um sínum til þeirra sem halda í heiðri íslenska tungu og fresta kaupum á Happdrætti Háskólans uns það hefur orðið við þessum tilmælum. Prófess- or Haraldur Bessason, fyrrum rektor Háskólans á Akureyri, hefur leyft mér að hafa eftir sér að hann ætli sér ekki að kaupa miða í Happdrætti Há- skóla Íslands fyrr en happ- drættið hefur hætt að auglýsa á ensku. Pétur Pétursson, þulur. Áskor- un UMRÆÐAN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.