Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.07.2001, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 49 SKÓVERSLUN KÓPAVOGS Hamraborg 3, sími 554 1754 Opið mán.-fös. kl. 13-18, lau. kl. 10-14. Grisport Vind- og vatnsþéttir Góðir í útilegu og gönguferðir Stærðir 37-47 Verð kr. 5.990 Kven- og karlmannssandalar kr. 1.990 Baðtöflur kr. 790 Gabor skór kr. 5.990 SUMARMARKAÐUR Skómarkaður (í húsi Blómahallar) Nýjar vörur á markað NÝLEGA birtist í Morgunblaðinu grein eftir Eirík Bergmann Einars- son, sú hin sama og ég hafði áður svarað á síðum blaðsins, en upphaf- lega birtist hún, með dálítið harðara orðalagi þó, á kreml.is. Þar sem ég sé ekki ástæðu til að knýja Morgunblað- ið til að birta aftur svar mitt við sömu grein, læt ég mér nægja að fá hana birta á vefsíðum Morgunblaðsins. Virðingarfyllst, SNORRI G. BERGSSON, sagnfræðingur. Svar til Eiríks Bergmanns Frá Snorra G. Bergssyni:  Meira á netinu MÉR verður oft hugsað til þess þeg- ar ég les eða heyri rætt um markviss- ar vímuvarnir í stefnu hins opinbera eða meðal virtra félagasamtaka sem setja sér markmið og framkvæmdar- áætlun hvort að menn séu kannski alltaf að „elta skottið á sér“ komi sér aldrei að raunveruleikan- um sem liggur þó svo nærri. Er verið að vinna þessar vímuvarn- ir meira og minna fyrir gýg þegar hinir fullorðnu gleyma því jafnharðan í veislum eða á veitingastöðum að þeir eru fyrirmyndir æskunnar. Þegar hugarfarið er með slíku káki heldur bölið áfram. Manni virðist „áfengismenningin“ liggja í nú á tímum að sjoppur og vín- veitingahús noti sér hvert tækifæri til að koma ofan í gesti áfengi. Ekki er þverfótað fyrir afgreiðslufólki á þess- um stöðum sem fyrst af öllu er boðið að segja „hvað má bjóða yður að drekka?“ Og kemur ekki á það undr- unarsvipur ef beðið er um tært ís- lenskt vatn, sem er þó heilsusamleg- ast allra drykkja. Það þarf talsverðan kjark til að hafna því að „fá sér í glas“ eins og það er orðað. Er einhver von til þess að æskan láti sér segjast á meðan foreldrarnir geta ekki látið það eftir sér á veit- ingastöðum eða mannamótum að drekka áfengi oft á þann hátt að „skemmtun“ þeirra minnir á skepnu- skap. Er þá ekki alltaf passað upp á hvort að æskan horfi upp á ósómann. Það hefur aldrei verið selt eins mikið af áfengi í landinu eins og síð- astliðið ár. Fjölgun vínveitingastaða og óheftur opnunartími hefur átt mestan þátt í þessari áfengissölu og hvernig komið er í áfengismálum í landinu. Oft hef ég minnst á áfengisveislur hins opinbera. Ekki bæta þær ástandið í því markmiði þjóðarinnar að draga úr áfengisbölinu. Hvað skyldu margir mætir menn hafa tap- að áttum í áfengisveislum á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Bindindismenn hafa alltaf bent á leiðina til fegurra mannlífs og sýnt það með fordæmi. Allar hömlur á meðferð áfengis eru til bóta. Þeir sem fyrir vímuvörnum standa verða að vera gegnheilir í afstöðu sinni og sýna slíkt fordæmi sem við bindindismenn bendum á. Þingeyingur nokkur orti við afnám bannlaganna forðum. Best er að varast vínsins tál, verstu heims- ins byrði. Illt er að hella eitri í sál, ef hún er nokkurs virði. Ekkert kák, raunveruleikinn er skýr. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Vímuvarnir og stefna hins opinbera Frá Árna Helgasyni: Árni Helgason Sumarbrids SUMARBRIDS er spilað mánu- dags-, þriðjudags- fimmtudags- og föstudagskvöld í hverri viku. Spila- mennska byrjar kl. 19:00 og er spil- aður Mitchell-tvímenningur nema á fimmtudögum en þá er boðið upp á Monrad Barómeter. Á mánudögum eru spiluð minnst 3 spil á milli para í hverri umferð. Á þriðjudögum gefst spilurum kostur á að leggja í Verð- launapott sem síðan rennur til efsta eða efstu para sem lögðu í hann. Á föstudagskvöldum geta spilarar tek- ið þátt í Miðnætur sveitakeppni eftir að tvímenningnum lýkur. Umsjónar- maður Sumarbrids er Sveinn Rúnar Eiríksson. Spilað er í Skeifunni 11, 3. hæð (fyrir ofan Þvottahúsið Fönn). Allir spilarar eru velkomnir og hjálpar keppnisstóri til við myndun para ef menn mæta stakir. Heimasíða Sumarbrids er www.islandia.is/svenni Úlfar Eysteinsson og Sumarbrids byrjuðu með sumarleik mánudaginn 2. júlí. Hann stendur frá 2. júlí til föstudagsins 13. júlí. Sá spilari sem skorar flest bronsstig á þessu tíma- bili hlýtur glæsilegt gjafabréf á veit- ingastaðinn Þrír Frakkar í boði Úlf- ars Eysteinssonar. Þeir 2 spilarar sem skora flest bronsstig 3 daga í röð í Sumarbrids fá fría gistingu og uppihald á Ark- armótinu sem fer fram 12–.14. októ- ber 2001 auk þess sem þeir spila frítt í tvímenningi Arkarmótsins. Þessi keppni byrjar 1. júlí og stendur til loka Sumarbrids. Allir tvímenningar og miðnætursveitakeppnir Sumar- brids s eftir 1. júlí telja í þessum leik. Því pari sem hlýtur hæsta pró- sentuskor í Sumarbrids verður boð- ið að spila í tvímenningnum á Ark- armótinu sem fer fram 12. – 14. október. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð fimm- tud. 21. júní 2001. 19 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Björn E. Pétursson - Hilmar Ólafsson 237 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánsson 235 Ólafur Ingvarsson - Eysteinn Einarsson 232 Árangur A-V: Hilmar Valdimarss. - Magnús Jósefsson 251 Alfreð Kristjánsson - Birgir Sigurðsson 249 Sigtr. Ellertss. - Aðalbjörn Benidiktss. 239 Tvímenningskeppni spiluð mánud. 25. júní. 19 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Magnús Halldórsson - Magnús Oddsson 243 Eysteinn Einarsson - Sigurður Pálsson 228 Þórhildur Magnúsd. - Helga Helgad. 228 Árangur A-V: Kristinn Gíslason - Hjálmar Gíslason 278 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 245 Alda Hansen - Margrét Margeirsdóttir 235 Meistarafélag Bólstrara www.bolstrun.is M EI ST AR AF ÉLAG BÓLSTRA R A STOFNAÐ 1928 Ósambærilegar tölur bornar saman MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá Hug- rúnu Jóhannesdóttur forstöðumanni Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðis- ins. „Vegna fréttar um vaxandi at- vinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu skal eftirfarandi tekið fram: Vegna mistaka voru bornar saman ósam- bærilegar tölur og sá hluti fréttar- innar sem fjallaði um 20% aukningu á atvinnuleysi á einu ári var á mis- skilningi byggður. Hið rétta er að þrátt fyrir vaxandi fjölda fólks á at- vinnuleysisskrá síðustu vikur eru færri skráðir atvinnulausir á svæð- inu en á sama tíma í fyrra. Í júlí 2000 voru alls 1.430 manns á atvinnuleys- isskrá á höfuðborgarsvæðinu en 1.406 manns 1. júlí sl. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum.“ Gallerí Reykjavík Sýningu Olgu Pálsdóttur í Galleríi Reykjavík lauk 30. júní, en ekki núna á laugardag eins og fram kom í blaðinu í gær. LEIÐRÉTT FRÉTTIR Gullsmiðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.