Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 20
20 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR fimmtán árum eða svohefði þetta ekki verið nemabardagasýning og kannskinokkrir að skera út. Nú eru
þetta heilar búðir,“ segir víkingurinn
Þorbjörn og lítur yfir blómlegar vík-
ingabúðirnar, þar sem er verið að
vefa, baka brauð, smíða tæki og tól
og sinna öðru daglegu donti víkinga-
tímans. Í hvunndagslífinu heitir Þor-
björn reyndar Bryan og er blaða-
maður, en í víkingalífinu heitir hann
Þorbjörn, eða Thorbjorn eins og
hann segir sjálfur með enskum
hreim.
Bryan er einn af vaxandi hópi
Breta, sem eru tómstundavíkingar.
Hann hefur rækt þetta áhugamál
sitt í átján ár. Reyndar hefur hann
ekki lengur mikinn tíma til að smíða
vopn og sinna öðrum víkingastörf-
um, því drjúgur tími hans nú fer í að
skipuleggja víkingamót, halda hópn-
um sínum gangandi og halda sam-
bandi við aðra víkinga, bæði í Bret-
landi og í öðrum löndum, til dæmis á
Norðurlöndum.
Í hópnum hans Þorbjörns víkings
eru fimmtán fullorðnir og sjö börn.
Hópurinn hittist að minnsta kosti
aðra hverja viku. Bryan segir að
sumir dragist inn í víkingahópinn af
því þeir eigi vini þar fyrir. Aðrir
ganga í hópinn af því þeir hafa áhuga
á sögu víkinganna, á því að berjast
eða af því að þeim finnst gaman að
tjaldbúðalífinu. „Ég byrjaði á þessu
af því ég hef áhuga á sögu og
bardagaíþróttum,“ segir Þorbjörn.
Bakgrunnur fólks er ólíkur. Þarna
er landslagsarkitekt, tölvufólk,
kennarar, endurskoðandi, námsmað-
ur, einn vinnur við bókaútgáfu og
annar gerir við járnbrautalestir. Það
voru Þorbjörn og vinur hans, sem
stofnuðu núverandi víkingahópinn
þeirra í London fyrir þremur árum,
en það var þá fyrsti hópurinn í Lond-
on.
Fiona, sem er að baka brauð yfir
opnum eldi er nýgengin í hópinn.
„Vinnufélagi minn er í hópnum og
ég kynntist þessu í gegnum hann,“
segir hún. „Ég á níu ára stjúpson og
datt í hug að þetta væri skemmtilegt
viðfangsefni að rækja með honum.“ Í
daglega lífinu vinnur Fiona við tölvu-
ráðgjöf, en víkingalífið í tómstundum
hentar henni hið besta. „Þetta er
skemmtileg uppákoma. Mér finnst
gaman að tjalda og svo er líka gaman
að drekka og berjast,“ segir víkinga-
konan hressilega og gefur körlunum
ekkert eftir í vaskleika.
Ísland er að mörgu leyti þeirra
fyrirheitna land og Bryan var á Ís-
landi bæði 1995 og 1997 á víkinga-
mótinu í Hafnarfirði. Hann undrast
reyndar að það skuli ekki vera fleiri
tómstundavíkingar á Íslandi, en
nokkra hitti hann þó í fyrra þegar
bardagans við Hastings árið 1200
var minnst. „En ætli lítill áhugi Ís-
lendinga stafi ekki af því að þeim
finnist þeir vera nægilega nálægt
arfinum og þurfi því ekkert að sanna
rétt sinn til hans,“ veltir hann fyrir
sér. „Við hér erum flest í þessu til að
kynnast sögunni og upplifa hana og
leggjum mikið á okkur til að allt sé
rétt, sem við gerum.“
Fallegar tjaldbúðir fullar
af fallegum hlutum
Það er óneitanlega tilkomumikið
að litast um við Sarum kastalarúst-
irnar í Dorset. Tjaldbúðir úti um allt,
falleg tól og tæki og fólk í litríkum
búningum að störfum í búðunum.
Einstaka karlpeningur æfir vopn-
fimi, en annars er allt með kyrrum
kjörum þennan morgun. Bardaginn
byrjar ekki fyrr en um hádegi.
Samkoman er til að minnast
skæra sem voru milli víkinganna er
komu til Englands 865 og Englend-
inga. Mikið átti eftir að ganga á. Árið
1002 drápu Englendingar undir for-
ystu Aðalráðs Englakonungs menn
Sveins Danakonungs, þar á meðal
systur hans. Upp úr þessu spruttu
átök, sem stóðu fram eftir öldinni.
Sveinn dó 1014 og arftaki hans var
Knútur.
Aðalráður dó og Játmundur járn-
síða tók við af honum. Bardagi dags-
ins var í minningu bardaga herja
þeirra 1016.
Fjöldamörg söguleg minnismerki
í Englandi falla undir English Her-
itage, en sú stofnun sér um að halda
þeim við. English Heritage finnur
upp á öllu mögulegu til að draga
gesti að minnismerkjunum. Nútíma-
víkingar í skipulögðum hópum hafa
því nóg að gera, einkum á sumrin, við
að mæta á uppákomur, sem English
Heritage skipuleggur og samkoman
þennan dag var einmitt á þeirra veg-
um. En bæjarstjórnir víða um Bret-
land eru einnig iðnar við að halda
sögulegar samkomur og ýmiss konar
hátíðir og útisamkomur með sögu-
Liðin renna saman, allir taka á hinum stóra sínum og vopnin hvergi spöruð.
Þorbjörn, öðru nafni Bryan, fyrir miðju og Fiona, ásamt einum liðsmanni, við
eldinn þar sem hún var að baka brauð.
Rétt eins og á markaði á víkingaöld.
Víkingar lifa enn
á enskri grund
Tómstundavíkingar
fyrirfinnast í Englandi eins
og Sigrún Davíðsdóttir
komst að er hún rakst á
nokkra þeirra við kastala-
rústir og heyrði að Magnús
Magnússon er nokkurs
konar goð í þeirra hópi.
Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir