Morgunblaðið - 02.02.2001, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 02.02.2001, Qupperneq 54
54 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓNUSTA Flísalagnir - múrverk Múrarameistarar geta bætt við sig verkefnum. Uppl. í símum 894 4556 og 891 9458. TIL SÖLU Veitingahús í Mývatnssveit Til sölu er veitingahúsið Hverinn í Mývatns- sveit, húseign og rekstur. Einnig kemur til greina að selja húsið, sem er 130 fm timburhús, í einingum til flutnings. Upplýsingar í símum 464 4186 og 464 4189. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Dynskógar 7, íbúð, Hveragerði, fastanr. 221-0135, þingl. eig. Ingþór Hallberg Guðnason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og sýslumað- urinn á Selfossi, fimmtudaginn 8. febrúar 2001 kl. 10.30. Lóð úr landi Kvíarhóls, Ölfusi, þingl. eig. Rúnar Sigtryggsson, gerðar- beiðandi Almenna málflutningsstofan sf., fimmtudaginn 8. febrúar 2001 kl. 13.30. Sýslumaðurinn á Selfossi, 31. janúar 2001. S M Á A U G L Ý S I N G A RI DULSPEKI Huglækningar/heilun Sjálfsuppbygging. Samhæfing líkama og sálar. Áran. Fræðslumiðlun. Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Uppl. í síma 553 8260 f.h. TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Íslands Sálarrannsóknar- félagið Sáló 1918— 2000, Garðastræti 8, Reykjavík Enn eru lausir nokkrir tímar hjá hinum frábæra breska miðli Tom Dodds. Vegna mikilla eftirspurna verður Tom Dodds með námskeið á morgun laugardaginn 3. feb. Upplýsingar og bókanir í síma 551 8130. SRFÍ. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  181228½  FI. I.O.O.F. 12  181228½  Fl. Sunnudagsferð 4. febrúar kl. 11. Álfsnes, strandganga. Listigarður úr grjóti. Mánudagur 5. febrúar kl. 20. Myndakvöld í Húnabúð. Þröstur Þórðarson sýnir glæsileg- ar landslagsmyndir. Nánar kynnt um helgina. Sjá heimasíðu: utivist.is og texta- varp bls. 616. Gönguferð 4. febr.: Kolviðar- hóll — Marardalur — Litla kaffistofan. Um 5 klst. á göngu, ca 15 km, sléttlendi. Far- arstjóri Björn Finnsson. Verð 1.600 kr. Brottför kl. 10.30 frá BSÍ og Mörkinni 6. Munið þorrablótsferð 10.— 11. febrúar. Gist í Brattholti. Gullfoss í klakaböndum. Glens og gaman á blóti. Fararstjóri Ólafur Sigurgeirsson. Leiðsögn í gönguferð Arnór Karlsson. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. Sími á skrifstofu 568 2533. Í kvöld kl. 21 heldur Karl Sig- urðsson erindi: „Brot af fræðum Blavatsky“ í húsi félagsins, Ing- ólfsstræti 22. Á morgun, laugardag kl. 15— 17, er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón umsjón Kristjáns Fr. Guðmunds- sonar: „Spjall um sri vidya yoga iðkun“. Á morgun kl. 14—15.30 er bóka- safn félagsins opið til útláns fyrir félaga. Á sunnudögum kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leiðbein- ingum fyrir almenning. Hugræktarnámskeið Guð- spekifélagsins verður fram- haldið fimmtudaginn 8. febrúar kl. 20.30 í umsjá Birgis Bjarna- sonar „Opið spjall um hug- rækt“. Á fimmtudögum kl. 16.30— 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Guðspekifélagið hvetur til sam- anburðar trúarbragða, heimspeki og náttúruvísinda. Félagar njóta algers skoðanafrelsis. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Viktoria Antik  Síðumúla 34  Sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.-fös. 12-18 lau. kl. 11-17 sun. kl. 13-17 Nýkomin vörusending ur P. Steindórsson, Davíð Kjartans- son, Róbert Harðarson, Guðni Stefán Pétursson, Helgi E. Jónatansson, Dagur Arngrímsson 7 v.13.-20. Bene- dikt Jónasson, Lenka Ptácníková, Ingvar Jóhannesson, Ólafur I. Hann- esson, Tómas Björnsson, Jón Árni Halldórsson, Haraldur Baldursson, Kjartan Ó. Guðmundsson 6½ v.21.- 27. Páll Agnar Þórarinsson, Sigurður Ingason, Sveinbjörn Jónsson, Hall- dór Garðarsson, Stefán Arnalds, Lilja Grétarsdóttir, Harpa Ingólfs- dóttir 6 v.28.-34. Vigfús Ó. Vigfússon, Jónas Jónasson, Helgi Hauksson, Guðmundur Kjartansson, Arnar Ing- ólfsson, Ólafur Kjartansson, Stefán Ingi Arnarson 5½ v.o.s.frv. Skákstjórar voru Ólafur H. Ólafs- son og Ríkharður Sveinsson. Nánar verður fjallað um Skákþing Reykja- víkur í næsta skákþætti. JÓN Viktor Gunnarsson og Sigur- björn J. Björnsson sigruðu á Skák- þingi Reykjavíkur sem lauk á mið- vikudagskvöld eftir afar spennandi baráttu. Báðir fengu þeir 9 vinninga í 11 umferðum en þar sem Sigurbjörn er Hafnfirðingur hlýtur Jón Viktor titilinn skákmeistari Reykjavíkur 2001. Björn Þorfinnsson, sem framan af móti virtist ætla að tryggja sér sig- ur á mótinu, varð þriðji með 8 vinn- inga. Í elleftu og síðustu umferð sigraði Jón Viktor Guðna Stefán Pétursson og Sigurbjörn Björnsson lagði Stefán Kristjánsson að velli. Úrslit urðu annars þessi á efstu borðum:1. Stefán Kristjánss. – Sigurbjörn Björnss. 0- 12. Jón V. Gunnarss. – Guðni S. Pét- urss. 1-03. Björn Þorfinnss. – Davíð Kjartanss. 1-04. Sævar Bjarnas. Benedikt Jónass. 1-05. Arnar E. Gunnarss. Jón Á. Halldórss. 1-0o.s.frv. Lokaröð efstu manna varð sem hér segir: 1.-2. Jón Viktor Gunnarsson 9 v.1.-2. Sigurbjörn Björnsson 9 3. Björn Þorfinnsson 8 4.-6. Stefán Kristjánsson, Sævar Bjarnason, Arn- ar E. Gunnarsson 7½ v.7.-12. Sigurð- Góðar aðstæður á Bermúda Þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson dveljast um þessar mundir í góðu yfirlæti á Bermúda. Þeir segja allar aðstæður til fyrirmyndar. Þeir hafa nú lokið keppni í sitt hvoru mótinu, stórmeist- armóti A og B. Hannes tefldi í sterk- ara mótinu. Miklar vonir voru bundn- ar við góðan árangur Hannesar enda hafði hann búið sig vel undir mótið. Því miður stóð hann sig afleitlega í fyrstu umferðunum og hans beið því erfið barátta í síðari hluta mótsins. Þar stóð hann hins vegar undir vænt- ingum og tókst að vinna sig upp í 3.-4. sæti á þessu sterka móti og hlaut 5 vinninga. Lokastaða efstu manna á mótinu varð þessi: 1. B. Macieja (2578) 7 v. 2. G. Vescovi (2519) 6½ 3.-4. Hannes Hlífar (2570), A. Shabalov (2609) 5 v. o.s.frv. Þröstur Þórhallsson gerði jafntefli við tékkneska alþjóðlega meistarann Radek Kalod (2490) í 11. og síðustu umferð B-mótsins og hafnaði í 8.-10. sæti. B. Vuckovic (2.458) sigraði á mótinu og hlaut 8 vinninga. Guðmundur Kjartansson ung- lingameistari Reykjavíkur Keppni í unglingaflokki á Skák- þingi Reykjavíkur lauk 27. janúar. Tefldar voru níu umferðir eftir Mon- rad-kerfi. Umhugsunartími var 20 mínútur á skák. Guðmundur Kjart- ansson sigraði af öryggi á mótinu, lagði alla níu andstæðinga sína. Þetta var annað árið í röð sem hann hlýtur þennan titil og ljóst er að hann er einn af okkar allra efnilegustu skákmönn- um. Úrslit urðu annars sem hér segir: 1. Guðmundur Kjartansson 9 v. 2. Víðir Petersen 7 v. 3. Örn Stefánsson 6 v. 4.