Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 29
eru kölluð, þ.e. lyfseðilsskyldum þunglyndis- og þráhyggjulyfjum. Á síðustu árum hefur notkunin farið hratt vaxandi, einkum með tilkomu nýrra lyfja. Þau fari misjafnlega í fólk, sumum hjálpa þau en öðrum ekki, og henni finnst lyfjaneyslunni ekki nógu vel fylgt eftir af læknum, varðandi það að auka eða minnka neysluna. Það tekur nokkurn tíma að lyfin virki og ekki hafa allir þol- inmæði til að bíða. Margir hafi þess- ar pillur á náttborðinu hjá sér án þess að taka þær. Einstaklingarnir geta ráðið nokkru um það sjálfir hve lengi þeir nota þessi lyf, sem oft eru endurnýjuð í síma og tölvuaf- greidd. Þessi lyf fari illa með heils- una til lengdar. Það styttir þó oft meðferðina ef skjólstæðingurinn er á réttri lyfjameðferð samfara sam- talsmeðferðinni og um það eru sál- fræðingarnir í góðri samvinnu við heilsugæslulæknana sem gefa út lyfseðlana. Margir eru ragir við að hætta við lyfin. Hún kveðst þá gjarnan segja skjólstæðingum sín- um að þeir eigi að líta á þetta eins og þeir hafi fótbrotnað og þurfi að vera í gifsi í nokkrar vikur, en ekki sé ætlunin að þeir eigi að lifa á lyfj- um til frambúðar. Þau koma þó að góðum notum samfara samtalsmeð- ferð. Án lyfjanna gætu þessir af- mörkuðu tíu viðtalstímar reynst of fáir. Samtalsmeðferð sjálfsagður þáttur Nú er farið að síga á seinni hlut- ann í þessu tilraunaverkefni. Fyrsta verkefnið tók þrjú ár. Hálft fjórða ár er búið af framhaldsverk- efninu Delta, sem á að ljúka 2. desember 2002. Úttekt var gerð eft- ir hálft fjórða ár, svo þau hafa nú eitt og hálft ár til umráða fyrir samninga um framtíðina. Semsagt búið að gera könnun á því hvernig þetta hefur reynst og var þeirri skýrslu skilað í maímánuði. Sams- konar mat hefur farið fram á öðrum verkefnum af þessu tagi. Á nú að setja fólk í að samhæfa þetta allt. Á matið frá öllum stöðunum að vera tilbúið um áramót og skýrslu skilað til stjórnvalda. Þar verður endanleg ákvörðun tekin um fyrirkomulag til frambúðar og fjárveitingar. Á þessu hálfa öðru ári sem eftir er af til- rauninni verður hægt að draga lær- dóm af reynslunni. Á þeim tíma munu sálfræðingarnir kynna þetta og ræða við stjórnir heilbrigðis- stofnana á svæðinu um hvernig þetta verði innlimað í heilsugæsl- una. Halldóra segir það mikinn kost að Hisingen er svo vel afmörkuð eyja og því gott tilraunasvæði. Verkefnið þykir merkilegt og er mikil ánægja með það. Þetta er al- gert frumkvöðlaverkefni í Svíþjóð, þar sem slíkt hefur hvergi verið reynt fyrr. Í Danmörku er sam- bærilegum sjúkdómstilfellum vísað til einkasálfræðinga í tíu skipti. Og í Noregi og Finnlandi segir Halldóra að svona sálfræðiþjónustu sé hægt að fá gegnum tilvísun frá læknum. „Við erum af þessari reynslu orð- in sannfærð um að skammtíma- og langtímasamtalsmeðferð þurfi að vera eðlilegur og aðgengilegur þátt- ur í heilbrigðisþjónustunni. Reynslan sýnir að svona kerfi, þar sem maður hindrar að sálrænir kvillar verði krónískir, sparar mikið í heilsugæslunni. Hingað til hefur óskaplega mikið verið lagt í það sem snýr að líkamlegum sársauka. En nær ekkert í hinn þáttinn, sál- ræn mein. Heilsugæslulæknarnir, sem við erum í góðu samstarfi við, eru þessu mjög hlynntir og síður en svo hræddir um að missa spón úr aski sínum þótt þarna muni þurfa að skipta út stéttum og færa til fjár- muni, enda stendur svo á að lækna- skortur er mikill í Svíþjóð, einkum á heilsugæslulæknum, og fer vaxandi. Svo að núna er hreyfing til að hleypa öðrum stéttum inn í heilsu- gæsluna. Þarna er enginn rígur á milli. Enda er ekki hægt að hindra það að fólk sem hefur sálræna kvilla leiti læknis. Og þetta eru ekki bara fáar hræður heldur 30% sjúkra.“ Halldóra segist áfram hafa að- stöðu á þeirra sjálfstæðu móttöku- stöð, þar sem fólk getur komið beint, og er í stöðugu sambandi við heilsugæslustöðvarnar. Nokkrum sinnum á ári eru samráðsfundir með læknunum þar og stöðugt er ræðst við í síma og með faxsend- ingum. Læknarnir á heilsugæslu- stöðvunum leita líka stundum eftir aðstoð við sína sjúklinga. Hefur skapast ákaflega góður trúnaður á milli. „Við erum núna að vinna að því að finna leiðir til að samstarfið verði enn virkara við starfsfólkið á heilsugæslustöðvunum. Nú þegar hafa nokkir sálfræðingar fengið herbergi á heilsugæslustöðvunum – og þá færist hluti af þessari starf- semi þar inn. Við teljum þó að nauð- synlegt sé að hafa hvort tveggja í gangi til frambúðar. Mörgu fólki finnst gott að geta farið á hlutlaus- an stað. Allir í biðstofunni á heilsu- gæslustöðvunum geta séð þegar einhver fer inn til sálfræðingsins og enn eru fordómar í gangi, þótt þeir fari minnkandi. Það er mjög ríkjandi í samfélaginu að fólk vilji standa sig sjálft, sérstaklega eldra fólkið. Ungt fólk er þó ekki eins hik- andi við að leita til sálfræðings. En með þessu móti skila sér betur þeir sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Ég verð að segja að þetta er merkilegasta starf sem ég hef haft,“ segir Halldóra undir lok samtalsins. „Hve það hefur gengið vel hefur veitt mér óskaplega mikla ánægju í starfi. Ekki síst þar sem reynsla okkar og niðurstaða virðist ekki umdeild. Fólk flytur til Hisingen til að komast í þessa samtalsþjónustu eða lætur skrá sig hjá kunningjum. Sambærilega þjónustu er ekki að fá inni í Gautaborg. Mér þykir svo vænt um að geta fengið að ljúka starfsferlinum með þessu verkefni. Finnst þá að ég hafi verið til gagns og skilið eitthvað eft- ir mig sem kemur að gagni fyrir eft- irkomendurna,“ segir Halldóra Gunnarsdóttir í lokin. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 29 Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tæki- færi á síðustu sætunum til Benidorm 31. ágúst eða 7. september, í eina eða 2 vikur á einn vinsælasta sólarstaðinn við Miðjarðarhafið. Þú bókar núna og 3 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 29.985 Verð á mann miðað við hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar, vikuferð 31. ágúst. Verð kr. 39.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð, vikuferð. Verð kr. 49.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð, 2 vikur, 31. ágúst/7. sept. Síðustu sætin í haust Stökktu til Benidorm 31. ágúst eða 7. sept. frá kr. 29.985 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is FÓLK Í FRÉTTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.