Morgunblaðið - 17.05.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 17.05.2001, Síða 1
110. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 17. MAÍ 2001 ÍSRAELSSTJÓRN baðst í gær af- sökunar á morðum fimm palest- ínskra lögreglumanna á mánudag og sagði þau hafa verið mistök. Palestínsku lögreglumennirnir voru myrtir á lögreglustöð nálægt Ramallah á Vesturbakkanum snemma á mánudagsmorgun. Fjórir þeirra voru sofandi þegar ísraelskir hermenn brutust inn á lögreglustöð- ina og hófu skothríð. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hafði for- dæmt morðin harkalega. Raanan Gissen, aðstoðarmaður Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að rannsókn hefði verið hafin á málinu um leið og í ljós kom að gerð hefðu verið mistök. Hann kvað hermennina hafa verið að leita að meðlimum sérsveitar Palest- ínumanna, sem hefðu gert árásir á ísraelska borgara, og tekið hina óbreyttu lögreglumenn í misgripum. Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, harmaði einnig atburðinn í gær. Palestínumenn krefjast þess að ísraelsku hermennirnir verði dregn- ir fyrir dóm. Þyrluárásir á skotmörk á Vesturbakkanum og Gaza Ísraelskar árásarþyrlur skutu flugskeytum að palestínskum lög- reglustöðvum í borginni Jenin á Vesturbakkanum og Jabaliya-flótta- mannabúðunum í grennd við Gaza- borg síðdegis í gær. Fjórtán manns særðust í árásinni á flóttamannabúð- irnar á Gaza-svæðinu, en ekki urðu meiðsl á mönnum í Jenin. Talsmenn ísraelska hersins sögðu aðgerðirnar vera svar við árásum af hálfu Palest- ínumanna. Ísraelsher er einnig sagður hafa farið fimm sinnum inn á svæði Pal- estínumanna á Gaza í gær með lið hermanna, skriðdreka og jarðýtur. Ísraelar biðj- ast afsökunar á morðum Reuters Palestínskur lögreglumaður kannar skemmdir af völdum þyrluárásar Ísraelshers á lögreglustöð í Jabaliya-flóttamannabúðunum á Gaza- svæðinu í gær. Jerúsalem. AFP, AP. ALLIR farþegar og áhöfn tyrkneskrar herflugvélar, 34 manns, fórust þegar vélin hrap- aði til jarðar í gær í Malatya í Austur-Tyrklandi. „Vélin sundraðist er hún kom til jarðar og lík fólksins og hlut- ar úr þeim dreifðust um allt með brakinu,“ sagði Bayram Karaaslan, bæjarstjóri í Akc- adag, litlum bæ skammt frá slysstaðnum. Sagði hann að mikill eldur hefði logað í vélinni og því væru flest líkanna mjög brunnin og óþekkjanleg. Um var að ræða herflutn- ingaflugvél sem var á leið frá Diyarbakir til Ankara og voru eingöngu hermenn, líklega sér- sveitarmenn, um borð. Fólk, sem var að vinna á akri og varð vitni að slysinu, segir að vélin hafi snúist í lofti og síð- an hrapað logandi til jarðar. 34 fórust í flug- slysi í Tyrklandi Snerist og hrapaði logandi Ankara. AFP. FIDEL Castro Kúbuleiðtogi lauk í gær heimsókn sinni til Sýrlands og flaug til Líbýu, þar sem hann átti í gærkvöld fund með leiðtoga lands- ins, Moammar Gaddafi. Castro hefur undanfarna daga verið á ferðalagi um fimm olíu- framleiðsluríki, Alsír, Íran, Malas- íu, Katar og Sýrland. Heimsóknin til Líbýu var ekki á upphaflegri ferðaáætlun, en Castro var sagður hafa fengið góðar móttökur þar, enda hafa þjóðirnar stutt hvor aðra gegn viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjastjórnar og Sameinuðu þjóðanna. Á myndinni sést Castro færður úr skónum fyrir heimsókn í Om- ayyad-moskuna í Damaskus, höf- uðborg Sýrlands, í gær. Reuters Castro í heimsreisu Damaskus, Trípólí. AFP, AP. SILVIO Berlusconi, sigurvegari kosninganna á Ítalíu, átti tveggja klukkustunda fund með forsetanum Carlo Azeglio Ciampi í