Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 24

Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 24
24 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þegar ég snemma árs 1961heimsótti Makaríos erki-biskup, nýkjörinn forsetaKýpur, var hann bjartsýnn á að lýðveldið unga ætti sér framtíð, þó undangenginn áratugur hefði ver- ið ærið róstusamur og samsetning þings og ríkisstjórnar væri í senn sérkennileg og þung í vöfum. Lýð- veldið hafði verið stofnað 1960 með samkomulagi þriggja ríkja, Bret- lands, Grikklands og Tyrklands, við tvö stærstu þjóðarbrotin á eynni, það gríska og það tyrkneska. Stjórn- arskránni mátti ekki breyta nema með samþykki ríkjanna þriggja. Samkvæmt henni skyldi forsetinn vera af grískum uppruna og varafor- setinn af tyrkneskum. Það hafði í för með sér að forsetinn var í rauninni valdalaus meðþví varaforsetinn hafði neitunarvald í öllum meiriháttar málum. Þingið var skipað 40 fulltrú- um, 25 af grískum uppruna, 15 af tyrkneskum. Til að ná fram að ganga urðu frumvörp að njóta fylgis meiri- hluta í báðum hópum, þannig að 25 atkvæði grískumælandi þingmanna nægðu ekki, heldur þurfti líka stuðn- ing minnst 8 manna í tyrkneska hópnum. Gervallt samfélagið auð- kenndist af svipaðri sundrung. Hvort þjóðarbrot hafði sína skóla, sínar fjámálastofnanir (innlendir bankar voru ekki til) og sína dóm- stóla — nema tvo æðstu dómstólana: sakamáladómstóllinn laut írskum og stjórnlagadómstóllinn þýskum for- seta. Makaríos var forseti lýðveldisins frammí júlí 1974, þegar gríska her- foringjastjórnin gerði samsæri um að ráða hann af dögum og setja á for- setastól dæmdan morðinga og blaða- mann, Níkos Sampson, sem var við völd í nokkra daga og naut fulltingis Bandaríkjastjórnar. Makaríos hafði fengið pata af samsærinu og komst undan með nálega yfirnáttúrlegum hætti, fyrst til vesturstrandarinnar, síðan til einnar herstöðvar Breta á eynni og loks til Bretlands. Tyrkir gerðu innrás og lýðveldið liðaðist sundur, en herforingjastjórnin í Aþenu hrökklaðist frá völdum. Mak- aríos sneri aftur til gríska hlutans og var forseti Kýpur til dauðadags 1977. Tyrkneska yfirráðasvæðið á Kýp- ur hefur ekki verið viðurkennt af neinu ríki nema Tyrklandi. Gríski hlutinn er hið eiginlega Kýpurlýð- veldi og á aðild að Sameinuðu þjóð- unum. Þegar Tyrkir gerðu innrásina lögðu þeir undir sig norðausturhluta eyjarinnar sem var bæði frjósamari og lífvænlegri en suðvesturhlutinn. Hinsvegar urðu ótrúlegir erfiðleikar grískumælandi eyjarskeggja til að þjappa þeim saman og vekja með þeim frumkvæði og framtaksvilja Kyrrlát stund á götu í Níkósíu.Blómsveigur hefur verið lagður við styttu af Makaríosi erkibiskupi. Kjörland kræsinna Morgunblaðið/Ómar Rústir hinnar fornu Pafosborgar. Náttúrufegurð Kýpur er bæði stórbrotin og fjöl- breytileg og sögulegar minj- ar frá ólíkustu tímaskeiðum liggja einsog hráviði um gervalla eyna. Sigurður A. Magnússon fjallar um sögu Kýpur og menningu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.