Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Örn Sigurbergs-son fæddist í Reykjavík 13. desember 1950. Hann lézt af slys- förum 19. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar Arnar voru Sigur- bergur Hjaltason frá Hesti í Hestfirði við Ísafjarðardjúp, f. 10.11. 1910, d. 6.11. 1982, og kona hans Ingveldur Jak- obína Guðmunds- dóttir frá Vífilsmýr- um í Önundarfirði, f. 21.6. 1910, d. 29.4. 2000. Bræð- ur Arnar eru: Valur Guðmundur, f. 5.5. 1940, kvæntur Hólmfríði Guðjónsdóttur, en þau eiga þrjú börn, Ingveldi Jakobínu, Björgu og Theódór Hjalta; Theódór, f. 19.5. 1943, d. 24.2. 1971, sem kvæntist Maritu Hansen og eign- uðust þau einn son, Sigurberg; Hjalti, f. 21.11. 1944, d. 24.2. Kennaraskólann í Reykjavík 1971 og stúdentsprófi frá sama skóla 1972. Auk þess sótti hann fjölmörg lengri og skemmri námskeið tengd kennslu í raun- greinum og skólastjórnun á kennsluferli sínum. Örn stundaði kennslu við barna- og unglinga- skólana á Hvammstanga 1972- ’73 og í Borgarnesi 1973-’79, og kenndi þá einnig við iðnskólann þar. Síðan kenndi hann við Breiðholtsskóla í Reykjavík 1979-’88, þar af eitt ár sem yf- irkennari. Eftir það starfaði Örn við Menntaskólann í Kópavogi frá 1988 til dauðadags, fyrst sem kennari í raungreinum, aðallega stærðfræði, en frá 1994 sem að- stoðarskólameistari. Örn var virkur í félagsstarfi og sat í stjórn Félags stjórnenda í fram- haldsskólum. Hann var alla tíð mjög félagslyndur og hjálpsam- ur, enda var vina- og kunningja- hópur hans stór. Kappsemi Arn- ar, elju og trúsemi var við brugðið í störfum og verkefnum sem hann tók að sér. Örn verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju á morgun, mánudaginn 27. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1971, en unnusta hans var Kristín Þór- oddsdóttir og eign- uðust þau einn son, Hjalta Sigurberg. Hinn 8. desember 1973 kvæntist Örn eftirlifandi konu sinni Kristínu Jóns- dóttur frá Blönduósi, f. 7.8. 1949, dóttur hjónanna Jóhönnu Sigurlaugar Valdi- marsdóttur og Jóns Sumarliðasonar frá Blönduósi, sem bæði eru látin. Örn og Kristín eignuðust tvö börn: 1) Sigurlaug, kennari og söngnemi í Reykjavík, f. 21.8. 1970, í sam- búð með Jóhanni Kristinssyni; barn þeirra er Hekla Bryndís, f. 21.8. 1997 og sonur Sigurlaugar er Kormákur, f. 18.4. 1993. 2) Guðmundur Ingi, verkfræðinemi í Reykjavík, f. 26.6. 1979. Örn lauk kennaranámi við Elsku afi. Þú varst alltaf rosalega góður og skemmtilegur. Þegar ég og Hekla komum í heimsókn þá brostir þú út að eyrum. Við fórum alltaf saman í fótbolta þegar ég kom og þú varst í marki. Vonandi líður þér vel hjá guði elsku afi. Þín Kormákur og Hekla Bryndís. Það er áliðið dags, sunnudags- kvöld, Kristín er búin að tala við okkur. Tíminn líður, við erum farin að óttast um þig, en stundum koma menn seinna heim en ætlað er. Það var von okkar að smátafir hefðu orðið á ferð þinni. Við ætlum að sjá til, háttum og leggjumst til hvílu, ég er ekki sofnuð, síminn hringir, ég tek hann upp og rétti yfir til Vals, hann stígur fram á gólf, gengur um og segir: Ég kem; hann fellur saman, hann Örn er dáinn. Við klæðum okkur og göngum þungum skrefum, já, einhverjum þyngstu skrefum sem