Morgunblaðið - 26.08.2001, Page 28
28 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓRA Gunnarsdótt-ir fluttist út til Gauta-borgar árið 1969 meðmanni sínum Bjarna Arn-
grímssyni barnageðlækni, sem fór
þangað til starfa við barnageðdeild-
ir á sjúkrahúsum og rannsókna-
vinnu. En Halldóra, sem nokkrum
árum síðar fór í sálfræðinám í Upp-
salaháskóla og í Gautaborg, vann
eftir það sem sálfræðingur hjá
borginni í yfir tuttugu ár og hefur
síðan verið þar í sérverkefnum. Til
hliðar við þetta reka þau hjónin
saman sjálfstæða stofu í húsi sínu,
þar sem þau þá geta tekið valin
verkefni.
Þá erum við komin að verkefni
Halldóru, sem kennt er við Delta-
psykologerna er skiluðu 1. maí sl.
skýrslu um merkilegt tilraunaverk-
efni, sem kemur inn á ýmislegt í
skipulagi heilbrigðisþjónustunnar,
sem kemur nokkuð kunnuglega fyr-
ir sjónir hér á landi. Enda kemur
þar fram að á síðari hluta 20. aldar
hefur orðið mjög mikil breyting á
heilsufari fólks í okkar heimshluta,
sem heilsugæslan hefur ekki fylgt
eftir. Þetta kemur fyrst og fremst
fram í því að andlegir kvillar fara
vaxandi hjá fullorðnu fólki, segir í
skýrslunni um tilraunaverkefnið á
Hisingen. Því er nú orðið „leyfilegt“
að tala um andlega sjúklinga og
leita bóta á því sviði. Úrræði hafa
þó ekki að sama skapi tekið breyt-
ingum í samfélaginu. Fjármagn til
að mæta andlegu heilsuleysi hefur
t.d. meira eða minna staðið í stað og
er því ákaflega takmarkað. Það hef-
ur svo aftur í för með sér að á fjörur
heilbrigðisstarfsfólks rekur fleiri
sjúklinga en fyrr sem krefjast inn-
lagnar af einhverju tagi. Þess vegna
fer mjög vaxandi nauðsyn á þekk-
ingu og skilningi á sálfræðilegum
veikindum og hvernig hægt er að
bregðast við þeim í heilsugæslunni.
Leita hjálpar beint
Halldóra er fyrst spurð um til-
drögin að þessu tilraunaverkefni,
sem hún hefur ásamt fleirum verið
að vinna að undanfarin ár: „Fyrir
sex og hálfu ári byrjaði ég að starfa
sem sálfræðingur á heilsugæslu-
stöðvum á Hisingen, sem er eyja í
Gautaborg með um 120 þúsund
íbúa. Þetta byrjaði ósköp smátt. Ég
vann ekki við þetta nema tíu tíma á
viku og fannst það nokkuð lítið.
Þótti satt að segja varla taka því.
En ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
að gera sálfræði, nánar tiltekið
samtalsmeðferð, almennt aðgengi-
lega fólki. Að fólk geti komið sjálft
að eigin frumkvæði og rætt sín mál
í rólegheitum. Það var ástæðan fyr-
ir því að ég byrjaði á þessu. Þetta
varð að verkefni til þriggja ára. Á
þessum tíma sýndi sig að sálfræði-
legir örðugleikar voru miklu um-
fangsmeiri en reiknað hafði verið
með. Í ljós kom að 30% sjúklinga á
sjúkraskrám heilsugæslustöðvanna
áttu við sálræna erfiðleika að stríða.
Í framhaldi af því beindi heilbrigð-
isráðuneytið þeim tilmælum til
Tryggingastofnunar ríkisins að hún
leitaði leiða til að fækka veikinda-
dögum af þessum sökum, en hér
geta menn verið frá vinnu í tvær
vikur án þess að hafa læknisvott-
orð. Sálfræðiþjónustan í Gautaborg
tók að sér þetta verkefni fyrir His-
ingen, þar sem önnur hverfi í
Gautaborg hafa ekki þessa þjón-
ustu. Og ég var í framhaldi sett í
það sem verkefnisstjóri næstu árin.
Þannig var að þessu staðið að við
tókum upp samvinnu um þetta
verkefni við heilsugæslustöðvarnar
níu á Hisingen. Í framhaldi af því
voru sett upp sjö tilraunasvæði víðs
vegar um landið. Þá var verkefnið
orðið víðtækara en bara sálfræði-
þjónustan ein. Við fórum líka inn á
vinnumarkaðinn í þeim tilgangi að
endurhæfa fólk og koma því aftur í
vinnu. Á Hisingen einni erum við
með 21 verkefni og veltum 60,6
milljónum sænskra króna á ári.
Það sem við gerum er að gefa
fólki kost á að koma óheft tíu sinn-
um og ræða við sálfræðing. Það hef-
ur hjálpað í um það bil 60% af þeim
tilfellum sem við höfum tekið að
okkur. Samkvæmt könnun hefur
þetta fólk náð tökum á lífi sínu, far-
ið aftur í vinnu, í nám til endurhæf-
ingar eða á eftirlaun. Flestir höfðu
haft vinnu en voru í sjúkraleyfi
vegna þunglyndis, angistar, streitu,
hjónabandsörðugleika og ýmiss
konar áfalla og sorgarviðbragða.
Við fáumst ekki við geðsjúkdóma
heldur sinnum fólki sem lendir í
einhverjum hremmingum á lífsleið-
inni. Við erum ekki í samkeppni við
geðdeildirnar eða barnageðdeildir.
Þetta fólk sem til okkar leitar er
venjulegt fólk, sem hefur orðið fyrir
mótlæti sem það ræður ekki við
sjálft á vissu skeiði í lífi sínu. Það
sem mér þykir dýrmætast er að
geta gripið inn í svona snemma, til
að koma í veg fyrir að þetta fari
lengra og verði að varanlegum sjúk-
dómi.
Þegar við fórum að endurskipu-
leggja verkefnið og fengum meiri
peninga gáfum við fólki kost á að
hringja sjálft að eigin frumkvæði.
Það þurfti ekki að fara í gegnum
lækni. Þá þarf það ekki að fara á
heilsugæslustöðina heldur kemur
beint til okkar, hringir bara og
pantar tíma. Þetta hefur reynst
mjög vel og orðið vinsælt. Það hefur
þann kost að fólk tekur þá meiri
ábyrgð á eigin lífi og heilsu. Hver
manneskja fær ekki fleiri en tíu
samtalstíma. Þó kemur stundum
fyrir að hún fær að vera nokkra
tíma í viðbót ef við komumst t.d.
ekki í gegnum sorgarviðbrögð og
getum ekki bara hætt þar eða ef
fólk er á því stigi að taka stórar
ákvarðanir. Svo að þetta er aðeins
sveigjanlegt, en oftast eru það tíu
viðtalstímar. Á þessum sex árum
hafa stöðurnar aukist úr þessari
hálfu stöðu minni í fimm sálfræð-
ingsstöður.“
Nýr sjúkleiki lætur á sér kræla
Við ræðum áfram um vanda-
málin, sem Halldóra segir ákaflega
fjölbreytt. Aðgang að þessari þjón-
ustu hefur fólk á aldrinum 16 til 65
ára. Því miður segir hún að fólk
sem komið er á eftirlaun hafi í
þessu kerfi ekki aðgang að sálrænni
meðferð, þar sem þjónustunni er
beint til vinnufærs fólks, og það sé
slæmt, því margir ellilífeyrisþegar
verða fyrir miklum breytingum, t.d.
vegna ástvinamissis, flutnings í
minni íbúðir og heilsukvillar fara að
koma í ljós. Er leitt að geta ekki lið-
sinnt fólki þegar það hringir
kannski grátandi. Og þar sem sál-
fræðilega unglingaþjónustan fyrir
13–20 ára hefur nú aukist mikið
kveðst Halldóra oft vísa unglingum
þangað, enda er hennar fólk í góðri
samvinnu við þá þjónustu, sem hef-
ur sama yfirmann.
Um 80% af þeim sem til þeirra
leita eru konur, mjög margar ein-
stæðar með börn, en 20% karlmenn.
