Morgunblaðið - 26.08.2001, Síða 16

Morgunblaðið - 26.08.2001, Síða 16
LISTIR 16 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Söngskólinn “Hjartansmál” Innritun 29. ágúst – 1. september Einsöngsdeild Söngdeild fyrir áhugafólk Barnadeild Nemendur frá síðasta vetri, sem ekki hafa staðfest skólavist geri það fyrir 29. ágúst. Nánari upplýsingar: http://songskoli.vortex.is. Símar: 552 0600, 695 2914 eða 691 9262. Ýmir tónlistarhús, Skógarhlíð 20. SKÁLDAÐ í tré nefnist sýning sem Þjóðminjasafn Íslands hefur sett upp í húsakynnum Ljósafoss- virkjunar og er einn liður í sam- starfi Landsvirkjunar og safnsins. Eins og kunnugt er og skrifað stendur í sýningarskrá gerðu Þjóð- minjasafnið og Landsvirkjun ný- lega með sér samstarfssamning og verður Landsvirkjun bakhjarl safnsins næstu þrjú árin. Sam- starfið mun stuðla að því að efla kynningu á Þjóðminjasafninu og gera starfsemi þess sýnilegri … Þetta er að sjálfsögðu yfirmáta heilbrigt, einkum meðan Þjóð- minjasafnið er lokað vegna breyt- inga og endurnýjunar, gefur safn- inu um leið einstakt tækifæri til að kynna dreifbýlinu eign sína og vekja samtíðina til vitundar um ýmsa þætti í menningarsögu þjóð- arinnar. Þess má og geta að á með- an verið var að stækka og end- urnýja Ríkislistasafnið í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum ár- um átti svipað sér stað, og einmitt í þá veru að verk úr eigu safnsins voru á faraldsfæti milli safna á landsbyggðinni og mæltist mjög vel fyrir. Hverri þjóð er lífsnauð- syn að virkja menningararf sinn og gera hann sýnilegan, allar hliðar hans, en satt að segja hefur ríkt hér nokkurt andvaraleysi, innlend- ir og þó einkum erlendir átt erfitt með að átta sig á umfangi hans, geta nálgast hann í hlutlægu formi. Þjóðminjasafnið var vanbúið og langt í frá fært um að geta kynnt eign sína á jafnafhjúpandi hátt og víða sér stað erlendis, þar sem fornminjasöfn og raunar flest söfn hafa gengist undir gagngera end- urnýjun á næstliðnum áratugum. Eins og á fleiri sviðum hefur há- tæknin fært mönnum upp í hend- urnar áður fullkomlega óþekkta möguleika til kynningar fortíðar og það hefur einnig átt sinn þátt í út- víkkun og uppstokkun listhugtaks- ins, hlutirnir allir á hreyfingu og þarf enga heimspeki til í þann grunn. Söfn sem fyrir nokkrum áratugum voru eins konar varð- veislustaðir fornmuna og höfðuðu til afmarkaðs hóps eru mörg orðin að lifandi upplýsingabrunnum er æsa upp í grand forvitni safngesta. Aðsóknin hefur og margfaldast og veitt miklu fjárhagslegu blóðflæði um þjóðarlíkamann á hverjum stað, þótt sjálf standi þau kannski ekki alfarið undir rekstrinum. Og hér á útskerinu eru menn loks farnir að rumska, þótt enn skorti töluvert á að við séum samstiga þróuninni, löggjafar- og fram- kvæmdavaldið skilji hvað hér er í húfi. Löngu ljóst að myndlistar- hefð á Íslandi er ekki síðbúið fyr- irbæri, og að hún hafi fyrst tekið að þróast fyrir einni öld er í senn hlutdræg, þvæld, útjöskuð og úrelt fullyrðing er svo er komið. Má vera réttari skilgreining, að mód- ernisminn hafi þá fyrst skotið rót- um og við eignast gilda listamenn í hópi sígildra módernista og um leið tengst aldalangri þróun í seinni tíma evrópskri myndlistar- hefð, þ.e. sem þróast hefur óslitið frá tíma endurfæðingarinnar. Full- komlega fráleitt að halda því fram að íslenzk myndlist sé ung og að eigum enga myndlistarhefð, því að hún finnst allt í senn í almennu handverki, íðum, húsagerð, út- skurði og hinum gömlu handritum, en hér er frekar spurn hvort okkur hafi tekist að rækta arfinn sem skyldi. Hvað ritin áhrærir getur hver og einn gengið úr skugga um fagurfræðilegt gildi þeirra með því að gera sér ferð á Árnastofnun, þar sem til sýnis eru handrit sem í sjálfu sér eru sjónræn veisla fyrir augu og skynfæri. Nýkomið út myndarlegt rit á ensku eftir Guð- rúnu Nordal þar sem hún tekur meðal annars fyrir skyldleika dróttkvæðanna við fagurfræði. Öllu frekar má álykta í ljósi þróun- arinnar, að öfugsýn á arfi aldanna, einkum um miðbik síðustu aldar er mikið umrót átti sér stað í ís- lenzkri mynd- og húsagerðarlist, hafi fætt af sér háskalegt vanmat á menningararfinum. Mat manna á fortíðinni er sem betur fer að breytast og má segja að um landsvæðingu sé að ræða, sýnir endurgerð húsa í uppruna- legt horf það einna gleggst. Þá kemur í ljós listrænt handverk í háum gæðaflokki og þótt húsin séu mörg innflutt er verkmenntin að hluta norrænn arfur sem víking- arnir komu með til landsins, má jafnvel halda því fram að öndveg- issúlurnar hafi verið fyrsti vísirinn að íslenzkri list. Hvernig þetta há- þróaða listræna handverk þróaðist hér fyrstu aldirnar vitum við minna um, þótt það kunni að koma fram í fyllingu tímans með aðstoð hátækninnar. Hins vegar segir sýningin Skáldað í tré okkur margt og mikið um skurðarlist sem hér þróaðist um aldir og virðist frá fyrstu tíð hafa gengið í arf mann fram af manni. Þeir voru ekki skól- aðir á okkar tíma mælikvarða, en hér má minnast þess að þótt höf- undur Völuspár muni hafa notið þeirrar menntunar sem Íslending- um bauðst á tíundu öld var þekk- ing hans þó að sagt er fáskrúðugri en nokkurs fermingarbarns nú á dögum. Þó mun hann hafa verið einn af vitrustu mönnum samtíðar sinnar með skýrari skynsemi og spakari hugsun en flestir mennta- menn nú á tímum, að mati Sig- urðar Nordal. Og skyldi það ekki vera leyndardómurinn á bak við hina miklu verkmenntun sem fram kemur í íslenzkri skurðlist? Það er satt að segja lygilegt að virða fyrir sér gripina á Ljósafossstöð og hugsa til þess að á stundum var um bláfátæka ómenntaða almúga- menn að ræða, líkt og Bólu-Hjálm- ar sem þó skáldaði jafnt meist- aralega í tré sem að kveða af munni fram dýrar vísur á gullald- armáli. Og þessi svonefndi skáld- skapur í tré sem við blasir er ekki einasta hagleg smíð heldur form- kenndin sömuleiðis af hárri gráðu og virðist ekki síður hafa gengið í arf en kenndin fyrir frjóu máli, stuðlum og rími. Þetta allt segir okkur að við eigum ekki einasta dýran bókmenntarf heldur ekki síður myndlistararf og undirstrik- ar þessi sýning það jafnvel enn betur en ég hygg að framkvæmda- aðilar ímyndi sér. Minnumst þess að nýrri tíma ritlist og skáldsagna- gerð er ekki eldri en nýrri tíma myndlist, þar er líka umtalsverð eyða, en hér hefur ritlistinni í sjálfri sér verið fullmikið hampað á kostnað sjónlista, en þetta tvennt er af mjög skyldum meiði og getur hvorugt án annars verið. Sýningin í heild er afar falleg, henni er vel fyrir komið í hinu vist- lega rými og sýningarskráin í góðu samræmi, skilvirk og fer vel í hendi. Hönnuður sýningarinnar er Steinþór Sigurðsson og hefir unnið frábært verk. Segi bara bravó! MYNDLIST L j ó s a f o s s v i r k j u n Opið alla daga frá kl. 13–17. Til desemberloka. Aðgangur 300 krónur, sýningarskrá 300 krónur. ÍSLENZK SKURÐLIST ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Sneið af kjörgripum Spónastokkur úr beyki 36,5 x 11,5 sm (mesta hæð) með ártalinu 1649. Bragi Ásgeirsson Sýningum á Light Nights að ljúka SÍÐUSTU sýningar á Light Nights í Iðnó eru í kvöld og mánudagskvöld kl. 20.30. Efnisskráin er byggð á ís- lensku efni í 14 atriðum. Þar koma m.a. fram draugar, for- ynjur og margskonar kynja- verur. Síðari hluti sýningar- innar fjallar að stórum hluta um víkinga. Einnig eru skyggnur sýndar sem eru samtengdar leikhljóðum, tón- list og tali. Kristín G. Magnús leikkona fer með öll hlutverk- in í sýningunni að undan- skildum ónafngreindum draugum er birtast í Djákn- anum á Myrká. Sýningin er flutt á ensku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.