Morgunblaðið - 23.06.2001, Page 54
FÓLK Í FRÉTTUM
54 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í DAG leggur Bylgjulestin upp í ár-
lega ferð sína um landið. Bylgju-
lestin verður á ferðinni á hverjum
laugardegi í sumar og er fyrsti við-
komustaður Selfoss.
Dagskráin í dag hefst við Fjöl-
brautaskóla Suðurlands að loknum
hádegisfréttum Bylgjunnar. Fram
koma Bylgja Býfluga, Eyvi Eitís,
Jóhanna Guðrún, Helga Möller,
María Björk, Eiríkur Fjalar og Pét-
ur Pókus að ógleymdri hljómsveit-
inni Á móti sól sem leiða mun
Bylgjulestina í sumar.
Að sögn Jóhanns Arnar Ólafs-
sonar, hjá kynningardeild útvarps-
sviðs Norðurljósa, verður boðið upp
á fjöldan allan af leiktækjum auk
skemmtiatriðanna. Hoppukastalar,
„paintball“ og tölvuleikir er meðal
þess sem í boði verður fyrir alla
fjölskylduna. Auk þess verður Sól-
arstúlka Séð og heyrt og Bylgj-
unnar kynnt.
Jóhann segir hugmyndina með
Bylgjulestinni vera að skemmta
hlustendum Bylgjunnar um land
allt.
Margir viðkomustaðir
„Við sóttumst eftir því að fá að
spila með Bylgjulestinni og eftir
samningaviðræður urðum við fyrir
valinu. Við erum auðvitað hæst-
ánægðir með það,“ sagði Heimir
Eyvindarson hljómborðsleikari Á
móti sól.
„Auk þess að spila með Bylgju-
lestinni í sumar verðum við á fulllu
að spila á öðrum stöðum og erum
auk þess að fara gefa út plötu
seinna í sumar.“
Lestin kemur víða við í sumar,
meðal annars í Hafnarfirði, Ak-
ureyri, Akranesi, Mosfellsbæ,
Grundarfirði og Blönduósi. Ferð-
inni lýkur svo í Reykjavík þann 18.
ágúst.
„Þetta er í fjórða sinn sem
Bylgjulestin ferðast um landið,“
upplýsir Jóhann Örn. „Árið 1998
voru það Greifarnir sem fóru fyrir
lestinni, árið 1999 voru það Skíta-
mórall og í fyrra Sálin hans Jóns
míns og Írafár. Nú er svo komið að
Á móti sól að leiða lestina.“
Bylgjulestin
leggur af stað
Eyvi Eitís íklæddur klassískum Don Cano-galla.Hljómsveitin Á móti sól leiðir Bylgjulestina í sumar.
MÉR ER gjörsamlegaómögulegt að hlusta á tón-list hljómsveitarinnar
Weezer án þess að brosa mínu breið-
asta. Tónar þeirra eru hrein og bein
ávísun á gleðskap.
Nú er komin út þriðja breiðskífa
hljómsveitarinnar, eitthvað sem ég
og aðrir aðdáendur sveitarinnar höf-
um þurft að bíða eftir í 5 ár. Hljóm-
sveitin skaust upp á stjörnuhimininn
strax á fyrstu plötu, skotheldir slag-
arar á borð við „Buddy Holly“ og
„Say It Ain’t So“ sáu til þess. Einfalt
gítarrokk, undir sterkum áhrifum frá
sjöunda áratugnum, þá kannski sér-
staklega popplögum The Beach
Boys.
Önnur plata sveitarinnar, Pinker-
ton, var talið markaðslegt „flopp“
sem er hin mesta synd því þar var á
ferð ein af betri plötum sem ég hef
heyrt um ævina. Þótt sú plata hafi
fallið í grýttan jarðveg markaðslega
séð þá kunnu hörðustu aðdáendur
sveitarinnar að meta hana betur en
þá fyrri. Ég er þeirrar skoðunar að
orðspor þeirrar plötu, og langur tími
á milli útgáfnanna hafi myndað þenn-
an gífurlega spenning sem ríkt hefur
fyrir útkomu „Grænu plötunnar“.
Það er þegar orðin staðreynd að
þessi nýja plata Weezer er þeirra
söluhæsta frá upphafi, sem þarf þó
ekkert að þýða að hún sé sú besta, en
því nær hún ekki.
