Morgunblaðið - 26.08.2001, Page 48
48 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
NÚ ER liðið nokkuð á annað ár síðan
forsætisráðherra boðaði að greiðslur
almannatrygginga ættu að hækka í
takt við laun, eins og það var orðað í 3.
grein yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í
tengslum við kjarasamninga á árinu
2000. Orðrétt segir í yfirlýsingunni:
Ríkistjórnin mun tryggja að
greiðslur almannatrygginga hækki í
takt við umsamdar almennar launa-
hækkanir á samningstímabilinu.
Hækkunin á árinu 2000 verður þó
nokkru meiri.
En hver hefur launaþróun verið
síðan launasamningalotan hófst í
byrjun síðasta árs þegar Flóabanda-
lagið samdi í apríl um 12 til 30%
launahækkanir og hefur samninga-
lotan staðið fram til þessa. Hafa hin
ýmsu stéttarfélög verið að semja um
miklar launahækkanir og hefur
heyrst talað um 130 til 180 þúsund
króna byrjunarlaun. Það vekur at-
hygli að samninganefnd ríkisins hef-
ur gefið út að búið sé að semja við alla
nema sjúkraliða.
Hvernig hefur ríkistjórnin staðið
við að tryggja að greiðslur almanna-
trygginga hækki í takt við umsamdar
launahækkanir eins og lofað var?
Ellilífeyrir var 1. janúar 2000 kr.
17.435, en hinn 1. apríl 2000 hækkaði
hann í kr. 17.592 eða um 157 krónur,
hinn 1. september fengum við aðra
hækkun, ellilífeyrir fór í kr. 17.715
eða hækkaði um 123 krónur og hinn
1. janúar í ár hækkaði hann í 18.424
krónur og er óbreyttur í dag. Samtals
höfum við ellilífeyrisfólk fengið 989
kr. hækkun á ellilífeyri síðustu 20
mánuði.
Er þetta ekki stórkostlegt á sama
tíma og stéttarfélög eru að semja um
mörg þúsund króna hækkanir og
kjaranefnd úrskurðar þingmönnum,
ráðherrum og öðrum æðstu embætt-
ismönnum þjóðarinnar, hækkanir
sem nema 25 til 50 þúsundum króna á
mánuði, en kjaranefnd tilkynnti að
laun hefðu hækkað almennt um 6,9%
og hækkuðu laun æðstu manna sam-
kvæmt því. Á sama tíma hefur ellilíf-
eyrir hækkað um ca. 5%.
Ríkisstjórnin gerði, að eigin sögn,
mikið átak til að bæta kjör hinna
verst settu og setti lög um minnkandi
skerðingar hjá sumu af ellilífeyris-
fólki og hækkaði bætur til sumra
þeirra allra lægstu. Það er til þeirra
sem höfðu um 60 þúsund krónur á
mánuði eða minna og þeirra sem voru
í sambýli eða í hjónabandi og báðir
lifa á ellilífeyri, en aðrir fengu ekkert.
En varla voru lögin komin til fram-
kvæmda þegar hinn nýi heilbrigðis-
ráðherra gaf út reglugerð, sem skerti
mjög kjör aldraðra í formi hækkaðs
lækna- og lyfjakostnaðar, sem kemur
harðast við aldraða og öryrkja, en
þetta eru þeir hópar, sem mest þurfa
á læknum og lyfjum að halda. Þetta
eru skrítnar aðferðir til að tryggja að
bætur almannatrygginga fylgi
launaþróun í landinu.
Þá vekur það athygli að eina stétt-
arfélagið, sem ekki er búið að semja
við og varla er talað við, eru sjúkralið-
ar. Hvers vegna? Það mætti halda að
ástæðan sé sú, að það eru sjúkraliðar,
sem starfa mest með og annast aldr-
aða, sjúka og öryrkja. Því þarf ekki
að semja við sjúkraliða og gera þá
ánægðari, því þeir eru að vinna fyrir
þá hópa sem stjórnvöld virðast telja
óþarfa í þjóðfélaginu og því þurfi ekk-
ert að sinna þeim, þeir mega þræla
áfram á sínum lágu launum.
Þar er alveg ljóst að stór hluti okk-
ar, ellilífeyrisfólks, fékk engar hækk-
anir vegna nýju laganna, en urðu fyr-
ir skerðingum vegna nýju
reglugerðarinnar, eins og aðrir, og
þannig hefur kaupmáttur hjá stórum
hluta af okkar félögum minnkað á
þessu ári, þegar allir nema eftirlauna-
fólk, öryrkjar og sjúkraliðar hafa ver-
ið að stórbæta kjör sín.
Það hefur mörgum sinnum verið
bent á þá staðreynd að mikill meiri-
hluti ellilífeyrisþega er með heildar-
tekjur milli 50 og 100 þúsund krónur
á mánuði, sem er nálægt eða undir fá-
tækramörkum og nú eru sjúkraliðar
að nálgast fátækramörkin því laun
þeirra hafa ekki hækkað í samræmi
við aðra launþega. Laun sjúkraliða
eftir 30 ára starf við öldrunarþjón-
ustu eru í dag rúmlega 113 þúsund
krónur, en sjúkraliðar sem vinna við
öldrunarþjónustu eru hærra launað-
ir.
Það er réttlætismál okkar ellilíf-
eyrisfólks að laun okkar hækki í sam-
ræmi við launaþróunina í landinu og
að samið verði strax við sjúkraliða,
svo við fáum notið starfskrafta þeirra
áfram, en margir þeirra hafa sagt
upp störfum.
Það er full ástæða til að benda
ráðamönnum á að það fer að styttast í
kosningar og eftirlaunafólk er tölu-
vert fjölmennt.
KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON,
formaður Félags eldri borgara,
Kópavogi.
Launabarátta aldr-
aðra og sjúkraliða
Frá Karli Gústafi Ásgrímssyni:
OFT er það svo að við hugsum ekki
um öryggisþætti, fyrr en eftir slys.
Þannig þurfti að verða hörmulegt
slys til þess að vekja menn til um-
hugsunar um loftræstingu í fjalla-
skálum.
Mér finnst það með ólíkindum að
skálar eða sumarbústaðir skuli vera
byggðir án þess að á þeim séu loft-
ventlar. Slíkir loftventlar hafa marga
kosti ef þeir eru rétt staðsettir. Loft-
ventlar sitt á hvorum stafni, upp
undir risi, með vindhlíf yfir svo ekki
snjói eða rigni inn um þá, hafa marga
kosti. Þeir fyrst og fremst tryggja
stöðugt loftstreymi inn í húsið, halda
eðlilegu rakastigi í timbrinu, hindra
að heita loftið stöðvist í risinu, heldur
halda stöðugu loftstreymi og hindra
myglumyndun.
Lofttúður upp úr þaki gera ekki
sama gagn og loftventlar í stöfnum,
því þær draga heita loftið beint út og
gera það að verkum að upphitun nýt-
ist verr. Það verður líka að vera loft-
ventill neðar í húsinu til þess að loft-
streymi myndist. Ég myndi því
leggja til að settir yrðu loftventlar á
öll þessi hús sem eru loftventlalaus,
því það er lítið mál og lítill kostnaður
sem því fylgir.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Hamrabergi 5, Reykjavík.
Fjallaskálar
og sumarhús
Frá Guðvarði Jónssyni: