Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Yoga - breyttur lífsstíl með Daníel Bergmann
hefst 3. september – mánud. og miðvikud. kl. 19.30
Opnir jógatímar á haustönn — Hatha-yoga stöður, öndun og slökun
Stundaskráin tekur gildi mánudaginn 3. september:
4ra vikna grunnnámskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu spor í jóga. Lögð er áhersla á
jógastöður (asana) og öndunaræfingar sem hjálpa að losa um spennu auk slökunar. Námskeiðið
hentar fólki á öllum aldri sem vill læra eitthvað nýtt, reynsla af jóga er ekki nauðsynleg.
Mánudaga og miðvikudaga kl. 12.00, 16.25, 17.25 og 18.25.
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.00 og 18.00.
Föstudaga kl. 17.25 og laugardaga kl. 9.00.
www.yogastudio.is
Auðbrekku 14, Kópavogi,
símar 544 5560 og 864 1445.
Yoga Studio – Halur og sprund ehf.,
Í verslun okkar er að finna:
Gæðanuddbekki frá
Custom Craftworks,
Oshadhi 100% hágæða
ilmkjarnaolíur.
Næsta jógakennaraþjálfun fer af stað helgina 5.-7. október.
Ásmundur heldur kynningarfund fyrir áhugasama laugardaginn 22. september kl. 17.Ásmundur
Daníel
Kristnihátíðarsjóður, sem starfar samkvæmt lögum nr.
12 frá 28. febrúar 2001, var stofnaður til að minnast
þess að 1000 ár eru liðin frá því að kristinn siður var
lögtekinn á Íslandi. Hlutverk sjóðsins er tvíþætt:
- að efla fræðslu og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að um-
ræðum um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn;
- að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, m.a. á Þingvöllum, í
Skálholti og á Hólum.
Starfstími sjóðsins er til ársloka 2005. Ríkissjóður leggur sjóðnum til 100 m. kr. fyrir hvert
starfsár.
Stjórn Kristnihátíðarsjóðs auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Í sam-
ræmi við hlutverk sjóðsins verða styrkir veittir til tveggja sviða, menningar- og trúararfs og
fornleifarannsókna. Gert er ráð fyrir að jafn miklu af ráðstöfunarfé sjóðsins á árinu 2001
verði veitt til hvors sviðs. Enn fremur hefur sjóðurinn samvinnu við ýmsar stofnanir, samtök
og félög um viðfangsefni sjóðsins í samræmi við ákvæði 3. gr. laga um Kristnihátíðarsjóð.
Menningar- og trúararfur
Sjóðurinn veitir styrki til að efla þekkingu og vitund um menningar- og trúararf þjóðarinn-
ar. Einkum verður litið til margvíslegra verkefna er tengjast almenningsfræðslu, umræðum
og rannsóknum og skulu verkefnin m.a.
a. miðla fróðleik um siðferðis- og trúarhugmyndir sem mótað hafa þjóðina, t.d. með
gerð fræðslu- og námsefnis;
b. stuðla að umræðum um lífsgildi þjóðarinnar, siðferði og framtíðarsýn, t.d. fyrir til-
stilli mennta- og menningarstofnana eða fjölmiðla; og
c. efla rannsóknir á menningar- og trúararfi íslensks samfélags.
Fornleifarannsóknir
Sjóðurinn veitir styrki til fornleifarannsókna, bæði uppgraftar og skráningar fornleifa, auk
kynningar á niðurstöðum rannsókna. Einkum verður litið til rannsóknarverkefna er varða
a. mikilvæga sögustaði þjóðarinnar, m.a. Þingvelli, Skálholt og Hóla í Hjaltadal;
b. aðra staði tengda sögu kristni á Íslandi, m.a. klaustur og kirkjustaði;
c. aðra mikilvæga sögustaði, s.s. verslunarstaði, miðaldabæi og þingstaði.
Einnig verður tekið tillit til samvinnu umsækjenda við innlendar og erlendar rannsóknar-
stofnanir eða fræðimenn og áhersla verður lögð á þjálfun og handleiðslu ungra vísinda-
manna á sviði fornleifafræði á Íslandi.
Umsóknir
Gerðar eru skýrar, faglegar og fræðilegar kröfur til umsækjenda. Miðað er við að verkefnin,
sem styrkt eru við næstu úthlutun, verði unnin á árinu 2002. Umsóknir skulu taka til eins
árs í senn en Kristnihátíðarsjóður mun styrkja verkefni sem unnin eru á starfstíma sjóðsins
og á árinu 2006. Ekki verða veittir styrkir til verkefna sem þegar er lokið.
Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Þau má finna á heima-
síðu forsætisráðuneytis (raduneyti.is, sjá forsætisráðuneyti, Kristnihátíðarsjóður). Enn frem-
ur má nálgast eyðublöð á skrifstofu ráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg (sími
560 9400, netfang kristnihatidarsjodur@for.stjr.is).
Umsóknarfrestur er til 1. október 2001 og er stefnt að úthlutun hinn 1. desember 2001.
Umsóknir til Kristnihátíðarsjóðs skal senda forsætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu við
Lækjartorg, 150 Reykjavík. Umsóknir um styrki er tengjast menningar- og trúararfi skulu
kennimerktar á umslagi Kristnihátíðarsjóður - 2001 - MT, en umsóknir um styrki er tengj-
ast fornleifarannsóknum Kristnihátíðarsjóður - 2001 - F.
Stjórn Kristnihátíðarsjóðs.
Frá
Kristnihátíðarsjóði
FÓLKI verður
tíðrætt um það nú
á dögum, að flestir
aðrir en það sjálft
séu að miklu leyti
hættir að hugsa.
Hér er átt við alla
alvarlega hugsun,
sem tekur við af
því daglega, eins
og að hugsa um
eða ákveða hvað á að borða, hvenær
að fá sér næst neðaníðí eða spila golf.
Svo virðist vera, að velmegun nú-
tímans framkalli minni hugsun, sem
lýsir sér m.a. í afskiptaleysi af þjóð-
málum, lítilli kosningaþátttöku o.þ.h.
Hérna í henni Ameríku kaus aðeins
um helmingur kosningabærra í síð-
ustu forsetakosningum. Bush og
Gore fengu um helming hvor af
greiddum atkvæðum, svo eftir því
ætti um fjórðungur þjóðarinnar að
standa við bakið á forsetanum, annar
fjórðungur er þá á móti honum, en
helmingi fólksins er skítsama hvað
gerist! Sama var upp á teningnum í
Englandi í þingkosningunum um
daginn og í áríðandi koningum í Ír-
landi um framkvæmd EBS-mála. Í
báðum tilvikum voru slegin met í lé-
legri kjörsókn.
Ef við kíkjum á nútímaþjóðfélagið
er ef til vill ekki skrítið, að almúga-
maðurinn skuli vera farinn að hugsa
minna en fyrri kynslóðir gerðu. Tök-
um sem dæmi einn dag í lífi hvers-
dagsmanneskjunnar: Aksturinn í
vinnuna er ekki tími til djúpra hugs-
ana. Það þarf að fylgjast með umferð-
inni og öllum vitleysingunum á veg-
inum, sem kunna ekki að aka bílum.
Svo er útvarpið í gangi og ef til vill
þarf að tala í farsímann. Í vinnunni er
síðan ekkert nema arg og þvarg, en
kannske er setið á fundum, þar sem
nokkrar persónur tala hver í kapp við
aðra og reyna að taka ákvarðanir eða
leysa vandamál með sem minnstri
hugsun.
Á kvöldin og um helgar er alltaf yf-
irfullt að gera hjá flestum: Fara í
sumarbústað, leika golf, veiða fisk,
þreyta íþróttir, fara á veitingahús,
horfa á sjónvarp, fara í leikhús eða
bíó og spila á tölvuna. Reynt er á all-
an máta að forða því að fara einförum
eða að öðru leyti skapa ástand, sem
framkallað gæti djúpa hugsun. Þeir,
sem blóta Bakkus, þurfa ekki að ótt-
ast, að heil hugsun angri þá, því eins
og allir vita fyrirbyggir oft drykkjan
notkun heilans og er þaðan komið
máltækið: „Að ganga á mænunni.“
Hafi annars eitthvað verið reynt að
nota hausinn sér óminnishegrinn um
það, að viðkomandi man ekkert dag-
inn eftir.
Einhver gæti sagt, að gott tæki-
færi til að iðka hugsun sé þegar fólk
liggur og byltir sér í rúminu án þess
að geta sofnað. Satt er það, að þá er
hægt að íhuga margt, en á flesta
sækja oft sérstakir þankar, þegar
legið er í myrkrinu og beðið eftir mis-
kunnsömu meðvitundarleysi svefns-
ins. Þá þrengja sér upp á hugann
áhyggjurnar, sem ekki höfðu tæki-
færi til að smeygja sér inn í hausinn,
þegar við vorum svo upptekin lið-
langan daginn við að gera alla hina
hlutina. Þeir fáu, sem ekki hafa nein-
ar nógu stórar áhyggjur, snúa sér og
bylta og svitna yfir því að geta ekki
sofnað, og þeir óttast að verða illa
upplagðir og geispandi næsta dag.
Eitt bezta tækifærið, sem ég veit
um til að stunda þenkingar, er að fara
í göngutúr eða skokk. Þá er fátt sem
glapið getur hugann og virðist mér,
að heilinn starfi afar vel undir slíkum
kringumstæðum. Þótt ég fari alltaf
sömu leiðina á heilsubótargöngum
mínum hefir það komið fyrir, þá er ég
hefi verið í óvenju þungum þönkum,
að ég hefi gleymt að beygja og villst
illilega af leið, inni í mínu eigin íbúð-
arhverfi! Fleiri og fleiri samborgarar
hér, sem stunda göngur, skokk og
hjólreiðar, hafa útilokað alla mögu-
leika á einhvers konar hugsun með
því að setja á sig heyrnartól og hafa
með sér útvarp eða segulbandstæki.
Ég man, hve heillaðir við krakkar
vorum í dentíð, af sögum af indversk-
um fakírum, sem stóðu á haus upp við
vegg svo dögum
skipti. Skildist
manni, að þeir
væru að framkalla
meiriháttar hugs-
un, því aukið blóð-
streymi til heilans
auðveldaði að mun
slíka starfsemi.
Nú eru komin hér
á markað sænsk
heilsubótar-umsnúningsborð og er-
um við konan búin að kaupa eitt slíkt.
Leggst maður á borðið, spennir ökkl-
ana fasta á öðrum endanum og breyt-
ir síðan jafnvæginu með þar til gerð-
um stjórntækjum og hefir svo
endaskipti á sjálfum sér.
Teygist nú heldur betur á skrokkn-
um, bilið milli hryggjarliðanna eykst
og með þessu eru gerðar æfingar.
Dagleg notkun er sögð feikigóð fyrir
bakið og fleiri líkamshluta, og er haft
fyrir satt, að ekki bara komi notkunin
í veg fyrir að fólk gangi saman með
aldrinum, heldur geti það beinlínis
hækkað í lofti! Ég hugsaði með mér,
að með því að snúa sjálfum mér við,
líkt og fakírarnir gerðu, gæti ég örv-
að hugsun stórlega. Ekki gerðist það
þó, en stundum sortnaði manni fyrir
augum og svimaði, ef of lengi var ver-
ið í viðsnúningi.
Lífið er fullt af andstæðum, eins og
við öll vitum. Að framan hefir verið
rætt um það, að nútímamaður hins
vestræna velgengnisþjóðfélags hafi
fá tækifæri og kannske lítinn vilja til
þess að einbeita heilanum og hugsa
alvarlegar hugsanir. Hvernig stend-
ur þá á því, að talað er um í fornbók-
menntunum, að forfeður okkar hafi
lagst undir feld, þegar þeir þurftu að
íhuga vandamál og taka stórar
ákvarðanir? Ekki truflaði þá sjón-
varp og útvarp og manni hefir alltaf
skilist, að heldur lítið hafi verið um að
vera í þá daga, sem glapið hafi getað
hugann. Frægasta dæmið um notkun
felds við úthugsun stórákvörðunar,
sem reyndar skipti örlög þjóðarinnar
miklu máli, var þegar Þorgeir Ljós-
vetningagoði lagðist undir feld á
Þingvöllum, og bærði ekki á sér í
meira en sólarhring. Þegar hann reis
upp kvað hann upp sinn fræga og ör-
lagaríka úrskurð, „… að allir menn
skyldi kristnir vera og skírn taka“.
Gæti ekki verið, að kominn væri
tími til þess, að við tækjum ráð for-
feðranna og endurvektum notkun
feldsins? Ef einhvern tíma var þörf,
þá er núna nauðsyn. Hér er á ferðinni
leið til þess að stórauka heilastarf-
semi Íslandsmanna og gæti það
framkallað gæfuríkar og góðar
breytingar hjá okkar litlu þjóð. Ekk-
ert heimili gæti verið án þess að eiga
feld. Og hvað þá með stofnanir, fyr-
irtæki og skóla? Framleiðsla á feld-
um gæti orðið stór iðnaður og hvað er
í vegi fyrir því að útbreiða boðskap-
inn og hefja útflutning?
Framleiddar yrðu margar tegund-
ir. Gerviskinn og vaðmál eða jafnvel
flís gæti dugað í ódýrustu heimilis-
feldina, en svo myndu þeir stighækka
allt upp í stærstu dýraskinn. Ekki er
ég viss um, hvers konar feldi forn-
menn notuðu, en ég held, að við get-
um notað okkur meiri fjölbreytni í
verkun skinna nú á dögum. Dýrustu
feldirnir myndu vera fóðraðir, jafnvel
með silki, og skreyttir á annan máta.
Fyrsta feldinn væri upplagt að gefa
unglingum í fermingargjöf, og svo
væru þeir tilvaldir í stórafmælisgjaf-
ir.
Öllum ráðuneytunum yrði séð fyrir
úrvalsfeldum, líklega hrosshúðum,
nema hvað landbúnaðarráðuneytið
myndi líklega frekar kjósa kýrhúð.
Get ég ímyndað mér, að ráðherrarnir
yrðu að eyða löngum stundum á gólf-
inu undir feldum sínum, brjótandi
heilann um landsins vandamál. For-
setinn fengi eðlilega stærsta og veg-
legasta feldinn, og yrði e.t.v. að út-
vega húð af stærra hestakyni en
íslenzku, líklega Clydesdale frá Bret-
landi. Allar þessar snilldarhugmynd-
ir fékk ég, þegar ég lá á gólfinu í
stofuhorninu um daginn. Ég lét kon-
una fleygja yfir mig gamla Gefjunar-
teppinu okkar, því engvan á ég feld-
inn enn þá.
Þórir S. Gröndal
skrifar frá
Flórída
Að leggjast
undir feld
Geisladiskahulstur
aðeins 500 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is