-6. Hjalti Freyr Halldórsson, Arnar Sigurðsson, Ásgeir Mogensen 5½ v. 7.-8. Anna Lilja Gísladóttir, Árni Jakob Ólafsson 5 v. 9-10. Helgi Brynjarsson, Júlíus Már Sigurðsson 4½ v. 11.-12. Ólafur Evert, Sverrir Þor- geirsson 4 v. 13.-16. Erlingur Atli Pálmarsson, Trausti Eiríksson, Hreinn Benónýs- son, Dofri Snorrason 3 v. o.s.frv. Skákstjórar voru Sigurður Daði Sigfússon og Harpa Ingólfsdóttir. Vináttukeppni Taflfélags Stokkseyrar og TR Taflfélag Stokkseyrar varð 63 ára þann 22. janúar. Í tilefni afmælisins var efnt til vináttukeppni og Stokks- eyringar réðust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, heldur buðu sjálfu Taflfélagi Reykjavíkur upp í dans á hinum 64 reitum. Keppnin fór fram á 8 borðum og var tefld tvöföld umferð, allir við alla. Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra gaf sér tíma frá argaþrasi stjórnmálanna og lék fyrsta leiknum í skák heima- mannsins Jóns Gunnars Ottóssonar, forstjóra Náttúrufræðistofnunar, gegn Guðmundi G. Þórarinssyni fv. alþingismanni. Þeirri skák lauk með sigri Guðmundar. Leikar fóru þannig að lokum, að heimamenn fengu 42½ vinning en gestirnir 85½ vinning. Bestum árangri Sunnlendinga náði Magnús Gunnarsson sem lengi hefur verið í hópi sterkustu skákmanna í þeim landsfjórðungi. Hann hlaut 10 vinninga af 16 og næstur honum kom Páll Leó Jónsson, með 8 af 14. Best- um árangri gestanna úr Reykjavík náði Ingvar Þór Jóhannesson með 15 vinn. af 18, en hann hefur verið í mik- illi framför að undanförnu, og Sigurð- ur Daði Sigfússon með 14½ vinn. af 18. Teflt var á veitingastaðnum Við fjöruborðið við góðan viðurgjörning heimamanna. Lið Stokkseyringa skipuðu: Magnús Gunnarsson 10 af 16 Páll Leó Jónsson 8 af 14 Vilhjálmur Pálsson 8½ af 14 Jón Gunnar Ottósson 4½ af 14 Ingimundur Sigurmundsson 4½ af 14 Erlingur Jensson 3 af 12 Úlfhéðinn Sigurmundsson 2 af 14 Hlynur Gylfason 2 af 16 Þorvaldur Ágústsson 1 af 14 Lið T.R. skipuðu: Ingvar Þór Jóhannesson 15 af 18 Sigurður Daði Sigfússon 14½ af 18 Harvey Georgsson 12½ af 18 Ríkharður Sveinsson 11½ af 18 Guðmundur G. Þórarinsson 11 af 18 Árni Ármann Árnason 11 af 18 Kristján Örn Elíasson 8 af 18 Bjarni Magnússon 3 af 18 Það er ánægjulegt að sjá Harvey Georgsson aftur við skákborðið á op- inberu móti. Greinilegt er að hann á fullt erindi þangað og vonandi tekst TR-ingum að halda honum áfram við efnið. Skákmót á næstunni 4.2. TR. Hraðskákmót Rvk. 5.2. Hellir. Meistaramót Hellis 9.2. SÍ. Atskákm. Íslands, úrsl. 15.2. SÍ. NM einstaklingsk. 25.2. Hellir. Kvennameistaramót Jón Viktor skákmeistari Reykjavíkur SKÁK T a f l f é l a g R e y k j a v í k u r SKÁKÞING REYKJAVÍKUR 13.–28.1 2001 Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Guðmundur Kjartansson Guðni Ágústsson leikur fyrsta leikinn í vináttukeppni Taflfélags Stokkseyrar og TR. Jón Viktor Gunnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.