Morgunblaðið - 17.05.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.05.2001, Qupperneq 1
110. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 17. MAÍ 2001 ÍSRAELSSTJÓRN baðst í gær af- sökunar á morðum fimm palest- ínskra lögreglumanna á mánudag og sagði þau hafa verið mistök. Palestínsku lögreglumennirnir voru myrtir á lögreglustöð nálægt Ramallah á Vesturbakkanum snemma á mánudagsmorgun. Fjórir þeirra voru sofandi þegar ísraelskir hermenn brutust inn á lögreglustöð- ina og hófu skothríð. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hafði for- dæmt morðin harkalega. Raanan Gissen, aðstoðarmaður Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að rannsókn hefði verið hafin á málinu um leið og í ljós kom að gerð hefðu verið mistök. Hann kvað hermennina hafa verið að leita að meðlimum sérsveitar Palest- ínumanna, sem hefðu gert árásir á ísraelska borgara, og tekið hina óbreyttu lögreglumenn í misgripum. Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, harmaði einnig atburðinn í gær. Palestínumenn krefjast þess að ísraelsku hermennirnir verði dregn- ir fyrir dóm. Þyrluárásir á skotmörk á Vesturbakkanum og Gaza Ísraelskar árásarþyrlur skutu flugskeytum að palestínskum lög- reglustöðvum í borginni Jenin á Vesturbakkanum og Jabaliya-flótta- mannabúðunum í grennd við Gaza- borg síðdegis í gær. Fjórtán manns særðust í árásinni á flóttamannabúð- irnar á Gaza-svæðinu, en ekki urðu meiðsl á mönnum í Jenin. Talsmenn ísraelska hersins sögðu aðgerðirnar vera svar við árásum af hálfu Palest- ínumanna. Ísraelsher er einnig sagður hafa farið fimm sinnum inn á svæði Pal- estínumanna á Gaza í gær með lið hermanna, skriðdreka og jarðýtur. Ísraelar biðj- ast afsökunar á morðum Reuters Palestínskur lögreglumaður kannar skemmdir af völdum þyrluárásar Ísraelshers á lögreglustöð í Jabaliya-flóttamannabúðunum á Gaza- svæðinu í gær. Jerúsalem. AFP, AP. ALLIR farþegar og áhöfn tyrkneskrar herflugvélar, 34 manns, fórust þegar vélin hrap- aði til jarðar í gær í Malatya í Austur-Tyrklandi. „Vélin sundraðist er hún kom til jarðar og lík fólksins og hlut- ar úr þeim dreifðust um allt með brakinu,“ sagði Bayram Karaaslan, bæjarstjóri í Akc- adag, litlum bæ skammt frá slysstaðnum. Sagði hann að mikill eldur hefði logað í vélinni og því væru flest líkanna mjög brunnin og óþekkjanleg. Um var að ræða herflutn- ingaflugvél sem var á leið frá Diyarbakir til Ankara og voru eingöngu hermenn, líklega sér- sveitarmenn, um borð. Fólk, sem var að vinna á akri og varð vitni að slysinu, segir að vélin hafi snúist í lofti og síð- an hrapað logandi til jarðar. 34 fórust í flug- slysi í Tyrklandi Snerist og hrapaði logandi Ankara. AFP. FIDEL Castro Kúbuleiðtogi lauk í gær heimsókn sinni til Sýrlands og flaug til Líbýu, þar sem hann átti í gærkvöld fund með leiðtoga lands- ins, Moammar Gaddafi. Castro hefur undanfarna daga verið á ferðalagi um fimm olíu- framleiðsluríki, Alsír, Íran, Malas- íu, Katar og Sýrland. Heimsóknin til Líbýu var ekki á upphaflegri ferðaáætlun, en Castro var sagður hafa fengið góðar móttökur þar, enda hafa þjóðirnar stutt hvor aðra gegn viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjastjórnar og Sameinuðu þjóðanna. Á myndinni sést Castro færður úr skónum fyrir heimsókn í Om- ayyad-moskuna í Damaskus, höf- uðborg Sýrlands, í gær. Reuters Castro í heimsreisu Damaskus, Trípólí. AFP, AP. SILVIO Berlusconi, sigurvegari kosninganna á Ítalíu, átti tveggja klukkustunda fund með forsetanum Carlo Azeglio Ciampi í Róm í gær. Þeir ræddu saman um væntanlega stjórnarmyndun en hvorugur vildi tjá sig við fréttamenn eftir fundinn. Gert er ráð fyrir að Ciampi veiti Berlusconi umboð til stjórnarmynd- unar á næstu dögum, en fyrst verð- ur forsetinn að ræða við forystu- menn allra flokka á þinginu og vera kann að ný ríkisstjórn taki ekki við völdum fyrr en eftir nokkrar vikur. Þingið kemur saman 30. maí. Forstjóri Ferrari ekki í stjórn Þrátt fyrir að formlegar viðræður um stjórnarmyndun séu enn ekki hafnar hafa nokkrir þjóðþekktir menn þegar hafnað hugsanlegu boði um sæti í ríkisstjórn Berlusconis, sem hét því í kosningabaráttunni að koma saman „draumaliði“ til að fara með stjórn landsins. Forstjóri Ferrari-bílafyrirtækis- ins, Luca di Montezemolo, hefur lýst því yfir að hann muni ekki taka sæti í stjórninni, en hann hafði verið orðaður við embætti íþrótta- eða ut- anríkisviðskiptaráðherra. Kvaðst Montezemolo vera of önnum kafinn til að skipta sér af stjórnmálum. Þá herma fregnir að Mario Monti, sem fer með samkeppnismál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, og Renato Ruggiero, fyrrverandi yfirmaður Heimsviðskiptastofnun- arinnar, hafi hafnað boði um ráð- herraembætti. Talsmaður Berlusconis sagði að hann hefði rætt við George W. Bush Bandaríkjaforseta í síma í gær og átt tuttugu mínútna samtal við Jacques Chirac, forseta Frakk- lands, á þriðjudag. Berlusconi ræð- ir við forsetann Róm. AFP, AP. ALBANSKIR skæruliðar réðust gegn stjórnarhermönnum við tvö þorp í norðurhluta Makedóníu í gær- morgun og stóðu átökin fram eftir morgni. Makedóníustjórn hefur gef- ið skæruliðum frest til hádegis í dag til að leggja niður vopn eða hverfa aftur til Kosovo. Árás skæruliðanna þykir benda til að þeir hyggist ekki verða við úr- slitakostum stjórnarinnar í Skopje. Hafði stjórnarherinn fengið fyrir- skipun um að halda að sér höndum og beita ekki vopnum nema á hann yrði ráðist. Segir stjórnin, að virði skæruliðar ekki þennan lokafrest, verði þeir „upprættir“. Sendinefnd frá Evrópusamband- inu kom til Skopje í gær til viðræðna við nýja þjóðstjórn í landinu, en brýnasta verkefni hennar er að brúa það bil, sem er á milli þjóðarbrot- anna, slavneska meirihlutans og alb- anska minnihlutans. Barist í Suður-Serbíu Ninoslav Krstic, yfirmaður serb- neskrar hersveitar, sem náði í fyrra- dag bænum Oraovica í Suður-Serbíu á sitt vald, sagði, að 14 albanskir skæruliðar hefðu fallið, einn særst og 80 hefðu gefist upp eftir harða bardaga. Albönsku skæruliðarnir hafa gert árásir á S-Serbíu, þar sem fólk af albönskum ættum er fjöl- mennt, frá hlutlausa svæðinu á landamærum Serbíu og Kosovo. Ólíklegt að skæru- liðar virði lokafrest Skopje. AP, AFP. Bardagar í Suður- Serbíu og Makedóníu BANDARÍKJAMENN og Bretar staðfestu í gær að þeir myndu leggja til við öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna að hömlum á innflutning vara til Íraks verði aflétt. Enn yrði þó bannað að flytja vopn og önnur her- gögn til landsins. Tillagan verður lögð fram á fundi öryggisráðsins í New York í næstu viku, en hún markar verulega stefnubreytingu gagnvart Írak. Richard Boucher, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að tillögurnar væru enn í mótun, en að þeim væri ætlað að aflétta hömlum á innflutningi almenns varnings, en styrkja bannið við sölu hergagna til Íraks. Viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna gegn Írak hafa verið í gildi í áratug. Viðskiptahömlum á Írak verði aflétt Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.