Morgunblaðið - 02.02.2001, Síða 54

Morgunblaðið - 02.02.2001, Síða 54
54 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓNUSTA Flísalagnir - múrverk Múrarameistarar geta bætt við sig verkefnum. Uppl. í símum 894 4556 og 891 9458. TIL SÖLU Veitingahús í Mývatnssveit Til sölu er veitingahúsið Hverinn í Mývatns- sveit, húseign og rekstur. Einnig kemur til greina að selja húsið, sem er 130 fm timburhús, í einingum til flutnings. Upplýsingar í símum 464 4186 og 464 4189. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Dynskógar 7, íbúð, Hveragerði, fastanr. 221-0135, þingl. eig. Ingþór Hallberg Guðnason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og sýslumað- urinn á Selfossi, fimmtudaginn 8. febrúar 2001 kl. 10.30. Lóð úr landi Kvíarhóls, Ölfusi, þingl. eig. Rúnar Sigtryggsson, gerðar- beiðandi Almenna málflutningsstofan sf., fimmtudaginn 8. febrúar 2001 kl. 13.30. Sýslumaðurinn á Selfossi, 31. janúar 2001. S M Á A U G L Ý S I N G A RI DULSPEKI Huglækningar/heilun Sjálfsuppbygging. Samhæfing líkama og sálar. Áran. Fræðslumiðlun. Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Uppl. í síma 553 8260 f.h. TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Íslands Sálarrannsóknar- félagið Sáló 1918— 2000, Garðastræti 8, Reykjavík Enn eru lausir nokkrir tímar hjá hinum frábæra breska miðli Tom Dodds. Vegna mikilla eftirspurna verður Tom Dodds með námskeið á morgun laugardaginn 3. feb. Upplýsingar og bókanir í síma 551 8130. SRFÍ. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  181228½  FI. I.O.O.F. 12  181228½  Fl. Sunnudagsferð 4. febrúar kl. 11. Álfsnes, strandganga. Listigarður úr grjóti. Mánudagur 5. febrúar kl. 20. Myndakvöld í Húnabúð. Þröstur Þórðarson sýnir glæsileg- ar landslagsmyndir. Nánar kynnt um helgina. Sjá heimasíðu: utivist.is og texta- varp bls. 616. Gönguferð 4. febr.: Kolviðar- hóll — Marardalur — Litla kaffistofan. Um 5 klst. á göngu, ca 15 km, sléttlendi. Far- arstjóri Björn Finnsson. Verð 1.600 kr. Brottför kl. 10.30 frá BSÍ og Mörkinni 6. Munið þorrablótsferð 10.— 11. febrúar. Gist í Brattholti. Gullfoss í klakaböndum. Glens og gaman á blóti. Fararstjóri Ólafur Sigurgeirsson. Leiðsögn í gönguferð Arnór Karlsson. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. Sími á skrifstofu 568 2533. Í kvöld kl. 21 heldur Karl Sig- urðsson erindi: „Brot af fræðum Blavatsky“ í húsi félagsins, Ing- ólfsstræti 22. Á morgun, laugardag kl. 15— 17, er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón umsjón Kristjáns Fr. Guðmunds- sonar: „Spjall um sri vidya yoga iðkun“. Á morgun kl. 14—15.30 er bóka- safn félagsins opið til útláns fyrir félaga. Á sunnudögum kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leiðbein- ingum fyrir almenning. Hugræktarnámskeið Guð- spekifélagsins verður fram- haldið fimmtudaginn 8. febrúar kl. 20.30 í umsjá Birgis Bjarna- sonar „Opið spjall um hug- rækt“. Á fimmtudögum kl. 16.30— 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Guðspekifélagið hvetur til sam- anburðar trúarbragða, heimspeki og náttúruvísinda. Félagar njóta algers skoðanafrelsis. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Viktoria Antik  Síðumúla 34  Sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.-fös. 12-18 lau. kl. 11-17 sun. kl. 13-17 Nýkomin vörusending ur P. Steindórsson, Davíð Kjartans- son, Róbert Harðarson, Guðni Stefán Pétursson, Helgi E. Jónatansson, Dagur Arngrímsson 7 v.13.-20. Bene- dikt Jónasson, Lenka Ptácníková, Ingvar Jóhannesson, Ólafur I. Hann- esson, Tómas Björnsson, Jón Árni Halldórsson, Haraldur Baldursson, Kjartan Ó. Guðmundsson 6½ v.21.- 27. Páll Agnar Þórarinsson, Sigurður Ingason, Sveinbjörn Jónsson, Hall- dór Garðarsson, Stefán Arnalds, Lilja Grétarsdóttir, Harpa Ingólfs- dóttir 6 v.28.-34. Vigfús Ó. Vigfússon, Jónas Jónasson, Helgi Hauksson, Guðmundur Kjartansson, Arnar Ing- ólfsson, Ólafur Kjartansson, Stefán Ingi Arnarson 5½ v.o.s.frv. Skákstjórar voru Ólafur H. Ólafs- son og Ríkharður Sveinsson. Nánar verður fjallað um Skákþing Reykja- víkur í næsta skákþætti. JÓN Viktor Gunnarsson og Sigur- björn J. Björnsson sigruðu á Skák- þingi Reykjavíkur sem lauk á mið- vikudagskvöld eftir afar spennandi baráttu. Báðir fengu þeir 9 vinninga í 11 umferðum en þar sem Sigurbjörn er Hafnfirðingur hlýtur Jón Viktor titilinn skákmeistari Reykjavíkur 2001. Björn Þorfinnsson, sem framan af móti virtist ætla að tryggja sér sig- ur á mótinu, varð þriðji með 8 vinn- inga. Í elleftu og síðustu umferð sigraði Jón Viktor Guðna Stefán Pétursson og Sigurbjörn Björnsson lagði Stefán Kristjánsson að velli. Úrslit urðu annars þessi á efstu borðum:1. Stefán Kristjánss. – Sigurbjörn Björnss. 0- 12. Jón V. Gunnarss. – Guðni S. Pét- urss. 1-03. Björn Þorfinnss. – Davíð Kjartanss. 1-04. Sævar Bjarnas. Benedikt Jónass. 1-05. Arnar E. Gunnarss. Jón Á. Halldórss. 1-0o.s.frv. Lokaröð efstu manna varð sem hér segir: 1.-2. Jón Viktor Gunnarsson 9 v.1.-2. Sigurbjörn Björnsson 9 3. Björn Þorfinnsson 8 4.-6. Stefán Kristjánsson, Sævar Bjarnason, Arn- ar E. Gunnarsson 7½ v.7.-12. Sigurð- Góðar aðstæður á Bermúda Þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson dveljast um þessar mundir í góðu yfirlæti á Bermúda. Þeir segja allar aðstæður til fyrirmyndar. Þeir hafa nú lokið keppni í sitt hvoru mótinu, stórmeist- armóti A og B. Hannes tefldi í sterk- ara mótinu. Miklar vonir voru bundn- ar við góðan árangur Hannesar enda hafði hann búið sig vel undir mótið. Því miður stóð hann sig afleitlega í fyrstu umferðunum og hans beið því erfið barátta í síðari hluta mótsins. Þar stóð hann hins vegar undir vænt- ingum og tókst að vinna sig upp í 3.-4. sæti á þessu sterka móti og hlaut 5 vinninga. Lokastaða efstu manna á mótinu varð þessi: 1. B. Macieja (2578) 7 v. 2. G. Vescovi (2519) 6½ 3.-4. Hannes Hlífar (2570), A. Shabalov (2609) 5 v. o.s.frv. Þröstur Þórhallsson gerði jafntefli við tékkneska alþjóðlega meistarann Radek Kalod (2490) í 11. og síðustu umferð B-mótsins og hafnaði í 8.-10. sæti. B. Vuckovic (2.458) sigraði á mótinu og hlaut 8 vinninga. Guðmundur Kjartansson ung- lingameistari Reykjavíkur Keppni í unglingaflokki á Skák- þingi Reykjavíkur lauk 27. janúar. Tefldar voru níu umferðir eftir Mon- rad-kerfi. Umhugsunartími var 20 mínútur á skák. Guðmundur Kjart- ansson sigraði af öryggi á mótinu, lagði alla níu andstæðinga sína. Þetta var annað árið í röð sem hann hlýtur þennan titil og ljóst er að hann er einn af okkar allra efnilegustu skákmönn- um. Úrslit urðu annars sem hér segir: 1. Guðmundur Kjartansson 9 v. 2. Víðir Petersen 7 v. 3. Örn Stefánsson 6 v. 4.