Morgunblaðið - 02.02.2001, Síða 33

Morgunblaðið - 02.02.2001, Síða 33
LISTIR Ármúla 21, 533 2020 Handklæðaofnar Mikið úrval handklæðaofna á baðherbergið. Stærðir frá 60-181 cm. Áferð: Hvít eða krómlituð. Verð frá kr. 11.605. Í BÓKASAFNI Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, verður opnuð Keilissýning á laugardag kl. 14. Þar munu sjö listamenn og einn áhugaljósmyndari, sem hafa sótt sér innblástur í fjall Suðurnesja- manna, Keili, sýna verkin sín. Listamennirnir eru málararnir Ásta Árnadóttir, Ásta Pálsdóttir, Eiríkur Árni, Íris Jónsdóttir og Sossa. Stefán Geir Karlsson sýnir líkan af hugmynd sinni „Kollhúfa á Keili“ þar sem hann gerir ráð fyrir að sett verði húfa á Keili sjálfan árið 2002 sem er al- þjóðlegt ár fjallsins. Úlfur K. Grönvold sýnir myndbandið „Keilir 1998“ og áhugaljósmynd- arinn og þingmaðurinn Hjálmar Árnason sýnir 30 ljósmyndir sem sýna fjallið í sinni margbreytilegu mynd árstíðanna árið 2000. Ljósmyndirnar verða til sölu til fjáröflunar fyrir Þroskahjálp á Suðurnesjum. Sýningin stendur út febrúar og er opin frá kl. 10-20 virka daga og 10-16 á laugardögum. Ljósmynd/Hjálmar Árnason. Myndvinnsla/Bragi Einarsson Kollhúfa á Keili. Hugmynd Stefáns Geirs Karlssonar. Keilir í Bókasafni Reykjanesbæjar TÓNLISTARSKÓLI Ísafjarðar verður með Opið hús á morgun, laug- ardag, kl. 11-17. Á dagskrá verða m.a. þrennir stuttir tónleikar, tón- listarforrit kynnt, tónlistar- og hljóð- færakynning, opnun heimasíðu og gamlar tónlistarupptökur sýndar á myndbandi. Opið hús í Tónlistarskóla Ísafjarðar Í NÝLISTASAFNINU stendur yfir sýningin „Nýja málverkið, andar það enn“. Á sunnudag kl. 15 mun Guð- mundur Oddur Magnússon sýning- arstjóri leiða gesti um sýninguna. Þar má m.a. sjá verk eftir Guð- rúnu Tryggvadóttur, Árna Ingólfs- son, Kristján Steingrím Jónsson, Tolla, Daða Guðbjörnsson, Tuma Magnússon o.fl. Sýningin er í árvissri röð sýninga safnsins sem bera yfirskriftina „Samræður við safneign“. Leiðsögn um sýningu ♦ ♦ ♦ FÉLAG áhuga- manna um heimspeki stendur fyrir rabb- fundi um heimspeki í skáldsögum á laugar- dag í Kaffileikhúsinu kl. 16-18. Umræðu- efnið er bók Péturs Gunnarssonar, Myndin af heiminum, og mun höfundur m.a. halda framsögu- erindi. Auk Péturs halda erindi Jón Karl Helgason og Úlfhild- ur Dagsdóttir en Jón Ólafsson stjórnar umræðum. „Skáldsagan Myndin af heimin- um eftir Pétur Gunnarsson, sem kom út nú fyrir jól, sameinar heimspekilega yfirvegun um sögu og heimsmynd, fjölskyldu- og uppvaxtarsögu. Það eru hinar heimspekilegu vangaveltur sem drífa frásögnina áfram og vekja spurningar um mynd mannsins af heimin- um og sjálfum sér,“ segir í kynningu. Á fundinum ræðir Pétur Gunnarsson þá heimspeki sem birtist í þessari nýjustu skáldsögu sinni og um heimspeki í skáld- sögum yfirleitt. Jón Karl og Úlf- hildur bregðast við framsögu Péturs og ræða almennt um hvaða erindi heimspeki eigi við skáldsögur og skáldsögur við heimspeki. Að loknum framsöguerindum gefst áheyrendum kostur á að taka þátt í umræðum. Heimspeki í skáldsög- um í Kaffileikhúsinu Pétur Gunnarsson MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 33

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.