Morgunblaðið - 17.05.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 17.05.2001, Qupperneq 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 35 2.000 drapp og bleikt st. 36-41 SUMARTÍSKAN Ótrúlegt verð! 3.000 svart st. 36-41 3.000 drapp st. 36-41 3.000 svart og drapp st. 36-41 KRINGLAN sími 568 6062 Ath. nýtt kortatím abil ENGLAR alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson er vinsælasta ís- lenska bókin miðað við útlán bóka- safna árið 2000. Sagan af bláa hnett- inum eftir Andra Snæ Magnason er í öðru sæti og Einar Benediktsson, ævisaga eftir Guðjón Friðriksson í því þriðja. Þetta kom fram við út- hlutun úr Bókasafnssjóði höfunda í vikunni. Úr sjóðnum er úthlutað til höf- unda, þýðenda og myndhöfunda vegna afnota bóka í almennings- bókasöfnum, Landsbókasafni-Há- skólabókasafni, skólasöfnum og bókasöfnum í stofnunum. Sérstaka heiðursviðurkenningu, að upphæð 550 þúsund krónur, vegna framlags síns til íslenskra bókmennta hlutu að þessu sinni höfundarnir Aðalgeir Kristjánsson, Svava Jakobsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg myndlistar- maður. Aðrar bækur sem náðu inn á lista yfir tíu vinælustu bækurnar eru Hí- býli vindanna eftir Böðvar Guð- mundsson, Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson, Kular af degi eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, Talnapúkinn eftir Bergljótu Arn- alds, Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guðrúnu Helgadóttur, Tóta og tím- inn eftir Bergljótu Arnalds og Mávahlátur eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Úthlutunarfé Bókasafnssjóðs höf- unda er skipt í tvo hluta. Annars vegar er úthlutað miðað við fjölda útlána bóka og hins vegar eru veitt- ir styrkir í viðurkenningarskyni fyr- ir ritstörf og önnur framlög til bóka. Vegna útlána á árinu 2000 voru til úthlutunar 8 milljónir króna sem út- hlutað var til um 430 höfunda. Í ár voru veittir styrkir í viðurkenning- arskyni til 28 höfunda, samtals 8,5 milljónir króna. Eftirtaldir 25 höfundar hlutu við- urkenningar að upphæð kr. 275.000 hver úr sjóðnum: Ágúst H. Bjarna- son, Erla Sigurðardóttir, Friðrik G. Olgeirsson, Friðrik Rafnsson, Fríð- ur Ólafsdóttir, Guðjón Ketilsson, Gunnhildur Hrólfsdóttir, Halla Sól- veig Þorgeirsdóttir, Hallgrímur Helgason, Helgi Guðmundsson, Hjörtur Pálsson, Jean Posocco, Jó- hann Árelíuz, Jóhannes Helgi, Jón Hjaltason, Kristján Kristjánsson, Margrét Lóa Jónsdóttir, Ólafur Pétursson, Ragnheiður Gestsdóttir, Stefán Aðalsteinsson, Stefán Máni, Vigdís Grímsdóttir, Þorgerður Ein- arsdóttir, Þórður Tómasson og Þór- unn Valdimarsdóttir. Stjórn Bóka- safnssjóðs höfunda skipa: Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður, Að- alsteinn Ásberg Sigurðsson, Einar Ólafsson, Knútur Bruun og Magnús Guðmundsson. Englar alheimsins vinsælasta bókin Morgunblaðið/Þorkell Aðalgeir Kristjánsson, Jón Baldur Hlíðberg og Svava Jakobsdóttir ásamt Birgi Ísleifi Gunnarssyni, formanni stjórnar Bókasafnssjóðs. Úthlutun úr Bókasafnssjóði höfunda fyrir árið 2000 NÍU íslenskir myndlistarmenn taka þátt í alþjóðlegri myndlistarsýningu sem verður opnuð í Mílanó næst- komandi laugardag. Sýningin er fyrsti viðburður sem nýtt samtíma- listasafn borgarinnar, Museo del Presente, stendur fyrir, en það verður formlega opnað á næsta ári. Listamenn frá 20 Evrópuþjóðum taka þátt í sýningunni sem ætlað er að varpa ljósi á stöðu myndlistar í Evrópu við aldamót. Í hópi íslensku myndlistarmann- anna eru Anna Líndal, sem er með myndbandsinnsetninguna „Bord- ers“; Birgir Andrésson, sem sýnir 24 ljósmyndir af húsum á Íslandi sem heita nöfnum borga og landa í Evrópu; Halldór Ásgeirsson verður með skúlptúrverk og gjörning þar sem hann bræðir saman hraunmola frá eldfjöllunum Vesúvíus og Heklu; Hrafnkell Sigurðson, sem sýnir ljós- myndir sínar af tjöldum á fjöllum og hæðum á Íslandi; og Þorvaldur Þor- steinsson sem verður með mynd- band þar sem hópar fólks í Mílanó leika fyrir framan tökuvél að þau séu skotin niður með hríðskota- byssu. Þá mun Gjörningaklúbb- urinn, sem er skipaður þeim Sig- rúnu Hrólfsdóttur, Jóní Jónsdóttur, Dóru Ísleifsdóttur og Eirúnu Sig- urðardóttur, sýna innsetningarnar „Hotel Paradise“ og „Diskló“. Sýningin er haldin á tveimur stöðum í Mílanó, Padiglione d’Arte Contemporanea og Pallazzo della Triennale. Sýningarstjóri og umsjónarmaður fyrir Íslands hönd er Þorgeir Ólafsson, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. Að sögn Þorgeirs stóð til að sýningin yrði opnunarsýning samtímalistasafns- ins, en þegar ljóst varð að tími ynn- ist ekki til að ljúka framkvæmdum fyrir þann tíma, var ákveðið að halda nokkurs konar inngangssýn- ingu að væntanlegri starfsemi safnsins. Museo del Presente er í Bovoisa, gömlu iðnaðarhverfi skammt frá miðborginni og er safn- ið byggt á tveimur gríðarstórum gastönkum. Níu íslenskir myndlistarmenn sýna í Mílanó Ljósmynd/Gjörningaklúbburinn Gjörningaklúbburinn verður meðal þeirra listamanna sem leggja fram verk á sýningunni í Mílanó.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.