Morgunblaðið - 11.03.2001, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 11.03.2001, Qupperneq 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 17 EFNT verður til umræðukvölds um íslenskar dansstuttmyndir í Listaklúbbi Leikhúskjall- arans mánudagskvöldið 12. mars. Er verið að fylgja eftir kynningu um þennan nýja listmið- il, sem haldin var á sama stað 19. febrúar sl. Á mánudagskvöldið mun umræðan meðal annars snúast um nokkrar grundvallarspurn- ingar: Hvernig verður dansstuttmynd til? Hvaða fjármögnunarleiðir eru færar? Hvar er helst að koma þeim á framfæri? Hver er reynsla þeirra sem þegar hafa haslað sér völl á þessum vettvangi? Hvaða möguleika opnar dansstuttmyndin íslenskum listamönnum? Þeir sem þarna munu leggja orð í belg eru m.a. Kristín Pálsdóttir sem veitir forstöðu nýrri stuttmynda- og heimildamyndadeild Kvikmyndasjóðs. Helena Jónsdóttir gestur listaklúbbsins mun greina frá dansstutt- myndagerð hérlendis. Reynir Lyngdal fjallar um mynd sína og Katrínar Ólafsdóttur Slurp- inn og co., en sú mynd hefur náð lengst ís- lenskra dansstuttmynda á erlendum vett- vangi. Sveinbjörg Þórhallsdóttir sem tók þátt í gerð „Örsagna úr Reykjavík“ þriggja sam- settra mynda eftir jafnmarga höfunda, segir frá tilurð þeirra og framleiðsluferli. Fulltrúi kvikmyndagerðarmanna verður Hálfdán Theodórsson sem mun fjalla um stuttmyndina frá sjónarhóli tökumannsins. Þá munu dansarar sem tekið hafa þátt í dans- stuttmyndum fjalla um muninn á sviðsdansi og dansi sem unninn er eingöngu fyrir upp- töku. Loks mun Bjargey Ólafsdóttir, sem unnið hefur við myndbandagerð sem mynd- listamaður, greina frá sinni sýn á dansstutt- myndir sem fulltrúi þeirra sem sáu umrædda kynningu í febrúar. Talsmaður Stuttmynda- daga í Reykjavík verður einnig á staðnum. Til upprifjunar, og fyrir þá sem ekki kom- ust á kynningarkvöldið, verða sýnd brot úr öllum myndunum sem þar voru kynntar. Til að undirstrika samvinnu ólíkra listgreina sem mæst geta í dansstuttmyndinni mun Hilmar Jensson gítarleikari bjóða gestum Lista- klúbbsins upp á eigið spunaverk í samspili við myndina Bið eftir Helenu Jónsdóttur. Húsið verður opnað kl. 19.30 en dagskráin hefst kl. 20.30 Fjallað um íslenskar dansstuttmyndir Umræðukvöld um nýjan miðil í Listaklúbbi Leikhúskjallarans annað kvöld
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.