Morgunblaðið - 02.02.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.02.2001, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR Ása Sigurðardóttir, for- maður Tónmenntakennarafélags Ís- lands, segir að samkvæmt nýjum kjarasamningi grunnskólakennara verði laun tónmenntakennara 10-20 þúsund krónum lægri á mánuði en umsjónarkennara með sama stöðu- hlutfalli. Haft var eftir Birgi Birni Sigur- jónssyni, formanni launanefndar sveitarfélaganna, í Morgunblaðinu í fyrradag, vegna útkomu tónmennta- kennara í nýja kjarasamningnum, að launanefndin hafi haft að mark- miði í samningunum að meta öll störf í skólunum á jafnræðisgrunni. Sigríður Ása segir að Tónmennta- kennarfélagið spyrji eðlilega hvern- ig störfin voru metin og hverjir mátu þau. „Enginn aðili, hvorki frá sveitarfélögunum né Kennarasam- bandinu, hefur gert úttekt á okkar starfi né beðið okkur um aðstoð við það. Við eigum okkur ekki talsmann í samninganefnd og því getum við ekki annað en dregið í efa þessi um- mæli. Þegar á botninn er hvolft eru störfin heldur ekki metin á jafnræð- isgrunni. Tónmenntakennari í 100% starfi verður með u.þ.b. 10-20 þús- und króna lægri laun á mánuði en umsjónarkennari í sama stöðuhlut- falli.“ Óánægja með afnám kennsluafsláttar Samkvæmt samningnum er kennsluafsláttur tónmenntakennara afnuminn. Birgir Björn sagði í blaðinu að þó afsláttur frá kennslu- skyldu tónmenntakennara sé felldur niður sé ekki snert á því tímamagni sem um ræðir í skólakerfinu. „Við fengum skell 1999 þegar skorið var verulega niður tímamagn til list- og verkgreina í viðmiðunar- stundarskrá aðalnámskrár grunn- skóla. Annaðhvort hefur hækkun á kennsluskyldu tónmenntakennara þau áhrif að tónmennt fellur niður í einhverjum árgöngum vegna þess að tónmenntakennarinn gerist um- sjónarkennari og ræður sig aðeins í nokkra tíma í tónmennt eða hann ræður sig í fulla stöðu og brennur þá upp á örfáum árum,“ sagði Sigríður Ása um þessi ummæli Birgirs Björns. Birgir Björn sagðist sannfærður um að verið sé gera vel við tón- menntakennara eins og aðra kenn- ara. „Þetta er gert að mjög vel at- huguðu máli. Ég tel t.d. ekki að tónmenntakennarar eigi að vera rétthærri að þessu leyti en umsjón- arkennarar með mjög þunga bekki,“ sagði hann í viðtalinu. Sigríður Ása sagði að ef það að vera rétthærri væri mælt í mínútum í kennsluskyldu væri launanefndin klárlega ekki að meta öll störf í skól- unum á jafnræðisgrunni. „Kennslu- greinar búa við mjög misjafnar að- stæður og ég get persónulega fullyrt að tónmenntakennsla á mest undir högg að sækja í grunnskólum lands- ins. Þar tek ég inn í aðbúnað, tækja- kost, námsefni, bekkjarstærðir, kennaraskort og síðast en ekki síst skilning eða skilningsleysi á eðli greinarinnar. Ég sé engum ofsjón- um yfir því að umsjónarkennari fái greitt fyrir sín störf, en allir skulu hafa það í huga að innan hvers skóla eru margir þungir bekkir og tón- menntakennarinn fær þá alla inn til sín óskipta og stuðningslausa í flest- um tilfellum,“ sagði Sigríður Ása. Leita eftir lögfræði- legri álitsgerð Í frétt Morgunblaðsins segir Guð- rún Ebba Ólafsdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, að hún væri þess fullviss að kennarar kæmu til með að horfa á launatöfl- una og þau kjör sem þeim eru boðin og meta samninginn á þeim grund- velli. Sigríður Ása sagði um þetta: „Tónmenntakennarar eru einmitt að horfa á launtöfluna og sjá þar svart á hvítu að þeir verða á lægri launum en umsjónarkennari. Einnig eru mýmörg dæmi um tónmenntakenn- ara sem lækka í launum eða í besta falli standa í stað.“ Sigríður sagði að í samningnum væri að ákvæði þess efnis að ef starfandi kennari héldi áfram kennslu í sama skóla myndu þeir ekki missa afsláttinn. „Ef við viljum hins vegar skipta um skóla innan sama sveitarfélags missum við af- sláttinn. Með öðrum orðum erum við í vistarböndum og það þurfa aðrir kennarar ekki að búa við.“ Hún sagði að tónmenntakennarar hefðu óskað eftir lögfræðilegu áliti á því hvernig staðið hefði verið að af- námi kennsluafsláttarins. Fjölmennir bekkir í tónmennt Þórunn Bjönsdóttir tónmennta- kennari sagði að ekki mætti gleyma því að tónmenntakennarar kenndu líka erfiðum bekkjum sem umsjón- arkennarar eru með. Við bættist að á meðan flestir aðrir list- og verk- greinakennarar kenni hálfum bekkj- um í senn kenni tónmenntakennarar heilum bekkjum eða allt að 29 börn- um í einu. Þetta hafi verið ein meg- inástæðan fyrir kennsluafslættinum á sínum tíma. Tónmenntakennarar gætu e.t.v. sætt sig við niðurfellingu kennsluafsláttarins ef þeim væri tryggt að þeir kenndu hálfum bekkj- um, líkt og þorri annarra list- og verkgreinakennara. Þórunn segir að fjölmargir tón- menntakennarar hafi á undanförn- um árum snúið sér að almennri bekkjarkennslu enda hafi verið við- varandi skortur á kennurum í grunnskólum. Nýr samningur verði ekki til þess að þeir snúi sér aftur að tónmenntakennslu. „Ég er búin að heyra í býsna mörgum og það er þungt hljóð í þeim,“ segir Þórunn. Þeir sem unnið hafa yfirvinnu í skól- um fram að þessu telji sig jafnvel lækka í launum þegar samningurinn tekur gildi. Þórunn segir það áhyggjuefni varðandi framtíð tónmenntakennslu í grunnskólum landsins að enginn nemandi sé á 1. ári í Tónlistarskól- anum í Reykjavík eða við Kenn- araháskóla Íslands við tónmennta- kennaranám. Þórunn segir að tónmennta- kennsla hafi í mörgum tilfellum átt allt undir velvild skólastjórnenda. Þannig hafi það í mörgum tilfellum verið undir skólastjórunum komið hvort það væri skólakór í skólanum eða hvort boðið væri upp á tvo tón- menntatíma í viku. „Ég tel það óeðli- legt að jafn þýðingarmikil náms- grein eins og tónmennt sé svo mikið upp á velvild skólastjórnenda kom- in,“ segir Þórunn, enda hafi reynsl- an af því ekki alltaf verið góð. Þórunn bendir á að tónmennta- kennsla í grunnskólum eigi undir högg að sækja vegna harðnandi samkeppni. Tónlistaskólar geti boð- ið tónmenntakennurum betri starfs- aðstöðu með mun færri börn í hóp. Auk þess hafi kirkjan margeflt barnakórastarf sitt. Tónmennta- kennarar séu því víða eftirsóttur starfskraftur. Í grein eftir Þórunni sem birtist í Morgunblaðinu í síðustu viku var fyrir mistök sagt að kennsluskylda kennara í tónlistarskóla væru 18 tímar í viku. Hið rétta er að þeir eru 19,5. Gagnrýni á nýjan kjarasamning grunnskólakennara Hætta á að tónmennta- kennsla leggist af Tónmenntakennarar eru mjög óánægðir með nýjan kjarasamning grunnskólakenn- ara. Þeir eru ekki sáttir við skýringar forystumanna samningsaðila og telja hættu á að tónmenntakennsla leggist af verði samningurinn samþykktur. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Kenn- arasambandi Íslands vegna um- fjöllunar í blaðinu í gær um ný- gerðan kjarasamning grunnskólakennara. „Samningsbundinn vinnutími grunnskólakennara í fullu starfi miðað við 37 vikna skólaár er sam- kvæmt nýjum kjarasamningi 42,86 klukkustundir á viku á reglulegum starfstíma skóla. Með samningnum styttist vikulegur vinnutími á starfstíma skóla um þrjár klukku- stundir. Árlegur heildarvinnutími kennara er óbreyttur frá því sem áður hefur verið, eða 1.800 klukku- stundir á ári. Einu breytingarnar sem verða á útreikningi vinnutím- ans utan reglulegs starfstíma skóla eru þær að að undirbúningsdögum fjölgar úr 6 í 8. Í nýjum kjarasamningi fyrir grunnskólann er ekki hróflað við kennsluafslætti 55 og 60 ára kenn- ara og er kennsluskylda þeirra óbreytt frá því sem verið hefur. Hins vegar var fallist á að gefa eft- ir einnar stundar afslátt frá kennslu eftir 15 ára starf gegn hækkun á launatöflu. Kennsluskylda kennara í fullu starfi er 27 kennslustundir á viku 1. starfsárið en síðan 28 stundir uns kennari verður 55 ára, en kennsluskyldan lækkar þá í 24 stundir á viku og í 19 stundir við 60 ára aldur. Þetta þýðir að áherslan á erfiðasta þáttinn í starfi kenn- arans minnkar eftir því sem hann eldist en vinnuskyldan minnkar þó ekki. Í Morgunblaðinu í dag [í gær] er því haldið fram að þetta segi ekki alla söguna því samkvæmt samn- ingnum verði 55 ára kennarar að taka að sér ýmis önnur störf í tvær klukkustundir á viku undir stjórn skólastjóra. Í reynd sé því afslátt- urinn ekki lengur fjórar kennslu- stundir heldur tvær. Á sama hátt verði kennsluafsláttur kennara sem náð hefur 60 ára aldri ekki 9 stundir á viku heldur þrjár. Kenn- arinn sé samkvæmt samningnum skuldbundinn til að vinna 6 klukku- stundir undir verkstjórn skóla- stjóra, en þrjár teljist til „óbund- innar viðveru“ í skólanum til „ráðgjafar/handleiðslu“. Það er alls ekki rétt að setja þetta fram með þessum hætti. Hér er verið að rugla saman tvennu: „kennsluskyldu“ og „vinnuskyldu.“ Vinnutíminn lengist ekki, hjá þeim sem njóta skertrar kennsluskyldu samkvæmt hinum nýja samningi miðað við þá vinnutímaskilgrein- ingu sem gilt hefur. Í fyrri samningi var reiknað með að liðurinn „undirbúningur og úr- vinnsla“ kennslu væri hlutfallslega stærri þáttur í vikulegri vinnu kennarans en ráð er fyrir gert í nýja samningnum. Á móti kemur að þættirnir „bundin störf“ og „óbundin önnur störf“ hverfa, en við bætast „verkstjórnarþáttur“ og „leiðsögn/handleiðsla“. Gert er ráð fyrir að tekið verði tillit til þeirra sem þurfa lengri tíma til undirbúnings kennslu og sá tími sem í hann fer verði ekki minni en verið hefur. Varðandi sérkennara og niður- fellingu sjálfvirks kennsluafsláttar sem þeir hafa notið skal tekið fram að samkvæmt nýja samningnum er komið til móts við þá með sérstakri launaflokkaröðun og auknum und- irbúningstíma.“ Athugasemd frá Kennara- sambandi Íslands Kennslu- skyldu og vinnuskyldu ruglað saman ÞORVALDUR S.K. Norðdahl, betur þekktur sem Valdi koppasali, segir að viðskiptin hafi ekki gengið nægilega vel undanfarið, en hann hefur safnað hjólkoppum og selt í rúm 30 ár. Valdi hefur því notað góða veðrið til að þrífa hjólkoppana, en það gerir hann í Hólmsánni, sem rennur skammt frá heimili hans, en hann býr á Hólmi við Suðurlandsveg. Í gær komu tveir viðskiptavinir til Valda til að kaupa hjólkoppa, en hann sagðist selja stykkið á u.þ.b. 1.000 krónur, þó væri það misjafnt, sumir væru dýrari og þá sér- staklega þeir elstu. Hann sagði að þeir hjól- koppar sem seldust best væru af Toyota og Opel. Valdi sagðist ekki hafa tölu á því hvað hann ætti marga hjólkoppa, en sagði að ef- laust skiptu þeir þúsundum. Mest væru þetta plastkoppar en þó væri hægt að finna ein- staka dýrgrip innan um eins og t.d. hjólkopp af Chevrolet árgerð 1961, sem félagar hans í Fornbílaklúbbi Íslands hefðu gefið honum. Valdi hefur notað góða veðrið undanfarið til þess að þrífa hjólkoppana í Hólmsánni, enda hafa við- skiptin verið frekar dræm. Morgunblaðið/Vilhelm Gunnarsson Valdi koppasali sagðist ekki hafa tölu á því hvað hann ætti marga hjólkoppa en sagði að eflaust skiptu þeir þúsundum. Dræm hjólkoppasala hjá Valda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.