Morgunblaðið - 11.03.2001, Page 49

Morgunblaðið - 11.03.2001, Page 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 49 RAÐGREIÐSLUR Sölusýning á nýjum og gömlum, handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel í Sigtúni í dag, sunnudag, frá kl. 13 - 19 10% staðgreiðslu- afsláttur Ný sending Glæsilegt úrval - gott verð sími 861 4883 Kolbrún Halldórsdóttir er fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í menntamálanefnd og umhverfisnefnd Alþingis. Kolbrún verður til viðtals á skrifstofu flokksins í Hafnarstræti 20, 3. hæð, kl. 16 – 18 þriðjudaginn 13. mars. Allir velkomnir. Kolbrún Halldórsdóttir Áskorun hugljómunar (Enlightenment Intensive) í Bláfjöllum 17. til 20. maí. Hver ert þú? Markmiðið er hugljómun, bein upplifun á sannleikanum. Nánari uppl. og skráning hjá Rögnu Norðdahl í símum 564 3118 og 863 3960 og Lindu Konráðsdóttur í síma 861 1278. Ný tískuvöruverslun í Grafarvogi Full búð af nýjum vörum Fermingarföt á fermingarbarnið og mömmuna — Frábært verð! Verið velkomin MARGA rak í rogastans þegar um- hverfisráðherra hélt því fram á Al- þingi fyrir skömmu að skógrækt væri helsta ógnun við vöxt og viðgang ís- lenska rjúpnastofnsins, og spurðu eðlilega: Hvaðan í ósköpunum er þessi fluga komin í munn ráðherra? Þess svars þarf ekki langt að leita. Sigmar B. Hauksson er maður nefnd- ur og hefur komið víða við, en er nú m.a. formaður Skotveiðifélags Ís- lands og fór fram á þess vegum ný- lega með kröfu um að fá að murka líf- ið úr hrossagaukum. Hann greindi einnig frá því hér í eldhúsinu hjá mér fyrir tveimur haustum að hann væri einn helsti foringi framsóknarmanna í umhverfismálum og handgenginn Siv. Í Degi frá 11. janúar sl. er viðtal við Sigmar þar sem kveður við alveg sama tón varðandi vaxandi skógrækt og fram kemur í svari umhverfisráð- herra á Alþingi, rjúpnastofninum stafi hætta af þeirri breytingu. Og nú hefur Ólafur K. Níelsen hjá Náttúru- fræðistofnun tekið í sama streng. Þetta er að mínu mati þvílík firra að ekki er hægt að sitja þegjandi hjá. Ég er uppalinn og hef dvalist mest- an minn aldur á rjúpnaslóðum mjög víða vöxnum vöxtulegu birkikjarri sem vel má kalla skóg og sem veiði- maður og náttúruskoðandi tel ég mig gjörþekkja hætti og atferli rjúpunnar við slíkar aðstæður. Hún verpir mjög gjarnan í skógarkjarrinu og helst er að það hlífi og bjargi ungunum þegar gerir kalsarigningar eða slydduhret sem stráfellir þá á bersvæði. Rjúpan sækir í kjarrið í snjóleysi á haustin og á veiðitímanum til að dylj- ast fyrir fálkanum, svo og tvífættum og ferfættum vargi. Hún sækir þang- að lífsbjörg þegar jarðbönn eru. Skógurinn veitir sem sagt skjól, fæðu og vernd allan ársins hring og ég þekki engan neikvæðan þátt sem snýr að rjúpum hvað hann varðar. Hóflaus veiði Engum blöðum er um það að fletta að rjúpnastofninn er í grafalvarlegri stöðu og varla að menn með óskerta dómgreind geti verið þekktir fyrir að laska mannorð sitt við slíkar veiðar lengur. Aragrúi hríðskotabyssukappa sem böðlast á torfærutækjum um allt, særa og drepa miklu meira en þeir ná og sem hvergi kemur fram á skýrslum eru að verða með ljótari blettum á þessu þjóðfélagi, svo ekki sé minnst á landspjöll þeirra og blý- mengun. Minkur er laundrjúg veiðikló og refurinn er samkvæmt orðum veiðistjóranefnunnar á Akur- eyri í hámarki um allt land. Rjúpan á einfaldlega bágt. Tillögur Nú er ég ekki með rétt flokks- skírteini eins og Sigmar eða inni á gafli í umhverfisráðuneytinu. En það sem ég legg til að gert verði til að rétta rjúpnastofninn við aftur er þetta: Alfriða rjúpuna í 3–5 ár og þegar banni lýkur verði veiðitíminn frá 1. nóv. til 15. des. Aðeins megi nota tví- hleypur eða einhleypur og til að fara betur með stofninn verði veiðimenn hvattir til að skjóta fuglinn sem mest sitjandi. Stórauka sókn í ref og mink og taka hershöfðingjatignina af veiðistjóra. Auka skógrækt allt hvað af tekur. Svo vona ég að umhverfisráðherra beri í framtíðinni gæfu til að vanda betur val sitt á ráðgjöfum í þessum efnum. INDRIÐI AÐALSTEINSSON, bóndi og skotveiðimaður, Skjaldfönn v/Djúp. Skógurinn og rjúpan Frá Indriða Aðalsteinssyni: Skólavörðustíg ● 21sími 551 4050 ● Reikjavík Sængurverasett úr egypskri bómull m eð satínáferð Póstsendum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.