Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 54
HEDWIG, Lofkastalinn, KL. 20.30
lau 25/8 örfá sæti laus, lau 1/9, 8/9
RÚM FYRIR EINN, Iðnó, KL. 12
fös 31/8,
súpa og brauð innifalið
Miðsala kl. 11—16, sími 552 3000
FÓLK Í FRÉTTUM
54 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Sýningar hefjast að nýju að loknu sumarleyfi
Lau 1. sept. kl. 20 - LAUS SÆTI
Fö 7. sept. kl 20 - LAUS SÆTI
Lau 8. sept. kl. 20 - LAUS SÆTI
WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason
Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU
Aukasýning:
Í kvöld kl. 20 - Örfá sæti
ATH: ALLRA SÍÐASTA SÝNING
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Stóra svið
DISKÓPAKK e. Enda Walsh
Sun. 26/08 kl. 20:00 -
Þri. 28/08 kl. 20:00 -
Mið. 29/08 kl. 20:00 -
Fim. 30/08 kl. 20:00 - LAUS SÆTI
Fös. 31/08 kl. 20:00 - LAUS SÆTI
ÖRFÁ SÆTI LAUS
ÖRFÁ SÆTI LAUS
ÖRFÁ SÆTI LAUS
Miðaverð: 1.500 Sími: 511 2500
Nýtt Leikhús Vesturgötu 18
!
"
# $%
&
'
#( )
*
+
,
(
(
(
-
"
.
(
! "#
$
% !
"
&
'#" # ( )# )# "
*
+ )
,
&
-
...
!
"
# $% &' & /
0
1
"
" 2 % " #
2
" 3
0 4
,
&
...56..
( $ ) !
* &
0
"
1
,
"
7
"
" &
)
) &"2
! " '
2
,
&
6..5...
Stranglega bönnuð börnum /
Rated X Fullmikill Boogie Nights-þefur hér
en stórt framfaraskref hjá bræðr-
unum Sheen,og Estevez.
Wonder Boys Svört og húmorísk mynd um há-
skólaprófessor og nemanda hans
sem læra ýmislegt hvor af öðrum
um skáldskap og lífið. Einstaklega
svöl og smekkleg mynd með frábær-
um leik. (H.L.)
Crouching Tiger, Hidden Dragon
Mögnuð ástarsaga frá Ang Lee úr
gamla Kína, sem sigrast á þyngd-
arlögmálinu í glæsilegum bardaga-
atriðum.(A.I.)
Hraðbrautin 2/Freeway 2 Óvægin, hömlulaus og grótesk kvik-
mynd með stingandi samfélags-
gagnrýni. Svona kvikmynd hefði
Tarantino líklega gert hefði hann
fæðst sem kona.
Brúin/ Un pont entre deux rives
Frönsk ástarsaga, í leikstjórn Gér-
ard Depardieu og Frédéric Auburt-
in, sem fer sínar eigin leiðir og er
áhugaverð fyrir vikið.
Hinsta kvöldið/ Last Night
Djúp og eftirminnileg kanadísk
kvikmynd sem fjallar um hvers-
dagsleikann andspænis heimsenda.
Saga Arturo Sandoval /For Love or
Country: The Arturo Sandoval
Story Pola X Fyrsta kvikmynd franska leikstjór-
ans Leos Carax síðan hann gerði
Elskendurna á Pont-Neuf brúnni.
Flott, frönsk og framúrstefnuleg en
dálítið hæg.
Hraðbrautin 2 / Freeway 2
Mjög hrottaleg en um leið áhuga-
verð mynd um vitfirringu handan
landamæranna. Hentar þó aðeins
þeim allra sjóuðustu í sótsvörtum
kvikmyndum.
Oh Brother, Where Art Thou?
Coen-bræður endursegja lauslega
Odysseifskviðu í gegnum þrjá
strokufanga á þriðja áratugnum.
Myndin er býsna góð á köflum, ekk-
ert meira eða dýpra en það. (H.L.)
Dónamyndir /
Dirty Pictures Virkilega áhugaverð mynd um
minnisstæð málaferli út af sýningu á
ljósmyndum Roberts Mapplethor-
pes sem velti upp spurningunum um
tjáningarfrelsi í listum.
Meet the Parents Oft meinfyndin, byggð á seinheppni
og afkáralegum uppákomum í við-
skiptum Stiller við tilvonandi
tendgapabba, sem De Niro leikur af
ýktum sannfæringarkrafti. (S.V.)
Fjölskyldumaðurinn /
Family Man Cage heldur uppi amerískri jólasögu
um einstæðing sem fyrir töfra fær
að kynnast dásemd fjölskyldulífsins.
(A.I.)
Trúverðug og átakanleg sönn saga
af kúbverska trompetleikaranum
Arturo Sandoval og baráttu hans
fyrir pólitísku hæli í Bandaríkjun-
um. Andy Garcia hefur aldrei leikið
betur.
