Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 51

Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 51 DAGBÓK Meðvirkni Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjá- skipti og tilfinningar verður haldið föstu- dagskvöldið 31. ágúst og laugardaginn 1. september í kórkjallara Hallgríms- kirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi ókhalds- námskeið Örfá sæti laus á 120 stunda morgun- eða kvöldnámskeið sem hefjast 3. og 4 sept. í Kópavogi og 18. sept. á Selfossi.. B K la p p a ð & k lá rt / ij Verslunarreikningur (24 stundir) Tvíhliða bókhald (36 stundir) Tölvubókhald (42 stundir) Launabókhald (12 stundir) Vsk. uppgjör og undir-búningur ársreiknings (6 stundir) Helstu námsgreinar n t v . is nt v. is n tv .i s Upplýsingar og innritun: NTV Hafnarfirði - 555 4980 NTV Kópavogi - 544 4500 NTV Selfossi - 482 3937 Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Svæða- og viðbragðs- meðferð Reykjavík 5. sept. - Akureyri 12. sept. Upplýsingar í síma 557 5000 frá kl. 11.00–12.00. Velkomin á heimasíðu skólans, www.nudd.is Svæða- og viðbragðsmeðferðaskóli Íslands. ÞÚ ert í austur í vörn gegn sex spöðum og þakkar makker í huganum fyrir vel heppnað útspil: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 5 ♥ ÁKD8 ♦ D862 ♣ ÁKG8 Austur ♠ D843 ♥ 94 ♦ ÁK754 ♣93 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 4 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Útspil: Tígulgosi. Sagnhafi setur lítinn tígul úr borði. Hefur þú eitthvað til málanna að leggja? Þetta lítur vel út. Hugs- anlega á vörnin tvo slagi á tígul, en einn ætti að duga til að fella slemmuna, því drottningin fjórða í trompi er líklegur slagur. „Líkleg- ur“ er einmitt rétta orðið, því spaðadrottningin er nefnilega alls ekki öruggur slagur. Segjum að þú látir lítinn tígul. Makker á slag- inn og hlýtur að spila litnum áfram: Norður ♠ 5 ♥ ÁKD8 ♦ D862 ♣ ÁKG8 Vestur Austur ♠ 7 ♠ D843 ♥ G7653 ♥ 94 ♦ G109 ♦ ÁK754 ♣10754 ♣ 93 Suður ♠ ÁKG10962 ♥ 102 ♦ 3 ♣ D62 Suður trompar og fer inn í borð á hjarta til að svína spaðagosa. Hann tekur næst á spaðaás og sér leg- una. Sagnhafi hefur engu að tapa með því að fara nú tvisvar inn í borð á lauf og trompa tvo tígla. Þá er tromplengd hans sú sama og þín. Hann spilar svo hjarta á kóng og síðan drottningunni. Þú gætir frestað vandanum með því að henda tígli, en þá fer lauf- drottningin heima og síðan verður spaðaslagurinn svið- inn af þér í tveggja spila endastöðu. Dæmigert trompbragð. Vörnin við þessu er nú löngu farin að blasa við. Tíg- ulgosinn er yfirtekinn og hjarta eða laufi spilað. Þá vantar sagnhafa eina inn- komu til að geta stytt sig nógu oft í trompi og spaða- drottningin verður slagur. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Um þessar mundir er mikið um dýrðir hjá frændum okkar í Noregi, þar sem brúðkaup ríkis- arfa Noregs, Hákonar Haraldssonar og hinnar borgaralega fæddu Mette-Marit Tjessem Højby fór einmitt fram í Óslóardómkirkju í gær. Ekki hefur þessi viðburð- ur heldur farið fram hjá fjölmiðlum okkar. Því er þetta tekið hér til um- ræðu, að pistlahöfundur hrökk mjög við, þegar fréttaritari RÚV ræddi fyrir fáum dögum um brúðkaup Hákons, en ekki Hákonar, eins og ég ætla, að flestir segi enn í dag samkv. fornri venju. Raunar var einnig talað um „hjónaband þeirra Hákons“ á forsíðu þessa blaðs á fimmtudaginn var. Fyrir réttum tíu árum féll Ólafur V., afi brúðgum- ans, frá, og þá kom nafnið Hákon oft fyrir í fréttum, þar sem minnzt var á afa ríkisarfans, Hákon VII. Þá brá ef. Hákons því miður oft fyrir og m. a. í þessu blaði. Sá ég þá ástæðu til að minnast á þessa ef.-mynd og nefndi nokkur þá nýleg dæmi. Þá var skýrasta dæmið um þennan rugl- ing, þegar í Mbl. hafði í öðru sambandi þó verið talað um eiginkonu Hák- ons Hákonardóttur, þ. e. báðar eignarfallsmynd- irnar komu fram í sömu andránni. Þá hefur verið talað um Hákonshöllina í Björgvin. Því er fljótsvar- að, að ef. Hákonar er upp- haflega myndin, sbr. Sögu Hákonar Hákonarsonar Noregskonungs. Í sam- ræmi við það er sjálfsagt að tala um Hákonarhöll- ina og eins hjónavígslu Hákonar ríkisarfa og Mette-Marit, væntanlegr- ar drottningar Noregs. – J. A. J. ORÐABÓKIN Hákon Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Í dagsunnudaginn 26. ágúst er sjötug Fjóla Kr. Ís- feld, Furulundi 7a, Akur- eyri. Eiginmaður hennar er Guðmundur Stefánsson. Þau eru að heiman. 80 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 26. ágúst, er áttræð Sigríður Sigurðardóttir frá Litlu- Brekku, til heimilis í Gnoð- arvogi 26. Hún er að heim- an. GULLBRÚÐKAUP. Á morgun mánudaginn 27. ágúst eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Valgerður G.M. Þorsteins- dóttir, fyrsta flugkona Íslands og fyrrv. bankastarfsmaður og Jón Helgason, fyrrv. rafveitu- og starfsmannastjóri RARIK. Tilefnisins vegna dvelja þau erlendis. LJÓÐABROT AÐ SIGRA HEIMINN Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarna sett að veði.) Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið. Steinn Steinarr. Og hvað á hún að heita, fröken? Með morgunkaffinu STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú ert hlédrægur og skilar því mynd þinni afleitlega til annarra, en í raun ertu bæði raungóður og ráðhollur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu ekki einhver aukaatriði leiða þig afvega frá þýðingar- mestu hlutunum í áætlun þinni. Bíddu ekki eftir öðrum, taktu strax til þinna ráða. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gættu þín að ganga ekki of langt þegar vinir þínir vilja gera þér greiða. Slíkt á maður að nota sparlega og helst ekki nema til hálfs hverju sinni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það eru mikil sannindi í því fólgin að illt sé að leggja ást á þá sem enga kann á móti. Farðu þér því hægt í málefn- um hjartans og leyfðu hugan- um að vera með í spilinu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að varast alla stöðn- un og því þarftu að fylgjast vel með í þínu fagi og á öðrum sviðum líka. Þú kannt að þurfa að hverfa frá vissu verkefni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vertu ekkert að halda aftur af hugmyndaflugi þínu þótt ein- hverjir séu með nöldur í þinn garð. Þeim dettur hvort eð er aldrei neitt nýtilegt í hug svo þú skalt halda þínu striki. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hlauptu ekki upp til handa eða fóta út af einhverjum bláókunnugum heldur geymdu þér að fella dóm yfir honum þar til þú hefur kynnst kostum hans og göllum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ef þú gáir vel muntu finna ákveðið munstur í þeirri ring- ulreið sem ríkir á vinnustað þínum. Láttu hana ekki hrífa þig með sér heldur stattu fast á þínu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vertu viðbúinn einhverju óvæntu því annars áttu á hættu að missa tökin á at- burðarásinni með þeim afleið- ingum sem enginn sér fyrir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gættu þín að láta engan mis- nota tilfinningar þínar hvort heldur um er að ræða vini og vandamenn eða aðra aðila. Fátt er eins dýrmætt og að kunna að verja sjálfan sig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fátt er eins dýrmætt og að eiga sér góðan sálufélaga sem hægt er að deila með gleði sinni og sorgum. Leyfðu list- hneigð þinni að njóta sín. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er engu líkara en að eitt- hvað í talsmáta þínum fari fyr- ir brjóstið á öðrum svo þú skalt setjast niður og reyna að gera þér grein fyrir því hvar feillinn liggur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Stundum stendur maður frammi fyrir fleiri möguleik- um en hægt er að sinna. Þá ríður á að vanda valið svo kröftunum sé ekki eytt í vit- leysu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Sumarkvöld við orgelið. Tónleikar kl. 20. Veronique Le Guen frá Frakklandi leikur verk eftir F.A. Guilmant, C. Franck, M. Duruflé, J.G. Ropartz, J. Alain. Laugarneskirkja. Morgunbænir mánudag kl. 6.45-7.05. 12 spora hópar hittast mánudag kl. 20. Ath. breyttan tíma. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587-9070. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomn- ir. Frelsið, kristileg miðstöð. Almenn fjölskyldusamkoma sunnudaga kl. 17. Vegurinn Smiðjuvegi. Bænastund kl. 20, beðið fyrir vetrarstarfinu. Mánudag, fjölskyldubænastund kl.18:30 og samfélag á eftir, allir komi með sér e-h á hlaðborð. KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.