Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 4/3–10/3  TÆPLEGA sextug kona fannst látin skammt frá Gilsfjarðarbrú á sunnudagsmorgun. Hún varð úti eftir að bifreið hennar hafnaði utan veg- ar.  LOKA varð einni skurðdeild Landspítala – Háskólasjúkrahúss við Hringbraut þar sem fjöl- ónæmar bakteríur fundust þar.  ÖKUMAÐUR vöru- flutningabíls beið bana þegar bíll hans valt ofan í árgil við ána Geysirófu á veginum milli Þórshafnar og Bakkafjarðar.  LANDSVIRKJUN tap- aði tæplega 1,4 milljörðum króna á síðasta ári, eink- um vegna óhagstæðrar gengisþróunar og hárra vaxta að því er fram kom í fréttatilkynningu.  SEX manna fjölskylda bjargaðist á ótrúlegan hátt úr snjóflóði í Döl- unum á miðvikudagskvöld. Snjóflóð hreif með sér bíl þeirra og velti honum um tíu metra ofan á ísilagða á.  ÍSLENSK erfðagrein- ing og Roche Diagnostics hafa undirritað vilja- yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði DNA- greiningarprófa. Samn- ingurinn er metinn á um 4,5 milljarða íslenskra króna.  RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að hækka greiðsl- ur til ellilífeyrisþega sem hafa orðið fyrir skerðingu vegna tekna maka. Ástæð- an fyrir þessu var niður- staðan í öryrkjamálinu svokallaða. Tvær flugkonur fórust TVÆR bandarískar flugkonur fórust þegar flugvél þeirra hrapaði í sjóinn nokkrar sjómílur vestur af Vestmanna- eyjum á miðvikudagsmorgun. Ekki er enn vitað hvað olli flugslysinu en kon- urnar voru báðar reyndir flugmenn. Þær hugðust taka þátt í flugkeppninni London-Sidney sem hefst í dag. Ekki kemur til upp- sagna kjarasamninga LAUNANEFND ASÍ og Samtaka at- vinnulífsins náði samkomulagi á þriðju- dagskvöld sem felur í sér að desember- og orlofsuppbót hækka út samnings- tímann. Nefndin komst að þeirri nið- urstöðu að ekki væri forsenda fyrir því að segja upp kjarasamningum vegna verðlagsþróunar. Davíð Oddsson for- sætisráðherra sagði á miðvikudag að ríkisstjórnin hefði gefið forystumönn- um verkalýðshreyfingarinnar fyrirheit um að breytingar yrðu gerðar á skatta- málum um næstu áramót. Sjö manns dæmdir fyrir peningaþvætti HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi á miðvikudag sjö manns fyrir peningaþvætti í tengslum við stóra fíkni- efnamálið svokallaða. Þrír voru dæmdir til fangelsisvistar í 14–16 mánuði en aðrir hlutu vægari refsingu. Dómarnir eru taldir hafa ótvírætt fordæmisgildi. Sótthreinsimottur á flugvöllum FARÞEGAR sem koma í Leifsstöð frá Bretlandi eru látnir stíga á sótthreinsi- mottur. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að gin- og klaufaveiki berist til landsins. Sótthreinsimottur hafa einnig verið settar upp á Reykjavíkurflugvelli og varaflugvöllum fyrir millilandaflug á Akureyri og Egilsstöðum. INNLENT HÖRÐ átök urðu í vikunni milli maked- ónískra hermanna og skæruliða af alb- önskum uppruna á landamærunum að Kosovo í vikunni og varð nokkurt mannfall. Makedóníumönnum tókst á fimmtudag að hrekja uppreisnarmenn úr einu vígja þeirra, Tanusevci, en bíla- lest makedónískra lögreglumanna lenti hins vegar í fyrirsát og var bílstjóri felldur. Einnig kom til mannskæðra átaka í landamærahéraðinu á föstudag. Að sögn stjórnmálaskýrenda hafa Makedóníumenn brugðist afar skyn- samlega við árásum skæruliðanna sem talið er að séu mjög fámennir og eru fordæmdir af leiðtogum albanska þjóð- arbrotsins í landinu en einnig í Kosovo og Albaníu sjálfri. Stjórnvöld í Skopje hafa forðast að ráðast af hörku gegn skæruliðunum en þess í stað beðið al- þjóðlega friðargæsluliðið um að skerast í leikinn og stöðva ferðir og aðdrætti uppreisnarhópanna. Er talið að vegna þessara hófsamlegu viðbragða hafi skæruliðum mistekist að afala sér sam- úðar meðal albanska þjóðarbrotsins. Uppreisnarflokkar Albana í Kosovo og Presevo-dal í suðurhluta Serbíu eru sagðir reyna að ýta undir átök í Maked- óníu en þar er nær þriðjungur íbúanna af albönsku þjóðerni. Liðsmenn friðar- gæsluliðsins í Kosovo, KFOR, hafa eflt viðbúnað sinn í fjallahéruðunum á landamærunum til að reyna að stemma stigu við uppgangi skæruliðanna. Á miðvikudag skutu bandarískir og pólskir gæsluliðar á tvo Albana í Kos- ovo. Atlantshafsbandalagið samþykkti á fimmtudag að her Júgóslavíu yrði heimilað að fara inn á syðsta hluta fimm kílómetra, hlutlausrar landræmu á mörkum Kosovo og Suður-Serbíu til að stöðva aðgerðir albanskra skæruliða á landræmunni. Sögðu talsmenn stjórnvalda í Belgrad að herinn myndi hefjast handa á næstu dögum Bardagar á landa- mærum Makedóníu  HÆGRIMAÐURINN Ariel Sharon myndaði í vikunni nýja ríkisstjórn í Ísrael og sór hún embætt- iseiða sína á miðvikudag. Eiga sjö flokkar aðild að henni, þ. á m. Verka- mannaflokkurinn. Shimon Peres er utanríkis- ráðherra. Sharon sagðist á föstudag vilja eiga fund með Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, til að reyna að koma á friði.  MÁLAMIÐLUN náðist í samsteypustjórninni í Fær- eyjum í vikunni um stefnu í fullveldismálunum. Verður stefnt að því að landsmenn taki smám saman við mála- flokkum sem eru á hendi Dana en jafnframt að byrj- að verði strax að draga úr fjárstuðningi Dana við Færeyinga. Þjóðaratkvæði verði haldið um fullveldið en ekki er nefnt nein dag- setning í þeim efnum.  UNDIR lok vikunnar höfðu fundist vel á annað hundrað tilfelli af gin- og klaufaveiki í Bretlandi. Evrópusambandið ákvað á þriðjudag að banna alla búfjármarkaði í aðild- arríkjunum um sinn til að draga úr hættunni á smiti. Víða um Evrópu er búið að grípa til ýmissa aðgerða, meðal annars eru ferða- menn frá Bretlandi látnir sótthreinsa skófatnað og hjólbarðar á bílum eru einnig sprautaðir með sótt- hreinsivökva. Slátrað hef- ur verið tugþúsundum sýktra húsdýra, einkum í Bretlandi og Frakklandi. ERLENT VILHELM Þorsteinsson EA, fjöl- veiðiskip Samherja, kom til Ak- ureyrar seint í fyrrakvöld með um 2.000 tonn af loðnu til löndunar í Krossanesi. Skipið var á veiðum fyrir sunnan land og tók siglingin til Akureyrar rétt rúman sólar- hring. Arngrímur Brynjólfsson skip- stjóri sagði að mikið hefði verið af loðnu á svæðinu en aflinn fékkst í sex köstum. Sagði Arngrímur að menn hefðu þurft að sæta lagi til að fá ekki of mikið af loðnu í nótina í einu vegna hættu á að sprengja hana. „Það er ekki oft sem maður siglir með afla inn Eyjafjörðinn núorðið og því má segja að það sé hátíð hjá manni núna,“ sagði Arngrímur og var greinilega ánægður með að landa í heimahöfn að þessu sinni. Þá landaði hitt fjölveiðiskip Samherja, Þorsteinn EA, um 1.700 tonnum í Krossanesi aðfaranótt föstudags og mættust skipin tvö á siglingu í Eyjafirðinum í fyrradag. Í Krossanesi er nú einnig unnið við hrognatöku samhliða bræðsl- unni. Morgunblaðið/Kristján Landað var tvö þúsund tonnum af loðnu úr Vilhelm Þorsteinssyni EA til vinnslu í Krossanesi. Vilhelm Þorsteinsson með loðnu til Krossaness Sólarhringssigling frá miðunum RAFMAGNSVEITUR ríkisins hafa gert fyrsta samninginn við raforkubónda. Í samningnum felst að RARIK kaupir umframorku sem Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, undir Eyjafjöllum, framleiðir í virkjun sinni, Kol- tunguvirkjun. Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri segir að RARIK hafi unnið að gerð ramma- samnings við Félag raforkubænda. Rammasamningurinn á að gilda fyrir alla raforkubændur sem felur í sér tækifæri fyrir bændur að selja RARIK raforku inn á dreifikerfið ef það er hagkvæmt fyrir þá samkvæmt ákveðinni gjaldskrá og skilyrðum um öryggi og fleira. „Samningurinn er tvíþættur. Annars vegar fjallar hann um ströng skilyrði sem sett hafa verið af Löggildingarstofu og RARIK vegna tengingar inn á kerfið og hins vegar eru samningarnir við- skiptalegs eðlis. Við erum reiðu- búnir til þess samkvæmt þessum samningi að kaupa rafmagn af þessum litlu framleiðendum inn á okkar kerfi eftir því sem hag- kvæmt reynist og samningar tak- ast um,“ segir Kristján. Fleiri að huga sér til hreyfings Hann segir að nokkrir fleiri raf- orkubændur séu að huga sér til hreyfings. Í sjálfu sér geti fram- kvæmdin verið kostnaðarsöm við að koma sér upp bæjarvirkjun. Það sé mjög háð aðstæðum og háð vatnsbúskapnum. Til þess að skila arði þarf að vera fyrir hendi öruggt vatnsflæði, helst lindar- vatn, því uppistöðulón geta verið dýr og erfið í rekstri. Einnig fari það eftir aðstæðum í dreifikerfi RARIK hvort raforkuframleiðsla af þessu tagi reynist hagkvæm. Sums staðar háttar þannig til að kerfi RARIK er einfasa og þá get- ur reynst erfitt að tengja smá- virkjanir við kerfið. Ólafur Eggertsson segir að mesti ávinningur sé sá að vera stöðugt tengdur við kerfið. „Hafi ég ekki nóg afl fyrir mitt bú fæ ég viðbótina frá landsnetinu en þegar ég hef umframafl rennur það inn á kerfið. Þetta er mjög jákvætt og það eru engar tæknilegar hindr- anir fyrir því lengur að gera þetta,“ segir Ólafur. Hann virkjar lítinn læk sem kvíslast frá Svað- bælisá og er stöðvarhúsið í tveggja km fjarlægð frá bænum. Hann les af tölvuskjá heima hjá sér og get- ur fylgst með starfseminni úr far- tölvu hvar sem hann er staddur. Bjáti eitthvað á í virkjuninni fær Ólafur tilkynningu um það sjálf- virkt í farsímann sinn. Ólafur er jafnframt formaður Félags raforkubænda og segir hann að á annað hundrað bænd- ur reki litlar heimilisaflstöðvar. Margir nýir aðilar séu jafnframt að kanna hvort þetta geti reynst hagkvæmt fyrir sig. Gróflega áætl- að er talið að hægt verði að fram- leiða 40–50 megavött af raforku með heimilisaflstöðvum sem er sambærileg orkuframleiðsla og í Nesjavallavirkjun. Ólafur, sem rekur stórt mjólk- urbú og ræktar auk þess korn, kaupir rafmagn í dag fyrir um 600 þúsund krónur á ári. Virkjun hans getur framleitt 15 kW á klst. að hámarki en notkunin er um 9 kW á klst. að meðaltali. Hann telur að sparnaðurinn af bæjarvirkjuninni geti numið allt að 500 þúsund kr. á ári. Afi Ólafs byggði upphaflega Kol- tunguvirkjun 1928 og framleiddi hún 10–12 kW og gekk í 50 ár. Ólafur hefur nú fært hana í ný- tískubúning. Rafstöðin er alger- lega sjálfvirk og telur hann að ending hennar sé 30–40 ár. Fyrsta bæjarvirkjunin tengist orkukerfi RARIK INNFLUTNINGUR á mjólkuraf- urðum jókst úr 155 tonnum árið 1999 í 556 tonn í fyrra. Var inn- flutningurinn í fyrra meiri en allur innflutningur mjólkurafurða ár- anna 1996 til 1999. Snorri Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands kúabænda, upplýsir að mest aukn- ing hafi orðið í innflutningi fersk- vara eða úr 56 tonnum árið 1999 í 394 tonn í fyrra. Ferskvörur eru m.a. jógurt. Innflutningur á ostum jókst úr 98 tonnum árið 1999 í 162 í fyrra. Var hann í fyrsta sinn meiri en heimilt er samkvæmt kvóta sem þýðir að ostar utan við kvóta lenda í hærri tollflokki. Ostakvóti síðasta árs var 127 tonn og voru því flutt inn 35 tonn utan kvóta. Erlendar mjólkurafurðir Innflutningur hefur meira en þrefaldast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.