Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 35

Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 35
gerst á Íslandi, að pólitískar ofsóknir hafi slíkt brautargengi í ráðuneytum landsins. Að lokum til þeirra, sem fylgjast með: Máli þessu er ekki lokið og er í reynd rétt að byrja. Eggert Haukdal.“ Svar félagsmálaráðuneytisins Ráðuneytið svarar þessu bréfi mínu, hinn 31. júlí 2001, með eftirfar- andi hætti: Eggert Haukdal, Bergþórshvoli, 861 Hvolsvöllur. Vísað er í bréf yðar dags. 28. júní síðast liðinn, þar sem þér óskið frek- ari skýringa á svari ráðuneytisins í bréfi til yðar dags. 26. júní síðast lið- inn. Samkvæmt 4. gr. lögreglulaga nr. 90 1996 er það dómsmálaráðherra, sem er æðsti yfirmaður lögreglu- mála, en Ríkislögreglustjórinn fer með málefni lögreglunnar í umboði hans. Dómsmálaráðherra skal einnig hafa eftirlit með framkvæmd ákæru- valds og getur krafið Ríkisssaksókn- ara skýrslna um einstök mál, sbr. 26. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19 1991. Ráðuneytið telur ótvírætt, að beiðnum um frekari rannsókn í máli yðar verði með vísan til fyrrgreindra lagaákvæða að beina til dómsmála- ráðherra. Tekið skal fram, að sveit- arstjórnarlög nr. 45 1998 hafa ekki að geyma nein ákvæði, sem leitt geti til annarrar niðurstöðu. Getur því ekki orðið um frekari afskipta að ræða af hálfu þessa ráðuneytis vegna máls yðar. Fyrir hönd ráðherra, Berglind Ásgeirsdóttir - Garðar Jónsson.“ Svo mörg voru þau orð. En fyrr- nefnt bréf mitt frá 12. febrúar 2001 var upp á 10 blaðsíður og máske kem- ur að því, að efni þess verði rakið síð- ar. Niðurstöður prófessors í lögum og löggilts endurskoðanda um ákæru- efnin á hendur mér. Ákæruliður I: „Af rannsókn máls- ins og viðbótargögnum má vera ljóst, að ekki voru minnstu efni til að ákæra fyrir þennan lið, eins og hann liggur fyrir.“ Ákæruliður II, töluliður 1: „Sá al- varlegi ágalli, sem á rannsókn máls- ins er, brýtur í bága við ákvæði 31., 68. og 70. grein laga nr. 26 1991 um meðferð opinberra mála. Eins og málið liggur fyrir, voru engar for- sendur til að ákæra fyrir meint brot skv. kafla II, tölulið 1 í ákæru, enda er þessi liður á miklum misskilningi byggður af hálfu ákæruvaldsins. Ákæruliður II, töluliður 2: „Sætir það furðu, að í dómsorði er fullyrt, að Eggert Haukdal hafi játað fjárdrátt- arbrot, þegar staðfest neitun hans í því efni liggur fyrir. Hvað þetta ákæruatriði varðar er sérstök ástæða til að minna á þá grundvallarreglu ís- lensks réttarfars, að enginn teljist sekur fyrir dómi fyrr en sök hans er sönnuð. Hér skortir með öllu á, að nokkrar sönnur hafi verið færðar á, að Eggert Haukdal hafi dregið sér fé, skv. II.ákærulið, tölulið 2.“ “Í ljósi framangreinds rökstuðn- ings í þessari greinargerð er það af- dráttarlaus skoðun okkar, að engin efni séu til að sakfella Eggert Hauk- dal vegna þeirra ákæruliða, sem í málinu er að finna.“ Fréttaflutningur fjölmiðla Í upphafi þessara greinargerðar vék ég að því, að í fréttum fjölmiðla hefði mál mitt verið dregið inn í frá- sagnir af málefnum Árna Johnsens. Formaður laganefndar Lögmanna- félagsins, Jakob Möller, er dreginn fram til þess að tjá sig um mál Árna, og getur þess í leiðinni, í tveimur að- skildum fréttatímum 17. og 18. júlí s.l., að ég hafi verið dæmdur í 3ja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann gat ekki skýrt rétt frá þessu, þar sem sannleikurinn er sá, að dóm- ur minn hljóðaði upp á 2ja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Guð sé samt lof fyrir, að Ríkisút- varpið skyldi hafa bein í rófunni til þess að vara íslensku þjóðina við bóf- anum Eggerti Haukdal!“ Höfundur er fv. alþingismaður. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 35 Brottfarardagar · Vikuleg flug alla fimmtudaga Verðtrygging Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið á Íslandi til Kanaríeyja. Ef þú færð sömu ferð annars staðar, m.v. sömu dagsetningar, ferðalengd og gististaði, endurgreiðum við þér mismuninn. Gildir ekki um sértilboð. Verð kr. 49.985 2 vikur, 10. janúar, hjón með 2 börn, Green Sea. Verð kr. 43.185 Vikuferð, 10. janúar, hjón með 2 börn, Green Sea. Verð kr. 58.630 2 í stúdíó, Green Sea, vikuferð, 10. janúar. Einn vinsælasti gististaðurinn á Kanarí. Við tryggjum þér lægsta verðið Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Kanarí- veisla Heimsferða í vetur frá kr. 43.185 Heimsferðir kynna nú glæsi- lega vetraráætlun sína með spennandi ferðatilboðum í vetur og raunlækkun á ferðum frá því í fyrra, því meðan gengið hefur hækkað um 30% frá sama tíma í fyrra, hækka ferðir okkar aðeins um 6–8% á milli ára og við tryggjum þér besta verðið til Kanarí. Beint vikulegt flug alla fimmtudaga í allan vetur. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér best hentar, 1, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra meðan á dvölinni stendur. Beint flug með glæsilegum Boeing 737-800 vélum FUTURA flugfé- lagsins án millilendingar og við bjóðum nýja gististaði í hjarta Ensku strandar- innar. Verðtrygging Heimsferða Ef þú færð sömu ferð annars staðar á lægra verði, endurgreiðum við þér mismuninn* Paraiso Maspalomas ÞAÐ kann að vera að leiðarahöf- undur Morgunblaðsins hafi hitt nagl- ann á höfuðið þegar hann sagði að deilan um Kárahnjúkavirkjun og ál- ver í Reyðarfirði snerist um grundvallarspurn- ingu samtímans: Á hverju við ættum að lifa? Tvær heimsóknir á virkjanasvæðið og kynningarfyrirlestrar bæði Landsvirkjunar- manna og álversmanna staðfesta efasemdir mínar um að sú leið sé rétt svar við spurning- unni. Stjórnmálamenn agnúast út í matsferli sem eigin lög krefjast, því það ógnar pólitískri eðlishvöt þeirra. Lög sem segja að ekki skuli ráðist í óafturkræf spjöll á náttúru landsins eru sett til að besta fáanleg þekking liggi fyrir áður en fullnaðar- ákvörðun er tekin. Hið pólitíska vald er ekki afmáð. Því eru settar eðlilegar skorður um að rökstyðja og skil- greina vilja sinn og markmið. Við- brögðin eru frumstæð og heiftarleg, sem bendir til að önnur hugsun um málið sé af sama toga. Ákvörðun um hina risavöxnu Kára- hnjúkavirkun er ótímabær af þeirri ástæðu einni að ekki liggur fyrir rammaáætlun um virkjanaröð fyrir þá gríðarlegu orku sem er óbeisluð í landinu. Þessari virkjun er veittur forgangur á alla almenna stefnumót- un um orkunýtingu og náttúruvernd. Fyrir einn orkukaupanda. Kortlagning íslenskra náttúruauð- linda er skammt á veg komin, brýnt verkefni sem bíður. Grundvallar- stefnu um auðlindagjöld og mengun- arskatta þarf að útfæra, samanber skuldbindingar okkar vegna Kyoto- sáttmálans og óútkljáðar tillögur auð- lindanefndar. Ný hugsun um varð- veiðslu og nýtingu náttúrugæða er ögrun við hefðbundna