ég hef stigið. Við göngum yfir til Kristínar og Guðmundar Inga, þau ná í Sig- urlaugu. Við erum á ferðinni alla nóttina, allir eru stjarfir. En eins og tengdafaðir minn sagði við mig fyr- ir þrjátíu árum: „Eigum við ekki að reyna að elda mat, Hólmfríður mín, við sem eftir lifum verðum að reyna að halda lífinu áfram“ – og það reynum við. Elsku Örn, frá því ég kynntist þér fyrst, ungum ljós- hæðum fallegum dreng, höfum við átt saman margar ljúfar og skemmtilegar gleðistundir, við höf- um líka gengið í gegnum þungar þrautir. Að ég ætti eftir að skrifa um þig kveðjuorð, því bjóst ég ekki við, röðin var ekki komin að þér. Ég skrifa ekki um lífsstarf þitt, það verða margir sem gera það. Þetta eru aðeins fátækleg kveðjuorð sem ég er að pára með harm í hjarta og tár á kinn. Ég á eftir að sakna þín mikið, mér þótti sérstaklega vænt um þig og fallega brosið þitt, milli okkar lágu sterkar taugar. Í dag, þegar þetta er skrifað á að kistuleggja, ég vakna snemma, get ekki sofið, ráfa fram og dreg mér blessunar- orð og fæ í hendur. Ég Drottinn, Guð þinn, held í hægri hönd þína og segi við þig: „Óttast þú eigi, ég hjálpa þér.“ (Jes.41.13.) Ég vona að það gangi eftir. Nú tekur mamma þín á móti þér traustum tökum, já og allir hinir. Vonandi líður þér vel. Megi algóð- ur lifandi Guð gefa okkur öllum sem næst þér stöndum styrk í okk- ar miklu sorg og þungu þrautum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Hjartans kveðja, þín mágkona, Hólmfríður. Ótrúlegustu hlutir geta gerst, hvar sem er og hvenær sem er. Sumir þeirra eru óskiljanlegir og vægast sagt ósanngjarnir. Sorg, tómleiki, reiði og spurningar sem erfitt er að svara eru efst í huga okkar þessa dagana. Við sitjum öll harmi slegin eftir fréttir og atburði síðastliðinna daga. Öddi frændi, þessi góði maður sem alltaf var með bros á vör, góður og hjálp- samur, lést í hræðilegu slysi í Veiðivötnum. Öddi var alltaf tilbúinn að hjálpa og kom það berlega í ljóst þegar ég þurfti á hjálp að halda í stærðfræði í framhaldsskóla. Ég var aðeins einn af mörgum sem Öddi aðstoð- aði og það gerði hann með ómældri þolinmæði og af sinni alkunnu snilld, eins og allt annað sem hann kom nálægt. Ödda fannst gaman að bregða á leik og í gegnum tíðina höfum við oft tekist á í körfubolta úti á leik- velli í Beykihlíðinni.Við höfðum lengi talað um að nú þyrftum við að gera upp körfuna og spila einn lokaleik en það hafði verið sett til hliðar í bili eins og svo margt ann- að, þar sem ég var að flytja til Noregs nú í ágúst. Leikurinn er aðeins einn af svo mörgum öðrum hlutum sem ég hefði viljað fá tæki- færi til að gera með þér. Ég verð að viðurkenna að þó að nokkur ár séu síðan síðasti leikur okkar fór fram og ég hafi styrkst eitthvað í körfu á þessum tíma er ég ekki viss um að það hefði dugað til, því í leikjum okkar fram að þessu var ég langt frá því að vinna þig. Þú varst ótrúlegur keppnismaður og lagðir þig allan fram að verkefnum þínum hvort sem þau fólust í því að keppa í körfu við mig eða í öðrum verkefnum og störfum þínum. Ég er viss um að þínir sigrar voru mun fleiri en mínir þó að mínum hafi aðeins fjölgað síðari ár. Loka- leikurinn okkar verður að bíða betri tíma að þessu sinni. Það er margs að minnast og meðal þess eru grilltaktarnir okkar í gryfjunni heima í Beyki. Nú verð ég bara einn við grillstörfin í gryfj- unni en þar áttum við margar góð- ar stundir ég og þú, Öddi minn, við að grilla fyrir aðra í fjölskyldunni okkar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og með okkur, návist þín gerði lífið svo lit- ríkt og skemmtilegt. Við söknum þín ávallt og minning þín verður alltaf varðveitt í hjarta okkar. Við verðum að trúa því að þú sért nú á betri stað og hafir fundið ömmu Ingveldi, afa Sigurberg, bræður þína Theódór og Hjalta og fleiri sem við höfum öll saknað. Við biðj- um ennfremur góðan guð að styrkja Stínu, Sillu og Guðmund Inga og hjálpa þeim í þessari miklu og erfiðu sorg. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum.) Þinn bróðursonur, Theódór Hjalti og Auður Inga. Örn Sigurbergsson, frændi minn og vinur, er látinn langt fyrir aldur fram, einsog bræður hans tveir; lif- ir Valur einn bræðranna. Ég man óljóst eftir Erni ungum í heimsókn hjá afa sínum, Hjalta Einarssyni í Bolungavík, en hann var bróðir Vernharðar afa míns. Þær eru sterkar ættirnar úr Djúpi og Örn var hamhleypa til verka og fylginn sér, en um leið allra manna hug- ljúfi og flestum glaðari á góðri stundu, fríður maður sýnum og sviphreinn. Haustið 1980 hófust kynni okkar Arnar fyrir alvöru er ég réðst kennari að Breiðholtsskóla, þarsem hann var um tíma yfirkennari. Stærðfræði var aðalkennslugrein hans og hann afbragðskennari. Í þeirri fræðigrein aflaði hann sér háskólamenntunar og gerðist kennari við Menntaskólann í Kópa- vogi og síðar aðstoðarskólameist- ari. Honum var alls staðar treyst, enda traustsins verður. Örn var stéttvís og framganga hans í BSRB verkfallinu 1984 eft- irminnileg. Við félagarnir í ,,hlé- barðasveit“ Breiðholtsskóla vorum harðir í verkfallsvörslunni. Var þá oft teflt á tæpasta vaðið og ,,Örn- inn“ lét aldrei deigan síga. Ég hætti um tíma kennslu við Breiðholtsskóla, en einsog hjá Erni rofnuðu tengslin aldrei við félag- ana þar, við báðir vinafastir og félagslyndir, og kennarahópur skólans einstaklega samhentur. Eitt var það félag er Örn átti hvað mestan þátt í að stofna við Breið- holtsskóla; VKKB eða Veiðifélag kristnifræðikennara Breiðholts- skóla. Var Örn þar drifkraftur alla tíð. Nafnið varð þannig til að við hugðumst leigja veiðihús, illa hafði verið gengið um það af fyrri leigj- endum, en þegar formaður vor sagði: ,,En við erum kristnifræði- kennarar,“ var eftirleikurinn auð- veldur. Veiðimennskan var aðeins hluti veiðiferðanna. Ekki var félagsskapurinn, náttúruskoðunin, borðhaldið og kvöldvakan síðri, þarsem menn fóru á kostum í heimatilbúnum skemmtiatriðum og Örn ógleymanlegur í karokí-söngn- um, þótt ekki hafi hann búið yfir sönghæfileikum Sigurlaugar dóttur sinnar. Nú er í annað sinni á stutt- um tíma höggvið skarð í félagahóp- inn, en í vetur leið féll í valinn Guð- jón Böðvar Jónsson, siðameistari VKKB og söngkennari Breiðholts- skóla. Örn og Kristín, kona hans, héldu með glæsibrag uppá fimmtugsaf- mæli hans í desember í fyrra og varð ég þess heiðurs aðnjótandi að vera þar veislustjóri. Glaðværð og glæsimennska Arnar lyfti veislunni í hæðir og gestir þeirra hjóna munu ætíð minnast kvöldsins með gleði í hjarta. Fréttin um dauða Arnar barst kennurum Breiðholtsskóla við skólasetningu. Í staðinn fyrir gleði ríkti sorg. En hversu sárt sem við, fyrrum samkennarar hans, og ekki síst vinir hans í VKKB, hörmum er það hjóm eitt miðað við þann harm sem kveðinn er að fjölskyldu hans. Henni vottum við alla samúð okk- ar. Megi minningin um einstakan fjölskylduföður reynast styrkur og bros hans lýsa henni um ókomna daga. Vernharður Linnet. Kveðja frá Menntaskólanum í Kópavogi Að morgni fyrsta skóladags haustannar berst okkur sú harma- fregn að Örn Sigurbergsson að- stoðarskólameistari hafi látist í hörmulegu slysi í Veiðivötnum. Við erum óþyrmilega minnt á hve lítils megnug við erum andspænis dauð- anum. Einu sinni enn verður oss dauðlegum mönnum sú vanmátt- uga spurn á vörum því forsjónin hrífi svo skyndilega brott mann í blóma lífsins. Þegar slíkir sorg- aratburðir gerast er okkur orða vant. Nú kular um stráin: sól er að svefnósum gengin, og síðsumardöggin hnígur að týndum sporum. Í hljóðlátri spurn lykst húmið um smaladrenginn sem hjörð sinna kvæða átti í brjóstum vorum. Hann hvarf oss í rökkrið, heimtur af óvæntu kalli, en heiðar og runnar og lækir minning hans geyma, störin og fífan, blundandi blóm á fjalli, bláklukkan smá á þúfnakollunum heima. Hann hvarf oss á braut. Og birtunni sé hann falinn sem bjó í sál hans og var honum styrkur í nauðum. Vér hlustum, vér spyrjum, og horfum með trega um dalinn sem húmnóttin fyllir að slökktum glóð- unum rauðum. Því aldrei framar mun leiftra af ljóðrisi nýju hjá lindum og björkum í augunum skæru og hlýju. (Ólafur Jóhann Sigurðsson.) Örn Sigurbergsson réðst að Menntaskólanum í Kópavogi haust- ið 1988 til kennslu í stærðfræði. Hann bjó þá yfir mikilli reynslu af kennslustörfum úr grunnskólum, lengst af í Breiðholtsskóla. Strax varð okkur ljóst hversu góðum hæfileikum Örn var gæddur bæði til kennslu og samstarfs. Hann vakti yfir velferð nemenda sinna með ákveðnum en mildum hætti, svo ljúflyndur og athugull. Það var því mikið lán fyrir skólann að fá til starfa jafn hæfan og reyndan mann og Örn sem lagði metnað í öll sín störf. Þegar undirrituð réðst í starf skólameistara MK um áramót 1993/1994 og ráða þurfti nýjan að- stoðarskólameistara varð Örn fyrir valinu enda hafði hann sýnt það og sannað með dugnaði sínum og áhuga að hér fór maður sem hæfur var til forystu. Það er vandasamt verk að vera í forsvari fyrir skóla með yfir 1000 nemendur og verk- sviðið vítt en með fagmennsku sinni og skipulagshæfileikum tókst Örn á við verkefnin af alúð og festu. Fyrir einstakt samstarf okk- ar sem aldrei bar skugga á vil ég þakka að leiðarlokum. Erni voru falin ábyrgðarstörf jafnt innan skólans sem utan og sat nú síðast í stjórn Félags stjórn- enda í framhaldsskólum. Þá lagði Örn áherslu á að fylgjast vel með bæði í fagi sínu sem og nýjungum í stjórnun. Samhliða starfi lauk hann viðbótarnámi í stærðfræði við Há- skóla Íslands og sl. skólaár stund- aði hann nám fyrir stjórnendur í framhaldsskólum. Áhugasvið Arnar lágu víða, hvort sem það var körfuboltinn með samkennurum sínum, brids með vinunum, ferðalög eða veiði- mennska. Á góðum stundum í MK var hann hrókur alls fagnaðar og smitaði hópinn með glettni sinni og gamansemi. Þá mun seint gleymast hið glæsilega afmæli er hann bauð til í desember sl. í tilefni af hálfrar aldar afmæli sínu. Það er drungi yfir skólanum eft- ir þessi válegu tíðindi. Þar ríkir sorg og söknuður eftir góðan sam- starfsmann og vin. En eftir lifa minningar og þakklæti fyrir að hafa mátt njóta samvistanna við hann. Fyrir hönd allra í Mennta- skólanum í Kópavogi sendi ég að- standendum Arnar okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þá og blessa í óbærilegri sorg þeirra. Margrét Friðriksdóttir skólameistari. Óskiljanlegur atburður á sér stað sem veldur hræðilegu slysi. Öll atburðarás virðist svo óraun- veruleg að við sem eftir stöndum eigum erfitt með að gera okkur grein fyrir því hvernig í ósköp- unum svona slys getur átt sér stað. Ekkert okkar skilur hvers vegna og hugurinn leitar sífellt að svörum sem ekki fást. Örn Sigurbergsson er dáinn. Honum er allt í einu kippt í burtu úr hringiðu lífsins þar sem hann var virkur þátttakandi og gefandi á svo mörgum sviðum. Örn var einstakur maður, elsk- aður og dáður af öllum og vina- margur. Kynni okkar hófust fyrir nær 30 árum og aldrei bar skugga á þá vináttu sem þróaðist með okk- ur í gegnum árin. Örn var ekki að- eins vinur minn heldur einnig svili minn þar sem Kristín eiginkona hans er mágkona mín. Nú þegar komið er að leiðarlokum er margs að minnast fyrir okkur sem vorum svo heppin að eiga vináttu Arnar. Ég og fjölskylda mín eigum margar frábærar minningar um Örn sem munu lifa áfram því ánægjustundirnar hafa verið marg- ar en einnig hafa sorgin og erf- iðleikarnir, sem fjölskyldum okkar hafa mætt í gegnum tíðina, styrkt tengslin og gert okkur öll nánari. Fyrir ári var ég svo heppin að fá að kynnast Erni á nýjan hátt þegar ég réðist sem kennari við Mennta- skólann í Kópavogi. Sú ákvörðun var tekin eftir mikla umhugsun því ekki vildi ég neitt láta skyggja á vináttu okkar. Þetta faglega sam- starf okkar var frábært og ég er forlögunum þakklát fyrir að af því varð. Það var ánægjulegt að finna hve Örn var vel liðinn af öllu sam- starfsfólki sínu og gaman að fylgj- ast með honum í starfi aðstoðar- skólameistara. Í Menntaskólanum í Kópavogi var Örn allt í öllu, hann var alls staðar, allir leituðu til hans með alls konar mál og erindi og öll- um hefur hann sinnt eftir bestu getu og vandvirkni. Missir allra í skólanum er því mikill, bæði kenn- ara, annarra starfsmanna og ekki síður nemenda. Missir fjölskyldunnar er þó mestur og sárastur, eiginkonu, uppkominna barna, tengdasonar og barnabarnanna tveggja, augasteina Arnar. Ég vil þakka Erni ómetanlega vináttu og allt það sem hann var mér og fjölskyldu minni. Við erum öll ríkari fyrir að hafa kynnst Erni og fengið að ferðast með honum þennan hluta lífsins og fyrir það erum við þakklát. Algóðan Guð bið ég að styrkja Stínu, Sigurlaugu og ÖRN SIGURBERGSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 193. tölublað (26.08.2001)
https://timarit.is/issue/249463

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

193. tölublað (26.08.2001)

Aðgerðir: