Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
ÆTLUM við neytendur að
láta allt yfir okkur ganga?
Hinn 21. ágúst sl. kostaði
kílóið af papriku í verslun
10–11 við Grensásveg 895
kr. Kílóið af vínberjum
kostaði 685 kr. Í Mosfells-
bakaríi við hliðina kostaði
lítið sólkjarnabrauð 300 kr.
Verður ekki að koma á fót
öflugu verðeftirliti, stofna
ný neytendasamtök eða
efla þau sem fyrir eru?
Verðlag á matvörumarkaði
leikur lausum hala, ekki
síst í sambandi við græn-
metis- og ávaxtamarkað og
bakarí.
Hrönn Jónsdóttir,
Hæðargarði 19b, Rvík.
Slæm þjónusta
ÉG ÞURFTI að keyra
dóttur mína í flug einn
morguninn fyrir stuttu og
kom þá við á bensínstöð
Essó við Lækjargötu í
Hafnarfirði en þar er opið
allan sólarhringinn. Þegar
ég kom inn og ætlaði að
bera upp erindi mitt við af-
greiðslumanninn heyrði
hann ekki í mér vegna þess
að sjónvarpið var svo hátt
stillt. Spyr ég hann þá
hvort ekki sé hægt að
lækka í sjónvarpinu svo að
hann heyri í mér en þá lítur
hann á mig og segir: Ég er
að hlusta á þetta. Var ég að
velta því fyrir mér hvort
þessi afgreiðslustaður sé
fyrir viðskiptavini Essó eða
afgreiðslufólkið.
H.F.S.
Þakklæti fyrir
góða þjónustu
ÉG VIL koma á framfæri
þakklæti mínu fyrir góða
þjónustu hjá bónstöð Essó í
Geirsgötu í Reykjavík.
Ég á svolítið sérstakan
nýjan bíl og ég legg mikið
upp úr því að hann líti vel
út. Síðastliðinn miðvikudag
þurfti ég að sýna bílinn
vegna áríðandi verkefnis og
leitaði því til áðurnefndrar
bónstöðvar og var þar vel
tekið á móti mér. Starfs-
menn sýndu allan áhuga á
að veita góða þjónustu svo
að ég yrði ánægður og unnu
verkið mjög faglega.
Ég hef fengið samskonar
þjónustu annars staðar en
hvergi eins lipra og góða
þjónustu og þarna og vil ég
ítreka þakklæti mitt.
Danni driver.
Jólastjarna
úr pakkaböndum
ER einhver sem kann að
föndra jólastjörnu úr
pakkaböndum?
Ef einhver getur gefið
upplýsingar um þetta þá
vinsamlega hafið samband
við Svölu f.h. í síma
567-3267.
Tapað/fundið
Bakpoki í óskilum
HJÁ Reyni bakara, Dal-
vegi 4 í Kópavogi, gleymd-
ist fyrir nokkrum vikum
svartur og appelsínugulur
bakpoki. Upplýsingar í
síma 564-4700.
Barnaskór í óskilum
SVARTIR og hvítir barna-
skór eru í óskilum á Ægi-
síðu. Upplýsingar í síma
551-0120.
Blá íþróttataska
týndist
BlÁ íþróttataska hvarf úr
bíl á leið frá Akureyri til
Reykjavíkur. Í töskunni
eru föt af unglingspilti og
er taskan ómerkt. Þeir sem
hafa orðið töskunnar varir
hafi samband í síma 462-
4525.
Svartur kven-
jakki tapaðist
SVARTUR hnésíður kven-
jakki var tekinn í misgrip-
um á Casino í Keflavík að-
faranótt sunnudagsins 19.
ágúst sl. Skilvís finnandi er
vinsamlegast beðinn að
hafa samband í síma
586-1109 eða 698-4516.
Game Boy í óskilum
GAME BOY-leikjatölva
fannst á leikvellinum við
Garðsenda 22. ágúst sl.
Uppl. í síma 588-1388.
Blár barnaskór
í óskilum
BLÁR uppreimaður barna-
skór nr. 22 fannst við
Hlemm sl. miðvikudag.
Upplýsingar í síma
551-4164.
Nokia 3310
týndist
NOKIA 3310 týndist í síð-
ustu viku í Seláshverfinu,
Þingási eða Þverási. Upp-
lýsingar í síma 567-4773
eða 898-9303.
Gleraugu í óskilum
GLERAUGU fundust í
miðbæ Reykjavíkur um
miðjan mánuðinn. Gleraug-
un eru í dökkri, svolítið
mislitri plastumgjörð. Upp-
lýsingar í síma 899-4140.
Dýrahald
Kettlingar
fást gefins
ÞRÍR kettlingar, níu vikna,
fást gefins á gott heimili.
Ein læða er eins og Whisk-
as-kettlingurinn, tveir
högnar eins og Felix. Keln-
ir og kassavanir.
Upplýsingar í síma 692-
2100.
Kettlingur
óskast
ÓSKA eftir mjög loðnum
kettlingi, helst læðu.
Sendið helst skilaboð í
GSM-síma 862-7811.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Matvöru-
markaður
Víkverji skrifar...
VINUR Víkverja, búsettur áborgarsvæðinu við Faxaflóa,
fór til Akureyrar í sumar til að dytta
að húsi aldraðrar móður sinnar.
Hann þurfti meðal annars að mála
gluggapósta að utan og fór í verslun
Húsasmiðjunnar við Lónsbakka í
þeim tilgangi að festa kaup á olíu-
málningu til þess arna. En hann sneri
þaðan tómhentur; einungis var boðið
upp á erlenda málningu og það kunni
hann ekki að meta. Vildi að minnsta
kosti geta valið á milli erlendrar
framleiðslu og þeirrar íslensku.
Hvers vegna ætli Húsasmiðjan bjóði
ekki upp á íslenska málningu?
x x x
VÍKVERJA finnst Eyjafjörður-inn einhver fallegasta sveit
landsins, finnst alltaf gott að koma
þangað og gæti satt að segja vel
hugsað sér að búa á svæðinu. Því
vakti athygli hans frétt á Akureyr-
arsíðu Morgunblaðsins í vikunni þess
efnis að sveitarstjórn Eyjafjarðar-
sveitar vinni nú að því að fjölga þar
íbúum og hefði m.a. gefið út blað „þar
sem sýnt er fram á hvað sveitarfélag-
ið hafi upp á að bjóða varðandi félags-
lega þjónustu, auk þess sem þar er að
finna ítarlegt yfirlit yfir byggingar-
reiti víðs vegar um sveitina“, eins og
segir í fréttinni.
Víkverji er viss um að í framtíðinni
færist það í vöxt að fólk flytur úr
mesta erli þéttbýlisins, í sælureiti
eins og þá sem forráðamenn Eyja-
fjarðarsveitar eru að bjóða.
Það vakti einnig athygli Víkverja á
dögunum þegar forráðamenn Akur-
eyrarbæjar boðuðu auglýsingaher-
ferð á næstunni, í því skyni að laða
fleiri íbúa til höfuðstaðar Norður-
lands. Víkverji hefur oft komið til Ak-
ureyrar, síðast nú í sumar, og líkar
vel þar. Vinir hans, þar búsettir,
segjast hafa allt til alls; þar skorti
ekkert eins og vinir þeirra á borg-
arhorninu virðist stundum halda.
Eitt af því fáa sem þeir „sakni“ að
sunnan sé e.t.v. umferðaröngþveitið
á annatímum!
x x x
VÍKVERJI hefur fylgst af athyglimeð umræðunni um karlalið
Knattspyrnufélags Reykjavíkur að
undanförnu. KR varð Íslandsmeist-
ari síðustu tvö ár en hefur leikið af-
leitlega á þessari leiktíð og er í fall-
sæti þegar fjórar umferðir eru eftir.
Undrum sætir hversu gríðarlegt
áfall félagsmenn virðast telja að það
yrði íslensku íþróttalífi ef hlutskipti
KR yrði að falla úr Símadeildinni og
hversu digurbarkalega sumir þeirra
hafa talað í sumar; að þrátt fyrir að
liðið hafi ekki náð sér á strik sé ekki
möguleiki á að það falli.
Víkverja er alls ekki illa við KR.
Honum er raunar frekar hlýtt til
félagsins, vegna þess að það er mjög
merkilegt fyrirbæri. KR er elsta
íþróttafélag landsins, lengi vel það
sigursælasta á ýmsum sviðum, og
Víkverji hefur lengi haft aðdáun á
öflugu félagsstarfi KR-inga þrátt
fyrir að árangur innan vallar hafi
ekki verið samkvæmt væntingum.
KR-ingum væri hins vegar hollt að
muna að félagið þeirra er þrátt fyrir
allt „aðeins“ íþróttafélag. Og þegar
íþróttafélag mætir öðru slíku á leik-
velli er það á jafnréttisgrundvelli.
Keppendur eru jafnmargir og allir
þurfa að leggja sig fram. Aldrei er
hægt að útiloka að hlutskipti liðs
verði að falla úr deild þeirra bestu.
Ekki einu sinni þegar KR á í hlut.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Brú-
arfoss kemur í dag,
Dettifoss kemur á
morgun, Merike og
Brúarfoss fara á morg-
un.
Hafnarfjarðarhöfn:
Brúarfoss kemur á
morgun.
Viðeyjarferjan. Tíma-
áætlun Viðeyjarferju:
Mánudaga til föstudaga
til Viðeyjar kl. 13, kl. 14
og kl. 15, frá Viðey kl.
15.30 og kl. 16.30. Laug-
ardaga og sunnudaga:
Fyrsta ferð til Viðeyjar
kl. 13 síðan á klukku-
stundar fresti til kl. 17,
frá Viðey kl. 13.30 og
síðan á klukkustundar
fresti til kl. 17.30.
Kvöldferðir eru föstu-
og laugardaga.: til Við-
eyjar kl. 19, kl. 19.30 og
kl. 20, frá Viðey kl. 22,
kl. 23 og kl. 24. Sérferð-
ir fyrir hópa eftir sam-
komulagi. Viðeyj-
arferjan sími 892 0099.
Lundeyjarferðir dag-
lega, brottför frá Við-
eyjarferju kl.10.30 og
kl. 16.45, með viðkomu í
Viðey u.þ.b. 2 klst. Sími
892 0099
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. kl. 10 boccia, kl.
14 félagsvist, kl. 12.30
baðþjónusta.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9–12 opin handa-
vinnustofan, kl. 10.15
leikfimi, kl. 11 boccia,
kl. 13.30 –16.30 opin
smíðastofan/útskurður,
kl. 14 félagsvist, kl. 10–
16 púttvöllurinn opinn.
Allar upplýsingar í síma
535-2700.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 almenn
handavinna, kl. 9.30–11
morgunkaffi/dagblöð,
kl. 10 samverustund, kl.
11.15 matur, kl. 15 kaffi.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Miðvikudag-
inn 29. ágúst er ferð í
Elliðarárdal. Rúta frá
Kirkjuhvoli kl.13.30.
Rafveitustöðin skoðuð
Fótaaðgerðir mánu- og
fimmtud. Uppl. í síma
565 6775.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára 9
er opin á morgun kl.
16.30–18, s. 554 1226.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Á morgun
kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað-
gerð, kl. 9.30 hjúkr-
unarfræðingur á staðn-
um, kl. 10 verslunin
opin, kl. 11.20 leikfimi,
kl. 11.30 matur, kl. 13
handavinna og föndur,
kl. 15 kaffiveitingar.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 9
böðun og hárgreiðslu-
stofan opin.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50. Á
morgun verður félags-
vist kl. 13:30.
Á þriðjudag hefjast
saumar aftur eftir sum-
arfrí. Innritun á mynd-
listarnámskeið er hafin.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Dansleikur í
Ásgarði sunnudags-
kvöld kl. 20. Caprí tríó
leikur fyrir dansi. Brids
mánudag kl. 13. Dans-
kennsla Sigvalda í sam-
kvæmisdönsum mánu-
dag kl. 19–20.30 fyrir
lengra komna og kl.
20.30–22 fyrir byrj-
endur. Dagsferð 28.
ágúst. Veiðivötn –
Hrauneyjar. Brottför
frá Glæsibæ kl. 8. Leið-
sögn Tómas Einarsson.
Þeir sem eiga pantað
vinsamlegast sækið far-
miðana í síðasta lagi f.h.
á mánudag. Dagsferð 5.
september. Sögustaðir í
Rangárþingi. Brottför
frá Glæsibæ kl. 9. Leið-
sögn Pálína Jónsdóttir.
Skráning hafin. Upplýs-
ingar á skrifstofu FEB
kl. 10 –16 í síma 588-
2111. Silfurlínan er opin
á mánudögum og mið-
vikudögum frá kl. 10–12
fh.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á morgun kl. 9–16.30
vinnustofur opnar m.a.
tréútskurður umsjón
Hjálmar Th. Ingimund-
arson, kl. 9.30 sund og
leikfimiæfingar í Breið-
holtslaug, frá hádegi
spilasalur opinn, kl.
15.30 dans hjá Sigvalda
(ekkert skráningagjald)
Allir velkomnir.
Allar veitingar í veit-
ingabúð Gerðubergs.
Allar upplýsingar um
starfsemina á staðnum
og í síma 575-7720.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Á morgun
kl. 9–11 morgunkaffi,
kl. 9–12 hárgreiðsla, kl.
11.30–13 hádegisverður,
kl. 14 félagsvist, kl. 15–
16 eftirmiðdagskaffi.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun er handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 9.30–17. Leikfimin
hefst í Gjábakka þriðju-
daginn 4. sept. skráning
er hafin. Fyrirhugað er
að kenna kínverska
leikfimi í Gjábakka í
vetur. Áhugasamir
skrái þátttöku sem
fyrst.
Hraunbær 105. Á
morgun kl. 9 perlu-
saumur og kortagerð,
kl. 10 bænastund, kl. 13
hárgreiðsla, kl. 13.30–
14.30 gönguferð.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun,
fótaaðgerðir, kl. 13 spil-
að.
Mosfellingar – Kjalnes-
ingar og Kjósverjar 60
ára og eldri. Halldóra
Björnsdóttir íþrótta-
kennari er með göngu-
ferðir á miðvikudögum,
lagt af stað frá Hlað-
hömrum: Ganga 1: létt
ganga kl. 16.til 16.30.
Gönguhópur 2: kl. 16.30.
Norðurbrún 1. Bóka-
safnið opið kl. 12–15,
ganga kl. 10.
Vesturgata 7. Á morg-
un kl. 9 dagblöð og
kaffi, fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 9.15 al-
menn handavinna, kl.
10–11 boccia, og ganga,
kl. 11.45 matur, kl.
14.30 kaffi. Bútasaumur
hefst þriðjudaginn 4.
sept. Myndmennt og
postulínsmálun hefst
miðvikud. 5 sept. Kó-
ræfingar hefjast má-
nud. 17. sept.
Vitatorg. Á morgun kl.
9 smiðjan og hár-
greiðsla, kl. 9.30 bók-
band, morgunstund og
almenn handmennt, kl.
10 fótaaðgerðir, kl.
11.45 matur, kl. 13 leik-
fimi og frjáls spil, kl.
14.30 kaffi.
Kristniboðsfélag karla.
Fundur verður í
Kristniboðssalnum
mánudaginn 27. ágúst
kl. 20. Helgi Hróbjarts-
son kristniboði kemur í
heimsókn. Allir karl-
menn velkomnir.
GA-fundir spilafíkla,
eru kl. 18.15 á mánu-
dögum í Seltjarnar-
neskirkju (kjallara), kl.
20.30 á fimmtudögum í
fræðsludeild SÁÁ Síðu-
múla 3–5 og í Kirkju
Óháða safnaðarins við
Háteigsveg á laug-
ardögum kl. 10.30.
Hallgrímskirkja, eldri
borgarar. Mánudaga
félagsvist kl. 13–15,
kaffi.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis eru
með fundi alla mánu-
daga kl. 20 á Sól-
vallagötu 12, Reykjavík.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Minningarkort
Líknarsjóður Dóm-
kirkjunnar, minn-
ingaspjöld seld hjá
kirkjuverði.
Minningarkort Thor-
valdsensfélagsins eru
til sölu á Thorvaldsens-
bazar, Austurstræti 4,
s. 551-3509.
Minningarkort Stóra-
Laugardalssóknar,
Tálknafirði til styrktar
kirkjubyggingarsjóði
nýrrar kirkju í Tálkna-
firði eru afgreidd í síma
456-2700.
Minningarspjöld Frí-
kirkjunnar í Hafn-
arfirði fást í Bókabúð
Böðvars, Pennanum í
Hafnarfirði og Blóma-
búðinni Burkna.
Minningarkort Ás-
kirkju eru seld á eft-
irtöldum stöðum:
Kirkjuhúsinu Lauga-
vegi 31, þjón-
ustuíbúðum aldraðra
við Dalbraut, Norð-
urbrún 1, Apótekinu
Glæsibæ og Áskirkju
Vesturbrún 30 sími 588-
8870.
KFUM og KFUK og
Samband íslenskra
kristniboða. Minning-
arkort félaganna eru af-
greidd á skrifstofunni,
Holtavegi 28 í s. 588
8899 milli kl. 10 og 17
alla virka daga. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
Í dag er sunnudagur 26. ágúst, 238.
dagur ársins 2001. Orð dagsins: Sá
sem leitar góðs, stundar það, sem
velþóknanlegt er, en sá sem sækist
eftir illu, verður fyrir því.
(Orðskv. 11, 27.)
STAÐAN kom upp á opna
mótinu í skákhátíðinni í
Olomouc er lauk fyrir
skömmu. Tékkneski alþjóð-
legi meistarinn Richard
Biolek (2434) hafði hvítt
gegn Maciej Swiarc (2309).
28. De6!! Afar snotur
drottningarfórn sem tekst
að opna a2-g8 skálínuna
fyrir hvítreita biskupinn. 28
... fxe6 29. Bxe6+ Hf7 30.
Hxf7 He8 30... Bc3 gekk
ekki heldur upp sökum t.d.
31. Hd7+ Kf8 32. Hxd8+
Ke7 33. Bg5+ Bf6 34. Bb3+
og hvítur vinnur. 31. He7+!
Kf8 32. Hxe8+ Kxe8 33.
Bb3+ og svartur gafst upp
enda verður hann miklu liði
undir þegar drottningin
hans fellur í valinn. Loka-
staða efstu manna
varð þessi: 1. Ma-
ciej Swicarz 7½
vinning af 9 mögu-
legum. 2.-11. Jan
Johansson, Rich-
ard Biolek, Rados-
law Jedynak, Ser-
gej Berezjuk,
Roman Chytilek,
Jan Sosna, Vla-
dimir Shushpa-
nov, Alexei Gavr-
ilov, Robert Cvek
og Leonid Bebc-
huk 7 v. Loka-
staða íslensku
keppendanna varð þessi:
38.-62. Ingvar Jóhannesson
og Dagur Arngrímsson 5½
v. 97.-131. Ólafur Kjartans-
son 4½ v. 160.-180. Guð-
mundur Kjartansson 3½ v.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík