Morgunblaðið - 13.01.2001, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 13.01.2001, Qupperneq 71
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 71 Er svart hvítt?                    ●        ●     !  "  #  $  ● %  &   ' ()   ●    *     + %  (   ,) (  *   ! " DÓMSTÓLARÁÐ hefur sent frá sér eftirfarandi athugasemd: „Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu um brot á reglum um hámark ökuhraða í Reykjavík vill dómstólaráð taka eftirfarandi fram. Ástæðan er fyrst og fremst sú að umfjöllun þessi hefur stund- um verið á þann veg að halda mætti að ökumenn slyppu iðulega við refsingar þótt þeir brjóti regl- ur um hámarkshraða en það er fjarri öllum raunveruleika. 1. Þeir sem brjóta reglur um há- markshraða sæta refsingum sam- kvæmt 100. grein umferðarlaga, en þar segir að brot gegn umferð- arlögunum og reglum settum sam- kvæmt þeim varði sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. 2. Nú er í gildi reglugerð, frá 14. maí 1998, um sektir og önnur við- urlög vegna brota á umferðarlög- um og reglum settum samkvæmt þeim. Þar er kveðið á um það hverjum sektum það sæti að aka hraðar en leyfilegur hámarkshraði segir til um. Ákvæðin eru sett fram í tiltölulega einfaldri töflu. 3. Að því er sektir og sekta- fjárhæðir varðar eru ákvæði reglu- gerðarinnar lögð til grundvallar hjá lögreglu og í dómi. Lögreglu- stjóra ber hins vegar að veita hin- um brotlega 25% afslátt af sekt- arfjárhæð greiði hinn brotlegi sektina að fullu innan 30 daga frá því að hún er ákvörðuð. Þessi af- sláttur tíðkast ekki þegar sekt er ákveðin í dómi. Sektarreglugerðin tryggir að öðru leyti samræmi í álagningu sekta hvar sem á land- inu brotið er framið og hvort held- ur málið er afgreitt hjá lögreglu eða í dómi. 4. Í 101. gr. umferðarlaganna er kveðið á um sviptingu ökuleyfis. Þar segir að svipta skuli mann ökuleyfi gerist hann sekur um mjög vítaverðan akstur. Þetta ákvæði hefur verið efnislega óbreytt í lögum frá því að bifreiða- lög voru sett árið 1941. Komi um- ferðarlagabrot fyrir dómstóla ber dómara að meta hvort um mjög vítaverðan akstur hafi verið að ræða eða ekki. Af lagaákvæðinu leiðir að dómari getur ekki afgreitt málið á þann einfalda hátt að fletta upp í töflu sektareglugerðarinnar. Dómari verður að leggja mat á hvert einstakt tilvik í samræmi við lagaákvæðið en lög ganga framar reglugerðum. Mat þetta byggist á áralangri dómvenju, sem of langt mál væri að gera hér grein fyrir. Það er rétt sem komið hefur fram í umfjöllun fjölmiðla að hinn brot- legi er ekki í öllum tilvikum svipt- ur ökuleyfi í dómi, enda þótt lög- regla hafi boðið upp á að afgreiða brot með sekt og ökuleyfissvipt- ingu, þótt oftar en ekki sé það svo. Hér kemur til matið á því hvað telst vera mjög vítaverður akstur. Inn í það mat geta komið fjölmörg fleiri atriði en hraði svo sem akst- ursskilyrði, hvort um mikla um- ferð manna og bíla hafi verið að ræða, eða hvort ekið hafi verið nærri íbúðarhúsum, skólum, leik- skólum eða annars staðar sem börn geta verið að leik. Hraða- merkingar hafa einnig komið við sögu í dómum. Af dómsúrlausnum þar sem ekki hefur verið fallist á kröfu um ökuleyfissviptingu má hins vegar ekki draga þá ályktun að dómarar telji að hámarkshraði ætti að vera annar en hann er ákveðinn í reglugerð. 5. Það er höfuðatriði að öku- menn átti sig á því að brot á reglum um hámarkshraða sæta nær undantekningarlaust refsing- um, oftast sektum en beita má þó fangelsisrefsingu. Sé um mjög vítaverðan akstur að ræða eru menn sviptir ökuleyfi, að lágmarki í einn mánuð en að hámarki ævi- langt.“ Nær undantekningarlaust refsað fyrir umferðarbrot NÝLEGA hefur Jimmy Routley, sem er einkaþjálfari og kennari í bardagalistum, og Bryndís Sigurð- ardóttir, unnusta hans, opnað heilsuræktarstöðina Pumping Iron. Pumping Iron er í Dugguvogi 12, Reykjavík. Boðið er upp á tækjasal, einkaþjálfun, kick-box, thai-kick, kung-fu. muay-thai, breikdans, sjálfsvörn, vopn, fitumælingar og fæðubótarefni. Opnunartímar eru frá kl. 6.30-22 á virkum dögum og frá kl. 9-17 um helgar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bryndís Sigurðardóttir og Jimmy Routley í nýju stöðinni. Ný heilsuræktarstöð í Dugguvogi FERÐAFÉLAG Íslands efnir til ferðar í Herdísarvík sunnudaginn 14. janúar. Eins og kunnugt er bjó Einar Benediktsson skáld þar síð- ustu ár ævi sinnar og í ferðinni ætlar Páll Sigurðsson prófessor að rifja upp sögur og sagnir af búsetu Einars og annarra í Herdísarvík. Þar er að finna ýmsar minjar um mannvist, sem verða skoðaðar, bæði innanhúss og utan. Lagt verður af stað frá BSÍ á sunnudagsmorgni kl. 11 og komið við í Mörkinni 6. Þátttökugjald er 1.800 krónur og allir eru velkomnir. Boðið upp á ferð í Her- dísarvík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ EFLING – stéttarfélag samþykkti eftirfarandi ályktun einróma á stjórnarfundi sínum 11. janúar sl.: „Efling – stéttarfélag mótmælir harðlega þeim vaxtahækkunum á húsnæðislánum sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Þessar vaxtahækkan- ir munu leiða til hækkandi greiðslu- byrði og hríðversnandi stöðu lág- tekjufólks. Þetta mun leiða til stöðvunar á uppbyggingu leiguíbúða, enn hækk- andi leiguverðs og auka á það neyð- arástand sem ríkir í húsnæðismálum lágtekjufólks á höfuðborgarsvæð- inu.“ Mótmæla vaxtahækkunum á húsnæðislánum Í LJÓÐI sem ég hef þýtt og vitnað er til í Morgunblaðinu á 46. blað- síðu í gær er slæm og óskiljanleg villa. Þar stendur: Æskufjör og heimsins hold en á að vera æsku- fjör og feyskið fjör. Helgi Hálfdanarson. LEIÐRÉTT Í BÍÓSAL MÍR, Vatnsstíg 10, verða næstu tvo sunnudaga sýndar tvær ólíkar gerðir kvikmyndar þeirrar sem rússneski leikstjórinn Sergei Eisenstein tók í Mexíkó á árunum 1930–32 en lauk aldrei við. Önnur út- gáfa myndarinnar, rússnesk frá sjö- unda áratugnum, verður sýnd sunnu- daginn 14. janúar kl. 15, hin útgáfan er bandarísk frá árinu 1939 og sýnd viku síðar. Eisenstein fór á árinu 1930 til Mexíkó til að safna efni í kvikmynd sem átti að vera í fjórum köflum, með formála og eftirmála, mynd sem lýsti lífsháttum og menningu indíána í Mexíkó og hvernig landnám Spán- verja og kristniboð lék samfélag frumbyggjanna þar. Nánustu sam- starfsmenn Eisensteins í þessari ferð voru kvikmyndatökumaðurinn Ed- ward K. Tisse og aðstoðarleikstjórinn Grígorí V. Alexandrov. Bandarískir aðilar fjármögnuðu ferðina og var rit- höfundurinn Upton Sinclair skráður framleiðandi kvikmyndarinnar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Lifi Mexíkó sýnd í bíósal MÍR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.