Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 19
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 19
ENSKA ER OKKAR MÁL
Innritun
í fullum
gangi
Ensku talnámskeið
Einnig önnur
fjölbreytt enskunámskeið
Viðskiptaenska/rituð enska.
Barnanámskeið (5-15 ára).
Sérnámskeið fyrir byrjendur.
Sérnámskeið fyrir eldri borgara.
Námskeið fyrir fyrirtæki.
TOEFL og GMAT/símsvörun á ensku.
Einkatímar/málaskólar í Bretlandi.
Athugið:
Enskuskólinn
nú einnig á
Selfossi
Julie Ingham Sandra Eaton Edward Rickson Susannah Hand Joon Fong Susan Taverner
Hringdu í síma
588 0303
FAXAFENI 8
www.enskuskolinn.is
enskuskolinn@isholf.is
MEISTARANÁMSKEIÐ (mast-
erclass) stendur nú yfir í Vest-
mannaeyjum. Það hófst 18. ágúst
og því lýkur með lokatónleikum í
Höllinni í dag, sunnudag, og hefj-
ast tónleikarnir kl. 13.
Að sögn Áshildar Haraldsdótur,
upphafsmanns að námskeiðinu,
hefur það tekist mjög vel og er
hún ánægð með allan aðbúnað í
Tónlistarskólanum í Vest-
mannaeyjum þar sem börnin sem
sækja námskeiðið hafa dvalið all-
an tímann við æfingar og nám og
að auki hefur hópurinn gist í
Tónlistarskólanum. Á námskeið-
inu eru 18 nemendur sem lengra
eru komnir í námi, og er þetta
mjög mikilvæg reynsla fyrir
krakkana. Í hópnum eru 10
flautuleikarar, 6 fiðluleikarar og
einn leikur á selló. Hópurinn æfir
og kemur fram sem einleikarar
og kammerhópur. Fimm af nem-
endum hópsins eru frá Vest-
mannaeyjum hinir eru frá Reykja-
vík og suðvesturhorni landsins.
Masterclass-námskeiðið hóf göngu
sína árið 2000 og fékk þá styrk
frá Menningarborgarsjóði. Ferð
hópsins til Eyja er styrkt af Vest-
manneyjabæ og Tónlistarskól-
anum. Börnunum hefur liðið mjög
vel í Eyjum og sinna helst ekki
öðrum áhugamálum en tónlistinni
að sögn Áshildar, og fóru aðeins
fjögur þeirra á lundapysjuveiðar
eitt kvöldið. Kennarar á nám-
skeiðinu auk Áshildar, eru hinar
landsþekktu tónlistarkonur Sig-
rún Eðvaldsdóttir og Nína
Margrét Grímsdóttir og kennarar
frá Tónlistarskólanum í Vest-
mannaeyjum, þau Michell Gaskell
og skólastjóri skólans Guðmundur
H. Guðjónsson, organisti í Landa-
kirkju.
Fjölbreytt dagskrá hefur verið
á tónlistardögunum. Tónleikar
með Kristni Sigmundssyni og Jón-
asi Ingimundarsyni voru haldnir í
safnaðarheimili Landakirkju sl.
laugardag og í dag sunnudag
verða lokatónleikar í Höllinni og
hefjast þeir kl. 13:00 en þar koma
fram Áshildur Haraldsdóttir
flautuleikari, Sigrún Eðvalds-
dóttir fiðluleikari, Nína Margrét
Grímsdóttir píanóleikari og nem-
endur masterclass 2001.
Meistaranámskeið fer
fram í Vestmannaeyjum
Morgunblaðið/Sigurgeir
Nemendur og leiðbeinendur á námskeiðinu í Eyjum sem koma fram á tónleikunum í dag.
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
ÞEIR voru ófáir sem gripu andann á
lofti þegar stúdíó listamannsins
Francis Bacon var opnað almenningi
í Hugh Lane-safninu í Dublin fyrir
nokkru – önnur eins óreiða hefur
sjaldan sést.
