Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins
Hvað er
(ó)þjóð?
Í HÁDEGINU nk.þriðjudag hefst fyrstifyrirlestur Sagnfræð-
ingafélagsins í Norræna
húsinu um efnið Hvað er
(ó)þjóð? Matthías Johann-
essen rithöfundur mun ríða
á vaðið og leita svara við
spurningunni hvað ein-
kenni Íslendinga sem þjóð.
Samtals munu 17 fyrirles-
arar tala. Fyrirlestrarnir
verða annan hvern þriðju-
dag að jafnaði fram yfir
miðjan apríl 2002.
Páll Björnsson er for-
maður Sagnfræðingafélags
Íslands. Hann var spurður
nánar um það meginþema
sem er í öllum þessum fyr-
irlestrum í vetur?
„Það hefur skapst sú
venja að helga hverja fyr-
irlestraröð einni megin-
spurningu. Núna verður
sem fyrr sagði meginspurningin:
Hvað er (ó)þjóð? Þá er í rauninni
líka verið að spyrja „hvað er þjóð?“
Gert er ráð fyrir því að allir fyr-
irlesarar muni kljást við þessa
spurningu, hver á sinn hátt.“
– Hvers vegna varð þetta efni
fyrir valinu?
„Þetta efni hefur raunar verið
talsvert í umræðunni alla sl. öld.
Þetta efni er valið m.a. af því að
rannsóknir sagnfræðinga og ann-
arra hafa verið að aukast á þjóð-
erni og þjóðernishyggju eða með
öðrum orðum sjálfsmynd Íslend-
inga. Þegar litið er yfir lista fyr-
irlesara má sjá að þar tala margir
af yngri kynslóð fræðimanna sem
eru að fást við rannsóknir á þessu
sviði.“
– Má segja að þetta verði eins-
konar „uppgjör“ sl. aldar?
„Það er of mikið sagt en hins
vegar með aukinni hnattvæðingu
og aukinni umræðu um fjölmenn-
ingu á Íslandi er orðið mikilvægt
að skapa fræðilegan vettvang fyrir
þessa umræðu.“
– Hefur verið mikið mál að fá
fyrirlesara?
„Nei, þegar við fórum að und-
irbúa þetta í upphafi árs ætluðum
við einungis að hafa þetta efni á
dagskrá fram að áramótum en
áhuginn á viðfangsefninu var svo
mikill að við ákváðum að hafa um-
fjöllunina um það fram yfir miðjan
apríl.“
– Hvað er það einkum sem fyr-
irlesarar eru að fást við í sínum er-
indum?
„Nálganir fyrirlesara á efni eru
mjög fjölbreyttar. Flutt verða er-
indi sem spanna tímabilið allt frá
miðöldum til samtíma.“
– Hefur sjálfsmynd okkar Ís-
lendinga tekið miklum breyting-
um undanfarna áratugi?
„Erfitt er að svara þessari
spurningu á tæmandi hátt og einn
tilgangurinn með þessari fyrir-
lestraröð er einmitt m.a. að fá ein-
hver svör við þessu.
Persónulega álít ég að
sjálfsmynd margra Ís-
lendinga sé á allra sí-
ðusu áratugum orðin
alþjóðlegri en hún var.
Menn eru orðnir meira
vakandi fyrir þeim hættum sem
geta skapast af róttækri þjóðern-
ishyggju.“
– Eru þessir fyrirlestrar vel
sóttir?
„Þeir hafa verið vel sóttir og það
virðist vera breiður hópur sem
sækir þá. Þeir eru öllum opnir og
aðgangur ókeypis. Fyrirlestrarnir
hefjast kl. 12.05 og lýkur kl. 13.00.
Helmingur af fundinum er sjálfur
fyrirlesturinn og hinn helmingur
tímans fer í umræður.
– Hverjir eru fyrirlesarar?
Auk Matthíasar Johannessen
eru fyrirlesarar: Hallfríður Þórar-
insdóttir mannfræðingur sem mun
tala um hnattvæðingu og íslenska
þjóðarímynd. Sverrir Jakobsson
sagnfræðingur ræðir um sjáls-
myndir miðalda og uppruna Ís-
lendinga. Gauti Kristmannsson
þýingafræðingur kallar sinn fyrir-
lestur „Þjóð eða óþjóðalýður? Tog-
streitan um Kelta og norræna
menn um 1800“. Guðmundur Hálf-
danarson sagnfræðingur ræðir um
hugmyndir Herders um þjóðina og
endalok menningarlegrar þjóðar.
Gunnar Karlsson leitar svara við
spurningunni hvenær Íslendingar
urðu pólitísk þjóð. Guðmundur
Brynjólfsson leiklistarfræðingur
nefnir sinn fyrirlestur „eyvindur-
&halla.com – hið ó/al/þjóðlega leik-
rit þá frægast það var“. Fyrirlest-
ur Jóns Ólafs Ísberg sagnfræðings
nefnist „Heilbrigð þjóð – sjúk
óþjóð“. Síðasti fyrirlesarinn fyrir
jól er Róbert Haraldsson heim-
spekingur sem fjallar um örlög ör-
þjóðar á (ó)þjóðlegum tímum.
Fyrsti fyrirlesarinn eftir áramót
er Kolbeinn Óttarsson sem fjallar
um hlutverk þjóðhátíða í viðhaldi
þjóðernisvitundar. Þá varpar Sig-
ríður Þorgeirsdóttir heimspeking-
ur fram spurningunni „Hver erum
„við“?“. Sumarliði Ísleifsson sagn-
fræðingur nefnir sinn
fyrirlestur „Óþjóð enda
heims. Ísland sem and-
útópía á liðnum öldum“.
Unnur B. Karlsdóttir
sagnfræðingur fjallar
um samband þjóðernis
og kynþáttar. Ragnheiður Krist-
jánsdóttir ræðir um viðhorf til rót-
tækrar vinstrihreyfingar. Bára
Baldursdóttir sagnfræðingur
fjallar um genetískar mengunar-
varnir í síðari heimsstyrjöld. Guð-
mundur Jónsson sagnfræðingur
ræðir um velferðarþjóðfélagið og
sjálfsmynd Íslendinga. Sigurður
Líndal lögfræðingur fjallar um
þjóðerni og alþjóðahyggju.
Páll Björnsson
Páll Björnsson fæddist 1961
í Reykjavík. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Flensborgarskóla
í Hafnarfirði 1981 og BA-prófi
frá Háskóla Íslands í sagnfræði
1986. Hann var við framhalds-
nám í Þýskalandi í Göttingen
og Freiburg í sagnfræði. Dokt-
orspróf í sagnfræði tók hann
frá Rochester-háskóla í Banda-
ríkjunum. Páll er formaður
Sagnfræðingafélags Íslands.
Mikilvægt
að skapa
fræðilegan
vettvang
NÝR barnaspítali Hringsins er óð-
um að taka á sig mynd og er áætlað
að stærsti hluti hússins verði tek-
inn í notkun í byrjun nóvember á
næsta ári. Í febrúar 2003 verður
vökudeild spítalans flutt í nýju
bygginguna. Áætlað er að byrja að
klæða húsið að utan á næstu vikum.
Að sögn Ingólfs Þórissonar,
framkvæmdastjóra tækni og eigna
hjá Landspítala-Háskólasjúkra-
húsi, er 2. áfangi verksins langt á
veg kominn en hann snýr að upp-
steypun á húsinu og frágangi að ut-
an. Það er byggingarfélagið Ólafur
og Gunnar ehf. sem sér um fram-
kvæmdir við 2. áfanga. 1. áfangi
verksins og jarðvinna var í höndum
Suðurverks hf. en 3. áfangi verks-
ins snýr að innréttingum. Að sögn
Ingólfs voru tilboð í þriðja áfanga
opnuð 2. ágúst sl. og var fyrirtækið
Ólafur og Gunnar lægstbjóðandi.
Tilboð þeirra hljóðar upp á 595
milljónir króna og er undir kostn-
aðaráætlun.
Hannes Andrésson, staðgengill
verkstjóra hjá Ólafi og Gunnari
ehf., sagði að fljótlega yrði farið að
klæða húsið að utan. Hann sagði
ráðgert að þeirri vinnu yrði lokið
með haustinu.
Nýi barnaspítalinn er alls um
6.800 fermetrar að stærð á fjórum
hæðum auk kjallara og tæknirýmis
í þaki. Þá er sérstakur fyr-
irlestrasalur áætlaður í garðinum
milli barnaspítalans og núverandi
kvennadeildar.
Á nýja spítalanum verða fjórar
legudeildir, dagdeild og göngu-
deild. Ingólfur segir að öll aðstaða
fyrir sjúklinga og aðstandendur
verði stórbætt í nýju byggingunni
frá því sem nú er.
Morgunblaðið/Golli
Ráðgert er að taka stærstan hluta hússins í notkun í nóvember á næsta ári.
Nýr barnaspítali Hringsins óðum að taka á sig mynd
Húsið fljótlega klætt að utan
SKIPULAGSSTOFNUN hefur haf-
ið athugun á mati á umhverfisáhrif-
um nýrra mannvirkja innan hafnar-
innar á Seyðisfirði. Hafnarsjóður
Seyðisfjarðarkaupstaðar er fram-
kvæmdaraðili en Hönnun hf. vann að
gerð skýrslu um mat á umhverfis-
áhrifum. Heildarkostnaður er ráð-
gerður um 500 milljónir króna.
Tilgangur framkvæmdarinnar er
að stækka hafnaraðstöðu til að unnt
verði að taka á móti stærri ferju
Smyril Line þegar hún verður komin
í gagnið og bæta afgreiðsluaðstöðu
fyrir farþega og ökutæki. Nýja ferj-
an á að taka um 1.480 manns og 800
bíla en núverandi ferja tekur 1.050
manns og 300 bíla.
Ráðgerð er 50 þúsund fermetra
landfylling fyrir nýja hafnarsvæðið
frá ósum Fjarðarár og um 250 m út
með suðurströnd Seyðisfjarðar. Er
svæðið á svokölluðum Leirum fyrir
botni fjarðarins og er sjávardýpi þar
allt að einum metra. Ekið verður efni
í svonefndan fyrirstöðugarð og
dýpkað framan garðsins um 7–10
metra. Verður efnið úr dýpkuninni,
alls um 110 þúsund rúmmetrar, not-
að í uppfyllgingu innan garðsins sem
alls þarf 149 þúsund rúmmetra efnis.
Það sem á vantar verður fengið úr
námu á Borgartanga austan kaup-
staðarins. Fyrirhugað svæði er utan
snjóflóðahættusvæðis samkvæmt
bráðabirgðaniðurstöðu Veðurstof-
unnar.
„Samkvæmt matsskýrslu munu
grynningar í botni Seyðisfjarðar
raskast töluvert við framkvæmdirn-
ar en það svæði hafa fuglar nýtt sér
sem fæðuöflunarsvæði. Talið er lík-
legt að fuglanir muni leita í órask-
aðar fjörur við Vestdals- og Hánefs-
staðaeyri til fæðuöflunar,“ segir m.a.
í frétt frá Skipulagsstofnun. Óvíst er
talið hvort framkvæmdirnar hafi
áhrif á stöðu sjóbleikju í Fjarðará og
talið er ólíklegt að þær hafi varanleg
áhrif á lífríki árinnar.
Þá kemur fram að samkvæmt
matsskýrslu megi búast við ónæði á
framkvæmdatíma og reikna megi
með aukinni umferð og meiri um-
ferðarhávaða á komu- og brottfarar-
tímum stærri ferju. Samkvæmt
matsskýrslu mun fjölgun ferða-
manna hafa jákvæð áhrif á ferða-
þjónustu á Austurlandi og reiknað er
með að ferðamannatími lengist.
Stækkun hafnarsvæðis á Seyðisfirði fyrir 500 milljónir
Athugun
hafin á
umhverfis-
áhrifunum