Morgunblaðið - 26.08.2001, Síða 26

Morgunblaðið - 26.08.2001, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ BLAÐAMAÐURINN og rit-höfundurinn AuberonWaugh var 61 árs að aldriþegar hann lést í Bretlandií janúar. Sagt var frá láti hans víða, m.a. hér í Morgunblaðinu, enda maðurinn kunnur af skrifum sínum þó þar hafi hann staðið í skugga föður síns. Hann var sonur hjónanna Lauru og Evelyn Waugh, annar í röð sjö barna þeirra, sem fæddust á árunum 1938–1950. Eitt barnanna lést við fæðingu en upp komust þrjár stúlkur og þrír drengir, elstur þeirra var Auberon Alexander, fæddur árið 1939, alltaf kallaður Bron. Meðal dáðustu rithöfunda Breta Evelyn Waugh (1903–1966) var meðal þekktustu og dáðustu rithöf- unda Breta á sinni tíð, hann var háð- fugl hinn mesti og þótti með allra fyndnustu mönnum. Hann beitti háði sínu miskunnarlaust á menn og mál- efni, þar undanskildi hann ekki sjálf- an sig. Auk skáldsagna skrifaði hann ferðabækur, smásögur, fasta dálka og greinar í blöð og tímarit, hann flutti fréttir af gangi mála í heimsstyrjöld- inni síðari, annaðist bókmenntagagn- rýni og náði að skrifa fyrsta hluta sjálfsævisögu sinnar: „A Little Learning“. Hann hélt dagbók mikinn hluta ævi sinnar og var afkastamikill við sendibréfaskrif. Eftir lát hans hafa verið gefnar út nokkrar ævisögur hans (þar af ein ný- leg) er þykja misgóðar. Eina þeirra hefur fjölskyldan lagt blessun sína yf- ir, þ.e. „Evelyn Waugh a Biography“ gefin út árið 1975, höfundur hennar er Christopher Sykes en hann var fjölskylduvinur. En fleira hefur verið gefið út að rit- höfundinum látnum, hlutar úr dag- bókum hans komu fyrir almennings- sjónir árið 1976 í bókinni „The Diaries of Evelyn Waugh“, sem Michael Dav- ie ritstýrði. Fyrstu skrifin eru frá árinu 1911, þegar hann var 8 ára, en þau síðustu frá árinu 1965, árinu áður en hann lést. Eins og fyrr sagði var Evelyn Waugh óþreytandi við bréfaskriftir, viðtakendum hefur greinilega þótt mikið til bréfanna koma og því haldið þeim til haga. Af 4.500 bréfum sem safnað var saman voru 840 valin til út- gáfu í bókinni „The Letters of Evelyn Waugh“ árið 1980, í samantekt Mark Amory. Bréfin voru skrifuð til eigin- konu, ættingja, barna, fjölda vina og annarra samtíðarmanna. Einstaka bréf í bókinni er merkt „Skrifað á rit- vél“. Vart verður annað sagt en með lestri dagbóka og bréfa opnist sýn inn í líf afar sérstæðs manns, ritsnillings, en ekki að sama skapi geðþekks manns að margra dómi. En bækurnar hans standa fyrir sínu og hafa verið lesnar með mikilli ánægju. Skrif hans hafa víða verið skyldulesning við enskukennslu á framhaldsstigi. Evelyn Waugh kvæntist árið 1928 Evelyn Gardner, 24 ára gamalli jafn- öldru sinni. Fjölskylda hennar var ekki sátt við ráðahaginn, enda fram- tíð ungs rithöfundar óráðin. En ham- ingjan varð ekki langvinn, eftir tæp- lega árs sambúð komst það upp að Evelyn væri í tygjum við annan mann og varð til þess að hún flutti á brott af heimilinu. Það varð eiginmanninum mikið áfall og eftir skilnaðinn var hann lengi á ferðalögum um heiminn og átti ekki fast heimilisfang á meðan. Evelyn Waugh snerist til kaþólskr- ar trúar árið 1930 og lagði við hana rækt við hinstu stundar. Eftir margar tilraunir tókst honum loks að fá hjónaband þeirra Evelyn ógilt árið 1936. Hann kvæntist Lauru Herbert árið 1937, hún var kaþólsk, af aðalsætt, komin af vel efnuðum foreldrum og var 14 árum yngri en hann. Það hjónaband entist meðan bæði lifðu. Börn þeirra voru áður nefnd. Gagnrýndi stíl konu sinnar í sendibréfum Eftir að trúlofun þeirra Lauru og Evelyn varð opinber skrifaði hann bróður sínum og þakkar hamingju- óskir þeim sendar. Síðan stendur: „Hlakka til að koma með Lauru til þín næst þegar við verðum öll í London. Hún er grönn, hljóðlát, með langt nef, hún hefur engar bókmenntalegar til- hneigingar, er reglusöm en ekki mjög iðin. Ég held að hún sé kona fyrir mig og ég er mjög hrifinn af henni.