Róm í gær. Þeir ræddu saman um væntanlega stjórnarmyndun en hvorugur vildi tjá sig við fréttamenn eftir fundinn. Gert er ráð fyrir að Ciampi veiti Berlusconi umboð til stjórnarmynd- unar á næstu dögum, en fyrst verð- ur forsetinn að ræða við forystu- menn allra flokka á þinginu og vera kann að ný ríkisstjórn taki ekki við völdum fyrr en eftir nokkrar vikur. Þingið kemur saman 30. maí. Forstjóri Ferrari ekki í stjórn Þrátt fyrir að formlegar viðræður um stjórnarmyndun séu enn ekki hafnar hafa nokkrir þjóðþekktir menn þegar hafnað hugsanlegu boði um sæti í ríkisstjórn Berlusconis, sem hét því í kosningabaráttunni að koma saman „draumaliði“ til að fara með stjórn landsins. Forstjóri Ferrari-bílafyrirtækis- ins, Luca di Montezemolo, hefur lýst því yfir að hann muni ekki taka sæti í stjórninni, en hann hafði verið orðaður við embætti íþrótta- eða ut- anríkisviðskiptaráðherra. Kvaðst Montezemolo vera of önnum kafinn til að skipta sér af stjórnmálum. Þá herma fregnir að Mario Monti, sem fer með samkeppnismál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, og Renato Ruggiero, fyrrverandi yfirmaður Heimsviðskiptastofnun- arinnar, hafi hafnað boði um ráð- herraembætti. Talsmaður Berlusconis sagði að hann hefði rætt við George W. Bush Bandaríkjaforseta í síma í gær og átt tuttugu mínútna samtal við Jacques Chirac, forseta Frakk- lands, á þriðjudag. Berlusconi ræð- ir við forsetann Róm. AFP, AP. ALBANSKIR skæruliðar réðust gegn stjórnarhermönnum við tvö þorp í norðurhluta Makedóníu í gær- morgun og stóðu átökin fram eftir morgni. Makedóníustjórn hefur gef- ið skæruliðum frest til hádegis í dag til að leggja niður vopn eða hverfa aftur til Kosovo. Árás skæruliðanna þykir benda til að þeir hyggist ekki verða við úr- slitakostum stjórnarinnar í Skopje. Hafði stjórnarherinn fengið fyrir- skipun um að halda að sér höndum og beita ekki vopnum nema á hann yrði ráðist. Segir stjórnin, að virði skæruliðar ekki þennan lokafrest, verði þeir „upprættir“. Sendinefnd frá Evrópusamband- inu kom til Skopje í gær til viðræðna við nýja þjóðstjórn í landinu, en brýnasta verkefni hennar er að brúa það bil, sem er á milli þjóðarbrot- anna, slavneska meirihlutans og alb- anska minnihlutans. Barist í Suður-Serbíu Ninoslav Krstic, yfirmaður serb- neskrar hersveitar, sem náði í fyrra- dag bænum Oraovica í Suður-Serbíu á sitt vald, sagði, að 14 albanskir skæruliðar hefðu fallið, einn særst og 80 hefðu gefist upp eftir harða bardaga. Albönsku skæruliðarnir hafa gert árásir á S-Serbíu, þar sem fólk af albönskum ættum er fjöl- mennt, frá hlutlausa svæðinu á landamærum Serbíu og Kosovo. Ólíklegt að skæru- liðar virði lokafrest Skopje. AP, AFP. Bardagar í Suður- Serbíu og Makedóníu BANDARÍKJAMENN og Bretar staðfestu í gær að þeir myndu leggja til við öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna að hömlum á innflutning vara til Íraks verði aflétt. Enn yrði þó bannað að flytja vopn og önnur her- gögn til landsins. Tillagan verður lögð fram á fundi öryggisráðsins í New York í næstu viku, en hún markar verulega stefnubreytingu gagnvart Írak. Richard Boucher, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að tillögurnar væru enn í mótun, en að þeim væri ætlað að aflétta hömlum á innflutningi almenns varnings, en styrkja bannið við sölu hergagna til Íraks. Viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna gegn Írak hafa verið í gildi í áratug. Viðskiptahömlum á Írak verði aflétt Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.