Vissulega má segja að um mikil-
fenglega óreiðu hafi verið að ræða
enda verk Bacon sjálfs. Stjórn safns-
ins hafði fjárfest í stúdíói listamanns-
ins og lét koma því fyrir í sýningar-
rými sínu nákvæmlega eins og Bacon
skildi við það þegar hann lést. Þeir
7.500 munir sem vinnustofan, sem er
um 30 fm, hefur að geyma hafa allir
verið vandlega skráðir. Má þar á
meðal nefna 100 rifna strigafleti, 70
teikningar, sem Bacon viðurkenndi
aldrei að hafa gert í lifanda lífi, sem
og dagblaðaúrklippur, tómir vín-
flöskukassar, leifar af flauelsbuxum,
ljósmyndir, penslar og litir sem öllu
var dreift um stúdíóið á handahófs-
kenndan hátt líkt og hvirfilvindur
hefði farið þar yfir. Það tók fornleifa-
fræðinga líka um tvö ár að skrá alla
munina sem þar er að finna og nam
kostnaðurinn við flutninginn frá
London til Dublin 200 milljónum
króna.
Gestum býðst í dag að skoða
vinnustofu Bacons í gegnum lítið
glerrými þar sem einn kemst fyrir í
einu, líkt og Bacon sjálfur hafi hleypt
þeim yfir þröskuldinn en ekki skref-
inu lengra. Að mati blaðamanns Her-
ald Tribune minnir vinnustofan einna
helst á vistarverur geðsjúklings sem
tekið hefur æðiskast í lyfjavímu –
gólfið sést varla fyrir drasli og máln-
ingu hefur verið klínt alls staðar utan
í veggi og dyr, líkt og listamaðurinn
hafi notað fletina til að blanda liti
sína.
Líkt og búast má við af jafnum-
fangsmiklu verkefni og þessu hefur
uppsetningin verið jafnt lofuð sem
löstuð. Margir gagnrýnendur hafa
velt því fyrir sér hvort kostnaðurinn
við framkvæmdina sé réttlætanlegur
þegar fjárhagur safnsins er þröngur.
Frekar ætti að styðja við bakið á efni-
legum írskum listamönnum. Sú
spurning sem leitað hefur á fleiri er
þó hvort Bacon eigi í raun og veru
heima í safninu. Hann fæddist í
Dublin árið 1909 og ólst upp í ná-
grenni við borgina en flúði frá Írlandi
16 ára gamall og hefur jafnan verið
talinn til breskra listamanna. Sjálfur
sagði hann jafnan í nokkru gamni að
hann myndi ekki snúa aftur til Ír-
lands fyrr en eftir andlát sitt.
Flestir eru þó sammála um að það
hafi verið djarfur leikur hjá Barböru
Dawson, yfirmanni safnsins, að
leggja í uppsetninguna og vonar nú
menningar- og listasamfélag Dublin
að fleiri stofnanir reynist reiðubúnar
að tefla jafndjarft. „Írar hafa í fullri
hreinskilni ekki metið listamenn sína
nógu mikið,“ segir Noel Sheridan, yf-
irmaður Lista- og hönnunarháskóla
Írlands í Dublin, og Perry Ogden,
sem vann að fornleifavinnunni við
stúdíóið, tekur í sama streng. „Bacon
er víðast hvar talinn til meistara
listasögunnar en Írarnir setja hann
ekki á neinn stall. Þeir segja frekar:
Hérna er mjög áhugaverður per-
sónuleiki og það gefur Bacon aftur
eitthvað af sínum gamla krafti.“
Mikilfengleg
óreiða Bacon
Reuters
Vinnustofa listamannsins Francis Bacon er nú meðal sýningargripa í
Hugh Lane-safninu í Dublin. Ekki eru allir á eitt sáttir um framkvæmd-
ina, en ekki verður um það deilt að það er óreiða sem við blasir.