Morgunblaðið - 26.08.2001, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 26.08.2001, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ FIMM stór bandarísk kvikmyndaver hafa tekið höndum saman um að setja á stofn dreifikerfi fyrir afurðir sínar á Netinu. Kerfið, sem byggt er á hugbúnaði frá Sony, mun virka eins og nettengd mynd- bandaleiga þar sem viðskiptavinir geta horft á kvikmyndir að eigin vali gegn gjaldi. Þetta er tilraun kvikmyndaver- anna til að sporna gegn ólöglegri dreif- ingu kvikmynda á Netinu, en forrit svip- uð tónlistardreififorritinu Napster hafa verið notuð í þeim tilgangi. „Ég held að meirihluti neytenda geri sér grein fyrir mikilvægi þess að bera virðingu fyrir höfundarétti og fái þeir tækifæri til að greiða fyrir að sækja myndir á Netið muni þeir nýta sér það,“ segir Yair Landau, forstjóri þeirrar deild- ar Sony sem sér um stafræna skemmtun. „Ég hef það á tilfinningunni að allir sem starfa í kvikmyndaiðnaðinum vilji upplifa þann dag er maður getur horft á hvaða mynd sem er, hvenær sem er.“ Sjálfseyðing eftir sólarhring Kvikmyndaverin sem um ræðir eru MGM, Paramount Pictures, Sony Pict- ures, Warner Brothers og Universal Pict- ures. Athygli vekur að hvorki Disney- kvikmyndaverið né Twentieth Century Fox tekur þátt í samstarfinu, en bæði verin hafa tilkynnt áætlanir um að koma á netdreifikerfi upp á eigin spýtur. Sony-fyrirtækið stóð á bak við sam- vinnuna, en talsmenn þess hafa sagst vera að vinna að slíku kerfi frá því snemma á þessu ári. Ástæðan fyrir töf- inni sem orðið hefur er sú að forsvars- menn Sony vildu sannfæra sem flest kvik- myndaver um að taka þátt í þessu með þeim. Samningaviðræðurnar tóku lengri tíma en áætlað var vegna þess að hvert kvikmyndaver kom með eigin kröfur og efasemdir um öryggi og hagkvæmni. Fyrstu hundrað kvikmyndirnar verða komnar á Netið um áramótin og verður um að ræða blöndu af eldri myndum og nýjum. Það verður undir hverju kvik- myndaveri komið hvaða myndir verða settar á Netið og hvað þær munu kosta. Ver sem ekki eru aðilar að samstarfsfyr- irtækinu munu einnig geta sett kvik- myndir á vefsíðuna. Venjuleg kvikmynd er um það bil 500 megabæt að stærð og er því ljóst að að- eins þeir sem hafa sæmilega hraða net- tengingu geta nýtt sér þessa nýju þjón- ustu. Kvikmyndin mun haldast á harða drifi tölvu þeirrar sem henni er hlaðið á, en mun eyða sjálfri sér 24 klst. eftir að á hana hefur verið horft. Neytandinn mun geta horft eins oft og hann vill á kvik- myndina meðan þessi sólarhringur líður og verður hægt að hraðspóla fram og til baka og stöðva kvikmyndina um stund eins og hægt er á venjulegu myndbands- tæki. Kvikmyndirnar verða settar á Netið eftir að hafa verið gefnar út á mynd- bandsspólum og DVD-diskum. „Við ætlum okkur ekki að grafa undan mynd- bandamarkaðinum, sem gefur okkur mik- ið í aðra hönd,“ segir Landau. Öruggur hugbúnaður Þetta er ekki í fyrsta skipti sem áhorf- endur munu geta pantað einstakar mynd- ir, en slík þjónusta hefur tíðkast á kap- alrásum vestanhafs um nokkurn tíma. Né er þetta í fyrsta skipti sem boðið er upp á kvikmyndir á Netinu, en þetta er í fyrsta skipti sem stóru kvikmyndaverin taka þátt í dreifingu kvikmynda um Netið. Fyrirtækin hafa hingað til verið hikandi að setja afurðir sínar á Netið af ótta við að auðvelt muni reynast að afrita þær og dreifa þeim ólöglega, en hugbúnaður Sony á að gera slíka glæpastarfsemi ill- mögulega. Mörg stórfyrirtæki í tónlistar- iðnaði hafa háð harða baráttu fyrir bandarískum dómstólum við netfyr- irtækið Napster, sem gefur út samnefnt forrit sem notað er til að dreifa tónlist án þess að höfundar eða útgefendur fái nokkuð fyrir sinn snúð. Kvikmyndaiðn- aðurinn hefur hins vegar átt auðveldara með að stjórna dreifingu kvikmynda á Netinu og því er þessi yfirlýsing risanna fimm talin merki um að öryggi vefsíð- unnar sé tryggt. Netbíó Fimm stór kvikmyndaver tilkynna nýjung á sviði kvikmyndadreifingar Ef til vill verður hægt að nálgast kvik- myndir Ritu Hayworth á Netinu í fram- tíðinni. EFNAHAGSVANDI Argentínu hefur verið fyrirferðarmikill í fjöl- miðlum á undanliðnum mánuðum. Argentínumenn hafa nú loks fengið þann stuðning, sem þeir fóru fram