“ Mörg sendibréfanna eru til Lauru enda var hann mikið fjarverandi frá heimilinu, hann var úti í sveitum landsins á hótelum eða bjó í klúbbum í London. Hann ávarpar konu sína jafnan hlýlega í bréfunum, segist sakna hennar, tíundar það sem á daga hans hefur drifið, segir t.d.með hverj- um hann snæddi hádegis- og kvöld- verð, hvaða matar var neytt og hvaða vín drukkið með. Í einu bréfanna hvetur hann konu sína til að skrifa sér betri bréf. Í öðru, frá árinu 1943, þakkar hann henni gott og fullorðinslegt bréf. Nokkru síðar kvartar hann yfir því að hafa ekki heyrt frá henni lengi og skrifar: „Ég hef engan áhuga á að frétta af því sem kemur fyrir dags daglega, hvort Teresa (elsta dóttir þeirra) hefur hnerrað eða Bron dottið. Mig langar til að heyra frá þér einu sinni til tvisv- ar í viku af þeirri ástæðu að þú hefur áhuga á mér og segir mér það“! Samkvæmt ævisögu Christopher Sykes, sem vel þekkti til, lifðu þau í hamingjusömu hjónabandi alla tíð. Eftir því sem best er vitað hefur engin bóka Evelyn Waugh verið þýdd á íslensku. Sjónvarpsþættir gerðir eftir bók hans „Brideshead Revis- ited“ (Ættaróðalið) voru sýndir hér fyrir nokkrum árum. Auberon Waugh sannar sig Auberon fékk styrk til náms í Ox- ford. Lærdómurinn vék þar fyrir hinu ljúfa stúdentalífi, þótti hann þar minna á föður sinn og félaga hans. Eftir að hafa fallið tvisvar á undirbún- ingsprófi þurfti hann frá að hverfa. Hann hóf störf við blaðamennsku og Mér leiðast börnin mín Reuters Auberon Waugh. Myndin er tekin 24. nóvember 1999. Feðgarnir Evelyn og Auber- on Waugh settu mikinn svip á breskt menningarlíf og bókmenntir. Evelyn Waugh var hins vegar lítið gefið um börn sín og tókst Auberon aldrei að vinna hylli hans. Bergljót Ingólfs- dóttir skrifar um feðgana. Prófadeild - Öldungadeild Haust 2001 Grunnskólastig: (danska, enska, íslenska, stærðfræði) Grunnnám. Samsvarar 8. og 9. bekk grunnskóla. Ætlað þeim sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi eða vilja upp- rifjun frá grunni. Fornám. Samsvarar 10. bekk grunnskóla. Ætlað þeim sem ekki hafa náð tilskyldum árangri í 10. bekk. Upprifj- un og undirbúningur fyrir nám á framhaldsskólastigi. Framhaldsskólastig: Sjúkraliða-, nudd- og félagsliðanám. Almennur kjarni fyrstu tveggja ára framhaldsskóla og sérgreinar á heilbrigðissviði. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og hefst 10. september. Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda og er haldið í lágmarki. INNRITUN í PRÓFADEILD fer fram 30. ágúst til 6. september frá kl. 9-19 í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. Upplýsingar í síma 551 2992 Fax: 562 9408 Netfang: nfr@namsflokkar.is Heimasíða: http://www.namsflokkar.is s YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, sími 588 5711 Vetrardagskrá byrjar mánudaginn 3. sept. Við bjóðum mjög góðar alhliða æfingar, sem byggðar eru á HATHA-YOGA, til viðhalds þrótti, mýkt og andlegu jafnvægi. Byrjendatímar- sér tími fyrir barnshafandi konur - almennir tímar. Morgun-, dag- og kvöldtímar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.