Morgunblaðið - 26.08.2001, Síða 10

Morgunblaðið - 26.08.2001, Síða 10
Í SLENDINGAR hafa ekki frekar en nágrannaþjóð- irnar verið á eitt sáttir um hvaða stefnu skuli taka í áfengismálum þjóðarinn- ar. Harðvítugar deilur hafa sprottið upp á milli andstæðra fylkinga og ágerðust þær mjög við upphaf 20. aldarinnar. Lengi vel höfðu bindind- ismenn betur og komu því til leiðar að innflutningur á áfengi var nánast alveg bannaður á árunum 1915 til 1935. Tvennum sögum fer af því hvernig gekk að framfylgja áfengis- banninu og heimildir herma að tals- vert magn af bruggi og smygli hafi verið í umferð á „bannárunum“. „Andbanningar“ eins og andstæð- ingar bannsins voru kallaðir létu heldur ekki deigan síga og tókst með nokkurs konar sáttargerð við bind- indismenn að fá bannið numið úr gildi eftir tuttugu ára baráttu. Krafa bindindismanna vegna stefnumótunar í áfengismálum þjóð- arinnar við afnám bannlagana kem- ur skýrt fram í blaðagrein í dag- blaðinu Tímanum árið 1934. Fram kemur að nauðsynlegt verði að hafa fimm atriði sérstaklega í huga til að forða þjóðinni frá því að verða áfeng- isbölinu að bráð. Hið fyrsta er að kjósendur í hverju héraði taki ákvörðun um hvort áfengisútsala verði opnuð eða ekki. Annað að áfengisveitingar í skipum verði bannaðar. Þriðja að verðlagi verði haldið háu. Fjórða að bindindis- fræðslu verði komið á í skólum og fimmta að skipulögð verði útbreiðsla bindindis. Eftir afnám bannsins fólst stefnumótun stjórnvalda með öðrum orðum í því að reyna að hamla gegn neyslu áfengis með því að halda verðlagi háu og aðgengi takmörk- uðu. Þeirri stefnu hefur í megin- dráttum verið fylgt alla tíð síðan. Ekki er þó laust við að gagnrýnis- raddir hafi orðið háværari með ár- unum og er þar skemmst að minnast Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins sl. sunnudag. Þar voru færð rök fyrir því að þótt áfengisstefna væri nauð- synleg, hefði núverandi stefna misst marks vegna þess að hún hefði frem- ur beinst að því að takmarka alla áfengisneyslu en að ráðast beint að misnotkun áfengis. Í Reykjavíkurbréfinu var m.a. bent á að núverandi stefna græfi undan virðingu fólks fyrir lögum, þar sem nánast ógerlegt væri að fram- fylgja banni við áfengisauglýsingum og heimabruggi. Hvatt var til þess að foreldrar sýndu börnum sínum for- dæmi og kenndu þeim að umgangast áfengi í félagsskap fjölskyldunnar fremur en að kynnast því í unglinga- samkvæmum eða á útihátíðum. Jafn- framt var hvatt til þess að tillögum um afnám ríkiseinkasölu og lækkun verðs yrði hrint í framkvæmd og stuðlað að því að efla léttvínsáhuga og bæta vínmenningu. „Við eigum að höfða til ábyrgðartilfinningar ein- staklingsins og hvetja fólk til að mis- nota ekki áfengi, ákveði það á annað borð að nota það. Við eigum ekki að reyna að hafa vit fyrir fólki með haftastefnu og bönnum, sem hafa fyrir löngu gengið sér til húðar,“ sagði í Reykjavíkurbréfinu. Af viðbrögðum lesenda og viðmæl- enda Morgunblaðsins er ljóst að ekki eru allir á sama máli og virðist aðal- áhyggjuefnið felast í því að aukið frjálsræði hafi neikvæðar afleiðingar í för með sér í tengslum við unglinga- drykkju. Foreldrar sýni gott fordæmi Sr. Björn Jónsson, fyrrverandi sóknarprestur á Akranesi og fyrr- verandi forvígsmaður bindindis- hreyfingarinnar, er ekki sammála því að ríkjandi stefna í áfengismálum sé úrelt. Inntur eftir því hverju hún hafi skilað segir hann að fyrst og fremst hafi hún komið því til leiðar að minna sé drukkið hér á landi en ella. Þetta megi rekja til takmörk- unar á sölu áfengis. „Ég staðhæfi að áfengisneysla hefur af þessum sök- um verið verulega mikið minni þótt hún hafi alltaf verið of mikil,“ segir Björn, þótt hann hafi ekki tölulegar upplýsingar til staðfestingar. Þrátt fyrir að hann sé fylgjandi núverandi stefnumótun í áfengismál- um segir hann það vel geta verið að hana megi endurmeta á einhvern hátt. „Nefndir hafa verið skipaðar til athugunar og mats á þessu. Ég veit ekki til þess að nokkur maður sem er virkur í bindindishreyfingunni hafi verið skipaður í þær nefndir. Mér finnst alveg hiklaust að sú rödd eigi að heyrast ekki síður en aðrar radd- ir.“ Þá segir hann að víðar megi taka í sama streng og tekur fjölmiðla og auglýsingar sem dæmi. „Talandi tákn um þetta er í sambandi við verslunarmannahelgina þar sem fjölmiðlar velta sér upp úr og aug- lýsa og auglýsa Eldborgarhátíðina og Vestmannaeyjar. Varla var minnst á bindindismótið í Galtalæk, sennilega af því að þar „gerðist“ ekki neitt. Það eina sem ég hef séð er lítil þakkargrein í lesendabréfi Morgun- blaðsins. Það virðist vísvitandi verið að þegja í hel.“ Björn kveðst algjörlega andvígur auglýsingum á áfengi. „Áfengisauð- valdið er alltaf að reyna að komast inn bakdyramegin til þess að ná sínu fram. Það er að stelast og fela,“ segir hann. En hvernig á þá að framfylgja auglýsingabanni? „Það verður ein- faldlega gert með hörku. Að auglýs- endur verði dregnir til ábyrgðar.“ Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum hefur forvarnarstarfi í áfengismálum ekki síst verið beint að því hvernig koma megi í veg fyrir að æska landsins misnoti áfengi. Að- spurður hvort honum finnist það vera hlutverk foreldra og forráða- manna barna að kenna þeim að um- gangast áfengi segir hann að foreldr- ar og forráðamenn verði fyrst að líta í eigin barm. „Ég las í Morgun- blaðinu nýverið lesendabréf þar sem sveitamaður nokkur var að segja frá heimsókn sinni til Reykjavíkur á menningarnótt og eitt það sem hann hryllti mest við var að hann sá dauðadrukkna foreldra ráfa með barnavagn niður Laugaveginn. Ég held að boð og bönn séu kannski ekki það besta. Það sem foreldrar eiga að gera og geta gert er að fylgjast með börnunum sínum og vera þeim gott fordæmi. Ekki neyta áfengis sjálf og finna að það er hægt að vera glaður og skemmta sér án áfengis. Ég vil því koma á framfæri áskorun til sjálfs mín, foreldra og forráðamanna ungmenna að standa dyggilegar á verðinum en gert hefur verið og reyna að vera æskunni það fordæmi sem við óskum eftir að hún fylgi. Ég tek heils hugar undir orð doktors Tómasar Helgasonar í Morgun- blaðinu þar sem segir: „Vímuvarna- stefna sem ekki leggur aðaláherslu á að draga úr eða koma í veg fyrir notkun algengasta vímuefnisins, áfengis, er dæmd til að mistakast.“ Snýst um að græða peninga Þorgerður Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Áfengis- og vímuefn- aráðs, fagnaði umræðunni og tók fram að ýmislegt ágætt kæmi fram í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins. „Annað ber vott um að höfundurinn hafi litla þekkingu á forvörnum og hugsi dæmið hreinlega ekki til enda,“ sagði hún og nefndi dæmi. „Að spyrja Miguel Torres, fremsta vínframleiðanda Spánar, um hvernig hann myndi standa að for- vörnum er svona álíka gáfulegt eins og að spyrja norska álframleiðendur sem vilja koma upp álveri á Íslandi hvernig eigi að standa að umhverf- ismálum hér á landi.“ Þorgerður viðurkennir að tímarn- ir séu að breytast. „Lögin frá 1935 hafa breyst og munu halda áfram að breytast. Stóra spurningin snýst náttúrulega um hvað eigi að halda í og hvað eigi að heyra sögunni til. Áfengis- og vímuefnaráð er að hefja heildstæðar umræður um áfengis- stefnuna, þ.e. áfengiskaupaaldurinn, auglýsingar, verðlag og aðgengi. Hingað til hefur ráðið aðeins mótað sér jákvæða afstöðu gagnvart því að munurinn á verðlagningu á léttvíni og bjór og sterku áfengi verði meiri.“ Þorgerður segist hafa áhyggur af því að tjón geti hlotist af því að færa léttvín og bjór í matvöruverslanir. „Með því móti væri áfengið komið út um allt. Gleymum því ekki að þjóðir eins og Þjóðverjar og Danir hafa verið að reyna að fara í hina áttina og draga í land. Búðirnar eru heldur ekki í stakk búnar til að taka við áfengissölu. Aldur afgreiðslufólksins er nærtækt dæmi. Sextán ára ung- lingur neitar ekki jafnaldra sínum um afgreiðslu. Ekki er heldur víst að litlar búðir verði fjárhagslega færar um að fara út í áfengissölu. Stóru ris- arnir tveir á matvörumarkaðinum gætu átt eftir að einoka markaðinn með því að bjóða upp á sínar eigin innfluttu áfengistegundir á lágu verði. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta voðalega lítið um fagrar hugsjónir eins og mannréttindi held- ur um að græða peninga.“ Þorgerður segir alveg ljóst að ef léttvín og bjór verði selt í matvöru- verslunum aukist áfengisneysla. „Sumir hafa haldið því fram að meiri neysla eigi eftir að felast í „menning- arlegri“ drykkju, fólk fái sér oftar léttvín með matnum o.s.frv. En er- lendar rannsóknar benda til annars. Harðar deilur skjóta reglulega upp kollinum um stefnumótun í áfengismálum á Íslandi. Anna G. Ólafsdóttir og Hrönn Indriðadóttir leituðu svara við því hvort ríkjandi viðhorf hins opinbera væru gengin sér til húðar og önnur og frjálslyndari þyrftu að taka við. Aðal- áhyggjuefni manna er að aukið frjálsræði hafi neikvæðar afleiðingar í för með sér í tengslum við unglingadrykkju. Morgunblaðið/Billi Áfengisstefnan Úrelt afturhald eða bjargvættur þjóðar? 10 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.