Morgunblaðið - 23.06.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.06.2001, Qupperneq 1
140. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 23. JÚNÍ 2001 MÖRG hundruð rússneskra æsku- manna gengu í gær um götur Jek- aterínborgar með kyndil í hendi og undir blaktandi fánum og borðum. „Æskan gegn stríði“ var gangan kölluð og hún var farin til að minn- ast þess, að liðin eru 60 ár frá inn- rás Þjóðverja í Sovétríkin. Reuters „Æskan gegn stríði“ STJÓRNARHERINN í Makedóníu réðst í gær á þorp, sem verið hefur í höndum albanskra skæruliða, og rauf með því vopnahlé, sem standa átti í 11 daga. Með árásinni vill stjórnarherinn ná frumkvæðinu í átökunum, en skæruliðar höfðu hót- að að halda uppi skothríð á höfuð- borg landsins frá þorpinu. Fallbyssuþyrlur gerðu árás á þorpið Aracinovo í dögun í gær og stóðu þá þegar nokkur hús í björtu báli. Skriðdrekar og stórskotalið héldu einnig uppi árásum á bæinn en talsmaður makedónska varnar- málaráðuneytisins sagði, að mark- miðið væri að uppræta skæruliðana í bænum. Þeir svöruðu fyrir sig með vélbyssuskothríð og sýndu þess eng- in merki, að þeir hygðust gefast upp. Skæruliðar sögðu, að þrír óbreyttir borgarar hefðu fallið í árásunum en talsmenn hersins segja, að allir íbú- ar bæjarins hafi flúið er skæruliðar lögðu hann undir sig. Haft var eftir ónefndum embætt- ismanni, að tilgangurinn með árás- inni væri ekki síst að fá fulltrúa al- bönsku stjórnmálaflokkanna í landinu aftur að samningaborði, en viðræður þeirra við stjórnvöld sigldu að mestu í strand fyrir skömmu. Solana enn vongóður Ljóst þykir, að árásin í gær muni ekki greiða fyrir tilraunum Javiers Solana, sem fer með öryggis- og varnarmál í Evrópusambandinu, til að miðla málum milli slafneska meirihlutans og albanska minnihlut- ans í Makedóníu. Hann kveðst þó enn vona, að viðræður milli þeirra verði aftur hafnar í næstu viku. Einn leiðtogi albönsku skærulið- anna ítrekaði hótanir um að skjóta á Skopje, höfuðborg Makedóníu, frá Aracinovo en fjarlægðin þar á milli er um 10 km. Talsmenn hersins gera raunar lítið úr þessari hótun og segja, að höfuðborgin sé langt utan skotfæris skæruliðanna. George Robertson, framkvæmda- stjóri NATO, Bandaríkjastjórn og ríkisstjórnir í Evrópu skoruðu í gær á Makedóníustjórn að fara sér hægt til að komast hjá algeru borgara- stríði í landinu. Um 50.000 Albanir hafa flúið þaðan yfir til Kosovo frá því í febrúar. Stjórnarherinn í Makedóníu rauf vopnahlé með stórárás á skæruliða Varað við algerri borg- arastyrjöld í landinu Aracinovo. Reuters, AFP. ROMANO Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, ESB, sagði í Cork á Írlandi í gær, að samþykktu Írar ekki Nice- sáttmálann, yrði ekkert af stækkun sambandsins. Áður hafði hann sagt, að unnt yrði að fjölga aðildarríkjun- um án þess að samþykkja sáttmál- ann og olli það miklum titringi á Ír- landi og í höfuðstöðvum ESB í Brussel. „Án samþykkis Íra er Nice-sátt- málinn úr sögunni,“ sagði Prodi er hann kom til Cork, sem var fyrsti áfanginn í fjögurra daga heimsókn hans til Írlands. Sagði hann, að hugs- anlega gæti ESB sjálfu sér um kennt, að írskir kjósendur skyldu hafa fellt sáttmálann í þjóðarat- kvæðagreiðslu 7. júní sl. Stækkunin hefði líklega ekki verið kynnt al- menningi nógu vel og hann lofaði, að á því yrði ráðin bragarbót. Prodi sagði í blaðaviðtali fyrir nokkrum dögum, að lagalega væri unnt að stækka ESB þótt sáttmálinn yrði ekki samþykktur og olli það miklum titringi í Brussel og þá ekki síður á Írlandi. Þar voru ummælin túlkuð sem óvirðing við Íra og af- stöðu þeirra. Almenn vanþekking Í öllum öðrum aðildarríkjum ESB en Írlandi verður Nice-sáttmálinn borinn undir þjóðþingið en búist er við, að Írar muni kjósa um hann aft- ur á næsta ári. Er vonast til, að kjör- sóknin verði þá betri en 7. júní sl. þegar aðeins 34% kjósenda kusu. Innan ESB hefur stuðningur við að- ild hvergi verið meiri en á Írlandi enda er aðildinni þakkaður sá mikli efnahagsuppgangur, sem verið hefur í landinu. Írskir embættismenn og embættismenn hjá ESB segja, að meginástæðan fyrir niðurstöðunni 7. júní hafi verið almenn vanþekking á málefnum sambandsins. Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar ESB Stækkun ESB mun ráðast af afstöðu Íra Dyflinni. AFP, Reuters. BRESK náðunarnefnd ákvað í gær, að tveimur 18 ára gömlum ungling- um, sem myrtu James Bulger, tveggja ára dreng, þegar þeir voru aðeins 10 ára, skyldi sleppt lausum. Drengirnir, Jon Venables og Ro- bert Thompson, voru fundnir sekir um að hafa myrt Bulger 1993 og hafa fá glæpamál í Bretlandi vakið aðra eins athygli og óhugnað. Rændu þeir Bulger í verslunarmiðstöð í Liver- pool, pyntuðu hann skelfilega og börðu til dauða. David Blunkett innanríkisráðherra sagði í gær, að náðunarnefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu, að sam- félaginu stafaði ekki lengur nein hætta af drengjunum. Ekki er vitað hvar þeim verður komið fyrir en til að draga úr líkum á, að þeir verði ofsóttir, verður þeim fengið nýtt nafn og kennitala. Blunk- ett sagði, að sá varnagli hefði verið sleginn, að þá Thompson og Venables mætti handtaka hvenær sem væri á lífsleiðinni, væru þeir taldir hættuleg- ir öðrum mönnum. Móðir Bulgers hefur barist gegn því, að drengjunum yrði sleppt og segist hún ekki trúa því, að þeir iðrist glæpsins. Reuters Þessi mynd sýnir þá Thompson og Venables leiða James Bulger út úr verslunarmiðstöðinni. Bana- mönnum Bulgers sleppt London. Reuters, AFP. ÞETTA skilti blasir við þeim, sem aka þjóðveg 101 í San Jose í Kaliforníu, og á því segir, að væntanlegur vinningur í lottóinu sé kominn í 125 millj. dollara, um 13 milljarða ísl. kr. Það ríkir því sannkallað lottóæði í Bandaríkj- unum enda er vinningsfjárhæðin sú mesta, sem um getur í þessu landi stóru talnanna. Lottóæði AP Aðgerðir gegn peningaþvætti Rússum hótað refsiað- gerðum Washington, París. AP, AFP. BANDARÍKIN og önnur helstu iðn- ríki heims hafa gefið Rússlandi, Fil- ippseyjum og Kyrrahafseyríkinu Nauru frest til 30. september nk. til að koma böndum á peningaþvætti eða sæta nýjum, hertum refsiað- gerðum ella. Alþjóðlegur efnahagsátakshópur, sem í eru 26 ríki, m.a. Bretland, Jap- an og fleiri iðnríki, birti í gær skýrslu þar sem sérstaklega var tekið fram, að ofangreind þrjú ríki hefðu ekki náð neinum árangri í baráttu gegn peningaþvætti á undanförnu ári. Voru þessi ríki á nýjum, „svörtum lista“ ásamt tólf öðrum löndum og svæðum. Sex ríki eru ný á þessum lista, Egyptaland, Gvatemala, Ung- verjaland, Indónesía, Myanmar (Búrma) og Nígería. Fjögur lönd voru tekin af listanum, Bahamaeyj- ar, Caymaneyjar, Liechtenstein og Panama. Hertar refsiaðgerðir gegn Rúss- landi, Filippseyjum og Nauru gætu falið í sér að bankar yrðu að afla ná- kvæmra upplýsinga áður en stofnað væri til viðskipta við fyrirtæki eða einstaklinga frá ríkjunum þrem eða þeir vöruðu alþjóðleg fyrirtæki við þessum ríkjum. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.