Morgunblaðið - 11.03.2001, Síða 35

Morgunblaðið - 11.03.2001, Síða 35
fastlega sagt að ég telji staðsetn- ingu flugvallarins í Vatnsmýrinni ótvírætt besta kostinn fyrir innan- landsflugið og ferðaþjónustuna í landinu. Stærsti hluti áætlunarflugsins er vegna samskipta höfuðborgar og landsbyggðar. Flugið er fyrst og fremst almannasamgöngur. Þjóð- hagslega er Reykjavíkurflugvöllur hagkvæmasta lausnin, eins og fram kom í úttekt Hagfræðistofnunar Háskólans. Staðsetning flugvallar- ins tryggir lægsta mögulegan ferðakostnað. Í Reykjavík eru há- tæknisjúkrahúsin og benda má á að flogið er næstum daglega með sjúkt eða slasað fólk utan af landsbyggð- inni til Reykjavíkur. Í höfuðborg- inni er miðstöð stjórnsýslunnar og aðrar þær stofnanir sem þjóna landsmönnum öllum, þar á meðal á sviði menningar, mennta, íþrótta, ferðamála og fjármála. Flestir er- lendir ferðamenn sem fljúga út á land fara frá Reykjavík. Ferðir þeirra stuðla að aukinni flugtíðni og þar með betri samgöngum. Aldrei að segja aldrei Þótt Reykvíkingar tryggi tilveru og þróun flugvallarins í atkvæða- greiðslunni næsta laugardag er þar með ekki sagt að hann verði í Vatnsmýrinni til eilífðar. Þróun í samgöngum og byggðaþróun getur breytt öllum þeim forsendum sem hér hafa verið nefndar. Vera má að samgöngutækni hafi tekið slíkum stakkaskiptum eftir 15 eða 25 ár að ekki verði lengur þörf fyrir flugvöll í Vatnsmýri. Um það vitum við ekk- ert í dag. En þangað til þurfum við á flugvellinum að halda. Það er óþarfi að ákveða núna að leggja nið- ur flugvöll í Vatnsmýri árið 2016. Sú ákvörðun þýðir í raun að flug- völlurinn lamast að ófyrirsynju. Með því að ákveða að hafa flugvöll- inn áfram er verið að tryggja svig- rúm til að takast á við breyttar að- stæður í samgöngumálum. Það er skynsamlegasta ákvörðunin. Ótímabært eða ekki? Margir hafa komið að máli við mig og lýst vanþóknun á þeirri at- kvæðagreiðslu sem borgarstjórn hefur boðað til. Viðkomandi hafa bent á hversu ótímabær og ómark- tæk þessi atkvæðagreiðsla er. Ég verð hins vegar að horfast í augu við það að til atkvæðagreiðsl- unnar er boðað með löglegum hætti fyrir íbúa borgarinnar. En þessi ný- breytni í svokölluðu borgaralýð- ræði í höfuðborginni er stórgölluð. Vera má að umræður um málið hafi að mörgu leyti verið til góðs og að almenningur hafi myndað sér skoð- un á því. Meinið er að enginn getur sagt fyrir um á þessari stundu hvað hentar best eftir 15 ár. Því hvet ég þá borgarbúa sem taka þátt í at- kvæðagreiðslunni að greiða at- kvæði með veru flugvallar í Vatns- mýrinni eftir 2016. Þegar þar að kemur verður nægur tími til að meta stöðuna á nýjan leik. Náum sáttum – öllum til góðs Ég tel að með hugmyndum um breytt skipulag flugvallarins sé verulega komið til móts við áhuga borgaryfirvalda á auknu landrými í miðborginni. Jafnframt er hugað að nauðsynlegum endurbótum á flug- vallarsvæðinu. En fyrst og fremst er verið að ná sátt um það að Reykjavíkurflugvöllur geti staðið undir hlutverki sínu enn um sinn. Markmiðið er að um flugvöllinn ná- ist sátt milli borgarbúa og þess hluta þjóðarinnar sem býr utan borgarmarkanna og lítur á Reykja- vík sem höfuðborg sína. Sjúkraflug til Reykjavíkur Ár Sjúkraflug Þar af m/þyrlu 2000 315 komur 79 (25%) 1999 274 komur 66 (24%) 1998 339 komur 61 (18%) Síðustu þrjú ár hefur 75-82% af sjúkraflugi til Reykjavíkur farið fram með flugvélum sem lent hafa á Reykjavíkurflugvelli. 