Lagahöfundur Weezer, Rivers
Cuomo, tekur engar áhættur að
þessu sinni. Kveðið er við sama tón,
lögin öll létt og melódíurnar gríp-
andi, skotheldar slagarasmíðar eins
og Cuomo er einum lagið. Það sem er
hinsvegar að er að hin óbeislaða, hráa
og kæruleysislega spilagleði sem
gerði síðustu plötu svo sérstaka er
látin víkja fyrir fágaðri og aðgengi-
legri hljómi, afar líkum þeim sem var
á fyrri plötunni. Maður fær það eig-
inlega á tilfinninguna að Geffen, út-
gáfufyrirtæki þeirra Weezer-pilta,
hafi horft stöðugt yfir axlir þeirra á
framleiðslustiginu. Svona miðað við
plötusöluna hingað til má nú kannski
færa rök fyrir því að þeir hafi þá vitað
nákvæmlega hvað þeir voru að gera.
Þetta gerir reyndar að verkum að
hljómsveitin Weezer hljómar mun
líkari Green Day en hún hefur gert
áður, sem er að mínu mati ókostur.
Það kemur einnig á óvart hversu
miklu innihaldsrýrari textasmíðar
Cuomos eru en áður. Hér vantar nán-
ast allan þann hnyttna og beitta húm-
or sem hefur einkennt hljómsveitina
fram til þessa, það er helst kannski í
laginu frábæra „Hash Pipe“ sem
glittir í þessa snilldargáfu piltsins.
Þar gerir hann grín afðinnhverfum
og ómannblendnum dagreykingar-
mönnum kannabisefna. Flestir aðrir
textar plötunnar eru fremur þunnar
ástarvellur þar sem megináherslan
er lögð á að orðin fylli upp söngmel-
ódíuna og rími.
Cuomo hefur hinsvegar ekki misst
næmt skynbragð sitt á góðar og
tímalausar söngmelódíur. Fyrstu 4
lögin („Don’t Let Go“, „Photograph“,
„Hash Pipe“ og „Island In The Sun“)
eru afbragð, og hafa allt til að bera
sem gerir góð Weezer lög. Eftir það
missir platan svolítið flugið, við erum
alls ekki að tala um einhverja brot-
lendingu hérna, lögin eru fín, bara
alls ekki stórkostleg og heldur keim-
lík. Á seinni hlutanum standa lögin
„Smile“ og lokalagið „O’ Girlfriend“
upp úr.
Semsagt, í stuttu máli, engar
áhættur, engin þróun en samt engin
vonbrigði. Bara eitt lítið vandað en
varkárt skref áfram. Niðurstaðan er
þó sísta Weezer platan, ekki vegna
þess að hún sé svo slæm, heldur út af
því að hinar eru betri. Svo einfalt er
það nú.
ERLENDAR
P L Ö T U R
Birgir Örn Steinarsson,
gítarleikari og söngvari
Maus, fjallar um grænu
plötu Weezer.
Rennur vel niður
Weezer – mikið „green“, mikið gaman.
Í dimmum skógi
(Promenons-nous dans les bois
– Deep In The Woods)
H r o l l v e k j a
Leikstjórn Lionel Delplanque.
Aðalhlutverk Clotilde Courau,
Clement Sibony. (84 mín.) Frakk-
land 2000. Góðar stundir. Bönnuð
innan 16 ára.
FRAKKAR hafa nú ekki gert
mikið af því að taka þátt í þessu ung-
lingahrollvekjuæði
sem ríkt hefur síð-
ustu misseri en það
má alveg flokka
hana þessa sem
slíka. Hún fjallar
um fimm unga og
föngulega leikara
sem fengnir eru til
þess að setja á svið
ævintýrið um
Rauðhettu og úlf-
inn fyrir son dularfulls baróns sem
býr á afskektu óðalssetri í dimmum
skógi.
Eins og í öllum sönnum hrollvekj-
um sem gerast í draugalegu húsi þá
týna aðalpersónurnar tölunni hver af
annarri og enginn veit hver morðing-
inn er en hann hylur andlit sitt bak-
við úlfsgrímu.
Þetta er alveg þokkalegur hrellir
hjá þeim Frökkum.Ekkert svaka-
lega krassandi en alveg í meðallagi
þó. Eins og þeim er von og vísa velta
þeir sér meira uppúr dulúðinni og
gotneskum pælingum en vinir þeirra
vestan hafs, sem eykur nokkuð á
vigtina og gerir gæfumuninn.
Skarphéðinn Guðmundsson
MYNDBÖND
Úlfurinn í
skóginum