Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 41 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri um margt en ætíð fullkomlega drenglynd og heiðarleg. Undir gust- miklu fasi var hún vædd meiri hlýju en flestir sem ég þekki og betri rót- og handfestu en hjá henni var hvergi að finna. Nú, þegar sól hennar hefur yf- irgefið þetta jarðlíf, mætist hið liðna og verðandi í okkur sem eftir stönd- um. Við kveðjum mergð hinna marg- litu daga sem okkur áskotnaðist með henni og beinum sjónum fram á veg- inn. Þessi kona gaf okkur allt hið dýrasta og besta sem hún átti. Ver- mætara erfðadjásn getur enginn lagt í hendur afkomendum sínum. Því mun hinn sterki, samhljóma kjarni hennar lifa áfram í hverju og einu okkar uns við knýjum dyra að nýjum heimi. Þá mun hún bíða okk- ar þar með sinn opna og ástríka faðm, lofa okkur að halla höfði að brjósti og gera alla hluti góða að nýju. Guð blessi elsku ömmu mína. Margrét Grétarsdóttir. Það var bara brot af ævi ömmu okkar sem við þekktum, en hún virt- ist þekkja hvert lítið brot af ævi allra sem hún nokkurn tíma hitti. Hún tengdi okkur, fjölskyldu sína, bönd- um sem við kunnum ekki alltaf að mynda sjálf. Sögur, myndir, dagleg- ir atburðir og meiriháttar viðburðir áttu hjá henni samastað; sumir á hillu eða borði í bjartri stofunni sem hún elskaði að sitja í, aðrir í vænu hjarta hennar eða stálminni. Hún mundi afmælis-, giftingar- og dán- ardag allra og sinnti því alltaf að við vissum að hún hugsaði til okkar á mikilvægum stundum í lífinu. Við munum sakna þessarar góðu konu sem alltaf var tilbúin með pönnukök- ur og kaffi, sem alltaf spurði okkur nærgætinna en rýnandi spurninga um líf okkar og í staðinn sagði okkur frá þeim tímum sem æ færri muna – þegar Ísland var ekki nútímaþjóð- félag. Við munum sakna orku henn- ar og sækja í minningar um hana í von um, að líka við getum áorkað meiru, verið aðeins skipulagðari, að- eins ættræknari, aðeins kurteisari, aðeins duglegri, aðeins betri. Við munum sakna einlægni hennar, já- kvæðni og lífsgleði. Það tók næstum 90 ár, en amma, núna veistu loksins hvað það er að hvíla sig. Ólafur, Haraldur Andri og Fjölnir Freyr Haraldssynir. Langamma mín, hún Jóna Ólafs- dóttir, hefur kvatt þennan heim. Það má segja að hennar tími hafi verið kominn enda var hún farin að þrá til guðs síns undir það síðasta. Frá því að hún varð fyrir áfalli í nóvember síðastliðnum var hún búin að vera veik og máttlítil. Slíkt ástand á ömmu var þó nýlunda, svo orkumikil og heilsugóð sem hún hafði verið alla tíð. Mynd af henni veikburða nær enda ekki að festa sig í sessi í huga mínum. Þar ríkir mynd af brosmildri og sterkri konu sem kom í strætó og passaði mig og systur mína. Hún amma var af gamla skólan- um og fannst sú skylda hvíla á herð- um sér að sjá til þess að mataræði okkar systkinanna væri gott. Sér- staklega var henni umhugað um að við tækjum lýsi, því eins og hún sagði sjálf var lýsi allra meina bót. Hún var ekki alltaf sátt við það sem mamma var að bauka í eldhúsinu og átti það til að hringja á matmáls- tímum til að fá skýrslu um það hvort við systkinin værum ekki örugglega að fá einhverja hollustu á diskinn! Ég fæddist daginn eftir sjötugs- afmælið hennar þannig að hún var ekkert sérstakt unglamb eftir að ég kom til sögunnar. En atorka hennar var aldrei í réttu hlutfalli við aldur og hún tvíefldist alltaf þegar hún fékk að rétta fjölskyldu sinni hjálp- arhönd. Hún kom oft í heimsókn og passaði okkur systkinin og fór létt með að taka allt í gegn, hátt og lágt, en eyða samt ómældum tíma í að spila og leika við mig og systur mína. Hún kunni svo sannarlega að gleðja lítinn dreng því engan get ég nefnt til sögunnar annan en hana sem nennti að spila svo lengi við mig, jafnvel svo tímunum skipti. Fátt fannst mér heldur skemmti- legra og því hlakkaði ég alltaf til stundanna með ömmu Jónu. Í þá daga fannst mér það eðlilegur hlutur að amma kæmi annað slagið til að leika við mig en nú sé ég hversu sjaldgæft það er að fullorðið fólk gefi börnum svo mikið af tíma sín- um. Amma Jóna gerði það af þeirri gleði og atorku sem hún ein bjó yfir. Þannig léði hún þessum stundum töfra sem eru í gildi enn þann dag í dag. Langamma mín var góð mann- eskja, orðheldin, hjartahlý, heil og sönn – eiginlega eins góð fyrirmynd og nokkur getur orðið. Ég á án efa enn eftir að læra margt af henni eft- ir því sem tímar líða. Ég mun ætíð minnast hennar. Ég heimsótti þig allt of sjaldan í seinni tíð, amma mín, og ég sé eftir því. En á hinn bóginn er ég einnig mjög þakklátur yfir því að fá að muna þig eins og þú varst, áður en veikindin fóru að taka sinn toll. Því þú varst óvenjulegur orkubolti og gleðigjafi sem öllum vildir gera til góða. Guð geymi þig, amma mín, og takk fyrir allt Grétar H. Gunnarsson.                                        ! "   #$ %&'          !  "  # $ # % &  '   () *+  " , # ++ " , ,)  -  ' " , # $ $. #+ $ $ $ '                                                              !" #" $ %& '   !" "( ! ("  !" $  )  ' *    !" ! (" '" ( +, "  )! ' $ %&  !" ' - "( $(% . ( /!  " 0 '  )"1 $  )  ! ("     !" ! (" ("  ( 2'30                                                ! "#   $$! %%   ! !$&!   '%&!    &! ( '%)% %&   )% ! *!&!$% ! !$    )% ) + % + % +%                             !   "     # $#   "    # " %    %  % %   % % %                                             ! "#$%&                      !  " %   '  ())$ *+, & %  ))$ -. ! (), %  ! %) /0 & %  ))$ 1) 2%(, & *(), %  %/  %  ))$ * 3 4  5/ ), %  -. %  ), %  6%  4 %))$ $   &                               !  ""            !  " #   %  !   # " $" "% %&$" '" ()  &)$*) '"%) %&$" !   &)$*) +)) %&$" '" () +, *) -)"  %&$" +*#")) #"*) )) %&$" &)$  .*)  & )) %&*) /$$ 0 .  .$" * . $ MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.