á því Alþjóðgjaldeyrissjóðurinn ákvað á miðvikudag að koma landsmönn- um til hjálpar með átta milljarða dollara viðbótarframlagi. Sú aðstoð gerir að verkum að aukinnar bjart- sýni gætir nú í Argentínu og raunar um gjörvalla Suður-Ameríku enda óttuðust margir að fyrirsjáanlegt hrun argentínska efnahagsins myndi hafa geigvænlegar afleiðing- ar í för með sér um álfuna alla. Erf- iðleikarnir hafa kallað fram ákveðna endurskoðun en það endurmat er engan veginn bundið við efnahags- lífið; yfirvöld dómsmála, þingmenn og fjölmiðlar huga nú í vaxandi mæli að mistökum fortíðarinnar og þá ekki síst þeirri alltumlykjandi spill- ingu, sem löngum hefur einkennt samfélag Argentínumanna. Athyglin beinist einkum að „pitsu- og kampavínsárunum“ en þannig vísa menn í Argentínu gjarn- an til forsetatíðar Carlos Menem. Og ávirðingarnar skortir ekki; ólög- leg vopnasala og peningaþvætti eru á meðal þeirra mála, sem dómstólar hafa nú til skoðunar. Raunar hafa núverandi valdhafar ekki sloppið. Traustar heimildir eru fyrir því að nöfn þeirra Fernando de la Rúa, nú- verandi forseta, og Domingo Cavallo fjármálaráðherra hafi verið nefnd í samhengi rannsóknar á peninga- þvætti. Og ekki mega gleymast mann- réttindabrotin, ódæðisverkin og hryllingurinn, sem dómstólar hafa enn til umfjöllunar 18 árum eftir að bundinn var endi á einræði herfor- ingja í Argentínu. Tengdur eiturlyfjahringjum? Nú líkt og svo oft áður er það Carlos Menem, fyrrverandi forseti, sem er einkum í sviðsljósinu. Men- em, sem er annálaður fyrir heldur óhaminn lífsstíl, hefur nú verið bendlaður við peningaþvætti á Spáni. Í 1.500 blaðsíðna skýrslu, sem unnin var á vegum þings Arg- entínu, er að finna sannanir í þá veru að „valdamestu stjórnmála- menn landsins“ hafi tengst hringj- um eiturlyfjasala í Mexikó og Kól- umbíu, að sögn þingkonunnar Elisu Carrio, sem stýrði rannsókninni en hún tilheyrir stjórnarandstöðu- flokknum Union Civica Radical, UCR. Menem er nú í stofufangelsi á meðan rannsökuð er meint hlutdeild hans í ólöglegri vopnasölu til Króa- tíu og Ecuador á síðasta áratug. Þá er hann og sakaður um að hafa dregið sér fé. Fyrir yfirvöldum í Sviss liggur nú beiðni frá argent- ínsku ríkisstjórninni þar sem farið er fram á upplýsingar um banka- reikninga, sem Menem kunni að eiga þar í landi. Verði hann fundinn sekur kann hann að eiga allt að tíu ár í vændum innan fangelsismúra. Forsetinn fyrrverandi hefur brugðist hinn versti við ásökunum þessum og boðað að hann hyggist bjóða sig fram að nýju í forsetakosn- ingunum árið 2003. Menem er enn nokkuð vinsæll meðal alþýðu manna enda býr maðurinn yfir persónutöfr- um og ótvíræðum hæfileikum til að ná til fjöldans. Í engu er þó hægt að bera stöðu hans saman við þær miklu vinsældir, sem hann naut í forsetatíð sinni á árunum 1989– 1999. Pitsur og kampavín Menem var á sínum tíma lofaður mjög fyrir að hafa snúið við argent- ínskum efnahagsmálum, sem lengi höfðu einkennst af stöðnun, mis- skiptingu og spillingu. Nú er hann á hinn bóginn gerður ábyrgur fyrir kreppunni, sem staðið hefur á þriðja ár. Forsetinn fyrrverandi er vændur um að hafa í engu brugðist við að- steðjandi vanda. Maðurinn hafi enda verið upptekinn við annað; hann hafi tamið sér hóflausan lífsstíl og skemmt sér „konunglega“ á meðan efnahagurinn sigldi markvisst í Drauga- gangur í Argentínu Boðað var á miðvikudag að Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn væri tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að afstýra algjöru hruni efna- hags Argentínu. Ásgeir Sverrisson segir landsmenn ekki einvörðungu lifa í skugga efnahagsvandans; gömul spillingarmál og glæpaverk séu enn óútkljáð. Reuters Carlos Menem, fyrrverandi Argentínuforseti, lætur ásakanir um spillingu, vanhæfni og hóglífi á valdaferli sín- um sem vind um eyru þjóta. Menem hefur boðað að hann hyggist bjóða sig fram til forseta á ný og fyrir skemmstu gekk hann í hjónaband í þriðja skiptið er hann kvæntist Ceciliu Bolocco, sem er frá Chile og hefur m.a. það til brunns að bera að hafa verið kjörin Ungfrú heimur. Reuters Efnahagsþrengingum og atvinnuleysi mótmælt í miðborg Buenos Aires.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.