Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ 26. ágúst 1945: „Og nú er svo komið, að einmitt sömu blöðin, sem gagnrýndu Sjálfstæðisflokkinn mest fyrir stjórnarsamstarfið, játa hreinskilnislega að rík- isstjórninni hafi tekist að leysa vandamál, sem engin leið hefði verið að leysa án þátttöku verkalýðsflokk- anna. Er í þessu sambandi bent á bráðabirgðalögin, sem út voru gefin á dög- unum, þar sem svo var fyrir mælt, að sumarslátrað dilkakjöt og kartöflur, sem kæmu á markaðinn, fyrir hinn venjulega uppskeru- tíma, skyldi engin áhrif hafa á vísitöluna. Hjer er ekki um stórmál að ræða. En það er hins- vegar alveg rjett, sem Vísir segir um þetta í for- ystugrein sl. fimmtudag, að þessa ráðstöfun var ekki kleift að gera, nema í fullri samvinnu við verkalýðs- flokkana. Það er einmitt hin víðtæka stjórnarsamvinna, sem gerði mögulegt að stíga þetta skref.“ . . . . . . . . . . 26. ágúst 1965: „Um þess- ar mundir eru staddir hér á landi stúdentar frá aðild- arríkjum Atlantshafs- bandalagsins og eru þeir komnir hingað á ráðstefnu, sem Varðberg, félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, gengst fyrir. Það er okkur alltaf ánægja að taka á móti ungu fólki frá öðrum löndum og við vitum, að þær móttökur, sem þetta unga fólk fær hér á landi og þau áhrif sem það verður fyrir af dvöl sinni hér geta haft varanleg áhrif á það og komið Íslandi til góða síðar meir, þegar margt af þessu æskufólki er komið í áhrifa- stöður í heimalandi sínu. Það er þess vegna rík ástæða til að bjóða þetta unga fólk velkomið til Ís- lands og vonandi verður dvölin því til ánægju.“ . . . . . . . . . . 26. ágúst 1975: „Víða í ná- grannalöndum okkar er skattheimta orðin óbærileg fyrir einstaklinginn og um leið minnkar frelsi hans og sjálfstæði í þjóðfélaginu. Hann verður upp á hið op- inbera kominn á einn eða annan hátt. Við hér á Ís- landi stefnum nú hraðbyri í átt til þjóðfélags, sem er þannig uppbyggt, að það krefst stöðugt aukinnar hlutdeildar í aflafé ein- staklinganna. Opinbera kerfið er orðið svo sjálf- virkt, að þótt viljinn sé fyrir hendi hjá stjórnendum landsmála, fá þeir við ekk- ert ráðið. Þessa þróun verð- ur að stöðva með einhverju móti. Hlutdeild hins op- inbera í þjóðartekjum er þegar orðin of mikil.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UPPLÝSINGAGJÖF Á HLUTABRÉFAMARKAÐI Í fyrradag fór úrvalsvísitalan nið-ur fyrir 1000 stig og hefur ekkiverið lægri í þrjú og hálft ár. Það er til marks um þá gífurlegu breyt- ingu, sem orðið hefur í viðskiptalíf- inu, að vísitalan fór hæst í 1888 stig í febrúar árið 2000. Það gefur augaleið að þessi mikla lækkun á verði hluta- bréfa hefur mikil áhrif og skapar margvíslega erfiðleika. Undanfarna daga og vikur hafa fyrirtæki, sem skráð eru á verðbréfa- þingi, sent frá sér uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs. Engum, sem til þekkir í atvinnulífinu, kemur á óvart að sjá þau miklu umskipti, sem orðið hafa í rekstri fyrirtækjanna. Hins vegar virðast forráðamenn Seðlabankans ekki átta sig á hvað í þeim felst en það er önnur saga. Hvert á fætur öðru tilkynna fyrir- tækin stórtap á rekstri sínum fyrri hluta ársins. Afkoma ríkisbankanna tveggja er mjög slök. Þótt forráða- menn þeirra undirstriki góða afkomu af venjulegri bankastarfsemi vekja áföll, sem þeir verða fyrir vegna hlutabréfaeignar, spurningar um það viðskiptamat, sem liggur að baki fjár- festingum þeirra í einstökum at- vinnufyrirtækjum. Ekki sízt í ljósi mjög góðrar afkomu jafn ólíkra fjár- málafyrirtækja og Íslandsbanka og Sparisjóðs vélstjóra. Afkomutölur fyrirtækja í tölvu- og upplýsingageiranum benda til mikils samdráttar í þeirri grein, raunar svo mjög að áhyggjum hlýtur að valda. Hins vegar er ljóst, að lækkun á gengi krónunnar hefur hleypt nýju lífi í sjávarútvegsfyrirtækin, þótt þau geri mörg hver upp með miklu tapi vegna gengistaps. Uppgjör fyrirtækjanna á Verð- bréfaþingi eru ótrúlega misjöfn að því leyti til að sum þeirra gefa fjár- festum færi á heildarsýn yfir málefni þeirra en önnur virðast gefa eins tak- markaðar upplýsingar og kostur er. Það er tímabært að herða kröfur til fyrirtækjanna um upplýsingagjöf. Það er t.d. mikill munur á þeim upp- lýsingum, sem Fjárfestingarfélagið Straumur gefur um hlutabréfaeign sína, sem er til fyrirmyndar, og Eign- arhaldsfélag Alþýðubankans, þar sem upplýsingar um ýmislegt varð- andi hlutabréfaeign mættu vera ítar- legri svo að dæmi sé tekið. Hluthafar, bæði smáir og stórir, svo og væntanlegir fjárfestar eiga skilyrðislausan rétt á að hafa allar sömu upplýsingar undir höndum og stjórnendur og stærri hluthafar. Á þetta skortir og tímabært að gera miklu ákveðnari kröfur í þessum efn- um. Auk þeirra almennu röksemda, sem liggja til grundvallar þessum sjónarmiðum, er líka brýnt að al- mennir hluthafar hafi þær upplýsing- ar undir höndum, sem geri þeim kleift að meta, hvort stærri hluthafar eru á einn eða annan veg að nýta sér aðstöðu sína til hagnaðar umfram aðra hluthafa eða á kostnað annarra hluthafa, en dæmi um slíkt hafa verið áberandi í umræðum um opin hluta- félög t.d. á Ítalíu á undanförnum vik- um og mánuðum. Verðbréfaþing ætti að vera í for- ystu fyrir þeim, sem gera kröfu um mun ítarlegri upplýsingar en nú eru veittar um rekstur félaga, sem skráð eru á opnum markaði. En hver er að- staða þess til slíkrar kröfugerðar í ljósi aðildar þessara sömu fyrirtækja að þinginu og í sumum tilvikum að stjórn þess? Það fer eftir aðgangi hluthafa og fjárfesta að upplýsingum, hvort hlutabréfamarkaðurinn hér geti tal- izt til þeirra sem eru til fyrirmyndar eða hinna, þar sem lögmál frumskóg- arins ríkir enn. Við Íslendingar eig- um að líta á það sem metnaðarmál að teljast í hópi hinna fyrrnefndu en við höfum ekki náð því marki enn. B ORGARÞRÓUN hefur lík- lega aldrei í sögu mannkyns markast af jafnþröngum skorðum og eftir að bíllinn kom til sögunnar fyrir tæpri öld. Erlendis hafa ýmis hagsmunasamtök um betri byggð komist að þeirri nið- urstöðu að togstreitan sem hverfist um hagsmuni tengda bílum annars vegar og eðlilega þróun borga hins vegar, snúist í raun um umfangs- mestu hagsmunaárekstra tuttugustu aldarinnar. Svo virðist því sem breski rithöfundurinn Aldous Huxley hafi í skáldsögu sinni „Brave New World“ þegar árið 1932 haft rétt fyrir sér um vægi þeirra breytinga sem fjöldaframleiðsla á bílum hafði í för með sér. Huxley miðaði tímatal þessarar frægu framtíðarsýnar sinnar ekki við fæðingu Krists, heldur við árið 1908 þegar Henry Ford markaðssetti fyrsta fjöldaframleidda bíl- inn, T-módelið af Ford. Í þessu skáldlega fram- tíðarsamfélagi Huxley hefur sjálfur krossinn, tákn kristinnar menningar, sömuleiðis vikið fyrir T-inu, hinu afdrifaríka tákni iðnvæðingarinnar sem umbylti borgarsamfélaginu á örfáum árum. Fólk flýr borg- arlífið þegar þess er kostur Allt frá því að hún kom fyrst út hefur bók Huxley verið not- uð til að leggja áherslu á varnaðarorð varðandi tæknihyggju nútímans, sérstaklega þegar fólki hefur fundist vegið að mannlegum gildum og ákvörðunarvaldi. Og víst er að engan langar til að byggja heim Huxleys þar sem forræðishyggja ríkisins hefur farið úr böndunum á hátt sem myndhverfist ekki síst í ópersónulegu borgarlandslaginu, en það ber skýran vott um firringu og fjarlægð frá nátt- úrulegum uppruna mannsins. En þó fólki hrjósi hugur við slíkum framtíðarspám er það samt svo að borgarmenning í heiminum eins og hann er hefur víða tekið þá öfugsnúnu stefnu að mann- fólkið á erfitt með að sætta sig við daglegt um- hverfi sitt, svo borgirnar eru sá staður sem fólk reynir í vaxandi mæli að flýja þegar þess er kost- ur. Ástæðan er ekki síst tengd umferðarþunga og -öngþveiti, mengun, hávaða og streitu samfara því að komast leiðar sinnar í daglegu lífi, sér- staklega á milli heimilis og vinnustaðar. Svo virð- ist því sem þeir sem búa í stórum borgum séu farnir að líða ótæpilega fyrir þá skipulagsstefnu innan borganna sem látið hefur undan þrýstingi tengdum bílnotkun. Í frétt sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag í tilefni af umferðarverkefninu „slysalausum degi í umferðinni“ kemur fram samkvæmt skýrslu Alþjóða rauða krossins um hörmungar í heiminum að „Hvort sem orsökin er augnabliks skortur á einbeitingu, svo hætta er á harmleik, eða ökumaður, sem vísvitandi brýtur lög um hraðakstur og ölvun við akstur, þá eru umferðarslys bæði hversdagslegur hluti lífsins og ógæfa, sem fer versnandi á heimsvísu, eyði- leggur líf og lífsafkomu, hamlar þróun og gerir milljónir manna berskjaldaðri og varnarlausari en ella“. Í sömu frétt kemur fram að áætlað er að árið 2020 muni umferðarslys vera orðin þriðja al- gengasta dánarorsök í heimi sem og orsök ör- kumla með tilheyrandi þjáningum. Það er því ljóst að bílar taka sinn toll af lífsgæðum okkar og því ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að huga að því að snúa bílvæðingu nútímans til baka, hér á landi sem annars staðar. Veigamikill þáttur í þeirri viðleitni er að haga framtíðarskipulagningu þéttbýlis þannig að bíll- inn sé ekki skilyrðislaust í hlutverki þarfasta þjónsins. Leiða leitað til að hægja á vexti bílaumferðar Í því sambandi má nefna að yfirvöld í um 60 borgum sem til- heyra Evrópusam- bandinu eru nú að að leita leiða til að stemma stigu við bílanotkun og hægja þannig á linnulausum vexti bílaumferðar í þéttbýli. Í Bandaríkjunum er einnig farið að bera á áhyggj- um af skipulagsmálum og því hversu hagsmunir tengdir bílanotkun eru ráðandi á því sviði. Þar eru borgir mun yngri en í Evrópu, enda hefur ásýnd borga í Bandaríkjunum á tuttugustu öld fyrst og fremst mótast af vexti úthverfa og flókn- um og kostnaðarsömum vegaframkvæmdum sem miðast við að koma fólki í einkabílum leiðar sinnar í önnum daglegs lífs. Eitt frægasta dæmið um slíka borg er Los Angeles, þar sem gjör- samlega ómögulegt er að búa án bíls og malbik þekur stærra hlutfall borgarinnar en þekkist annars staðar. Gamlar borgir í Evrópu, sem að sjálfsögðu risu áður en bíllinn hélt innreið sína, eru margar hverjar sömuleiðis undirlagðar af bílaumferð sem ekki gengur greiðlega þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir umferð hestvagna, járnbraut- arlesta og jafnvel sporvagna við skipulag þeirra. Notkun einkabíla er hreinlega orðin svo almenn að gatnakerfin, sem ekki voru byggð fyrir slíkan fjölda farartækja, hafa ekki undan. Þá eru vanda- mál er tengjast bílastæðum ekki minni, jafnvel þó bílastæðahús leynist undir torgum og stræt- um. Það sem vekur þó athygli er að ýmsir borg- arkjarnar sem varðveist hafa því sem næst heilir frá miðöldum, svo sem gamli miðborgarkjarninn í Verona á Ítalíu, eru ótrúlega friðsælir. Mann- lífið blómstrar á götunum en það tekur utanað- komandi gesti borgarinnar nokkra stund að átta sig á því að skýring friðsældarinnar er sú að göt- urnar eru svo þröngar að þær leyfa enga bílaum- ferð. Fyrir vikið hefur borgin yfir sér sérstakt yf- irbragð sem flestu nútímafólki er orðið framandi þótt það feli í sér einkar ánægjulega reynslu af lífsgæðum sem borgir höfðu upp á að bjóða fyrir tilkomu bíla. Sama máli gegnir um elstu borg- arhluta Feneyja, þar sem bílaumferð er að sjálf- sögðu engin, en virkum almenningssamgöngum er haldið úti á bátum. Vegna neikvæðra áhrifa mikillar bátaumferðar á undirstöður borgarinn- ar hefur verið reynt að takmarka notkun einka- báta sem mest, með ágætum árangri sem íbú- arnir hafa sætt sig við. Hér á landi er borgarsamfélagið mjög ungt því almenn sókn fólks af landsbyggðinni til borgar- innar hófst ekki að ráði fyrr en í seinni heims- styrjöldinni. Vegna þessa seinlætis í borgar- myndunin hefði mátt ætla að Íslendingar hefðu getað lært af reynslu annarra þjóða við skipulag þéttbýlisins á suðvesturhorninu, en þó eru flestir sem til skipulagsmála þekkja sammála um að borgarmyndin sem við búum við í dag hafi mark- ast af sundurlausum lausnum og fremur tak- markaðri framtíðarsýn. Þróun höfuðborgar- svæðisins stjórnaðist framan af fyrst og fremst af því að ráða bót á brýnum húsnæðisvanda íbú- anna í þeirri miklu fólksfjölgun sem varð um miðja tuttugustu öldina. Húsnæðiseklan ein og sér var því helsti drifkrafurinn á bak við heilu hverfin sem risu á afar stuttum tíma. Þrátt fyrir að mörg þessara hverfa hafi verið ágætlega heppnuð innbyrðis var oft ekki hugað nægilega vel að tengingum við aðra borgarhluta og heild- armynd byggðarinnar. Enda mótuðust hug- myndir manna á þessum tíma nokkuð af þrá eft- irstríðsáranna eftir veraldlegum gæðum sem meðal annars fólu í sér drauminn um einkabílinn, án þess þó að bílvæðing hér væri orðin slík að vandi væri fyrirsjáanlegur. Einnig tóku hug- myndir manna um borgarskipulag stöðugum breytingum á meðan uppbygging síðustu 50 ára átti sér stað og því er er nú svo komið að íslenskt borgarlandslag er ærið sundurleitt. Því er ef til vill ríkari ástæða hér en víða annars staðar til þess að vanda vel til framtíðarskipulags borg- arinnar og reyna að sjá fyrir brýnustu hliðar þess vanda sem að okkur mun steðja varðandi sam- göngur og uppbyggingu á svæðinu. Mistök að veðja á bílinn Flestir sem láta sig dreyma um vistvænt og streituminna borg- arsamfélag eru farnir að hallast að þeirri skoðun að iðnvæddum þjóð- um hafi líkast til orðið á mistök þegar þær veðj- uðu á bílinn sem þann kost er best gæti staðist kröfur um aukinn hreyfanleika í borgarsam- félaginu. Notkun bíla fylgdu víðtækar og ófyr- irsjáanlegar afleiðingar fyrir borgarbúa og bíla- floti einstaklinga er nú ein helsta orsök vandamála af umhverfislegum, félagslegum og þá ekki síst fagurfræðilegum toga í borgum. Hér á Íslandi höfum við enn sem komið er ekki kynnst þessum vandamálum í sama mæli og þeir sem búa í stórborgum í öðrum heimshlutum. Það er að sjálfsögðu fyrst og fremst vegna þess fá- mennis sem við búum við en einnig má benda á að hinn svonefndi „ameríski draumur“ úthverfa- menningar (sem nú hefur víða snúist upp í hálf- gerða martröð) varð sem betur fer aldrei jafn- raunverulegur hér á landi og í Bandaríkjunum þar sem fólk fer nánast allra sinna ferða akandi vegna dreifingar byggðarinnar. Samt drögum við meiri dám af bandarísku samfélagi hvað þetta varðar en flestir vilja viðurkenna, í það minnsta ef við berum okkur saman við borgir í Evrópu. Enda er Reykjavík mjög dreifð borg miðað við fólksfjölda og nú er svo komið að fæstir íbúar höfuðborgarsvæðisins sinna erindum sínum fót- gangandi eða með almenningsfarartækjum. Stórar verslunarmiðstöðvar hafa tekið við stærstum hluta þjónustu við neytendur en slíkar miðstöðvar draga til sín fólk af mun stærra svæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 193. tölublað (26.08.2001)
https://timarit.is/issue/249463

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

193. tölublað (26.08.2001)

Aðgerðir: