Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 64

Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HÓPUR ungmenna réðst á 16 ára pilt og barði hann við Menntaskól- ann við Sund seint í fyrrakvöld. Pilt- urinn hlaut talsverða áverka á andliti og var fluttur á slysadeild. Á miðnætti brutust út hópslags- mál á Hverfisgötu. Þegar lögregla kom á vettvang voru átökin yfirstað- in og óróaseggirnir flestir horfnir á braut. Einn slasaðist og var fluttur á slysadeild. Tveir menn voru slegnir í höfuðið með glasi með klukkustund- ar millibili fyrir utan Glaumbar í Tryggvagötu. Þeir hlutu báðir áverka og voru fluttir á slysadeild. Þá var maður sleginn í andlitið á Ing- ólfstorgi og hann nefbrotinn. Réðust á 16 ára pilt VESPERTINE, fjórða sólóplata Bjarkar Guðmundsdóttur, kemur út á morgun um allan heim. Þeir dómar sem þegar hafa birst um plötuna víða erlendis hafa verið mjög góðir og einnig hafa birst lof- samlegir dómar um tónleika Bjark- ar, en hún hóf tónleikaferð í París. Fjögur ár eru síðan þriðja plata Bjarkar, Homogenic, kom út en á þeim tíma lék hún í myndinni Myrkradansaranum og sendi frá sér plötu með tónlist úr myndinni, Selmasongs. Í viðtölum við erlend blöð segist hún hafa verið byrjuð á lögunum á Vespertine um það leyti sem Homo- genic kom út en ekki hafi gefist tími til að ljúka við hana fyrr. Upp- tökur fóru aðallega fram í New York á síðasta ári, en platan var einnig unnin að hluta hér á landi, á Spáni og á Englandi. Samstarfs- menn Bjarkar við gerð plötunnar eru m.a. Valgeir Sigurðsson, Mar- ius DeVries, Zeena Parkins, Thom- as Knak og Guy Sigsworth. Björk hóf tónleikaferð sína um heiminn 18. ágúst síðastliðinn og hafa umsagnir um tónleika hennar verið lofsamlegar. Í ferðinni hyggst hún leika í óperu- og leikhúsum, en á vefsetri hennar kemur fram að hún velji húsin sérstaklega með til- liti til hljóms til að tónlist hennar nái sem best til áheyrenda. Einnig mun hún leika á nokkrum 300 manna stöðum eða minni þar sem hún getur sungið án hljóðnema. Hún mun m.a. koma fram í Radio City Music Hall í New York, rík- isóperunni í Amsterdam, Lund- únaóperunni, Vínaróperunni, El Liceo í Barcelona, Konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn, Þýsku óperunni í Berlín og Bolshoi-leik- húsinu í Moskvu. Ný plata Bjarkar kemur út á morgun Lofsamlegir dómar í erlend- um blöðum  Aftansöngur Bjarkar/56 UMFANGSMIKIÐ rannsóknar- verkefni Náttúrufræðistofnunar og umhverfisráðuneytisins á afföllum rjúpu við Eyjafjörð síðastliðinn vet- ur gekk ekki upp. Í fyrrahaust voru 192 rjúpur merktar, langflestar í Hrísey, og á þær sett radíósenditæki. Tilgangur- inn var sá að bera saman afföll rjúpu á svæðum sem ýmist voru friðuð fyr- ir skotveiðum eða ekki. Fæstar rjúp- urnar fóru hins vegar úr Hrísey og langflestar drápust í eynni um haustið. Á þremur mánuðum dráp- ust 82% fuglanna. Ekki er ljóst hvers vegna afföllin voru svo mikil. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun, segir að ekk- ert bendi til þess að rannsóknin tak- ist betur í vetur. Um 560 km² svæði við austanverðan Eyjafjörð var frið- að fyrir skotveiðum í þágu rannsókn- arinnar, sem átti að ljúka á næsta ári. Náttúrufræðistofnun og um- hverfisráðuneytið eru nú í viðræðum um framhald rannsókna og friðun. Ákvörðun um hvort friðun verði haldið áfram verður væntanlega tek- in fyrir upphaf veiðitímabilsins hinn 15. október nk. Á senditækjunum sem sett voru á rjúpurnar var lífrofi og því var hægt að greina á merkjasendingum hvort fuglinn væri lífs eða liðinn. Sendi- tækin vógu um 10 g. „Það var al- mennt álit manna að nær allar rjúp- ur færu úr Hrísey í september og október og hefðu vetursetu á fasta- landinu. Þetta gekk ekki eftir á liðn- um vetri. Fuglarnir dvöldu í Hrísey langt fram eftir hausti og voru að tín- ast í land allt fram í byrjun desem- ber. Afföll voru mikil og flestir fugl- arnir drápust úti í Hrísey. Tugir fugla, þar á meðal margir merktir, höfðu vetursetu í eynni og fóru aldrei í land. Þetta voru miklu færri fuglar en gert var ráð fyrir og sá saman- burður sem sóst var eftir á afföllum fugla á friðuðu og ófriðuðu svæði fékkst ekki,“ segir Ólafur. Eins og fyrr er sagt urðu afföll á rjúpu gríð- armikil. Um 82% fugla sem voru á lífi 15. september voru dauð 93 dögum síðar, hinn 18. desember. Stærstur hluti þeirra rjúpna sem drápust var étinn og flestar af rán- fuglum. „Nokkrar rjúpur fundust heilar og höfðu athyglisverða sögu að segja. Þessir fuglar drápust í hörðu hreti sem gerði í byrjun nóv- ember og grófust í fönn þannig að vargar komust ekki að þeim. Krufn- ing sýndi að fuglarnir voru sjúkir er þeir drápust, þ.e. grindhoraðir, með skitu og greinilega sýkingu í melt- ingarvegi. Hræin höfðu legið allt að tíu daga í snjó fyrir krufningu og því var ekki hægt að greina sjúkdóms- valdinn með öruggri vissu. Í einum fuglinum fannst þó verulega mikið af hníslum en það eru einfrumungar sem lifa sníkjulífi í görn.“ Rannsókn á lífi og dauða rjúpna í Eyjafirði mistókst Rjúpurnar drápust á skömmum tíma LÖGREGLAN í Borgarnesi segir talsverð brögð að því að flutningabíl- ar aki þétt saman og myndi þannig langar lestir flutningabíla. Dæmi eru um að 5–6 bílar safnist í slíkar lestir. Lögreglan segir að þetta háttalag bílstjóranna skapi hættu við fram- úrakstur þar sem aðrir bílstjórar sjá illa fram fyrir flutningabílana. Ástæðan fyrir því að þessar lestir myndast er að sögn lögreglu sú að bílarnir leggja margir af stað á svip- uðum tíma. Þá geri margir ökumenn sér alls ekki grein fyrir því að langar lestir flutningabíla geti valdið hættu. Bílalestir skapa hættu ♦ ♦ ♦ UTANRÍKISRÁÐHERRAR Eystrasaltsland- anna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens, tóku í gær þátt í sérstakri afmælisdagskrá í boði íslenzku ríkisstjórnarinnar til að minnast þess að áratugur er liðinn frá því Ísland varð fyrst ríkja til að taka upp formlegt stjórnmála- samband við ríkin þrjú eftir að þau end- urheimtu frelsi sitt og sjálfstæði. Ráðherrarnir og aðrir þátttakendur í afmæl- isdagskránni snæddu hádegisverð á Þingvöll- um og hér sjást ganga niður Almannagjá ís- lenzku utanríkisráðherrahjónin Sigurjóna Sigurðardóttir (þriðja f.h.) og Halldór Ásgríms- son. Við hlið Halldórs gengur Indulis Berzins, utanríkisráðherra Lettlands. Fjær til vinstri sést Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra og fv. utanríkisráðherra, ásamt Toomas Hendrik Ilves, utanríkisráðherra Eistlands, og Bryndísi Schram. Morgunblaðið/Rax Ráðherrar á Þingvöllum  Frjálsum þjóðum/4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.