rányrkju, sam- anber þá erlendu fræðimenn sem koma með brýningu þar um. Þessir mörgu pólitísku þættir málsins krefj- ast þess að það sé kannað í þaula. Tortryggileg framkvæmd Rammpólitísk þráhyggja knýr málið og sést af því að hvergi reynir á markaðinn eða viðurkennt rekstrar- legt aðhald. Vegna svo stórrar virkj- unar ætti Landsvirkjun að stofna sér- stakt félag með innlendum og erlendum fjárfestum, sem kæmu að eins og hver annar arðsemiskrefjandi málsaðilji. Þannig flyttist fjármagn til verksins frá útlöndum og sjálfstæðir útreikningar fengjust á viðskiptaleg- um forsendum. Nú sitja pólitískir kommissarar Landsvirkjunar á leyni- reikningum og krefjast ríkis- og bog- arábyrgðar fyrir risavöxnum erlend- um lánum. Á hinn kantinn sitja pólitíkusar og beita þrýstingi á kommissara í lífeyrissjóðnum að koma með stofnfé. Hvers vegna fæst þetta fé hvergi annars staðar í heim- inum? Hvers vegna kemur Norsk Hydro ekki með fé, þýskir bankar eða svisskenskir sjóðir? Þetta er pólitík- usabrall sem fær hvergi markaðslegt aðhald. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun hafa Íslendingar aukið raforkuframleiðslu sína um 50% á síð- ustu fimm árum. Þetta gerðist nánast mótmælalaust af hálfu umhverfis- verndarsinna, sem fráleitt verða sak- aðir um öfgar gegn orku. Stórir virkj- anakostir bíða víðar og enn er meiri orka óbeisluð en beisl- uð. Þá bjóðast líklega tveir stóriðjukostir á næstu árum, stækkun Ísals og álverksmiðj- unnar á Grundartanga. Hægt er að útvega orku til þeirra frá þeim virkj- unum sem þegar eru til eða fást án svo mikilla umhverfisspjalla sem boðuð eru norðan Vatnajökuls. Margt mælir með að þeir kost- ir séu nýttir í mjúka lendingu fyrir hagkerfið á næstu tíu árum sam- tímis nauðsynlegri ný- sköpun. Hægvaxtarskeið Til frambúðar er hættulegt að eiga allar útflutningstekjur undir sjávar- útvegi og stóriðju. Við verðum að hraða okkur yfir í fjölbreyttari og þróaðri iðnað og þjónustu sem bygg- ist á tækni og þekkingu. Einstakt tækifæri býðst strax því núlifandi Ís- lendingar eru þeir auðugustu sem uppi hafa verið. Svigrúmið á vinnu- markaði er mikið, við flytjum inn hundruð manna á mánuði í störf. Gengi gjaldmiðils er hagkvæmt út- flutningi. Þróunarfyrirtæki ganga gegnum holla aðlögun sem fráleitt er að túlka sem ,,efasemdir“ um þekk- ingariðnað. Efnahagslegt markmið ætti að vera hægvaxtarskeið með áherslu á nýsköpun. Ekki óðaþensla í hráefn- isvinnslu. Viðskiptahugmyndin með Kárahnjúka og álverið er þessi: Norð- menn selja okkur hráefni sem við bræðum með rafmagni og þeir selja afurðina. Við leggjum til stofnkostn- aðinn: 300–400 milljarða króna. Við leggjum til náttúruverðmætin. Við leggjum í pólitískan herkostnað, heima og erlendis. Þeir nota hugvitið. Í staðinn fyrir þetta eigum við að ákveða að á Íslandi verði mennta- ðasta vinnuafl í heimi eftir tuttugu ár. Nú hættir þriðji hver nemandi áður en hann lýkur framhaldsskólanámi; við útskrifum mun færri stúdenta hlutfallslega en Norðurlöndin og er- um neðarlega á lista OECD í fram- lögum til menntamála. Ef við hefðum menntaðasta vinnuafl í heimi eftir fá ár gætum við valið úr verkefnum á heimsmarkaði. Hagvöxtur stendur í beinu sambandi við menntun þjóða. Á því stóra viðskiptafæri eigum við að lifa. Náttúruverndarsjónarmið Það er kominn tími til að meta nátt- úruna sjálfa, ósnortna og heila, sem verðmæti í sjálfu sér. Verðmæti fyrir manninn, sálarheill hans og frið, fyrir dýrin og fyrir lífríkið í heild. Fyrir óræða framtíð. Það merkilega við hálendið er að það er miklu minna en orðræðan gef- ur tilefni til að ætla. Flug og bíll skila gesti frá Reykjavík til Kárahnjúka á 3–4 tímum. Helstu perlur öræfanna norðan Vatnajökuls eru í helgarferð- arfjarlægð: Askja, Herðubreið, Snæ- fell, Hafrahvammagljúfur. Rökstuddar kenningar segja að þessi verðmæti verði mun meiri í ná- inni framtíð en við getum ímyndað okkur nú. Það er óumdeilt að við fórn- um miklu með því að spilla öræfum norðan Vatnajökuls. Hin grátlega fullyrðing Landsvirkjunar um að sú fórn sé minni en þjóðhagslegi ávinn- ingurinn byggist á vanþekkingu í skjóli „hagvísinda“ sem engin eru og taka ekkert mark á því sem til er kostað. Líklega er engin leið að meta þann fjársjóð sem nú er ósnortinn norðan Vatnajökuls, sem þýðir að við höfum ekki hugmynd um hvort borg- ar sig að fórna honum. Þó hafa fræði- menn þróað leiðir til þess að verðmeta náttúru af þessu tagi, og á þær raddir eigum við að hlýða. Útilokar eitt annað? Kárahnjúkavirkjun og álver munu soga til sín fjármagn, atgervi, vinnuafl heima og erlendis og auka þá miklu þenslu sem enn slær ekki á. Vinnuafl færist í stórum stíl yfir í skammtíma- bólu og skilur eftir menntastofnanir og sprotafyrirtæki án möguleika til að keppa í efnahagsumhverfi sem verður þeim harðdrægt. Þegar þenslubólan hjaðnar stöndum við með ofvaxinn byggingariðnað, tæmda þróunar- möguleika álversins, skuldbindingar um gríðarlega orkusölu og vinnuafl sem stillt er inn á allt aðrar forsendur en þarf til að gera Ísland að hátækni- væddu þekkingarsamfélagi. Það er ekki þjóðhagslegt vandamál fyrir Íslendinga hvort íbúar Mið- Austurlands eru 8.000 eða 10.000. Munurinn á þessum tveimur tölum er íbúafjöldi eystra, fyrir og eftir Kára- hnjúkavirkjun og risaálver, sem kosta saman milli 300 og 400 milljarða. Tvö þúsund íbúar á tíu árum. Fyrir lánsfé erlendis og innlenda áhættu. Svo brengluð er byggaðumræðan að þessi hlutföll kostnaðar og ávinnings eru talin frambærileg. Við skulum ræða byggðamál hvenær sem er við þá sem stjórna flóttanum af landsbyggðinni, en þetta er út í hött. Vanreiknaðir kostir Verst er einsýnin. Aðrir kostir til að nýta náttúruna og virkja vinnuaflið fá enga skoðun sem jafnast á við þann eina möguleika sem nú er ræddur. Náttúruverndarkostir eiga að fá að minnsta kosti jafn gaumgæfilega skoðun og virkjanakostir, áður en þeim er stórspillt. Atvinnulífið er hættulega einhæft og verður að fá þá fjölhæfni sem hámenntað vinnuafl getur skapað. Þetta verkefni er ekki of stórt. Það er of smátt. Þessi at- vinnustefna er pólitískt knúin neyð- arredding, minnisvarðakomplex. Hún megnar ekki að brjóta af okkur klafa vanahugsunar og umskapa hagkerfið, stilla samfélagið á nýja strauma og skapa sátt manns og náttúru. Deilan um þetta mál táknar aldahvörf: Vilj- um við kveðja 20. öldina strax eða fresta komu þeirrar nýju um langa hríð? Á HVERJU EIGUM VIÐ AÐ LIFA? Stefán Jón Hafstein Höfundur er þáttagerðarmaður í sjónvarpi og áhugamaður um þjóðmál. Deilan um þetta mál táknar aldahvörf, segir Stefán Jón Hafstein: Viljum við kveðja 20. öldina strax eða fresta komu þeirrar nýju um langa hríð?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.