Morgunblaðið - 13.01.2001, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 13.01.2001, Qupperneq 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. MEÐALFJÖLSKYLDUTEKJUR þeirra örorkulífeyrisþega í hjú- skap, sem fá auknar tekjutrygg- ingagreiðslur með þeirri breytingu sem kveðið er á um í frumvarpi rík- isstjórnarinnar vegna dóms Hæsta- réttar, voru 338 þúsund krónur á mánuði eða alls fjórar milljónir króna í tekjur á árinu 1999. Þetta kemur fram í útreikningum Þjóð- hagsstofnunar sem gerðir voru vegna undirbúnings frumvarpsins. Um er að ræða samanlagðar tekjur lífeyrisþeganna og maka þeirra að meðtöldum greiðslum sem öryrkinn nýtur frá Trygginga- stofnun á árinu 1999, samkvæmt skattframtölum ársins 2000. Til samanburðar voru meðal- tekjur allra hjóna á landinu á aldr- inum 25-65 ára um 400 þúsund krónur á mánuði samkvæmt skatt- framtölum síðasta árs og meðal- tekjur einhleypra öryrkja voru um 85 þúsund kr. á mánuði. Öryrkjar á landinu eru um 8.700 talsins og eru 35% þeirra í hjóna- bandi eða sambúð. Samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar fá um 19% ör- yrkja í hjúskap, eða tæplega 700 alls, auknar tekjutrygginga- greiðslur 1. febrúar nk. vegna breytingarinnar sem gera á í kjöl- far dóms Hæstaréttar um að óheimilt sé að skerða tekjutrygg- ingu örorkulífeyrisþega í hjúskap. Útreikningar Þjóðhagsstofnunar taka hins vegar ekki til allra bóta- þega sem eiga rétt á leiðréttingu fjögur ár aftur í tímann. Meirihluti öryrkja með litlar eða engar tekjur auk bóta Mikill meirihluti öryrkjanna er með litlar sem engar tekjur aðrar en bótagreiðslur Tryggingastofn- unar. Yfir 98% alls hópsins hafa minna en 50 þúsund krónur í eigin tekjur á mánuði eða fá eingöngu greiðslur frá Tryggingastofnun. Ef litið er hins vegar á sam- anlagðar tekjur lífeyrisþeganna og maka þeirra kemur í ljós að 1,5% alls hópsins voru með minna en 200 þús. kr. í samanlagðar fjölskyldu- tekjur á mánuði en rúm 23% voru með yfir 400 þús. kr. í mánaðarleg- ar heimilistekjur vegna tekna maka skv. yfirliti Þjóðhagsstofnun- ar. 8,5% með meira en 500 þúsund króna heimilistekjur Fram kemur í yfirliti Þjóðhags- stofnunar um dreifingu fjölskyldu- tekna hópsins að 48% öryrkjanna eru í hjónabandi eða sambúð þar sem maki aflar 200-300 þús. kr. á mánuði og að 38% öryrkjanna eru í hjúskap þar sem maki aflar yfir 300 þúsund króna á mánuði. Samkvæmt yfirliti yfir dreifingu samanlagðra tekna öryrkjanna og maka þeirra, að meðtöldum bóta- greiðslum Tryggingastofnunar, kemur í ljós að 1,5% öryrkjanna bjuggu við 100-200 þús. kr. fjöl- skyldutekjur á mánuði (196 þús. að meðaltali). Fjölmennasti hópurinn eða 45,4% var með fjölskyldutekjur á bilinu 200-300 þús. kr. á mánuði (254 þús. að meðaltali), 29,6% voru með fjölskyldutekjur á bilinu 300- 400 þús. kr. (339 þús. kr. að með- altali), 15% voru með 400-500 þús. kr. á mánuði (442 þús. að meðaltali) og 8,5% öryrkjanna voru með meira en 500 þús. kr. samanlagðar fjölskyldutekjur á mánuði. Meðal- tekjur þess hóps námu 628 þúsund kr. á mánuði samkvæmt yfirlitinu. Útreikningar Þjóðhagsstofnunar á fjölskyldutekjum öryrkja sem fá tekjutryggingu hækkaða Heimilistekjur að meðaltali um 338 þús. kr. á mánuði                                                     ! "#$#%"                                                   "     & '(   &'( )            ! !  ) +  ),      -       !  "#$#%"     & ' $  ),                            ./  +  ),      $        "#$#%"     & ' $  ),                             ..0 1               222 Morgunblaðið/RAX VERÐBÓLGA síðasta árs var undir þeim spádómum sem settir voru fram í desember og byrjun janúar. Spár fyrirtækja á fjármálamarkaði höfðu gert ráð fyrir að verðbólga síð- ustu 12 mánaða yrði á bilinu 3,7%- 4,5%, en samkvæmt nýjum mæling- um Hagstofunnar var verðbólgan 3,5%. Síðustu þrjá mánuði hækkaði vísi- tala neysluverðs um 0,4%. Sé þessi tala umreiknuð yfir í verðbólgu á ári fæst út að hún var 1,8%. Á milli desember og janúar hækk- aði vísitala neysluverðs um 0,1%. Mest áhrif höfðu lækkun fatnaðar og eldsneytis, sem samanlagt hafa áhrif til 0,45% lækkunar vísitölunnar. Matvörur og fjölmiðlar höfðu mest áhrif til hækkunar, eða 0,36% sam- anlagt. Fyrirtækið sem komst næst því að spá rétt um verðbólguna var Ráðgjöf og efnahagsspár. Verðbólgan lægri en spár ráðgerðu  Verðbólgan/24 SLYSADEILD Landspítalans– háskólasjúkrahúss í Fossvogi tók á móti þremur ungum pilt- um, sem allir voru með nokkuð alvarlegan augnskaða af völd- um skotelda, síðdegis í gær og í gærkvöldi. Einn piltanna er á unglingsaldri en hinir eru 10 og 12 ára. Þeir höfðu verið að fikta með skotelda með þessum af- leiðingum. Enginn þeirra var með öryggisgleraugu. Hrafn- kell Óskarsson, sérfræðingur á slysadeild segir of snemmt að segja til um hvort piltarnir hljóti varanlegan skaða. Foreldrar piltanna komu með þá á slysadeild með um tveggja stunda millibili. „Það er eiginlega verra að þeir komu ekki saman, því þetta hlýtur að þýða að það sé mikið fikt í gangi,“ segir Hrafnkell. „Við héldum að við hefðum sloppið vel í gegnum áramótin og þrett- ándann að þessu sinni.“ Þó seg- ir hann hafa verið talsvert al- gengt að börn hafi komið á slysadeild eftir að hafa fengið púður úr flugeldum í andlitið. Öryggisgleraugun hafi hinsveg- ar komið í veg fyrir að börnin hlytu augnskaða. Hrafnkell segir að foreldrar verði að gera sér grein fyrir því að hættan á flugeldaslysum sé greinilega ekki liðin hjá þó nokkuð sé liðið frá áramótum. Börn séu að fikta við skotelda en slíkt sé stórhættulegt. Þrír piltar urðu fyrir augnskaða MIKIÐ hvassviðri setti svip sinn á vestan- og sunnanvert landið í gær- morgun. Víða fór vindhraði yfir 20 m/sek og á Þverfjalli mældist með- alvindhraði 33 m/sek í hádeginu í gær. Hvassviðrið olli víða usla og lá allt innanlandsflug niðri þar sem rok var um allt land. Á Ísafirði flæddi sjór inn í hús og skólahald féll niður í Ólafsvík. Sunnanáttin gekk niður eftir því sem leið á daginn og er svipuðu veðri spáð í dag, en í kvöld og nótt gæti vindur aukist á nýjan leik þó ekki sé búist við jafn hvössu veðri, en úrkoma gæti orðið meiri. Á myndinni sést særok við Borgarnes í gær, en þar urðu engin spjöll vegna veðurs og lítil röskun á sam- göngum á landi þrátt fyrir hvassa vindstrengi undir Hafnarfjalli. Hvassviðri á vestanverðu landinu  Sjór flæddi/42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.