-6. Hjalti Freyr Halldórsson, Arnar Sigurðsson, Ásgeir Mogensen 5½ v. 7.-8. Anna Lilja Gísladóttir, Árni Jakob Ólafsson 5 v. 9-10. Helgi Brynjarsson, Júlíus Már Sigurðsson 4½ v. 11.-12. Ólafur Evert, Sverrir Þor- geirsson 4 v. 13.-16. Erlingur Atli Pálmarsson, Trausti Eiríksson, Hreinn Benónýs- son, Dofri Snorrason 3 v. o.s.frv. Skákstjórar voru Sigurður Daði Sigfússon og Harpa Ingólfsdóttir. Vináttukeppni Taflfélags Stokkseyrar og TR Taflfélag Stokkseyrar varð 63 ára þann 22. janúar. Í tilefni afmælisins var efnt til vináttukeppni og Stokks- eyringar réðust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, heldur buðu sjálfu Taflfélagi Reykjavíkur upp í dans á hinum 64 reitum. Keppnin fór fram á 8 borðum og var tefld tvöföld umferð, allir við alla. Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra gaf sér tíma frá argaþrasi stjórnmálanna og lék fyrsta leiknum í skák heima- mannsins Jóns Gunnars Ottóssonar, forstjóra Náttúrufræðistofnunar, gegn Guðmundi G. Þórarinssyni fv. alþingismanni. Þeirri skák lauk með sigri Guðmundar. Leikar fóru þannig að lokum, að heimamenn fengu 42½ vinning en gestirnir 85½ vinning. Bestum árangri Sunnlendinga náði Magnús Gunnarsson sem lengi hefur verið í hópi sterkustu skákmanna í þeim landsfjórðungi. Hann hlaut 10 vinninga af 16 og næstur honum kom Páll Leó Jónsson, með 8 af 14. Best- um árangri gestanna úr Reykjavík náði Ingvar Þór Jóhannesson með 15 vinn. af 18, en hann hefur verið í mik- illi framför að undanförnu, og Sigurð- ur Daði Sigfússon með 14½ vinn. af 18. Teflt var á veitingastaðnum Við fjöruborðið við góðan viðurgjörning heimamanna. Lið Stokkseyringa skipuðu: Magnús Gunnarsson 10 af 16 Páll Leó Jónsson 8 af 14 Vilhjálmur Pálsson 8½ af 14 Jón Gunnar Ottósson 4½ af 14 Ingimundur Sigurmundsson 4½ af 14 Erlingur Jensson 3 af 12 Úlfhéðinn Sigurmundsson 2 af 14 Hlynur Gylfason 2 af 16 Þorvaldur Ágústsson 1 af 14 Lið T.R. skipuðu: Ingvar Þór Jóhannesson 15 af 18 Sigurður Daði Sigfússon 14½ af 18 Harvey Georgsson 12½ af 18 Ríkharður Sveinsson 11½ af 18 Guðmundur G. Þórarinsson 11 af 18 Árni Ármann Árnason 11 af 18 Kristján Örn Elíasson 8 af 18 Bjarni Magnússon 3 af 18 Það er ánægjulegt að sjá Harvey Georgsson aftur við skákborðið á op- inberu móti. Greinilegt er að hann á fullt erindi þangað og vonandi tekst TR-ingum að halda honum áfram við efnið. Skákmót á næstunni 4.2. TR. Hraðskákmót Rvk. 5.2. Hellir. Meistaramót Hellis 9.2. SÍ. Atskákm. Íslands, úrsl. 15.2. SÍ. NM einstaklingsk. 25.2. Hellir. Kvennameistaramót Jón Viktor skákmeistari Reykjavíkur SKÁK T a f l f é l a g R e y k j a v í k u r SKÁKÞING REYKJAVÍKUR 13.–28.1 2001 Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Guðmundur Kjartansson Guðni Ágústsson leikur fyrsta leikinn í vináttukeppni Taflfélags Stokkseyrar og TR. Jón Viktor Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.