Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 12

Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 12
aðhaldssemi og hófsemi lykilorðin í þessu að svo miklu leyti sem menn hafa áfengi um hönd á annað borð. „Ég held að allar viðmiðanir sem við getum notað til að átta okkur á því hvar við erum á vegi stödd í áfengis- og vímuefnamálum ættu frekar að hvetja til að menn færu varlega í sakirnar. Við höfum engar ástæður, eða leyfi til að fara út í meira kæruleysi í þessum efnum,“ segir hann og bætir við að það sé háskalegur hugsunarháttur að áfengisbaráttan sé tapað stríð og menn eigi að leggja meiri áherslu á eiturlyfjabaráttuna. Þetta haldist allt í hendur. Viðhorf þjóðarinnar breytist „Ég sé ekki betur en að hér sé hægt að nálgast áfengi hvenær sól- arhringsins sem er og fer því ekki mikið fyrir haftastefnu hvað slíkt snertir,“ segir Sigríður Jóhannes- dóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, innt eftir því hvort henni finnist haftastefna vera ríkjandi í áfengis- málum. „Það hefur ekki einu sinni tekist að halda þau aldurstakmörk á sölu áfengis sem þó hafa verið sett,“ segir hún. Sigríður var spurð að því hvað henni fyndist um ríkjandi stefnumót- un í áfengismálum. „Ég held að það sé í rauninni ekki til nein sú forvarn- arstefna sem dugir önnur en sú að breyta viðhorfi þjóðarinnar til áfeng- is,“ segir hún og bætir við að það verði aðeins gert með miklum áróðri, upplýsingum og umræðu. „Ég held að á þessu sviði sé mikið verk að vinna. Ég tel að það þurfi að láta bæði skólum og foreldrum í té að- gengilegt og auðskilið lesefni um skaðsemi áfengis. Það er fyrst og fremst viðhorfið til drykkju sem þarf að breytast. Það viðhorf að allt sé í lagi með að vera draugfullur á al- mannafæri þarf að hverfa. Slík hegð- un fólks, að ég tali nú ekki um barna og unglinga, er nánast óþekkt ann- ars staðar í heiminum. Forvarnar- starf okkar þarf að beinast að því að breyta tískunni í þessum efnum. Það er ekki nóg að benda á unglingana, hinir fullorðnu sem eru fyrirmynd- irnar þurfa líka að breyta sinni hegð- un. Kannski væri hugsanlegt að fá ýmis félagasamtök í landinu, ég nefni t.d. Rótarý-, Lions-klúbba og kvenfélög, til samstarfs um þetta.“ Um ríkjandi stefnu tekur Sigríður fram hversu gott meðferðarstarf sé unnið á Íslandi. „En að mínu mati þá skiptir það ekki síður máli að reyna að fyrirbyggja ofneyslu með því að takmarka aðgengi að áfengi. Mér finnst t.d. ekki koma til greina að fara að selja áfengi í matvöruversl- unum. Við það að innflutningur á áfengi var gefinn frjáls til einkaaðila jókst áfengisneysla stórlega. Það er gömul og ný reynsla að hátt verð og takmörkun á aðgengi draga úr neyslu. Ef við viljum takmarka neyslu áfengis er sú leið augljóslega fær.“ Mikilvægt að draga úr aðgengi Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirliti ríkisins og geðlæknir, segir áfengisneyslu hafa aukist síð- astliðin hundrað ár vegna aukins frjálsræðis. Grunninntak í stefnu stjórnvalda á þessu tímabili hefur að gangur hefur væntanlega haft ein- hver hamlandi áhrif á neysluna í upphafi. Með tímanum hefur fyrir- tækið neyðst til að veita betri þjón- ustu, opna fleiri verslanir, breyta verslunum og færa afgreiðslutímann nær óskum viðskiptavinanna. Hlut- verk ÁTVR hefur því verið annars vegar að færast fjær því að tak- marka aðgang viðskiptavinanna að vörunni og hins vegar nær því að þjónusta viðskiptavini sína rétt eins og hvert annað verslunarfyrirtæki,“ segir hann og samsinnir því að miðað við þróunina verði afnám einkaleyfis ÁTVR væntanlega ekki svo stórt skref. „Eina spurningin sem stendur eftir núna er eiginlega hvort ríkið eða einkaaðilar eigi að annast þessa þjónustu.“ Vilhjálmur var spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af því að unglingadrykkja ykist í kjölfar greiðari aðgangs að léttvíni. „Nei, ég held ekki. Börn komast náttúrulega í áfengi í dag. Mestu skiptir auðvitað hvernig foreldrar stjórna heimilum sínum,“ sagði hann og viðurkenndi að væntanlega myndi áfengis- drykkja Íslendinga almennt aukast. „Hófdrykkja gæti aukist. Afnám einkaleyfisins breytir væntanlega engu fyrir ofdrykkjufólk enda hefur aðgangurinn alltaf verið fyrir hendi.“ Vilhjálmur sagði augljóst að erfitt væri að framfylgja banni á áfengis- auglýsingum. „Mér sýnist bannið einfaldlega ekki ganga upp og í raun- inni aðeins opinbera hvað kerfið er fáránlegt.“ Ekki reyndist unnt að ræða frum- varpið á þingi í vor. „Ég stefni að því að frumvarpið komist í nefnd á næsta þingi,“ segir Vilhjálmur og vill engu spá um framgang þess. „Áfeng- ismálið er þverpólitískt og reyndar talsvert kynslóðaskipt. Með fjölgun nýrra þingmanna eykst fylgi við til- lögurnar. Fleiri hafa kynnst því af eigin raun að heilu þjóðirnar hafa getað búið við frelsi án þess að fara sér að voða.“ Fylgjandi aðhaldsstefnu Tveir þingmenn hafa einkum beitt sér gegn tillögum um aukið frjáls- ræði í áfengismálum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar-græns framboðs segist aðhyllast aðhaldssama stefnu í áfengismálum eins og öðrum vímu- efnamálum. „Ég tel að árangur þeirrar aðhaldssömu stefnu sem Norðurlöndin, að slepptri Dan- mörku, hafa fylgt um áratugaskeið sé mjög góður,“ segir hann og getur þess ennfremur að á vettvangi Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sé ítrekað bent á góðan árangur Norð- urlandanna. Þjóðir sem glíma við mikil vandamál á þessu sviði séu þannig hvattar til að skoða þau for- dæmi sem þar hafa verið gefin. Þegar Norðurlandaþjóðirnar fjór- ar ræddu um gerð EES-samningsins á sínum tíma settu þær fyrirvara um visst fyrirkomulag á áfengissölu, það er að segja einkasölu á vegum rík- isins. „Rökin sem þar voru gefin eru að þetta væri hluti af heilbrigðis- og for- varnarstefnu landanna en ekki við- skiptamál. Þetta segir sína sögu um það grundvallarviðhorf sem legið hefur að baki þessu fyrirkomulagi í gegnum tíðina. Ég tel að það að ríkið haldi utan um sölu á áfengum drykkjum hafi mikla kosti,“ segir Steingrímur og bætir við að hann sé sannfærður um að þetta sé langbesta tryggingin fyrir því að unglingar undir lögaldri eigi ekki greiðan að- gang að því að kaupa áfengi. „Reynslan með tóbakið sýnir að ef þetta færi í allar búðir þá er öruggt mál að það yrðu stórfelldar brota- lamir á því að aldursmörk yrðu virt.“ Steingrímur segir ennfremur að á meðan ríkið sjái um söluna, en mark- mið þess sé ekki að græða á versl- uninni, sé aftengdur sá hagnaðar- hvati sem væri í myndinni ef einkaaðilar væru með söluna í sínum höndum, það er að græða á því að selja sem mest. Ríkið sitji hins vegar líka uppi með útgjöldin sem þessu viðkoma. „Þá ætla ég að gerast svo djarfur að segja að að sumu leyti er þetta trygging fyrir betri þjónustu en ella væri vegna þess að í gegnum rekstur á stórum sérverslunum með áfengi, þar sem er mikið vöruúrval og þekking, áttu vísan aðgang að betri þjónustu. Þá má ekki gleyma því að allar kannanir sýna að það eru viss tengsl á milli aðgengis og þess hversu mikið er keypt. Í aðalatriðum er ég sáttur við nú- verandi stefnumótun í áfengismál- um. Ég er eindreginn stuðningsmað- ur auglýsingabanns og tel að besta fyrirkomulagið í smásölu séu sér- verslanir á vegum hins opinbera. Í gegnum þær getur hið opinbera allt- af komið fram markmiðum sínum í áfengismálum en um leið og þessu væri sleppt lausu yrði allt slíkt miklu erfiðara, hvort sem það er að tryggja aldurstakmörk eða brotnar reglur um auglýsingabann.“ Inntur eftir því að undanfarið hafi birst auglýsingar um óáfengan bjór undir vörumerki þekktra bjórfram- leiðenda segir hann að því miður séu einhver brögð að þessu. „Það er ákaflega dapurlegt að sjá jafnvel virt iðnfyrirtæki standa í ára- löngum tilraunum til að brjóta þetta bann. Mér finnst menn lítillækka sig með því. Ég tel að menn verði að nálgast þetta með svipuðum hætti og ýmsar aðrar reglur sem við setjum í samfélaginu. Að þótt eitthvað sé um að menn séu að reyna að brjóta þær þá séu það ekki rök fyrir því að fella þær niður ef góð og gild rök liggja að baki því að reyna að viðhalda þeim,“ segir Steingrímur og bendir því til samlíkingar á að 90 kílómetra há- markshraði gildi. Þó að talsvert sé um að hann sé brotinn séu mjög gild rök fyrir því að reyna að halda hrað- anum niðri, það sé því ekki gefist upp með því að hækka. Steingrímur segir samfélagið þurfi að vera virkara í allri umræðu um þessi mál. Skynsamleg og að- haldssöm stefna stjórnvalda, fræðsla og forvarnir í skóla og síðast en ekki síst virkur þáttur foreldra og for- ráðamanna þurfi að haldast í hendur. „Eitt af því allra mikilvægasta í þessari umræðu er að sporna við að neyslan færist niður í yngri aldurs- hópa vegna þess að þá er skaðsemin af misnotkun margföld. Eitt af því ískyggilega sem við stöndum frammi fyrir er að meðaltöl og aldursmæl- ingar sýna að neyslan hafi heldur verið að færast í yngri aldurshópa hér á landi.“ Steingrímur segir að almennt séu hans sögn breyst frá því að reyna að koma í veg fyrir áfengisneyslu í að gera áfengisneyslu sjálfsagða í dag- legu lífi fólks og meðhöndla afleið- ingarnar. „Þetta sýnir sig í að líkur á áfeng- issýki hafa tífaldast hjá stúlkum og meira en tvöfaldast hjá piltum á síð- astliðnum hundrað árum. Við sjáum þessa stefnubreytingu víða,“ segir Kristinn og vitnar hann þá sérstak- lega til fjölgunar vínveitingastaða. Aðspurður hvað beri að gera segir hann að aðalmálið sé kannski fyrst og fremst að framfylgja þeirri stefnu, að reyna að draga úr aðgengi eins og frekast sé kostur. „Það á að koma í veg fyrir að einkaaðilar hafi beinan hag af sölu áfengis. Þá er ég á því að það eigi að reyna að draga úr auglýsingum bæði á áfengi og tób- aki.“ Inntur eftir því hvernig best sé að framfylgja því nefnir hann mat reiðslumenn til sögunnar. Hann gagnrýnir þá matreiðslumenn, sem í fjölmiðlum mæla með einhverju sér- stöku víni af ákveðnum árgangi með tilteknum mat. Þetta segir Kristinn vera óæskilegt og því þurfi að sporna gegn þessu eftir föngum. Annað dæmið er hjá flugfélögum „Þegar maður gengur um borð í viðskipta- farrýmið í flugvél Flugleiða er manni réttur vínlisti með morgunmatnum. Stjórnendur í ferðaþjónustu verða að skynja að það orkar mjög tvímæl- is að bjóða upp á áfengi í tíma og ótíma. Þessir aðilar verða að móta sér heilsuverndarstefnu og tak- marka og draga úr neyslu vímuefna, þ.á.m. áfengis og tóbaks.“ Kristinn segir að það verði að höfða meira almennt til fólks og yf- irvalda. „Yfirvöld þurfa að fylgja þeirrigrundvallarstefnu, að draga úr aðgengi að áfengi, með því að halda verði háu og koma í veg fyrir að einkaaðilar hafi hag af aukinni sölu. Það skiptir máli að sinna almenn- um forvörnum, þannig margfaldar kvíði eða þunglyndissjúkdómur hjá barni eða unglingi hættuna á því að það misnoti tóbak eða áfengi. Þess vegna er mikilvægt að huga að vel- ferð fjölskyldna og barna sem eiga á einhvern hátt undir högg að sækja.“ Kristinn segist þess fullviss að ef áfengi verði fært í matvöruverslanir muni neysla áfengis meðal ung- menna aukast. „Það þýðir að lang- varandi skaði ungmenna af völdum áfengis verður meiri.“ Hann kveðst vilja skerpa núver- andi stefnumótun í áfengismálum. „Nauðsynlegt er að þetta sé stefna sem slær taktinn í þjóðfélaginu. Stefna Reykjavíkurborgar að fjölga vínveitingastöðum í gamla miðbæn- um og lengja afgreiðslutímann er í engu samræmi við þá stefnu að reyna að draga úr skaðsemi áfengis á einstaklinginn og umhverfi hans. Mestu skiptir þó að fara fram með varúð í þessum málum og safna upp- lýsingum um tóbaks-, áfengis- og aðra vímuefnanotkun og skaðsemi neyslunnar, og hafa bætta heilsu þjóðarinnar að meginmarkmiði.“ Stór vandi í grunnskólunum Ingjaldur Arnþórsson hefurstarf- að við áfengisráðgjöf í 16 ár og hefur undanfarin fjögur ár starfað á ung- lingameðferðarheimilinu Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Spurður hvort hann telji að áfengisvandi unglinga muni aukast ef betra aðgengi yrði að áfengi, t.d. í matvöruverslunum, seg- ir hann það tvímælalaust. „Enda eru ekki skýrar reglur um aldur af greiðslufólks. Við sjáum þennan vanda gagnvart tóbakinu, hvernig verslanir hafa ekki getað sinnt þess- ari lagaskyldu sinni, þ.e. að selja unglingum ekki tóbak vegna þess að það eru unglingar sem eru að af- greiða. Þá getur maður ímyndað sér hvernig vandræði þetta verða í tengslum við vínsölu.“ Hann segir stefnumótun í áfeng- ismálum í dag slappa og það þurfi að taka miklu fastar á málunum. „Í mínu starfi er ég að kljást við neyslu grunnskólanema og mér finnst stóri vandinn í dag vera neysla þessa hóps. Við fáum talsvert marga ung- linga á aldrinum 14 til 15 ára í með- ferð sem hafa verið í neyslu frá 12 ára aldri en þar virðast aldursmörk- in liggja nokkurn veginn,“ segir hann og bætir enn fremur við að þetta sé sá hópur sem honum hafi fundist að þjóðfélagið væri ekki tilbúið að taka nægjanlega fast á. „Ég fagna því að í nýju grunnskóla- lögunum er gert ráð fyrir að skól- arnir verði að sinna forvarnarstarfi. Skólarnir skulu koma sér upp námsráðgjafa sem geti sinnt þessu verkefni. Þessi nýja þjónusta gæti leyst þetta verkefni að hluta til, þ.e. að grípa fyrr inn í þennan vanda ung- linganna,“ segir hann og bætir við að tvímælalaust þurfi að grípa fyrr inn í, það sé allt of seint að fá 15 ára ung- ling í meðferð þegar hann er búinn að vera í mikilli neyslu í þrjú ár. Það taki langan tíma að snúa þeim til betri vegar. „Grunnskólinn getur komið inn í þetta samstarf með okk- ur í samvinnu við félagsmálayfirvöld. Kennarinn sér vandann fyrstur. Hann vísar til námsráðgjafa, sem talar við foreldra. Skili það engu, fer málið til félagsþjónustunnar. Það er þannig sem verður að vinna þetta og löngu tímabært að fá fulla virkni í þessi mál.“ Ingjaldur var spurður að því hvernig þróunin hefði verið frá því hann hóf störf við áfengisráðgjöf fyr- ir um 20 árum. „Menn eru alltaf að tala um að heimur versnandi fari. Ég er ekki al- veg sammála því. Fyrir tíu til fimm- tán árum var mikil unglingadrykkja hér á landi líka. Mér finnst aftur á móti skelfileg þessi mikla neysla harðra efna í grunnskólum. Hún hef- ur verið til staðar síðustu fimm til sex ár, en er bara orðin svo áberandi vegna þess að henni fylgir svo mikið ofbeldi. Auðvitað er einnig skelfileg þessi drykkja sem viðgengst á nýju sjónvarpsstöðvunum. Það er erfitt að segja unglingum hvað þeir eigi að gera þegar fullorðnir drekka „í beinni“ í sjónvarpinu. Ég held að við höfum betri tækifæri í dag en nokkru sinni til að taka á þessu en við þurfum að stilla saman krafta til þess.“ Ingjaldur segist vilja auglýsa eftir samstarfi við félagsmálayfirvöld, sveitarfélög og grunnskóla til að koma hörðu neyslunni út úr skólun- um. „Það er ekki hægt að uppræta þetta með því einu að benda á vand- ann. Það þarf átak og með nýju grunnskólalögunum opnast mögu- leiki sem ég vona að menn eigi eftir að nýta.“ Morgunblaðið/Golli 12 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.