18-25% sjúkraflugsins fer með þyrlum. Heimild: Landhelgisgæsla og Flug- málastjórn. Höfundur er samgönguráðherra. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 35 AzzurraAir auglýsir eftir íslenskum flugfreyjum Azzurra Air, ítalskt flugfélag, sem rekur 12 flugvélar bæði í áætlunar og leiguflugi, með höfuðstöðvar í Mílanó, aug- lýsir eftir flugfreyjum til starfa í hlutastarf næstkomandi sumar við flug frá Keflavík á vegum Heimsferða. Umsækjendur uppfylli eftirfarandi skilyrði: · Tveggja ára reynslu sem flugfreyja/flugþjónn. · Aldur milli 20 – 40 ára. · Gott vald á ensku, talmáli og ritmáli. · Góð framkoma/snyrtimennska. Um er að ræða 3 hlutastörf. Gert er ráð fyrir að meðaltali tveimur flugum í viku, eða um 40 flugum yfir sumarið hjá hverjum og einum. · Þeir sem ráðnir eru, fara í 3 – 5 daga þjálfun til Mílanó hjá AzzurraAir. · Viðtöl hjá ráðningarstjóra AzzurraAir fara fram á Íslandi í byrjun apríl. · Þjálfun á sér stað í Mílanó síðari hluta aprílmánaðar. · Ráðningartími er frá 23. maí – 28. september. Vinsamlegast skilið inn skriflegri umsókn á ensku með 2 myndum, andlitsmynd, merktri: AZZURRAAIR, C/O: HEIMSFERÐIR, SKÓGARHLÍÐ 18, 105 REYKJAVÍK . ÞAÐ verður seint fullmetið hvílíkur fjár- sjóður (eða auðlind eins og nú er í tísku að segja) fornbókmennta- arfur okkar er. Hann er endalaus uppspretta vitneskju og fræðslu um mannlegt eðli. Hann er uppspretta hugmynda í listum, vís- inda og þjóðfélagsgerða enn þann dag í dag og líklega um alla framtíð meðan fagrar listir eru í hávegum hafðar Fyrir meira en 150 árum gekk einn mesti listamaður síns tíma, tónskáldið Richard Wagner, í þenn- an fjársjóð, sem hafði afgerandi áhrif á gerð fjögurra ópera tónskáldsins, Rínargullsins, Valkyrjanna, Sigurð- ar Fáfnisbana og Ragnaraka, sem ganga undir nafninu Niflungahring- urinn. En menn vissu ekki í hversu miklum mæli Wagner hafði teygað úr Mímisbrunni íslenskra fornbók- mennta. Íslensk fornrit voru helstu heimildir Wagners Í bókinni Wagner og Völsungar, sem gefin var út af Máli og menn- ingu sl. haust, fjallar dr. Árni Björnsson um niðurstöður rann- sókna sinna á því hvernig Richard Wagner nýtti fornar íslenskar heim- ildir til að skapa viðburðarás og texta Niflungahringsins. Útkoma bókarinnar er mikið fagnaðarefni fyrir Richard Wagner-félagið á Ís- landi, sem átti frumkvæðið að rann- sóknum Árna og stuðlaði að fram- gangi þeirra. Rannsóknir Árna eru afar þýðingarmiklar fyrir áhugafólk um íslenskar fornbókmenntir og ekki síður fyrir unnendur verka Richards Wagners því í ljós kemur að Wagner sótti mun meira til ís- lenskra fornrita en áður hefur verið talið. Þótt kynning Árna á niðurstöðum rannsókna hans sé megintilgangur bókarinnar, kemur hann þó víðar við í bók sinni. M.a. rekur hann aðdrag- andann að áhuga Þjóðverja á ís- lenskum fornritum á 18. og 19. öld og segir frá tengslum Íslendinga við tónlist Wagners í gegnum tíðina. Árni segir m.a. frá fjölmörgum ís- lenskum listamönnum, sem hafa tek- ið þátt í flutningi á verkum Wagners og frá ferðum Íslendinga á tónlist- arhátíðina í Bayeruth. Aðfengið efni Wagners 80% íslenskt Í grófum dráttum má segja að nið- urstöður rannsókna Árna sýni að af aðfengnum hugmyndum Wagners við gerð Niflungahringsins megi rekja um 80% til forníslenskra heim- ilda, um 15% hugmyndanna eru fornum íslenskum og þýskum heim- ildum sameiginlegar, en aðeins fáein brot eða um 5% af efni og atburðum Niflungahringsins, eru eingöngu ættuð frá þýskum heimildum. Í bókinni leggur Árni áherslu á að Eddurnar og aðrar fornar heimildir Wagners hafi verið skrifaðar á Íslandi, á íslensku og af Íslend- ingum og því eigi ekki að kenna þessar heim- ildir við aðrar tungur eða menningarsvæði með orðum sem Norse, nordic, altgermanisch, altnordisch, Scand- inavian o.s.frv. eins og oftast hefur verið gert til þessa. Höfundur rökstyður mál sitt með því að benda á það sem vitað er um tilurð og varðveislu heimild- anna á Íslandi. Hann setur fram kenningu sína um það af hverju þessar bókmenntir voru eingöngu skrifaðar á Íslandi á tímabilinu 1200–1400 og þá á íslensku, en ekki á latínu, sem þá var aðalritmálið í Evr- ópu. Tilgáta höfundar er sú að ís- lenskir bændur hafi á þeim öldum átt kirkjurnar sjálfir og verið tiltölulega frjálsir og vel efnaðir. Því gátu þeir haft geistlega menn í vinnu við að skrifa sögur fyrir sig og varð sögu- efnið því að henta eigin þörfum og smekk bændanna sjálfra og vera á máli, sem þeir skildu. Þýsk þjóðernisvitund efld Í bókinni er rakin þróun þýskrar þjóðernisvitundar, en á 16. og 17. öld hófu Þjóðverjar að halda á lofti tungu sinni og menningu til að fá mótvægi við hin yfirþyrmandi frönsku og ítölsku menningaráhrif, sem réðu ríkjum í Evrópu. Á síðari hluta 18. aldar litu þeir í þessu skyni mjög aftur til forns norræns (einkum íslensks) menningararfs, sem þeir gerðu loks meira eða minna að sín- um. Greint er frá þeim fjölmörgu þýsku fræðimönnum, sem stunduðu þýðingar og rannsóknir á íslenskum fræðum í Þýskalandi frá því um miðja 18. öld og m.a. sagt frá því að Grimmsbræður hafi talið öll hetju- ljóð eddukvæða í raun vera þýsk og að svipuðu máli hafi gegnt um goða- fræðina, sem Jacob Grimm kallaði reyndar „Deutsche Mythologie“. Í bókinni er listi yfir bækur með íslenskum heimildum fornum, sem talið er víst eða mjög líklegt að Wagner hafi lesið eða haft aðgang að áður en hann tók til við að semja texta Niflungahringsins. Að sögn Wagners sjálfs kveikti hið þýska Niflungaljóð (Nibelungenlied) ekki í honum til að skrifa óperu um Nifl- unga heldur var það fyrst þegar hann kynntist hinum fornu (ís- lensku) heimildum, sem hann fékk löngun til að takast verkið á hendur. Wagner varð fyrir miklum áhrifum af bragfræði eddukvæða og notaði svipaða ljóðstafasetningu í texta Niflungahringsins og er hugsanlegt að bragfræðin hafi einnig í einhverj- um mæli haft áhrif á sjálfa tónsköp- unina. Rannsókn frá íslenskum sjónarhóli Fram kemur að þetta mál hafi aldrei áður verið rannsakað frá ís- lenskum sjónarhóli, sem geti þó haft sérstaka þýðingu af því að fáir gjör- þekkja svo hinar forníslensku heim- ildir Wagners sem Íslendingar. Höf- undur leggur áherslu á að ekki skipti meginmáli hvort Wagner hafi fengið hugmyndir sínar beint af lestri ís- lenskra bókmennta eða í endurgerð og endursögn þýskra skálda og fræðimanna á 19. öld, því kveikjuna að hvoru tveggja hafi verið að finna í íslenskum fornritum. Til að kynna niðurstöður rann- sókna sinni fer höfundur þá leið að taka fyrir hverja hinna fjögurra ópera Niflungahringsins. Þar er texti Wagners í samhliða dálki bor- inn saman við íslenskar frumheim- ildir þar sem þær eru fyrir hendi og bent á samsvaranir. Í lok hverrar óp- eru er í töflu birt yfirlit yfir helstu persónur og minni verksins og sýnt í hvaða heimildum hvert þeirra megi finna. Árni Björnsson leggur áherslu á að Richard Wagner hafi aldrei ætlað sér að tónsetja hinar fornu sögur og kvæði í óbreyttri mynd, heldur notað forníslensku heimildirnar til að skapa sína eigin sögu. Niflunga- hringurinn er því algerlega sjálf- stætt skáldverk Wagners sjálfs þó svo að þar komi ríkulega fram hug- myndir og persónur úr öðrum verk- um. Höfundur bendir á að höfuð- skáld Íslendinga á 20. öld, Halldór Kiljan Laxness, hafi einmitt viðhaft svipaðar aðferðir við gerð stærstu skáldverka sinna. Höfundur bendir einnig á hvernig heildarsýn eða boð- skapur Niflungahringsins endur- spegli vel þá sýn sem fram kemur í eddukvæðinu Völuspá, m.a. um bölv- un gullsins, svik og meinsæri, enda- lok og fall guðanna og alls heimsins, en um leið komi í verkinu fram óljós von um endurlausn. Niflungahring- urinn sé því að stofni til alls ekki saga stríðskappa eða hetjudýrkunar. Íslenskum bókmenntaarfi gert hátt undir höfði Höfundur bendir á að þótt texti Wagners sjálfs að Niflungahringn- um skipti höfuðmáli, þá sé stöðugt verið að gefa út rit um verkið og ræt- ur þess. Því sé rík ástæða fyrir okkur Íslendinga að koma því á framfæri hvaðan og í hversu ríkum mæli Wagner sótti hugmyndir sínar við gerð verksins og gera því fullnægj- andi skil út frá íslenskum sjónarhóli. Sú þörf er ekki síst brýn vegna þess að til þessa hafa flestir áhugamenn um Wagner talið að bakgrunn Nifl- ungahringsins væri helst að finna í hinu þýska miðaldaljóði Nibelungen- lied, en eins og fram kemur er fátt eitt þaðan í verkinu. Á hinn bóginn leiða rannsóknir Árna í ljós að hlutur íslenskra fornrita er enn meiri en fræðimenn höfðu áður gert sér ljóst. Niflungahringurinn er stórbrotnasta tónverk allra tíma og eru niðurstöð- ur Árna því sérlega mikilvægar og áhugaverðar fyrir okkur Íslendinga. Fyrirhugað er að gefa verkið út á ensku og þýsku á þessu ári, en rann- sóknir Árna eru líklegar til að vekja mikinn áhuga Wagner-unnenda víða um heim og þá um leið verða til þess að efla áhuga á íslenskum fornbók- menntum meðal erlendra þjóða. Nýlega barst undirrituðum bréf frá Joseph Harris, prófessor við tungumáladeild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, þar sem prófessor- inn segist muni með ánægju nota bókina „Wagner og Völsungar“ í haust nk. á námskeiði um „Eddu og Sögurnar“. Jóhann J. Ólafsson Rannsóknir Árna eru afar þýðingarmiklar fyrir áhugafólk um ís- lenskar fornbókmennt- ir, segir Jóhann J. Ólafsson, og ekki síður fyrir unnendur verka Richards Wagners. Höfundur er stórkaupmaður. WAGNER OG VÖLSUNGAR Þumalína, Pósthússtræti 13 GJAFABRJÓSTAHÖLD fyrir nætur og daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.