Halldóra segir að samtalsmeðferð
virðist vera meira kvenleg aðferð til
að leysa málin. Konur hafa talað
hver við aðra frá örófi alda. Karl-
menn hafa að vísu gert það líka, en
á annan hátt. Þeir karlmenn sem
koma hafa yfirleitt átt við vandann
að stríða í lengri tíma þegar þeir
leita hjálpar.
Þetta sparar auðvitað mjög mikið
í heilsugæslunni. En eitt markmiðið
var að minnka þar kostnaðinn, bæði
fyrir einstaklingana og samfélagið,
með því að draga úr álaginu á
heilsugæslustöðvarnar og það hefur
tekist. Þá ber að hafa í huga að
rúmlega helmingur af þeim sem til
þeirra leituðu hringdi beint eða var
ráðlagt á heilsugæslustöðvunum að
leita strax til sálfræðings. Stór hluti
hafði vinnu eða var í námi, en var
frá vinnu í stuttan tíma. Í huga
margra bauðst þarna úrræði til að
komast á réttan kjöl í erfiðleikum í
eigin lífi – sem þeir tóku fram yfir
það að leita læknis. Sumir hafa látið
þau orð falla að aldrei hefði þeim
dottið í hug að þeir þyrftu sálfræði-
aðstoð, sem svo kom í ljós að dugði
þeim einmitt vel.
Það markmið að fólk komist aftur
út á vinnumarkaðinn og minnki
lyfjatöku hefur líka náðst, sparast
hefur bæði sálfræðiþjónusta síðar
og lyf, að ekki sé talað um að dregið
hefur úr þjáningum, segir Halldóra.
Mat og kannanir hafa sýnt fram á
þetta. Í einni könnun sögðu 73%
þeirra sem svöruðu að þetta hefði
breytt lífi þeirra án þess að þeir
væru enn á lyfjum. Þeir voru ýmist
komnir aftur í vinnu eða nám til að
breyta starfi sínu eða stefnu í lífinu.
Sumir höfðu áttað sig á að þeir
hefðu þrátt fyrir langt háskólanám
verið á rangri hillu og nú orðið er
hægt að venda sínu kvæði í kross ef
fólk er þjakað í vinnunni.
Halldóra segir að einn af þessum
nýju sjúkdómum okkar tíma felist í
að andleg þreyta sé til dæmis orðin
mjög áberandi hjá miðaldra fólki.
Konur um fimmtugt finna t.d. oft
fyrir þunglyndi. Margar þeirra eru
þreyttar í vinnunni. En flestar þess-
ar konur, sem hún hefur unnið með,
eru hörkuduglegar konur, sem geta
ekki sagt nei. Þær hugsa meira um
aðra en sjálfar sig. Þær slíta sér
bara út og verða það sem stundum
er kallað útbrunnar. Þegar svo er
komið dettur öll hugsun niður. Þær
geta ekki hugsað rökrétt og finnst
þær ekki megna að halda áfram.
Margar grípa þá til þess að segja
upp vinnunni, sem er alger vitleysa,
því þá geta þær ekki fengið end-
urhæfingarstyrk og ekki séð sér
farborða. Vandræðin hlaðast upp.
Margar þeirra hafa þá treyst sér til
að hringja beint til þeirra og komist
í samtalsmeðferð og aðra þjónustu í
framhaldi af því. Hún segir að
margt fólk sitji bara heima sinnu-
laust.
Nota tölvurnar eins og fíkniefni
Af nýjum sjúkdómum eru þau til
dæmis að byrja að sjá þá, sem hafa
fest fyrir framan tölvurnar. Þeir
sitja við tölvurnar og vinna heima.
Þá virðist stundum eitthvað gerast
með andlegu hliðina. Þetta fólk hef-
ur þráhyggju- og þunglyndisein-
kenni og leitar ekki hjálpar fyrr en
allt er komið í botn. Þau hafa séð
nokkra sem nota tölvurnar eins og
fíkniefni, sitja bara og rása á Net-
inu og tala ekki við neinn. Jafnvel
hafa þau séð sjúklinga sem hafa fest
í kynlífssíðum eða jafnvel barna-
kynlífssíðum. Allt lífið gengur þá
gegnum tölvuna og maður er ekki
með í samfélaginu. Öll samskipti við
fólk fara forgörðum þegar þetta
gengur of langt. Það kostar líka
óhemju fé að vera á Netinu og fjár-
hagserfiðleikar bætast við. Ef þetta
eru kvæntir menn er hjónabandið
iðulega farið veg allrar veraldar.
Þetta er einn af þessum nýju and-
legu sjúkdómum sem Halldóra seg-
ir að þau séu að byrja að sjá.
„Þegar ég lít til baka og hugsa
um þetta finnst mér að ég hafi á sex
árum öðlast geysilega mikla þekk-
ingu á kjörum kvenna á Hisingen,“
segir Halldóra ennfremur. „Það
hefur komið mér á óvart hve mörg-
um konum hefur verið misþyrmt,
kynferðislega, andlega og líkam-
lega. Og þá ýmist fullorðnum eða í
barnæsku. Talað er um hvort þetta
ofbeldi hafi alltaf verið til í Svíþjóð
eða hvort það hafi aukist. Slíkt
kemur ekki fram í læknaviðtölum
og það kemur ekki upp í viðtölum
við okkur sálfræðingana fyrr en eft-
ir nokkur skipti, þegar maður hefur
unnið trúnað viðkomandi. Og þetta
er ekkert síður almennt meðal Svía
en hjá innflytjendum.“
Það kallar á spurningu um hvort
mikið sé um útlendinga eða flótta-
fólk á þessu svæði. Halldóra segir
að í einu hverfinu á Hisingen búi
mjög margir útlendingar. Þeir hafa
auðvitað sama aðgang að þessari
sérstöku þjónustu og aðrir, en hún
er ekki viss um að þessi ákveðna að-
ferð henti þeim þótt þau hafi reynt
að ráða sálfræðinga sem tala þeirra
mál, einkum persnesku, tyrknesku
og serbó-króatísku. Hún telur að
finna þurfi aðra aðferð fyrir þá, því
að fara til sálfræðings stríðir gegn
þeirra menningu. Karlmennirnir í
þessum fjölskyldum fara einkum
illa út úr því, því þeir missa þá
gjarnan stöðu sína í fjölskyldunni.
Þegar konurnar fara til sálfræðings
missir karlmaðurinn þá stöðu að
vera aðalpersónan. Ef leitað er til
annarra missa þeir svo mikið. Svo
mikið er frá þeim tekið. Þarna vant-
ar sérstök úrræði og stungið verður
upp á að komið verði á sérstakri
braut í svona tilfellum með sérúr-
ræðum. Ýmislegt fleira mun verða
lagt til. Eins og að hægt verði að
veita konum með líkamleg einkenni
og verki, sem eiga rætur í lang-
vinnri kreppu eftir nauðgun í barn-
æsku, fleiri tíma með sálfræðingn-
um til að losna úr vörnunum.
Líkaminn ver sig. Og auðvitað kem-
ur alltaf upp eitthvað sem þarf að
senda áfram í meðferð, eins og til
dæmis falinn alkóhólismi.
Dregur úr lyfjakostnaði
Bæði í skýrslunni og hjá Hall-
dóru kemur fram að með þessari
aðferð sparist mikið af lyfjum. Það
vekur spurningu um það hvort í
Svíþjóð séu líka uppi raddir um of
mikla lyfjanotkun. Halldóra segir
að þar sé sama þróunin og annars
staðar. Til dæmis talað um of mikla
notkun á gleðilyfjum, eins og þau
Morgunblaðið/Billi
Halldóra Gunnarsdóttir
Breytt sjúkdómsmynstur
þarf nýja aðkomu
Undanfarna áratugi hefur sjúkdómsmynstrið
breyst án þess að heilsugæslan fylgi eftir. Vandi
30% skráðra á heilsugæslustöðvum í Hisingen í
Svíþjóð á rætur í sálrænum erfiðleikum er dyljast
undir líkamlegum umkvörtunum. Aðgengileg
skammtímasálfræðimeðferð þegar á bjátar dregur
því úr sjúkrakostnaði samfélagsins og eykur
lífsgæðin. Þetta kemur fram í sex ára tilraunaverk-
efni til breytinga á áherslum í sjúkraþjónustu í
Gautaborg. Einn verkefnisstjóranna, Halldóra
Gunnarsdóttir sálfræðingur, var hér stödd er
Elín Pálmadóttir ræddi við hana.