Morgunblaðið - 17.05.2001, Side 35

Morgunblaðið - 17.05.2001, Side 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 35 2.000 drapp og bleikt st. 36-41 SUMARTÍSKAN Ótrúlegt verð! 3.000 svart st. 36-41 3.000 drapp st. 36-41 3.000 svart og drapp st. 36-41 KRINGLAN sími 568 6062 Ath. nýtt kortatím abil ENGLAR alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson er vinsælasta ís- lenska bókin miðað við útlán bóka- safna árið 2000. Sagan af bláa hnett- inum eftir Andra Snæ Magnason er í öðru sæti og Einar Benediktsson, ævisaga eftir Guðjón Friðriksson í því þriðja. Þetta kom fram við út- hlutun úr Bókasafnssjóði höfunda í vikunni. Úr sjóðnum er úthlutað til höf- unda, þýðenda og myndhöfunda vegna afnota bóka í almennings- bókasöfnum, Landsbókasafni-Há- skólabókasafni, skólasöfnum og bókasöfnum í stofnunum. Sérstaka heiðursviðurkenningu, að upphæð 550 þúsund krónur, vegna framlags síns til íslenskra bókmennta hlutu að þessu sinni höfundarnir Aðalgeir Kristjánsson, Svava Jakobsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg myndlistar- maður. Aðrar bækur sem náðu inn á lista yfir tíu vinælustu bækurnar eru Hí- býli vindanna eftir Böðvar Guð- mundsson, Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson, Kular af degi eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, Talnapúkinn eftir Bergljótu Arn- alds, Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guðrúnu Helgadóttur, Tóta og tím- inn eftir Bergljótu Arnalds og Mávahlátur eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Úthlutunarfé Bókasafnssjóðs höf- unda er skipt í tvo hluta. Annars vegar er úthlutað miðað við fjölda útlána bóka og hins vegar eru veitt- ir styrkir í viðurkenningarskyni fyr- ir ritstörf og önnur framlög til bóka. Vegna útlána á árinu 2000 voru til úthlutunar 8 milljónir króna sem út- hlutað var til um 430 höfunda. Í ár voru veittir styrkir í viðurkenning- arskyni til 28 höfunda, samtals 8,5 milljónir króna. Eftirtaldir 25 höfundar hlutu við- urkenningar að upphæð kr. 275.000 hver úr sjóðnum: Ágúst H. Bjarna- son, Erla Sigurðardóttir, Friðrik G. Olgeirsson, Friðrik Rafnsson, Fríð- ur Ólafsdóttir, Guðjón Ketilsson, Gunnhildur Hrólfsdóttir, Halla Sól- veig Þorgeirsdóttir, Hallgrímur Helgason, Helgi Guðmundsson, Hjörtur Pálsson, Jean Posocco, Jó- hann Árelíuz, Jóhannes Helgi, Jón Hjaltason, Kristján Kristjánsson, Margrét Lóa Jónsdóttir, Ólafur Pétursson, Ragnheiður Gestsdóttir, Stefán Aðalsteinsson, Stefán Máni, Vigdís Grímsdóttir, Þorgerður Ein- arsdóttir, Þórður Tómasson og Þór- unn Valdimarsdóttir. Stjórn Bóka- safnssjóðs höfunda skipa: Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður, Að- alsteinn Ásberg Sigurðsson, Einar Ólafsson, Knútur Bruun og Magnús Guðmundsson. Englar alheimsins vinsælasta bókin Morgunblaðið/Þorkell Aðalgeir Kristjánsson, Jón Baldur Hlíðberg og Svava Jakobsdóttir ásamt Birgi Ísleifi Gunnarssyni, formanni stjórnar Bókasafnssjóðs. Úthlutun úr Bókasafnssjóði höfunda fyrir árið 2000 NÍU íslenskir myndlistarmenn taka þátt í alþjóðlegri myndlistarsýningu sem verður opnuð í Mílanó næst- komandi laugardag. Sýningin er fyrsti viðburður sem nýtt samtíma- listasafn borgarinnar, Museo del Presente, stendur fyrir, en það verður formlega opnað á næsta ári. Listamenn frá 20 Evrópuþjóðum taka þátt í sýningunni sem ætlað er að varpa ljósi á stöðu myndlistar í Evrópu við aldamót. Í hópi íslensku myndlistarmann- anna eru Anna Líndal, sem er með myndbandsinnsetninguna „Bord- ers“; Birgir Andrésson, sem sýnir 24 ljósmyndir af húsum á Íslandi sem heita nöfnum borga og landa í Evrópu; Halldór Ásgeirsson verður með skúlptúrverk og gjörning þar sem hann bræðir saman hraunmola frá eldfjöllunum Vesúvíus og Heklu; Hrafnkell Sigurðson, sem sýnir ljós- myndir sínar af tjöldum á fjöllum og hæðum á Íslandi; og Þorvaldur Þor- steinsson sem verður með mynd- band þar sem hópar fólks í Mílanó leika fyrir framan tökuvél að þau séu skotin niður með hríðskota- byssu. Þá mun Gjörningaklúbb- urinn, sem er skipaður þeim Sig- rúnu Hrólfsdóttur, Jóní Jónsdóttur, Dóru Ísleifsdóttur og Eirúnu Sig- urðardóttur, sýna innsetningarnar „Hotel Paradise“ og „Diskló“. Sýningin er haldin á tveimur stöðum í Mílanó, Padiglione d’Arte Contemporanea og Pallazzo della Triennale. Sýningarstjóri og umsjónarmaður fyrir Íslands hönd er Þorgeir Ólafsson, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. Að sögn Þorgeirs stóð til að sýningin yrði opnunarsýning samtímalistasafns- ins, en þegar ljóst varð að tími ynn- ist ekki til að ljúka framkvæmdum fyrir þann tíma, var ákveðið að halda nokkurs konar inngangssýn- ingu að væntanlegri starfsemi safnsins. Museo del Presente er í Bovoisa, gömlu iðnaðarhverfi skammt frá miðborginni og er safn- ið byggt á tveimur gríðarstórum gastönkum. Níu íslenskir myndlistarmenn sýna í Mílanó Ljósmynd/Gjörningaklúbburinn Gjörningaklúbburinn verður meðal þeirra listamanna sem leggja fram verk á sýningunni í Mílanó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.