Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 2

Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÁTSLENGD var á milli fremstu keppenda eftir fyrsta legginn í Hvammsvíkurmaraþoninu í kajak- róðri sem haldið var í gær. Kepp- endur voru 21, þar af tvær konur, og voru ræstir við Geldinganes kl. 10 í gærmorgun. Fyrir hönd- um var mikil þolraun, 42 kíló- metra róður að Hvammsvík í Hvalfirði. Sjórinn var rennisléttur við Geldinganesið en fyrir Kjalarnesi var norðvestanstrekkingur. Því gaf nokkuð á bátana og talið var líklegt að bestu tímarnir yrðu nokkru lakari en í fyrra. Hart bar- ist í kajak- maraþoni ÍSLENSK nafnavenja hefur valdið Íslend- ingum á ferðalagi vandræðum frá því ný lög um vegabréf tóku gildi fyrir tveimur árum, þar sem fólk hefur ekki getað sannað að börn sem eru með þeim á ferðalagi séu börn þeirra. Frá gildistöku nýju laganna er ekki lengur hægt að skrá nöfn barna í vegabréf foreldra. Börn, jafnvel hvítvoðungar, fá eigin vegabréf og er sömuleiðis ekki hægt að skrá nöfn for- eldra í vegabréf barnanna. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi varð fyr- ir 45 mínútna töf á flugvelli í París fyrr í þess- um mánuði sem rekja má til þessarar breyt- ingar. Frakkland er þó innan Schengen-svæðisins þar sem ekki þarf að sýna vegabréf. Kjartan var á ferð með fjöl- skyldu sinni þegar konu sem vann við inn- ritun á flugvellinum fannst grunsamlegt að þarna væru maður og kona á ferð með tveggja ára barn meðferðis og að ekkert þeirra bæri sama eftirnafnið. „Við Íslendingar erum með aðrar nafnahefðir og þarna var eins og ekki væri fjölskylda á ferð. Þessu fólki er sagt að vera á verði gagnvart öllu slíku því barnaræningjar vaða uppi,“ segir Kjartan. Hann segir að hann hafi heyrt strax í fyrsta símtalinu sem konan hringdi hvert vanda- málið væri og að hann hafi reynt að útskýra íslenska nafnahefð fyrir konunni en ekki kom- ist að með athugasemdir. Símtölin urðu alls fjögur, öll mjög löng, og voru nöfn Kjartans, eiginkonu hans og dóttur stöfuð ofan í hvern gagnabankann á fætur öðrum. Þau fengu loks að fara í flugvélina eftir dúk og disk og misstu ekki af fluginu þar sem þau höfðu mætt tím- anlega á flugvöllinn. „Þetta er ávísun á enda- laus vandræði fyrir Íslendinga erlendis,“ seg- ir Kjartan. Hann segist óttast að þetta gæti leitt til þess að fólk sem ferðast mikið, eða býr erlendis, taki upp ættarnöfn í stað þess að viðhalda gamla íslenska nafnakerfinu. Bauð upp á misnotkun að hafa nöfn barna í vegabréfum Haukur Guðmundsson, lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneyti, segir að ákveðið hafi verið að hætta að skrá nöfn barna á vegabréf foreldra þar sem það hafi boðið upp á misnotkun. „Við vorum með mjög sveigjanlega eða losaralega framkvæmd þar sem fólk gat sett nöfn barna inn á vegabréf og frá þeim tíma eru til dæmi um börn sem voru færð ólöglega landa á milli,“ segir Hauk- ur. Það hafi t.d. gerst í forræðisdeilum. Hann segir að Íslendingar hafi gerst aðilar að svo- kölluðu Haag-samkomulagi um brottnám barna árið 1996 og að alþjóðlegur þrýstingur á stjórnvöld til að reyna að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna hafi aukist. „Þau óþægindi sem Íslendingar verða fyrir í bakherbergjum á flugstöðvum eru smávægi- leg í samanburði við hagsmuni þessara barna sem við erum að tala um.“ Haukur segir að það verði sífellt algengara í nágrannalöndum að konur taki ekki upp ættarnafn manna sinna eins og áður var og þar sem fjölskyldu- mynstur séu fjölbreytt hljóti viðhorfið, að undarlegt sé að allir í fjölskyldunni heiti ekki sama nafni, að vera á undanhaldi. Hann segir að það kunni þó að vera athugunarefni að koma einhverjum upplýsingum í vegabréf barna um foreldra vegna þessara sérstöku ís- lensku aðstæðna. Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóri Út- lendingaeftirlitsins, sem hefur umsjón með út- gáfu vegabréfa, telur afar fátítt að grunur um smygl á börnum vakni. Hann leggur áherslu á að fólk hafi meðferðis fæðingarvottorð barna sinna á ensku og önnur gögn þar sem kemur fram hverjir tilheyra fjölskyldunni, sérstak- lega ef það ferðast utan Schengen-svæðisins. Íslensk nafnavenja hefur valdið vandræðum við vegabréfaeftirlit Foreldrarnir voru grunaðir um barnarán MORGUNBLAÐINU í dag fylgir bæklingur frá Baðhúsinu. Bæklingn- um verður dreift á höfuðborgar- svæðinu. VEIRUSÝKING hefur látið á sér kræla seinnihluta sumars og virðist það taka fólk nokkra daga að hrista hana af sér, að sögn Atla Árnason- ar, læknis á Læknavaktinni. Atli kvað einhvers konar vírus- pest í gangi sem hefði stungið sér niður af og til en ekki væri um far- aldur að ræða. Eitthvað væri líka um að fólk fengi hálsbólgu og nið- urgangspestir. Ekki óvanalega mikið af pestum miðað við árstíma „Það er ekkert óvanalega mikið af pestum núna miðað við árstíma en þessi veirusýking hefur verið svolítið leiðinleg.“ Atli segir að meira hafi verið um veikindi um og kringum verslunarmannahelgina, eins og vill verða þegar hópur fólks kemur saman á afmörkuðu svæði. Tilfellum hafi farið fækkandi síðan þá en pestin sé þó enn að stinga sér niður hjá fólki. „Fólk hefur verið að hrista pest- ina af sér á fjórum til fimm dögum en einkennin eru þessi venjulegu, hiti, beinverkir, stíflað nef og hósti. Við ráðleggjum fólki að fara vel með sig og leita læknis ef bati gengur óeðlilega fyrir sig, en yfir- leitt hristir fólk þetta af sér af sjálfsdáðum.“ Veirusýking og hálsbólga gengur PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra segir að búið verði að setja nýj- ar reglur um viðmiðun lánsfjárhæða Íbúðalánasjóðs áður en nýtt bruna- bótamat tekur gildi 15. september. Stjórn Félags fasteignasala hefur skrifað félagsmálaráðherra bréf þar sem kallað er eftir nýjum reglum, en viðmiðun lánsfjárhæða Íbúðalána- sjóðs hefur verið brunabótamat sem lækkar verulega á flestum fasteign- um 15. september. Það er sjónarmið Stjórnar Félags fasteignasala að lán- veitingar eigi ekki að miðast við brunabótamat sem sé orðið þetta lágt heldur eigi þær eðlilega að mið- ast við markaðsverð. Framboð og eftirspurn eigi að ráða verði fast- eigna. Félagsmálaráðherra sagði að greint yrði frá því hvernig tekið yrði á þessu máli þegar þar að kæmi, það yrði að líkindum í næstu viku en örugglega fyrir miðjan mánuð. „Stjórn Íbúðalánasjóðs þarf að koma að málinu sem og Seðlabankinn. Ég á von á því að þetta gangi allt saman upp og hef ekki áhyggjur af þessu,“ segir Páll. Páll Pétursson félagsmálaráðherra Nýjar regl- ur kynntar bráðlega ÖKUMAÐUR flutningabif- reiðar sem flutti 22.500 lítra af hreinni tjöru hafði ekki tilskilin ADR-réttindi til að aka bifreið með hættulegan farm. Þetta kom í ljós þegar lögreglan stöðvaði akstur bifreiðarinnar við Mjóddina á fimmtudag. Við skoðun lögreglu kom í ljós að hættumerkingar vantaði á bifreiðina og einnig varúðar- merkingar á festivagn. Hvorki var slökkvitæki í bifreiðinni né á tengivagni. Ökumaðurinn má vænta sektar. Hafði ekki réttindi til að flytja hættu- legan farm HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir portúgölskum karlmanni sem hand- tekinn var á Keflavíkurflugvelli með um 2.500 e-töflur innanklæða hinn 3. ágúst sl. Gæsluvarðhaldið var framlengt í sex vikur, eða þar til dómur fellur. Mikill fjöldi „burðardýra“ hefur verið handtekinn undanfarið. Slíkir aðilar eru yfirleitt ófúsir til sam- starfs og afplána frekar þunga dóma en að upplýsa um samverkamenn. Smygl á e-töflum Gæslu- varðhald framlengt BÍL var ekið á stúlku þar sem hún var á gangi í Varmahlíð í Skaga- firði í fyrrinótt. Ökumaður bílsins mun ekki hafa séð stúlkuna í rökkrinu fyrr en um seinan. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Sauðárkróki var bíllinn á lítilli ferð. Stúlkan varð fyrir framhorni bílsins og féll í götuna. Við það hlaut hún höfuðáverka og var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Meiðsli hennar reyndust þó ekki alvarleg. Stúlkan mun hafa verið að ganga heim eftir dansleik í Mið- garði sem að sögn lögreglu fór vel fram. Ekið á stúlku í Varmahlíð ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.