Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 15

Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 15
strand. Argentínumenn kalla enda þau tíu ár, sem hann var við völd, „pitsu- og kampavínsárin“. Elísa Carrio segir að við rann- sókn spillingarmálanna hafi vaknað spurningar um þátt Fernando de la Rúa, núverandi forseta. Þar ræðir um sölu á gullnámum, sem hópur manna grunaður um peningaþvætti keypti. Carrio bendlaði og í viðtals- þætti, er nefnist „3 Puntos“, Cavallo fjármálaráðherra við starfsemi gull- smyglara. Nafn Cavallo hefur víðar verið nefnt. Þannig tjáði dómari honum fyrir skemmstu að hann þyrfti að svara spurningum, sem tengdust rannsókn á umdeildum samningi ríkisstjórnarinnar og Arg- entínudeildar IBM-fyrirtækisins frá síðasta áratug. Sá gjörningur var metinn á um 600 milljónir dollara, um 60 milljarða króna. „Ljóshærði engillinn“ gengur laus En Argentínumenn glíma ekki einvörðungu við drauga spillingar og efnahagsóreiðu. Landsmenn lifa enn í skugga herstjórnarinnar sem stjórnaði Argentínu frá 1976 til 1983 og stóð fyrir grófum mannréttinda- brotum og glæpaverkum. Talið er að á milli 11.000 og 30.000 manns hafi „horfið“ á þeim árum, sem landið laut herforingjastjórn. Stjórnvöld í Frakklandi brugðust ókvæða við á dögunum þegar Alf- redo nokkur Astiz var látinn laus úr fangelsi í Argentínu. Astiz var dæmdur að honum fjarstöddum í lífstíðarfangelsi í Frakklandi árið 1990 fyrir að hafa borið á ábyrgð á dauða tveggja franskra nunna en konunum var rænt og þær pyntaðar áður en þær voru teknar af lífi. Astiz, sem gengur undir nafninu „Ljóshærði engillinn“, („El angel rubio“) er grunaður um ábyrgð og þátttöku í mörgum verstu ódæðis- verkum herforingjastjórnarinnar. Honum er m.a. gefið að sök að hafa fengið vildarvinum herforingja- stjórnarinnar nýfædd börn eftir að mæður þeirra höfðu verið myrtar. Yfirvöld í Frakklandi og á Ítalíu og Spáni hafa farið fram á framsal Astiz vegna glæpaverka hans, sem bitnuðu m.a. á ríkisborgurum þess- ara tveggja landa. Yfirvöld í Argent- ínu hafa hafnað þeim framsalskröf- um og vísað til þess að enn sé verið að rannsaka hlutdeild Astiz í barns- ránunum. Vera kann að Argentínumenn horfi nú loks fram til betri tíðar á efnahagssviðinu og enginn dregur í efa að lýðræðið stendur þrátt fyrir allt traustum fótum í landinu. Enn fer því þó fjarri að draugar hins liðna hafi verið kveðnir niður. Byggt á La Nación. Clarín, AFP o.fl. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 15 150 kennslustundirGrafísk mi›lun Augl‡singager› Grafísk mi›lun Augl‡singager› Hva› flarf a› hafa í huga vi› augl‡singager›? Fjalla› er um helstu flætti grafískrar hönnunar og hönnunarferli› frá hugmynd a› útgáfu. Fari› er í uppsetningu, umbrot og útlitshönnun prentgripa og helstu forrit sem notu› eru vi› ger› augl‡singa. Einnig ver›ur fari› í undirbúning og skil á efni til prentunar. Kennt flri. og fim. 18. september - 11. desember 17:00 - 21:00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.