Morgunblaðið - 26.08.2001, Page 58
FÓLK Í FRÉTTUM
58 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
K
VIKMYND Baltasars
Kormáks 101 Reykja-
vík, sem byggð er á
samnefndri skáldsögu
Hallgríms Helgason-
ar, var frumsýnd í Los Angeles í gær
og hefur hlotið einróma lof gagnrýn-
enda þar í borg. Ekki nóg með það
heldur fékk myndin frábærar viðtök-
ur í Danmörku þar sem myndin var
frumsýnd viku fyrr, en danskir
blaða- og sjónvarpsmenn gerðu sér
sérstaka ferð til Íslands til að taka
leikstjórann forvitnilega tali. Ekki
vantaði heldur hrósið þegar 101
Reykjavík var sýnd í New York fyrir
nokkru, og ef menn kíkja inn á kvik-
myndasíðuna Rotten Tomatos, þar
sem helstu kvikmyndagagnrýnend-
ur Bandaríkjanna láta álit sitt í ljós,
sést að myndin fær 83% jákvæða
dóma sem þykir sérlega gott. Þetta
hlýtur óneitanlega að hafa góð áhrif
á dreifingu myndarinnar í Banda-
ríkjunum og jafnvel annars staðar í
heiminum.
New York skiptir miklu máli
„Myndin opnaði fyrst í New York
og eftir það byrjaði boltinn að rúlla.
Byrjað var að panta hana fyrir aðrar
stórar borgir í Bandaríkjunum, sem
hefði sjálfsagt ekki gerst ef hún hefði
ekki gengið vel Í New York,“ segir
Baltasar Kormákur sem er hæst-
ánægður með viðtökurnar. „Og dóm-
arnir úr blöðunum í Los Angeles eru
ekki komnir inn á Rotten Tomatoes-
síðuna þannig að prósentan þar á
sjálfsagt eftir að hækka.“
Það var yfirgagnrýnandi LA Tim-
es sem dæmdi myndina, en hann er
þekktur fyrir að finna myndum flest
til foráttu. Það er því mikið hrós fyrir
aðstandendur 101 Reykjavík, sem
ætti að ná því að ná mestri dreifingu
íslenskra kvikmynda. Baltasar segir
að hún verði frumsýnd í Sviss í vik-
unni, Hong Kong, auk Bretlands,
Skandinavíu allri og brátt í Frakk-
landi, en íslenskum kvikmyndum
hefur vegnað lítið þar, svo spennandi
er að vita hvernig þessari mynd mun
ganga.
Baltasar heldur að velgengni
myndarinnar megi m.a. þakka því að
fólki finnist sagan mjög óvenjuleg og
að hún sé vel leikin en Hilmar Snær,
Viktoria og Hanna María fá góða
dóma víðast hvar.
„Þetta er líka saga sem gæti í
rauninni gerst hvar sem er, en það
gerir hana „exotískari“ að hún skuli
gerast á Íslandi,“ segir leikstjórinn.
Spenntur fyrir Hafinu
Sömuleiðis ætti velgengni 101
Reykjavík að auðvelda framleiðslu
kvikmyndarinnar A Little Trip To
Heaven sem Baltasar mun gera í
Hollywood snemma næsta árs.
„Já, félagi minn í Los Angeles seg-
ir mér að það fyrsta sem allir í kvik-
myndageiranum geri á morgnana sé
að lesa kvikmyndagagnrýni LA Tim-
es.“
– Verður A Little Trip To Heaven
mjög persónuleg mynd?
„Ég er að fara að taka upp Hafið
núna í október og það er orðið mjög
persónulegt. Maður fer inn í verk-
efnin og setur sálina í þau og þá
verða þau persónuleg. Hafið er
kannski næst mér einmitt núna, en
það er satt að A Little Trip To Heav-
en er mín saga frá upphafi til enda.“
– Hvort ertu spenntari yfir því að
taka upp Hafið eða fara til Holly-
wood?
„Ég verð að segja að ég er farinn
að verða mjög spenntur að gera Haf-
ið, en svo er fullt af öðrum hlutum í
deiglunni sem ég er ekki farinn að
skoða. Akkúrat núna er ég spennt-
astur fyrir Hafinu.“
Þetta er bara fyndið
„Svo reyndar er ég að pæla í því
hvort ég fari til Spánar að leika í
einni bíómynd. Það er kvikmynd sem
heitir Eleven Toys um Ángela Mol-
ina og bróður hennar Mikki Molina
sem hafa verið að leika í kvikmynd-
um Almodovar.“ Einnig mun Eloy
Azorín leika í myndinni en hann lék
soninn sem lést í kvikmyndinni Allt
um móður mína, en honum kynntist
Baltasar þegar þeir voru báðir
kynntir sem ungir og upprennandi
leikarar á Shooting Star-dagskránni
á seinustu kvikmyndahátíð í Berlín.
„Ég veit ekki hvort það gengur
upp að ég fari út að leika í henni, en
hún verður tekin í Madrid núna í
september.“
– Hefurðu ekki allt of mikið að
gera? Ferðu ekki bara á taugum?
„Nei nei, ég hef bara gaman af
þessu,“ segir Baltasar hálfhlæjandi.
„Ég er að fara til Finnlands að leika í
mynd í einn dag. Ég veit ekki hver
leikstjórinn er. Framleiðandinn bað
mig um þetta og ég sagði bara já,
mér fannst það fyndið.“
Að setja sál-
ina í verkið
Það er yfirdrifið nóg að gera hjá Baltasar
Kormáki að vanda. Og það á sjálfsagt ekki
eftir að minnka eftir velgengni 101 Reykjavík.
Hildur Loftsdóttir hringdi í leikstjórann.
Hilmir Snær og
spænska leik-
konan Victoria
Abril fá ætíð
hrós fyrir leik
sinn í 101
Reykjavík.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Baltasar Kor-
mákur var með
mörg járn í eld-
inum í Cannes.
101 Reykjavík fer víða og er vel tekið