Lifendur og liðnir / Waking the
Dead Óvenju trúverðug ástarsaga með al-
varlegum pólitískum undirtón. Frá-
bær leikur hins rísandi Billy Cudrup
og örugg leikstjórn hins óuppgötv-
aða leikstjóra Keiths Gordons.
Unbreakable Áhugaverð og þægileg kvikmynd
sem veltir upp tilvistarspurningum
á spennandi hátt. (H.L.)
Villiljós Djörf, oft bráðfyndin, annað veifið
glimrandi vel skrifuð lýsing á ótta og
tilvistarkreppu reykvísks æskufólks
og leikurinn yfirleitt góður.(S.V.)
The Contender Býsna áhugaverð mynd um bak-
tjaldamakk pólitíkusanna í Hvíta
húsinu. Góðir leikarar og fín flétta.
(H.L.)
Tregi tryllta mannsins /
Wild Man Blues Fín „fluga á vegg“-heimildarmynd
um sjaldgæfa Evrópureisu klarín-
ettuleikarans Woodys Allens og
djasssveitar þeirrar sem hann hefur
leikið með á hverju mánudagskvöldi
í áraraðir.
Fortíðardraugar / The Yards Þétt og gott spennudrama um vand-
kvæði sem geta verið bundin því að
reyna að snúa baki við vafasamri
fortíð. Leikur Marks Wahlbergs er
lágstemmdur en lúmskur.
Billy Elliot Einföld, falleg og fyndin mynd um
baráttu 11 ára drengs að fá að vera
hann sjálfur, og pabba hans við að
finna einhverja von.(H.L.)
Tígurland / Tigerland Frábært drama um harðneskjuna
sem ríkir í æfingabúðum fyrir unga
hermenn sem bíða þess að verða
sendir til Víetnam. Aðalleikarinn
Colin Farrell ER næsta ofur-
stjarnan.
Dópsalinn / Drug Dealer Lítil mynd gerð af vanefnum en aug-
ljósri ástríðu. Lýsir eymdarlífi smá-
krimmans á strætum New York-
borgar. Svo hrá að blóðið drýpur úr.
State And Main Handritið er haganlega skrifað og
er byggt upp á mjög klassískan hátt
en vantar spennu. Kvikmyndin í
heild er ein leikaraveisla og þeir eru
hver öðrum skemmtilegri.
Risaeðlurnar/Dinosaurs Teikningarnar eru ótrúlega góðar
en formúlan er tekin að þreytast.
Risaeðlurnar eru fyrirtaks fjöl-
skylduskemmtun.
GÓÐ MYNDBÖND
Strákarnir í hverfinu
(Essex Boys)
S p e n n u m y n d
1/2
Leikstjóri: Terry Winsor. Aðal-
hlutverk: Sean Bean, Alex Kings-
ton, Tom Wilkinson. (102 mín.)
Bretland, 1999. Skífan. Bönnuð inn-
an 16 ára.
ÞESSI breska glæpamynd segir
frá Jason Locke sem losnar úr fang-
elsi eftir fimm ára vist. Félagarnir
sem hann hélt hlífiskildi yfir meðan á
fangelsisdvölinni
stóð hafa allir
stórefnast á með-
an og brátt er
Jason komin með
ráðagerð um að
snúa hlutföllun-
um við. Í kjölfarið
fylgja átök í und-
irheimunum og
hefðbundið blóðbað að hætti Tarant-
inos nema hér er á ferðinni heldur
litlaust innlegg í kvikmyndahefð þá
sem óhætt er að kenna við leikstjór-
ann unga. Svikular konur, svikulir
karlar, flókið verkefni. Allt er að
hætti hússins en þó nær kvikmyndin
aldrei að fanga athygli áhorfandans
að ráði. Þrátt fyrir nokkra króka og
brögð í handriti er frásögnin fyr-
irsjáanleg, persónur flatar og að
myndinni lokinni situr áhorfandinn
eftir og hefur keypt köttinn í sekkn-
um eins og svo oft áður.
Heiða Jóhannsdótt ir
MYNDBÖND
Þvæld
glæpaflétta
KRISTJÁN Hreinsson á sér tæplega
30 ára sögu í íslensku tónlistarlífi.
Hann hefur komið að gerð ríflega 40
hljómplatna sem textasmiður og
sjálfur gefið út 5 plötur þar sem
textar og lög skrifast alfarið á hans
reikning. Flestir af okkar helstu
poppurum og rokkurum hafa notið
liðsinnis hans í gegnum tíðina og því
ekki að undra að forkólfar eins og
Magnús Kjartanson, Rúnar Júlíus-
son, Magga Stína og Rafn Jónsson
skuli endurgjalda greiðann á fimmtu
breiðskífu hans, Í stuði með Guði.
Nafnaupptalningu er þó ekki lokið því
ég tel einfaldast að lýsa þessari skífu
með vísun í aðra
tónlistarmenn;
Bubba á Fingraför-
um, korrandi
Stormsker, hol-
lensk-sænsku fylli-
byttuna og þjóð-
lagaværingjann Cornelis Wreeswijk,
Magnús Þór að drafa um gamla sorrý
Grána, Bellmann í glasi, Tom Waits á
Swordfishtrombones, Geirmund í
sveiflu og svo mætti áfram telja.
Kristján sækir óspart í söngstíl og/
eða textastíl þessara manna. Hann
bregður upp ólíkum persónum í
hverju lagi og gefur sögumanni þá
rödd sem honum þykir hæfa hverju
sinni.
Hugmyndin er ekki slæm. Kristján
veit að hann hefur ekki ómþýðustu
rödd sem völ er á og leggur því upp
með stutta leikþætti þar sem röddin á
að gefa textanum meiri fyllingu og
dýpt. Framkvæmdin á hinn bóginn er
ekki góð. Ætlun og athöfn samræm-
ast ekki þar sem söngurinn verður oft
ekki annað en pirrandi paródía af
þeim fyrirmyndum sem áður var get-
ið og nær ekki að skapa það andrúms-
loft sem lagt var upp með. Á stundum
verður manni jafnvel ekki um sel. Í
titillaginu fer Kristján þvílíkum ham-
förum í ofleiknum drykkjustælum að
ég átti erfitt með að fylgja þeirri
vinnureglu að hlusta á það lag þrisvar
sinnum með fullri athygli áður en
dómur var kveðinn. Eitt slíkt feilspor
hefði verið í lagi en þegar lengra er
haldið inn í diskinn kemur í ljós að
ekki var um einsdæmi að ræða.
Textar eru vel flestir haganlega
ortir og er það vel þar sem þeir eru
trompið á plötunni. Ég mundi þó ekki
veðja á grand í þeim efnum frekar en
öðrum sem plötunni viðkoma. Þetta
eru dæmisögur úr þjóðlífinu og menn
og málefni líðandi stundar fá á bauk-
inn með kaldhæðnislegum glósum.
Textarnir rista bara ekki nógu djúpt.
Í annars nokkuð skemmtilegu lagi
(Reiðvísu) þar sem Kristján syngur í
rímnatón, kyrjar hann tvíræðan
brandara þar sem niðurlagið er svo
fyrirsjánlegt að það jaðrar við að vera
pínlegt. Annað er eftir því. Pottor-
malegar dægurmálavísur og fyllirís-
kvæði sem hefðu kannski frekar sómt
sér í ársuppgjöri áramótaskaupsins
heldur en brennd á geisladisk. Ljóðin
skilja mann eftir kaldan.
Niðurstaðan er því sú að það sem
helst vantar í tónlistarsköpun Krist-
jáns á þessari plötu sé einlægni og al-
úð. Einlægni er vandmeðfarin skepna
og kannski ekki hlaupið að því fyrir
leikarann (Kristján) að túlka persón-
ur sínar án íróníu. Maður fær hins
vegar á tilfinninguna að í velflestum
lögunum hafi verið kastað til höndum
til þess að höfundur geti firrt sig því
að sköpunarverkið sé honum hjart-
fólgið. Þetta er sárast í ljósi þeirra
hæfileika sem hann virðist þó búa yfir
og koma vel fram í laginu „Fljúga
himins englar“ þar sem Kristján læt-
ur glitta í sínar mýkri hliðar og nær
samfara því verðskuldaðri athygli.
Ég get því ekki spáð Í stuði með
Guði langri og farsælli vegferð. Krist-
ján þarf að gefa sér meiri tíma fyrir
næstu útgáfu en umfram allt þarf
hann að gefa meira af sjálfum sér.
Tónlist
Einleikur án einlægni
Í STUÐI MEÐ GUÐI
Í stuði með Guði. Nafn flytjanda: Kristján
Hreinsson og hljómsveitin Hans. Lög,
textar og söngur ásamt tilfallandi hljóð-
færaleik: Kristján Hreinsson. Aðrir hljóð-
færaleikarar eru: Vilhjálmur Guðjónsson,
Egill Örn Hrafnsson, Símon Jakobsson,
Ásgeir Óskarsson, Tryggvi Hübner, Birgir
Bragason, Magnús Einarsson, Magnús
Kjartansson, Júlíus Guðmundsson, Rúnar
Júlíusson, Þórir Úlfarsson og Kjartan Már
Kjartansson. Bakraddir: Halla S. Jón-
atansdóttir og Margrét Kristín Blöndal.
Hljóðblöndun: Vilhjálmur Guðjónsson,
Þórir Úlfarsson og Júlíus Guðmundsson-
.Útgáfa: Gutti Dreifing: Edda miðlun/
útgáfa. Lengd skífu: 57.13
Heimir Snorrason
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
flísar